Tíminn - 18.09.1988, Side 16

Tíminn - 18.09.1988, Side 16
16 Tíminn Laugardagur 17. september 1988 1234 5tPB 0002 nBB fcilílliiíi ]► 07/89 JÓN JÓNS80N 0035 8416-3958 SAMVINNUMÁL Samtök samvinnuverslana Samtök samvinnuverslana (SSV) voru stofnuð á fundi í Holtagörðum í Reykjavík s.i. miðvikudag. Þessi félags- stofnun á sér talsverðan að- draganda, en í júní í sumar var haldinn í Bifröst undir- búningsstofnfundur þessara samtaka. Þar var þeim kosin undirbúningsstjórn, og sátu í henni þeir Sigurður Krist- jánsson á Selfossi, formaður, Björn Baldursson, Akureyri, Jörundur Ragnarsson, Vopnafirði, Örn Ingólfsson, Reykjavík, og Snævar Guðmundsson, Reykjavík. Einnig var þar ákveðið að Ólafur Friðriksson fram- kvæmdastjóri Verslunar- deildar Sambandsins myndi starfa með stjórninni og sitja fundi hennar. Frá stofnfundi Samtaka samvinnuverslana. Undirbúningsstjórnin boðaði svo til stofnfundarins í Holtagarðum 14. september. Þar voru lagðar fram tillögur að samþykktum fyrir sam- tökin, samningi milli þeirra og Sam- bandsins og að samningi milli aðild- arfélaga þeirra og Verslunardeildar. Allar þessar tillögur voru samþykkt- ar einróma og félagið þar með formlega stofnað. Þá var kosin stjórn, og sitja sömu nienn í henni og undirbúningsstjórninni, nema Ólafur St. Sveinsson kom í stað Arnar Ingólfssonar. Varamenn í stjórn voru kosnir Þórir Páll Guð- jónsson, Borgarnesi, og Guðjón Stefánsson, Keflavík. í samþykktunum segir að tilgang- ur félagsins sé að koma á skipulögðu samstarfi innan samvinnuhreyfing- arinnar á sviði smásöluverslunar, með það fyrir augum að nýta sam- takamátt hreyfingarinnar, í því skyni að stuðla að arðbærri og samkeppn- ishæfri samvinnuverslun. Þar segir einnig að félagið sé samtök þeirra samvinnufélaga og fyrirtækja sem fela Verslunardeild að annast fyrir sig vöruútvegun og skipulegt sam- starf um markaðsfærslu, samkvæmt þessum samþykktum eða sérstökum samningi. Rétt á félagsaðild eigi kaupfélög, Sambandið, dóttur- og samstarfsfyrirtæki þess, svo og aðrir aðilar sem stjórnin samþykki. í samningi Verslunardeildar og aðildarfélaga SSV er Verslunar- deildin skilgreind sem samheiti þeirra ördeilda, er samkvæmt samn- ingnum annist vöruútvegun og sam- eiginlega þjónustu fyrir SSV. Þessar ördeildir eru sem hér segir: Ferskvörudeild. Almennar matvörur. Hreinlætis- og snyrtivörur. Heimilisvörur. Raftæki. Þrír fulltrúar KEA á stofnfundi SSV, Valur Arnþórsson, Jóhannes Sigvaldason og Magnús G. Gauta- son. Að baki þeim má m.a. sjá kaupfélagsstjórana Þóri Pál Guðj- ónsson í Borgarnesi t.v. og Ólaf Ólafsson á Hvolsvelli. Skór og vefnaðarvörur. Sportvörur. Fatnaður. Rekstrarráðgjöf. Markaðsmál. Ákveður hvert kaupfélag fyrir sig í hverjum af ofangreindum vöru- eða þjónustuflokkum það felur Verslunardeild að annast fyrir sig alla vöruútvegun og þjónustu. í framtíðinni munu Samtök sam- vinnuverslana starfa við hlið Versl- unardeildar Sambandsins, með lík- um hætti og Félag Sambandsfrysti- húsanna hefur