Tíminn - 18.09.1988, Síða 20
20 Tíminn
Laugardagur 17. september 1988
DAGBÓK
ÚTVARP/SJÓNVARP
Þorkell J. Sigurösson fv. kaupfélags-
stjóri í Grundarfirði, Fellsmúla 11 í
Reykjavík, verður 80 ára á morgun,
sunnudaginn 18. september.
Þorkell og Kristín Kristjánsdóttir, kona
hans, verða að heiman á afmælisdaginn.
Félag eldri borgara
Opið hús í dag, laugard. 17. sept. í
Tónabæ. Húsið opnað kl. 13:30. Félags-
visthcfstkl. 14:00. Dansaðfrákl. 20:00.
Félag eldri borgara
Opið hús á morgun, sunnud. 18. sept.
í Goðheimum, Sigtúni 3. Kl. 14:00 -
Frjáls spil og tafl. Kl. 20:00 dans til kl.
23:30.
Athugið: Lokað verður í Tónabæ
mánudaginn 19. september vegna við-
gerða á húsnæðinu.
Málþing um einhverfu
Dagana 19.-25. september n.k. halda
„Norræn samtök um meðferð og kennslu
einhverfra" sitt 7. vinnuþing, sem að
þessu sinni verður haldið á íslandi. Þessi
samtök voru stofnuð árið 1982. Aðal-
hvatamaður að stofnun samtakanna var
Else Hansen, þáverandi forstöðumaður
Sofieskólans í Danmörku, en hún er nú
látin.
Aðalmarkmið samtakanna er að vera
vettvangur fyrir skoðanaskipti og að safna
saman hugmyndum og nýjungum um
málefni einhverfra einstaklinga.
Áhersla hcfur verið lögð á að þátttak-
endur hafi reynslu og þekkingu á þessu
sviði, og eru þeir bæði úr röðum foreldra,
fagfólks og hagsmunasamtaka.
Norðurlöndin fimm hafa til skiptis
borið ábyrgð á og séð um að halda
vinnuþingin, og í ár er röðin komin að
íslandi.
1‘ingiö verður haldið í Ölfusborgum í
Ölfushreppi. Að loknum þingum hafa
verið gefin út rit, sem innihalda grcinar
um þau efni sem hafa verið þar til
umfjöllunar hverju sinni. Nú á að vinna
drög að bók sem er samantckt um mál
þinganna undanfarin sex ár. Þeir mála-
flokkar sem fjallað liefur verið um cru
m.a.: Einkenni einhverfu og orsakir,
viðhorf til hennar, sérkennsla og aðferða-
fræði, líkamsþjálfun, mál og samskipti,
unglingsárin og kynlífið, fullorðinsárin,
samvinna o.fl.
Málþing í Norræna húsinu
flmmtudaginn 22. september kl. 15:00
í tengslum við vinnuþingið verður hald-
ið málþing í Norræna húsinu. Þar munu
erlendu gestirnir greina frá því sem á
döfinni er í þeirra heimalöndum í málefn-
um einhverfra. Einnig verður greint frá
þróun mála hér á landi. Að þessu loknu
verða opnar umræður og fyrirspurnum
svarað.
Allt áhugafólk er velkomið á þetta
málþing. Nánari upplýsingar veita Ragna
Freyja Karlsdóttir í síma 82528 (v.s.) og
Sigríður Lóa Jónsdóttir í síma 79760
/.. „ V
Dagsferðir F.Í.
sunnud. 18. sept.
1. Kl. 08:00 - Þórsmörk - dagsferð.
Dvöl 4 klst. í Þórsmörk, gönguferðir um
Mörkina. (1200 kr.)
2. Kl. 10:00 -Hrafnabjörg - Þingvellir
Ekið að Gjábakka og gengið þaðan. (800
kr.)
3. Kl. 13:00 - ÞingveUir - haustlitir
(800 kr.)
Brottför frá Umferðarmiðstöðinni,
austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir
börn í fylgd fullorðinna.
Dagsferðir ÚTIVISTAR
sunnud. 18. sept.
1. Kl. 08:00 Þórsmörk, haustlitaferð
(1200 kr.) Stansað verður 3-4 klst. í
Mörkinni.
2. Kl. 09:00 Skarðsheiði - Heiðarhorn
(1053 m.y.s.) Gengið á fjallið frá Efra-
Skarði. (1300 kr.)
3. Kl. 13:00 -Botnsdalur - Brynjudal-
ur, haustlitaferð. Þeir sem vilja geta
gengið að Glym, hæsta fossi landsins í
stað göngu í Brynjudal. Létt ganga. (900
kr.) Frítt f. börn m. fullorðnum. Brottför
frá BSÍ, bensínsölu. Sjáumst!
Studenter-Sangforeningen á söngæflngu.
Karlakór Kaupmannahafnar-
háskóla syngur hér á landi
„Studenter-Sangforeningen", Karla-
kór Kaupmannahafnarháskóla, syngur
undir stjórn Niels Muus eftirfarandi tón-
leika hér á lslandi:
Víðistaðakirkju, Hafnarfirði, sunnu-
daginn 18. september kl. 20:30.
Iþróttahúsinu, Laugarvatni mánudag-
inn 19. september kl. 17:00.
Selfosskirkju, mánudaginn 19. sept-
ember kl. 20:30.
