Tíminn - 18.09.1988, Qupperneq 8

Tíminn - 18.09.1988, Qupperneq 8
Laugardagur 17. september 1988 8 Tíminn Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavfk. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- Grandamálið Borgarstjórn Reykjavíkur hélt sinn fyrsta fund í vikunni eftir sumarhlé. Aðalmálið, sem var á dagskrá fundarins, var sala 78% af hlutafjáreign Reykjavíkurborgar í Granda h/f. Það er í frásögur færandi, að þessi margrædda sala meðal almenn- ings var í fyrsta skipti rædd í stjórnkerfi borgarinn- ar, því að áður hefur þetta mál hvorki verið lagt fyrir borgarráð né borgarstjórn. Salan á hlutabréfunum hefur í öllu verið einka- mál íhaldsmeirihlutans, sem er svo svartur og massífur að honum þykir ekki einu sinni taka því að fjalla um mál, með formlega réttum hætti. Stjórnarhættir borgarstjórnarmeirihlutans í Reykjavík minna á aðferðir þeirra Ceaucescus í Rúmeníu og Pinochets í Chile, sem eru stjórnend- ur þeirrar gerðar að þeir njóta sín ekki nema sem málpípur einveldis og einkahersveita, sem saman eru settar af siðlitlum nafnleysingjum. í rauninni vita fáir um það með hvaða hætti salan á Grandabréfunum fór fram. Hitt mun þó líklegast að borgarstjórinn hafi stjórnað verkinu og haft stjórn Granda með sér í að koma því fram. Stjórn Granda er að heita má eingöngu skipuð sjálfstæðis- mönnum, einhverjum af þessum frægu nafnleys- ingjum borgarstjórnarmeirihlutans. Þetta lið hefur verið að pukrast með sölu borgareigna í sumarhléi borgarstjórnar. Sem að líkum lætur urðu ýmsir borgarfulltrúar minnihlutans til þess að gagnrýna sölu Grandabréf- anna, þó með þeirri undantekningu að fulltrúi Alþýðuflokksins lét sér hana vel lynda. Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, Sigrún Magnúsdóttir, ítrekaði skýrt afstöðu sína til máls- ins og þá gagnrýni sem varaborgarfulltrúi flokksins, Alfreð Þorsteinsson, hafði einnig látið uppi vegna þessa máls. Sigrún Magnúsdóttir gagnrýndi harðlega vinnu- brögð meirihlutans í Grandamálinu, m.a. að engin úttekt á rekstrarstöðu fyrirtækisins, eignum þess eða söluverðmæti hafi verið lögð fyrir borgarráð og þar hefði engin umræða átt sér stað. Sigrún Magnúsdóttir lagði áherslu á þá afstöðu sína að auglýsa hefði átt hlutabréfin á almennum markaði, enda um almannaeign að ræða. Sigrún Magnúsdóttir kallaði allt Grandamálið, frá því að Grandi var stofnaður árið 1985, misheppnað fjármálaævintýri. Þetta eru orð að sönnu. í Grandamálinu birtast öll verstu einkenni einræðisstjórnar íhaldsins í Reykjavík. Það er að vísu rétt að íhaldseinræðið er orðið gamalt og e.t.v. stjórnmálafræðilegt viðfangsefni að átta sig á fyrirbærinu. En hitt fer ekki milli mála að ósvífni þessa einræðis fer vaxandi með ári hverju. Meðferð Grandamálsins er þar gleggst vitni. ræöu sinni á aðalfundi Stéttarsambands bænda fyrir hálfum mánuði gerði Jón Helga- son landbúnaðarráðherra að umtalsefni þá staðreynd, að byggðavandi er ekki séríslenskt fyrirbrigði, heldur alþjóðlegt vandamál. Alþjóðlegt vandamál Sá byggðavandi, sem þá er beint sjónum að, er ekki síst sá vandi sem landbúnaðarhéruð og sveitabyggðir eiga við að etja. I máli sínu vísaði landbúnaðar- ráðherra til fyrirlestrar, sem skoskur prófessor flutti á ráð- stefnu í tengslum við bresku landbúnaðarsýninguna fyrr í sumar, þar sem hann hugleiddi þau áhrif, sem tækniþróun og önnur þróun nútímaþjóðfélags hefur haft á tilveru sveitabyggð- ar og félagslega aðstöðu bænda- fólks almennt. í fyrirlestri sínum sagði skoski prófessorinn m.a.: „Margar ástæður og mismun- andi liggja til þess að skapast hefur þrýstingur um allan heim á að búskaparháttum verði breytt. Miklar breytingar hafa átt sér stað, og fleiri eru fram- undan. Breytingar hafa ekki ein- göngu lagst af fullum þunga á framleiðsluskipulag landbúnað- ar, heldur gætir áhrifa þeirra um allt bændasamfélagið, bæði hvað snertir efnahag og félagsleg sam- skipti. I þróuðum samfélögum hafa stjórnvöld örvað tæknivæðingu í landbúnaði, kornuppskera, mjólkurframleiðsla og önnur framleiðsla hefur farið sívaxandi í sama mæli og notkun áburðar og annarra efna. íbúum í strjálbýli hefur fækkað, þjón- ustu farið hnignandi og mögu- leikar minnkað. Stefnt er niður á við á sviði félagslegrar velferð- ar sveitanna. Uppbygging land- búnaðar hefur breyst, orðið stöðugt kappsfyllri og sérhæfð- ari, bæði hvað varðar fram- leiðslu og búfjárrækt, en breyt- ingar á framleiðsluvörum frá bændum sjálfum hafa verið hæg- fara. Enn framleiða bændur lítt unnar vörutegundir fyrir fremur fábrotinn markað.“ Iðnvæðing eyðir mannabyggð Síðan bendir prófessorinn á að „matvælaiðnaðurinn" taki sífellt stærra rými í þjóðfélaginu, því að unnar framleiðsluvörur í handhægum umbúðum fái stöðugt vaxandi hluta markaðar- ins. Eftirspurn er mest eftir fullunnum framleiðsluvörum, sem líkjast að litlu leyti þeirri vörutegund, sem flutt er frá bóndanum. „Ekki er nokkur vafi á að matvælaiðnaðurinn hefur og mun hafa í framtíðinni stórfelld áhrif á hagkerfi land- búnaðarins," segir hinn skoski prófessor og bætir við: „Mikil- vægar breytingar hafa orðið á samfélaginu, þannig að nú er algengast að einn eða tveir séu í heimili. Meiri ráðstöfunartekjur og þátttaka kvenna í launuðum störfum utan heimilis hefur auk- ið að mun eftirspúrn eftir tilbún- um og hálf-tilbúnum réttum, sem tekur lítinn tíma að mat- búa.“ Með þessum orðum er próf- essorinn að sýna fram á, að úrvinnsla landbúnaðarafurða og pökkun matvæla í handhægar neytendaumbúðir er orðið aðal- atriði „hagkerfis landbúnaðar- ins“, en ekki það samfélag þar sem frumframleiðslan á sér stað, sveitir og bændabyggð. Miðað við áhersluatriði hagkerfisins að þessu leyti er Ijóst, að þess verður krafist að bændabyggðin og búskaparhættirnir lagi sig að þörfum matvælaiðnaðar og milliliða, en ekki öfugt. Krafa iðnaðarins verður því sú að iðnvæða landbúnaðinn og taka ekki tillit til þeirrar stefnu, sem bændastétt allra landa aðhyllist og telur sér til hagsbóta sem er að viðhalda bændabyggð sem allra víðast. Verksmiðjubúskap- ur gerbreytir sveitabyggð, Iegg- ur mannabyggð víða í auðn. „Óvænt stefna“ Prófessorinn bendir rækilega á, að núverandi ástand í fjármál- um landbúnaðar víða um lönd ýti undir þessa þróun. Hann segir að aðeins stærstu búin, sem eru tæknivædd til fullnustu, geti uppfyllt þær kröfur, sem vinnslustöðvar og milliliðir gera til framleiðenda „hráefnisins". Ályktun hans er því þessi: „Erf- itt er að sjá fyrir eða jafnvel sætta sig við þær afleiðingar, sem það hefði á landbúnaðar- kerfið, ef svo færi að málin þróuðust áfram á þessari braut. Það virðist eigi að síður óumflýj- anlegt, nema því aðeins að stjórnvöld taki upp nýja, óvænta stefnu og beiti sér fyrir minnk- andi framleiðslu méð kvóta- skiptingu í öllum landbúnaði." Þess er að geta að fyrr í ræðu sinni hafði prófessorinn minnst á kvótakerfið sem andstæðu iðn- væðingarkenninga í landbúnaði, þegar hann var að bera saman möguleika varðandi búhætti og framtíðarskipulag landbúnaðar. Framleiðslustj órn Jón Helgason landbúnaðar- ráðherra