um árabil starfað við hlið Sjávarafurðadeildar og Félag sláturleyfishafa hin síðari ár við hlið Búvörudeildar. Eru miklar vonir bundnar við þetta nýja félag, sem kom raunar vel fram í ræðum manna á stofnfundinum. Gera menn sér vonir um að með stóraukinni sam- vinnu í innkaupum fyrir smásölu- verslun samvinnuhreyfingarinnar og með sameiginlegri markaðssetningu megi tryggja neytendum hagstæðast vöruverð og vörugæði. -esig SAMK0RT HF. Hið nýja greiðslukortafyr- irtæki samvinnuhreyfingar- innar, Samkort hf., var stofn- að á fundi í Holtagörðum 14. sept. Á stofnfundinum gerð- ust 17 félög stofnaðilar, en einnig var ákveðið þar að þeir sem gerast hluthafar í fyrirtækinu innan mánaðar teljist einnig til stofnfélaga. Hefur tæplega 40 félögum, þar á meðal kaupfélögunum og samstarfsfyrirtækjum Sambandsins, verið boðin þátttaka í fyrirtækinu. Hluta- fé þess verður allt að 40 miljónir króna. Upphaf þessa máls er það að forstjóri Sambandsins, Guðjón B. Ólafsson, skipaði nefnd í janúar 1987 til þess að kanna útgáfu félags- mannakorts fyrir félagsmenn í sam- vinnufélögunum. í þeirri könnun kom í ljós að hagfelldara yrði að stofna til fyrirtækjakorts sem gæfi möguleika á víðtækari þjónustu en (Tímamynd: Gunnar.) Samkortið hefur verið teiknað og er nú í framleiðslu erlendis. Það mun líta út eins og hér sést. hitt formið. Hér á landi hefur til þessa ekki verið boðin slík þjónusta, sem þó er vel þekkt víða erlendis. Tilgangurinn með samkortunum verður m.a. að nýta þau á öllum þeim sviðum sem samvinnuhreyfing- in er með þjónustu á. Með því móti verður m.a. mögulegt að draga úr lánastarfsemi og stjórnunarkostn- aði, en ýmsir fjölþættir möguleikar hafa nú þegar skapast í greiðslu- kortastarfsemi með víðtækri notkun á tölvutækni. Er þegar búið að tryggja hugbúnað sem skapar þessa möguleika. Stefna hins nýja greiðslukortafyr- irtækis er sú að korthafar hafi sem mestan ávinning af þátttöku sinni í því. Meðal annars eru möguleikar á því að veita korthöfum sértilboð, afsláttarkjör og jafnvel arð af við- skiptum með kortunum. Með því að auðkenna kortin aðildarfélögum, t.d. með númeri kaupfélags, skapast einnig möguleiki á því að veita þjónustu í ýmsum félagslegum til- gangi innan hvers félagssvæðis. Þá eru einnig uppi hugmyndir um að hafa greiðslutímabilin tvö, sem yrði m.a. til hagræðis fyrir þá laun- þega sem ekki fá greidd laun um mánaðamót heldur t.d. um miðjan mánuð. Eins og áður sagði verða þau félög sem gerast aðilar að Sam- kortum hf, fyrir 15. október talin stofnaðilar' félagsins. Sá sem unnið hefur að undirbúningi þessa máls fyrir samvinnuhreyfinguna er Hall- dór Guðbjarnason viðskiptafræðing- ur. Samkorti hf. var kosin stjórn á stofnfundinum. Hana skipa Margeir Daníelsson frkvstj., Ólafur Friðriks- son frkvstj., Geir Magnússon banka- stjóri, Þröstur Ólafsson formaður KRON og Sigurður Kristjánsson kfstj. -esig Mmnum hvert annað á - Spennum beltin! IUMFERÐAR RÁÐ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.