Tíminn - 18.09.1988, Page 15
Laugardagur 17. september 1988
Tíminn 15
Viðtal við háttsettan talsmann PLO í Jerúsalem Post:
PLO vill semja
við israelsmenn
Háttsettur aðstoðarmaður Yassir
Arafats Ieiðtoga Frelsissamtaka Pal-
estínu staðfesti í viðtali við dagblað
í ísrael að PLO væri reiðubúið til
samningaviðræðna við ísraela um
málefni Palestínumanna.
Bassan Abu Shariff sagði í viðtali
við Jerusalem Post að PLO vilji
koma á fót Palestínuríki á hernumdu
svæðunum á vesturbakka Jórdan og
á Gazasvæðinu, en ekki eyðileggja
gyðingaríkið ísrael.
„Við erum reiðubúnir að hefja
viðræður við alla þá fulltrúa ísraela
sem eru nógu hugrakkir að setjast
niður og ræða um frið“ sagði Shariff.
“PLO vill semja við ísrael. Haldið
þið að við tækjum þátt í alþjóðlegri
friðarráðstefnu til að ræða við
Hussein konung? Eða semja við
Frakka eða Bandaríkjamenn? Við
viljum alþióðlega ráðstefnu til að
semja við fsrael".
Abu Sharif hefur að undanförnu
leitt þann hóp er vill samkomulag
sem byggist á því að ísraelar og
Palestínumenn skipti hinni sögulegu
Palestínu í ríki Gyðinga og ríki
Araba.
Arafat hefur að undanförnu gefið
í skyn að Palestínumenn væru reiðu-
búnir til að viðurkenna tilveru fsra-
elsríkis en ekki sagt það berum
orðum. Hann hefur þó ítrekað að
hann vilji gjarnan ræða við ísraela
um málefni Palestínu á friðarráð-
stefnu á vegum Sameinuðu þjóð-
anna.
ísraelar þverneita hins vegar að
ræða við PLO, hverjarsem kringum-
stæðurnar séu enda telja þeir PLO
eingöngu hryðjuverkasamtök. Þrátt
fyrir það hefur Shimon Peres utan-
ríkisráðherra ísrael gefið í skyn að
Verkamannaflokkur hans gæti hugs-
að sér að eiga viðræður við PLO ef
samtökin viðurkenna tilverurétt ís-
raelsríkis án skilyrða.
Abdulfattahs ijölskyldan til vinstri og Zoreas Ijölskyldan til hægri. Undanfar-
in fjörutíu ára hafa þessar fjölskyldur staðið andspænis hvor annarri, líkt og
þúsundir annarra fjölskyldna vegna illdeilna í Palestínu. Abdulfattahs
fjölskyldan eru Palestínuarabar en Zoeras fjölskyldan eru Gyðingar. Nú vill
PLO semja við fsraela um stofnun Palestínuríkis á vesturbakkanum og í Gaza
gegn því að viðurkennaa tilveru Ísraelsríkis. Ef það næði fram að ganga ættu
fjölskyldurnar að geta lifað í sátt og samlyndi sem nágrannar ■ framtíðinni.
Óvænt uppákoma á ólympíuleikunum:
Abu Nidal býður öryggissveit
Abu Nidal hinn ógnvekjandi
skæruliðaforingi A1 Fatha skæru-
liðasamtakanna sagði í gær að
enginn þyrfti að óttast að Palest-
ínuskæruliðar muni trufla ólymp-
íuleikana í Seoul og bauðst til að
senda öryggissveit frá A1 Fatha til
að aðstoða við öryggisgæslu á
leikunum.
Abu Nidal er einn eftirsóttasti
hryðjuverkamaður heims enda
hefur hann staðið fyrir hryðjuverk-
um víða um heim. Má þar nefna
hryðjuverkin á Rómarflugvetli í
desember 1985 þegar samtök Abu
Nidal skutu 16 manns til bana.
„Til að sýna góðan vilja okkar,
þá er hópur okkar tilbúinn að
senda öryggissveit til að aðstoða
við öryggisgæslu á leikunum, ef
stjórnvöld í Seoul æskja þess,“
sagði í yfirlýsinu Byltingarráðs
Fatha sem Abu Nidal leiðir.
Öryggisgæsla í Seoul er sú mesta
sem sögur fara af á íþróttaleikum,
enda eru hryðjuverkin á olympíu-
leikunum í Múnchen 1972 enn í
fersku minni, en þá drápu skæru-
liðar Palestínumanna 11 ísraelska
íþróttamenn.
BÆSUÐ EIK - VERÐ KR. 64.500
HÚSGÖGN OG *
INNRÉTTINGAR eo CQ
.SUÐURLANDSBRAUT 32 ÖO OíJ
Vandaðar og ódýrar
Veggskápasamstæður
frá Finnlandi
j
4
MUSAFÆLUR
220 volt
ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SfMI 38900
IIIÍOSSADÆIMDA
BÆNOAIIÖLLINNI IIAGAIOMGI
107 BEYKJAVlK ISLANO
Félag hrossabænda hefur ákveðið útflutning
hrossa með flugi vikulega frá og með 27. septemb-
er. í þessu sambandi eru eftirfarandi atriði auglýst:
1. Útflutningur reiðhrossa. 27. september verður
flug til Billund í Danmörku og hrossum ekið þaðan
til Svíþjóðar. í það minnsta 2 aðrar ferðir verða
farnar til Ostende í Belgíu. Þeir sem vilja flytja út
hross með þessum ferðum leiti nánari upplýsinga
í síma 91-687699 eða í síma 98-78960.
2. Útflutningur sláturhrossa. Jafnhliða reið-
hrossaútflutningi verða sláturhross flutt út. Skrán-
ing sláturhrossa fer fram hjá formönnum deilda F.
hrb. og markaðsnefnd félagsins, svo og hjá
sláturhússtjórum kaupfélaga, í Búvörudeild SlS
og hjá Zóffaníasi Márussyni í Rvík, síma 40157.
Reiknað er með útflutningi á 200 hrossum og
verður farið eftir skráningu með töku hrossanna.
Fullt grundvallarverð verður greitt fyrir hrossin í
janúar 1989, um 16.000 - kr., sem skilaverð á
hross.
3. Útboð fyrir keyrslu á sláturhrossum. Óskað
er eftir skriflegu tilboði fyrir 22. september á
flutningi hrossanna þarsem komi fram annarsveg-
ar kílómetragjald fyrir ekna km og stærð bíla og
hinsvegar gjald fyrir hvert flutt hross úr tilteknum
landshlutum á Keflavíkurflugvöll. Tilboðin séu
stíluð á F. hrb., Bændahöllinni v/Hagatorg, 107
Reykjavík. Áskilið er að taka hvaða tilboði sem er
eða hafna öllum.
Utboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrirhönd Hitaveitu Reykjavíkur,
óskar eftir tilboðum í lyftur og uppsetningu þeirra í útsýnishús
Hitaveitu Reykjavíkur í Öskjuhlíð.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3,
Reykjavík, gegn kr. 5.000.- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 11 október 1988 kl
11.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800