lagði síðan frekar út af þessum ályktunarorðum skoska prófessorsins og setti þau í beint samhengi við landbúnaðarstefnu íslenskra stjórnvalda hin síðari ár. Landbúnaðarráðherra sagði: „Með búvörulögunum 1985 tókum við einmitt upp hina nýju, óvæntu stefnu um kvóta- skiptingu í landbúnaði til að bjarga afkomu bænda og því félagslega kerfi, sem þeir höfðu byggt upp á liðnum áratugum, þó að það gengi þvert á frjáls- hyggjustefnu, sem ákaft hefur verið haldið fram síðustu árin. Almennt er nú viðurkennt að þessi stefnumörkun hafi bjargað íslenskum landbúnaði úr hrein- um ógöngum og sé að koma æ betur í ljós. Á s.l. vetri óskuðu t.d. framleiðendur eggja og kjúklinga að nota sér rétt bú- vörulaganna til að stjóma fram- leiðslu sinni, og nú hafa kar- töflubændur einnig farið fram á að fá aðstoð við að koma slíkri skipan á til að komast út úr þeirri eyðimerkurgöngu, sem þeir vom tældir út í.“ „Lifandi landsbyggð“ Landbúnaðarráðherra vék síðan nánar að áhyggjum Evr- ópumanna og fleiri þjóða út af þeirri þróun, sem ætti sér stað víða í heiminum, að sveitabyggð drægist saman eða hyrfi vegna stefnu og viðhorfa í landbúnað- ar- og landsbyggðarmálum. Evr- ópubúar líta á búseturöskun sem umhverfismál, röskun á um- hverfi, þótt hér á landi megi ráða af tali sumra að manninum sé nánast ofaukið í umhverfinu. í því sambandi minnti ráðherr- ann á samþykkt Evrópuráðsins um að efna til átaks í þágu landsbyggðarinnar undir vígorð- inu: „Evrópa þarfnast lifandi landsbyggðar.“ í þessu vígorði speglast þau viðhorf sem fram komu á svæðis- ráðstefnu Landbúnaðar- og mat- vælastofnunar Sameinuðu þjóð- anna í Krakow í Póllandi nýlega, að eyðing byggðar í afskekktum héruðum sé stærsta umhverf- isvandamálið. Þeir sem aðhyll- ast slík viðhorf, sagði landbún- aðarráðherra, viðurkenna að maðurinn og mannlífið sé mikil- vægasti þátturinn í umhverfi hvers svæðis, sem síst megi rofna. Pröngt um mannúð Undir þessi orð landbúnaðar- ráðherra hljóta allir heilbrigt hugsandi menn að taka. Hitt væri furðulegt kaldlyndi ef menn gleddust yfir eyddum byggðum og hefðu yndi af því að ráfa um mannauðar sveitir. Framsýnir borgarbúar víða um heim, ekki síst í Evrópu, horfa með kvíða til þeirrar landauðnar, sem við blasir í sveitum, eyja- og fjalla- byggðum. Þar er það talið um- hverfismál að vernda lands- byggðina frá því að breytast í mannlaus öræfi. Ekki ætti ís- lendingum síður að vera eigin- legt að skipa sér í hóp umhverf- isverndarmanna með slík viðhorf, með þá gnægð öræfa og óbyggðar sem þeir hafa yfir að ráða í landi sínu. Þá gerist þröngt um mannúðina, þegar lifandi fólki er ofaukið á byggi- legu landi. Áhrif á samstarfsandann Umræður um efnahagsmál, stjórnarsamstarfið og framtíð ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar hafa sett mestan svip á þá viku, sem nú er að líða. Þessar miklu umræður eiga sér aðdraganda, í rauninni langan, því að ferill núverandi ríkisstjórnar hefur á köflum verið nokkuð hnökrótt- ur. Hins vegar komust umræður allar og samstarfið sjálft á nýtt stig, þegar forsætisráðherra lýsti yfir því við fjölmiðla, án sam- ráðs við forystumenn samstarfs- flokkanna, að svo nefnd niður- færsluleið væri ekki fær og þess vegna hafnað af hans hálfu. Þessi yfirlýsing hafði mikil áhrif á samstarfsandann í ríkisstjóm- inni. Hugmyndin að niðurfærslunni var komin frá nefnd, sem forsæt- isráðherra hafði sjálfur haft fmmkvæði um að skipuð var til þess að veita ríkisstjórninni ráð-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.