Tíminn - 18.09.1988, Qupperneq 2

Tíminn - 18.09.1988, Qupperneq 2
2 Tíminn Laugárdagur i 7. september 1988 inn kom upp. Margrét sem var í óða önn að þrífa sótið, sagði að fyrstu viðbrögð hennar hefðu verið að koma sér og barninu út. „Ég sat frammi í eldhúsi ásamt fleiri íbúum. f>á kemur nágranninn sem sá eldinn inn um gluggann og hringdi bjöllunni og barði á dyrnar. Þegar ég kem fram á ganginn sé ég reykinn koma upp stigann. Hreinn hafði vaknað við bjölluna og stóð í dyrunum á íbúðinni, ég greip hann, hljóp niður og opnaði. Maðurinn hljóp strax inn, tók slökkvitækið og fór að slökkva eldinn, ásamt strætisvagna- bílstjóra sem leið átti hérna framhjá," sagði Margrét. Hreinn Hlífar, sonur hennar, sá Ijósar hliðar á málinu. „Ég fór í sjúkrahúsbíl. Ég meiddi mig ekkert og hún ekki. Ég fór í löggubíl líka. Ég var ekkert hræddur," sagði Hreinn af miklum ákafa. Aðspurð sagði Margrét að börnin hefðu ekki kippt sér mikið upp við þetta, frekar verið spenn- andi fyrir þau enda mikið að gerast. „Við eigum manninum hérna á móti allt að þakka að við komumst svo fljótt út. Hann á fyllilega þakk- læti skilið,“ sagði Margrét. Maðurinn á móti heitir Hjörtur Grétarsson. Hann sagði í samtali við Tímann að þegar klukkan hefði verið um 5 mínútur í eitt hefði hann heyrt eitthvað hviss eins og verið væri að sprengja dekk á bíl. „Ég leit út og sá þá eldinn í glugganum í húsinu á móti. Ég hringdi í slökkvi- liðið og fór þarna yfir, hringdi bjöll- um og lamdi húsið að utan. Eftir eina til tvær mínútur var fólkið vaknað og komið til dyra, ég held að allir hafi verið sofandi. Þegar allir Sölvi Bragason húsvörður var þegar byrjaður að þrífa, þegar Tíminn leit inn hjá fólkinu í Skeljanesi 6 í gærmorgun. Tímamynd Árni Bjarna Kornabarn svaf í rúminu, meðan eldurinn læsti sig ■ gluggatjöldin. Timamynd: Árnl Bjarna voru komnir út, kom þarna strætis- vagnabílstjóri að, og við fórum sam- an upp á aðra hæð, síðan fór ég inn í þetta herbergi með slökkvitæki og slökkti eldinn sem var ekki mikill. Hins vegar var reykurinn mjög mikill og ég þurfti svo til að skríða eftir gólfinu til að komast þarna inn. Þetta var allt búið á mjög stuttum tíma. Þegar slökkviliðið kom fór ég bara heim til að vera ekki að þvælast fyrir. Það sem mér þykir verra var að engar vælur fóru af stað í húsinu, þar sem íbúar þess eru mjög margir,“ sagði Hjörtur. _ ABÓ Eldur kom upp í íbúðarhúsi Félags einstæðra foreldra að Skeljanesi 6 ■ Reykjavík skömmu eftir miðnætti í fyrrinótt. I húsinu vor sjö fullorönir og sjö börn á aldrinum tveggja mánaða til 11 ára. Þau voru öll flutt á slysadeild, en leyft að fara heim að rannsókn lokinni, utan tvö korna- börn sem flutt voru á Landspítalann til frekari rannsókna. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá spítal- anum var líðan þeirra góð ■ gær. Skemmdir á húsnæðinu urðu nokkrar, aðallega af völdum reyks. Tilkynning kom frá nágranna sem sá eld inn um glugga á annarri hæð hússins. Sá hinn sami var að mestu búinn að slökkva eldinn þegar slök- kviliðið kom á staðinn. Eldurinn hafði kviknað út frá kerti sem var á borði við glugga í einu herbergj- anna, þar sem kornabarn svaf og hafði eldurinn læst sig í gluggatjöld- in. Töluverður reykur var í herberg- inu og hafði hann borist fram á gang og upp á efstu hæð hússins, auk þess sem reykur hafði komist í önnur herbcrgi. Öllum íbúum var bjargað út og fóru fjórir reykkafarar um húsið til frekara öryggis. íbúarnir voru fluttir á slysadeild til rann- sókna, en leyft að fara heim að henni lokinni, enda fékk enginn íbúanna alvarlega reykeitrun. Tvö börn voru hins vegar flutt á Landspítalann til frekari rannsókna. Sölvi Bragason húsvörður hcfur íbúð við hlið þcss hcrbergis sem eldurinn kom upp í. Hann sagði í samtali við Tímann að einhverjir hefðu verið vakandi á efri hæð hússins, þar á