Tíminn - 15.09.1988, Qupperneq 6

Tíminn - 15.09.1988, Qupperneq 6
6 Tíminn Fimmtudagur 15. september 1988 Frá rannsóknarstöð Hjartavcrndar þar sem ómetanlegt starf er unnið til að finna og mæla hjartasjúkdóma, helst áður en þeir komast á alvarlegt stig. Happdrætti Hjartaverndar: Rannsóknarstöðin á hálfum rekstri Rannsóknarstöð Hjartaverndar er nú rekin með aðeins hálfum afköstum vegna fjárskorts, þrátt fyrir að hún sé nú búin mjög fullkomnum tækjum. Stafar þessi fjárskortur fyrst og fremst af þeim samdrætti sem orðið hefur í tekju- öflun Hjartaverndar, en rekstri hennar hefur að verulegu leyti verið haldið uppi af happdrætti Hjartaverndar. Hefur happdrættið hlotið minni undirtektir í ár en venjulega og rekja talsmenn Hjartaverndar það til mikils fram- boðs á ýmsum öðrum getrauna- kerfum. Dregið verður í happdrætti Hjartaverndar 7. október og eru glæsilegir vinningar í boði eins og venjulega. Nægir að nefna 900 þúsund króna bifreið og veglegar greiðslur upp í íbúðarkaup. Sú stefna hefur verið tekin hjá Hjarta- vernd að höfða sérstaklega til ís- lenskra kvenna um stuðning að þessu sinni og hefur þeim því verið sendur happdrættismiði í von um góðar undirtektir. Það er gert á þeim forsendum að rannsóknir sýna að hjartasjúkdómar leggjast mun fremur á karlmenn en konur. Dr. Nikulás Sigfússon, yfirlækn- ir Hjartaverndar, segir að kostir þess að einkaaðilar reki eftirlits- stöð af þessu tagi séu margir, en gallarnir séu þeir að reksturinn sé ótryggur frá ári til árs. Reksturinn hefi beðið talsvert afhroð þegar svokallað tappagjald var tekið af stöðinni, en það var markaður tekjustofn Hjartaverndar og fram- lag ríkisins fimm fyrsu ár stöðvar- innar. Frá því að þetta gjald féll niður hefur stöðin þurft að sækja um framlag af fjárlögum fyrir hvert ár, en nú í ár er það um þriðjungur af rekstrarkostnaði stöðvarinnar. Við ríkjandi aðstæður er erfitt að gara áætlanir til lengri tíma en eins árs í senn og nú er því miður útlit fyrir frekar lélegt happdrættis- ár, þótt árið í fyrra hafi einnig verið slakt. Talið er ráðlegt að fólk leiti eftir almennu heilsufarseftirliti hjá heimilislækni sínum á um það bil tveggja til þriggja ára fresti eftir fertugt. Það er mæla þarf er blóð- þrýstingur, blóðfita og blóðsykur. Verði breytingar á einhverju þessa finnur fólk það yfirleitt ekki á líðan sinni, heldur einungis með mæling- um. En Hjartavernd vinnur einnig mikið af annars konar forvarna- starfi en það er áróður gegn reyk- ingurn og fyrir bættu mataræði. Til slíks varnarstarfs þarf að verja fé og það fæst aðeins með framlögum frá ýmsum áttum. Undir fjölþættu varnarstarfi Hjartaverndar stendur happdrættið uppúr hvað stærð varðar og þaðan er nú óskað áfram- haldandi stuðnings frá almenningi og fyrirtækjum. KB Skjálftahrinan í Grímsey: Virðist í rénun „Mér finnst hæpið að fullyrða að goshrinan í Grímsey sé búin að þessu sinni. Skjálftahrinan hefur verið mjög kröftug og samfelld, sem getur þýtt að hún standi styttra yfir og spennan leysist hraðar úr læð- ingi,“ sagði Ragnar Stefánsson jarð- skjálftafræðingur í gær. Hann sagði að skjálftahrinan sem gekk yfir eyna í september í fyrra hefði verið mun lengur að ganga yfir heldur en sú er hefur staðið að undanförnu og hefðu mestu skjálft- arnir þá ekki verið nær því eins öflugir eins og nú hefur verið. Vera kann, að sögn Ragnars, að minni kvikuhreyfingar eigi sér stað nú undir jarðskorpuflekunum á svæðinu, en miklar kvikuhreyfingar geta dregið skjálfta af þessu tagi á langinn. Séu nú aðeins jarðskorpu- flekar að smella til, þá er líklegt að hrinan gangi tiltölulega fljótt yfir og skjálftar séu fyrir vikið þeim mun harðari meðan á þessu stendur. Hvort gos gæti verið í aðsigi í eða í grennd við Grímsey sagði Ragnar að eldstöðvar væru allsstaðar á og í næstu grennd við Atlantshafshrygg- inn og ekki hægt að útiloka gos á mörgum stöðum hérlendis. Miklu líklegra væri að gos kæmi upp á hafsbotni en í Grímsey sjálfri sem stendur á þvergengissvæði frem- ur en gliðnunarsvæði og tiltölulega lítið opið milli sprunga niður í kviku. Kolbeinsey væri hins vegar á hreinu gliðnunarsvæði og þar væri því gos mun líklegra en í Grímsey. Hvað otli þá að dómi Ragnars brennisteinsfýlunni sem sló fyrir vit Grímseyinga á mánudagskvöldið síðasta? „Lang líklegast er að neðansjávar- hver hafi leyst úr læðingi því þetta var miklu fremur hveralykt en brennisteinsfýla sem vanalega leggur af eldgosi", sagði Ragnar Stefánsson að lokum. _ sá Hafnfirðingar öðrum valtari á fótunum: Mikið um byltur hjá Hafnfirðingum Svo virðist sem Hafnfirðingar séu öðrum mönnum valtari á fótunum. í Fjarðarpóstinum segir frá skýrslu um fjölda þeirra Hafnfirðings sem leita þurftu aðstoðar á Slysadeild Borgarspítalans árið 1986, sem voru um 3.350 manns. Hafnfirðingar hafa því aðeins 7,1% þess fjölda sem Íeitaði á Slysadeild það ár (sam- kvæmt fjöldatölum í skýrslu Borgar- spítalans) sem tæpast getur talist mjög hátt hlutfall. Blaðið sýnir einnig algengustu ástæður þessara slysa. Fall/hras var skráð sem ástæða í um 1.050 tilfell- um eða fyrir meira en 31% allra slysanna á Hafnfirðingum - en hins vegar fyrir innan við fjórðungi af slysa hjá öllum þeim sem komu á Slysadeild. Byltur virðast þvf fjórð- ungi algengari meðal Hafnfirðinga enn annarra íbúa höfuðborgar- svæðisins, ef marka má þessar tölur. Slys af öðrum algengustu orsökum virðast aftur á móti vera hlutfallslega áh'ka tíð meðal Hafnfirðinga og annarra. T.d. var hlutfall þeirra í umferðarslysum, íþróttaslysum, og slysum vegna áverka frá öðrum álíka og hlutfall heildarinnar. Af slysum af fátíðari orsökum virðist þó sem brunaslys og slys vegna véla séu töluvert algengari í Hafnarfirði en almennt gerist, og sömuleiðis að þeir hafi fleiri orðið fyrir biti. Á hinn bóginn snýst dæmið alveg við þegar kemur að slysum vegna ölvunar, þar er hlutfall Hafnfirðinga meira en helmingi lægra en meðal allra þeirra 43ja þúsunda sem leita þurftu aðstoðar Slysadeildar árið 1986. „Karlmenn virðast vera meiri hrakfallabálkar en konur, því kyn- skipting heimsóknanna er 31,2% karlar og 19,3% konur“, segir Fjarð- arpósturinn. Hvers kyns hin 49,5% eru nefnir blaðið hins vegar ekki. - HEI Kristján Jónsson við nýja klefann. Timamynd:Áml Bjama Landhelgisgæslan eignast þrýstiklefa til aö veita meðferð við kafaraveiki: w „Gæslan eignaðist klefann í mars sl. og er aðdragandi þess að við fengum hann orðinn nokkuð langur. Hann veitir stórkostlegt öryggi gegn kafaraveiki og við munum hafa hann með okkur þegar kafarar okkar þurfa að kafa niður á mikið dýpi eða við vafasamar aðstæður," sagði Kristján Jónsson hjá Landhelgis- gæslunni í gær. Kristján sagði að klefinn væri til að veita mönnum meðferð við kafar- aveiki, en hvað er kafaraveiki? „Hafi maður t.d. verið einhvern tíma í sjónum og kemur of snöggt upp eða tekur ekki nægan afþrýsting þá myndast loftbólur í blóðinu og menn finna til margvíslegra ein- kenna, svo sem sárra verkja í liða- mótum og afleiðingar veikinnar geta orðið mjög alvarlegar, jafnvel leitt til dauða,“ sagði Kristján. Kristján sagði að kafaraveiki kæmi upp þegar komið er mjög hratt úr kafi og þess þannig ekki gætt að „taka afþrýstingi rólega“ eins og kafarar nefna það. Hann sagði að einkum óvanir kafarar ættu á hættu að veikjast, einkum froskkafarar. Þegar maður kæmi úr kafi með kafaraveiki og hafi hann á uppleið- inni haldið niðri í sér andanum, gætu afleiðingarnar orðið þær að lungun spryngju og þýddi það oftast bráðan bana. Ef loft kemst upp í heilann þá leiðir það líka oftast til bana, sé ekki brugðist skjótt við. Þá sagði Kristján að veikin gæti lagst á mænuna og lamað menn þannig að einkenni veikinnar og afleiðingar eru marg- víslegar. Klefinn er stórt og mikið mann- virki og er ætlunin að hafa hann með þar sem kafarar Landhelgisgæslunn- ar og Slysavarnafélagsins eða á þeirra vegum verða að störfum og verður hann fluttur milli staða á. vörubíl á landi eða skipi á sjó. Ef kafaraveikitilfeili koma upp verður hægt að bregðast við þeim á skjótan hátt. Klefinn verður þá á landi og hinn sjúki kafari strax færður í sjúkrahólf klefans þar sem er legubekkur og að auki rými fyrir aðstoðarmann. Þar er hægt að breyta þrýstingi í rúmlega sexfaldan loftþrýsting andrúmslofts- ins, en það jafngildir því að kafa niður á 55 m dýpi. Síðan er hægt að létta á þrýstingnum smám saman og þannig að líkja eftir því að maðurinn komi rólega úr kafi og líkamsstarf- semi hans hafi þannig tíma til að aðlaga sig aftur eðlilegum aðstæð- um. Klefinn var keyptur frá Englandi og með honum kom maður sem þjálfaði menn gæslunnar og Slysa- varnafélagsins í meðferð og notkun hans en að auki hefur Ólafur Ólafs- son læknir á Borgarspítalanum hlot- ið þjálfun í notkun klefans Klefinn er búinn sérstökum kraga eða tengibúnaði þannig að hægt er að tengja lítið eins manns neyðar- hylki, sem Slysavarnafélagið á, við klefann og flytja sjúkling úr neyðar- hylkinu og inn í stóra klefann undir þrýstingi. - sá

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.