Tíminn - 15.09.1988, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 15. september 1988
Tíminn 7
Vélarlaust Súlnafell. Reiknað er með að eftir um hálfan mánuð verði vélin
komin á sinn stað og haldið verði á miðin á nýjan leik. Tímamynd Ámi Bjama
Útvegsbankinn í Kópavogi færir sig um set:
Nær þungamidju
viðskiptanna
Útvegsbankinn í Kópavogi opnaði
formlega á nýjum stað sl. mánudag
í Hamraborginni, en um árabil var
útibú bankans áður til húsa að
Digranesvegi 5. í ávarpi Hallgríms
Snorrasonar formanns bankaráðs
kom fram að með flutningi útibúsins
ynnist það fyrst og fremst að bankinn
færðist nær þungamiðju viðskipta og
umferðar í Kópavogi.
Kristín L. Steinsen aðstoðar-
bankastjóri sagði í tilefni þessara
tímamóta að samkeppni bankanna
um viðskipti við einstaklinga hefði
harðnað mjög og að Útvegsbankinn
hefði reynt að koma til móts við
auknar kröfur um bætta þjónustu á
þessu sviði.
Fyrsta viðskiptavini útibúsins á
nýja staðnum var færð að gjöf inni-
stæða á Ábótarreikingi. -ABÓ Haraldur Baldursson útíbússtjóri.
Báöir togarar Útgeröarfélags Þórshafnar eru bundnir við bryggju vegna bilana:
Frystihúsið
rekið á afla
70 tonna báts
„Atvinnuástandið hér á Þórshöfn
er fremur dapurt nú þegar báðir
togaramir eru bilaðir og tíðarfarið
er eins og það er og hefur verið að
má segja í allt sumar," sagði Gísli
Óskarsson skrifstofustjóri Hrað-
frystistöðvar Þórshafnar."
Báðir togarar Útgerðarfélags
Þórshafnar liggja nú bilaðir við
bryggju, en annar þeirra, Stakfellið
er frystitogari þannig að stöðvun
hans kemur ekki beinlínis við hrað-
frystihúsið. Hins vegar tapar sveitar-
féiagið tekjum meðan hann er bund-
inn við bryggju.
Hinn togarinn, Súlnafellið, leggur
hins vegar afla sinn upp á Þórshöfn,
en vélin í honum eyðilagðist fyrr í
sumar og liggur hann við bryggju í
Hafnarfirði þar sem verið er að
skipta um vél í honum.
Búist er við að því verki ljúki
fljótlega og skipið geti hafið veiðar
snemma í næsta mánuði. Gísli sagði
að lítill afli hefði því borist á land í
sumar enda hefðu trillurnar sára-
sjaldan getað róið vegna illviðra og
gæftaleysis í allt sumar.
„Bilun Súlnafellsins ásamt gæfta-
leysinu hefur gengið mjög nærri
okkur. Flest starfsfólk okkar hér í
Hraðfrystistöðinni er á fastráðning-
arsamningi svo hér hefur verið reynt
að vinna átta tímana og einn 70-80
tonna bátur sem veitt hefur kola og
landað hjá okkur hefur haldið okkur
á floti í sumar,“ sagði Gísli.
Aðspurður um hvort menn á Þórs-
höfn væru orðnir langþreyttir á að
bíða eftir stjómvaldsaðgerðum í
málefnum útflutningsgreinanna
sagði Gísli það síst vera ofsagt.
Hann sagði að Hraðfrystistöðin væri
eina atvinnufyrirtækið í plássinu sem
eitthvað kvæði að og legðist það
niður þýddi það einfaldlega að
tilverugrunni Þórshafnar væri kippt
í burtu.
Vélvirkjar er voru að vinna við
Súlanfellið í Hafnarfjarðarhöfn í nýrri vél eftir viku og þá þegar yrði
gær sögðu Tímanum að von væri á hafisthandaumaðsetjahanaí. -sá
Súlnafellið bundið við bryggju í Hafnarfirði, þar sem viðgerð fer fram.
HEILDSALAR & KAUPMENN
♦
ÞÓ AÐ INNKAUPSVERÐ VÖRU HÆKKI,
ER ÓHEIMILT AÐ HÆKKA SÖLUVERÐ FRÁ ÞVÍ AÐ
VERÐSTÖÐVUN TÓK GILDI.
&
VERÐLAGSSTOFNUN