meðal móðir barnsins sem svaf í herberginu þar sem eldur- inn kom upp. „Mér skilst að það hafi verið maðurinn í húsinu hér á móti sem sá eldinn og kom og gerði viðvart. Ég vaknaði að vísu ekki fyrr en slökkviliðið var komiö hérna upp á hæðina og bjóst í raun við að um annars konar heimsókn væri að ræða en þessa," sagði Sölvi. Hann sagði að enginn ótti hefði gripið um sig, en hann ætti kannski eftir að koma. „Það var taliö ráðlegt að við færum öll upp á spítala, sem við og gerðum." Krakkarnir, einkum þeir sem eru á aldrinum 4 til 7 ára kipptu sér ekki mikið upp við tilstandið sem varð þegar slökkviliðið kom á staðinn, heldur léku sér eins og ekkert hefði í skorist. Rcykurinn var einna mestur á annarri hæð hússins, þar sem eldur- inn kom upp, en barst upp á efri hæð hússins. Þar hitti Tíminn fyrir Mar- gréti Sigurðardóttur og son hennar, Hrein Hlífar, sem búa í herberginu fyrir ofan herbergið þar sem eldur- Margrét Sigurðardóttir ásamt syni sínum, Hreini Hlífari, í íbúð þeirra. Margrét var fyrst íbúanna til að gera sér grein fyrir því sem gerst hafði. Timamynd Árni Bjarna Logandi kertið stóð á borðinu við gluggann og læsti eldurinn sig í gluggatjöldin. Tímamynd:Árni Bjarna Nágranninn sá eld í herbergi kornabarns RALA og rofabarðið Frægt er það orðið þegar ungir framsóknarmenn tóku „flag í fóstur“ og plöntuðu fallcgum trjám í eitt ljótasta rofabarðið í Land- sveitinni. Var mcira að segja gróðursett í barðinu sérlega fallegt tré sem fékk nafniö „foringjatré“ til heiðurs Steingrfmi Hermanns- syni formanni Framsóknarflokks- ins. Þótti þctta framtak ungra framara vera til fyrirmyndar og hafði dropateljari ekki heyrt nema gott eilt um landgræðslu þessa þar til hann hitti á förnum vegi gamlan skólabróður sem nú er orðinn sér- fræðingur hjá RALA. Sagði sá farir sínar ckki sléttar og kvaös hafa orðið fyrir baröinu ú ungunt framsóknarmönnum. Kom þá í ljós að í fyrra haföi hann við annan mann rekið niður hæla og gert margvíslcgar mælingar á barðinu fræga í þeim vfsindalega tilgangi að mæla hvcrsu hröð gróðurcyð- ingin væri á íslenskum rofabörð- um. Þegar hann hugðist vitja um hælana sína í sumar og framkvæma sams konar mælingar til að finna út gróðureyðinguna blasti ekki við honum rofabarð, heldur vel hirtur og fallegur lundur með nýgróður- settum trjám, þar á meðal foringja- trénu góða. Hafði Rala-scrfræð- ingurinn á orði að þó rannsóknin væri ónýt út frá strangvísindalegum sjónarhóli þá hefði hann gjarnan viljað að hún gæfi mynd af þróun gróðuríars í landinu. Kumur íslenskur fellibylur Þjóðin hefur nú fengið fregnir af fellibylnum Gilbert sem valdið hef- ur stórtjóni að undahförnu og mun vcra niesti fellibylur sem geisai) hefur á þesari öld á vcsturhveli jarðar. Fellibyljum eru gefin nöfn þannig að frcmsti stafurinn vísar til þess hvar f röð fellibylja hann kemur á ákveðnu tímabili. Stjórn- málaskýrcndur á 'íslandi hafa í samræmi við þetta tileinkað sér ný hugtök í stjórnmálaskýringum af Sjálfstæðisflokknum. Er nú talað um fellibylinn Albert. Pressan, Pontíus og Pilatus Ætli Pontíus Pílatus hafi verið alvarlega geðklofa? í 1. tölublaði Pressunnar er óbeint látið að því liggja á forsíðu þar sem vísað er til viðtals inni í blaðinu við mann sem alveg hcfur gefist upp á því að vera karlmaður og vill láta brcyta sér í konu. Pressan segir karlmannstötr- ið, sem enn er, hafi gengið með þetta erindi sitt „milli Pontíusar og Pílatusar í kerfinu". Skyldi ekki Heródes vera feginn að maðurinn lét hann í friði? iusu. Hau in að raun a gekk fyrir m á miHj. Piiatusar L lir þá tilraun ) kyrrt liggja :tlar fyrr eða ■ haráttuna á Kannski þetta hafi hrotið úr penna skrifara Pressunnar vcgna þess hve þeir Pressustjórar eru sjálfir vanir að ganga milli Jóns og Baldvins ýmissa erinda?

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.