Miðgarði, Varmahlíð, Skagafirði
fimmtudaginn 22. september kl. 21:00.
Akureyrarkirkju föstudaginn 23. sept-
ember kl. 20:30.
Langholtskirkju, Reykjavík laugardag-
inn 24. september kl. 17:00
Á efnisskránni eru dönsk sönglög, m.a.
eftir Niels W. Gade, Carl Nielsen, Peter
Heise, J.P.E. Hartmann, Jan Maegaard
og P.E. Lange-Múller.
Kórinn, sem heldur upp á 150 ára
afmæli sitt á næsta ári, er skipaður 40
söngmönnum. Auk þess að syngja fjölda
tónleika ár hvert á Kaupmannahafnar-
svæðinu, hefur kórinn ferðast vt'ða og
sungið jafnt austan hafs sem vestan.
Fyririestur um
Nínu Tryggvadóttur
Hrafnhildur Schram, listfræðingur.
hcldur fyrirlestur um listakonuna Nínu
Tryggvadóttur og verk hennar í listasaln-
um Nýhöfn, Hafnarstræti 18, mánudags-
kvöldið 19. september kl. 20:00.
Allir eru velkomnir meðan húsrúm
leyfir.
Sýning á verkum Nínu
Tryggvadóttur opnuð
í Nýhöfn í dag
I dag, laugard. 17. sept. kl. 14:00,
verður opnuð sýning á verkum Nínu
Tryggvadóttur í Nýhöfn, Hafnarstræti 18
í Reykjavík.
Nína fæddist á Seyðisfirði árið 1913 og
hefði því orðið 75 ára á þessu ári, en hún
lést um aldur fram árið 1968 og eru því í
ár liðin 20 ár frá dauða hennar.
Á sýningu þessari verða rúmlega 40
verk. Stór olíumálverk á striga, minni
olíumálverk á strigapappír, klippimyndir,
blekteikningar, pastclmyndir og cin
vatnslitamynd. Flest verkanna eru til
sölu.
Verk eftir Nínu eru í söfnum og
stofnunum víða um heim og hér á landi í
Listasafni (slands auk mósaikmynda í
kirkjum og stofnunum.
Nína nam hér á landi hjá Ásgrími
Jónssyni, Finni Jónssyni og Jóhanni
Briem. Einnig var hún við nám í Listaaka-
demíunni í Kaupmannahöfn og í París.
Árið 1949 giftist Nína eftirlifandi manni
sínum vísinda- og listamanninum Alfred
L. Copley (Alcopley) og bjuggu þau og
störfuðu í París, London og New York.
Dóttir þeirra, Una Dóra, er einnig lista-
kona.
Alcopley og dóttir hans, Una Dóra,
opna einnig sýningar á verkum sínum í
Reykjavík í dag.
Á mánudagskvöldið 19. september flyt-
ur Hrafnhildur Schram listfræðingurfyrir-
lcstur um Nínu í Nýhöfn, Hafnarstræti
18, kl. 20:00. Allir velkomnir meðan
húsrúm leyfir.
Sýningin er opin virka daga kl. 10:00-
18:00 og um helgar kl. 14:00-18:00.
Henni lýkur 5. október.
Fióamarkaður F.E.F.
Félag einstæðra foreldra verður með
flóamarkað um helgina 17. og 18. sept-
ember að Skeljanesi 6, Skerjafirði. Opið
verðurfrákl. 13:30 til 17:00. Áboðstólum
er fatnaður á alla aldursflokka, þó nokk-
uð er um ónotuð föt. Einnig eru til sölu
efnisbútar, gardínur og smáhlutir alls
konar. „Alltaf sama góða verðið. Verið
velkomin." F.E.F.
Guðmundur Kari Ásbjömsson
sýnir í Gallerí Holiday Inn
Guðmundur Karl Ásbjörnsson heldur
sýningu á teikningum, vatnslita- og past-
el- og olíumyndum í Gallerí Holiday Inn,
Sigtúni 38 í Reykjavík.
Á sýningunni eru 44 verk sem hann
hefur unnið á síðustu árum. Guðmundur
Karl hefur haldið margar einkasýningar
hér á landi og erlendis og tekið þátt í
samsýningum.
Sýningin stendur yfir frá 10. til 25.
september. Hún er opin daglega kl.
14:00-22:00 og er aðgangur ókeypis.
Guðmundur Karl Ásbjörnsson er fædd-
ur á Bíldudal 1938. Hann stundaði nám
við Myndlistarskólann í Reykjavík og
kvöldnámskeið hjá Myndlistar- og hand-
íðaskólanum, ásamt einkatímum í teikn-
ingu og listmálun. Haustið 1960 hélt
Guðmundur Karl til ltalíu og hóf nám í
ACCADEMIA DI BELLI ARTI E LI-
CEO ARTISTICO í Flórens. Haustið
1961 var honum úthlutaður námsstyrkur
frá ítalska menntamálaráðuneytinu.
Guðmundur Karl útskrifaðist úr fyrr-
ncfndum skóla að 4 ára námi loknu.
Haustið 1965 hélt hann til Spánar og hóf
nám í málverkaviðgerðum hjá prófessor
Emmanuel Grau Más í Barcelona, sem er
cinn þekktasti í heimi í þeirri grein.
Guðmundur Karl Iauk þar námi með
góðum vitnisburði.
Fyrsta einkasýning Guðmundar Karls
var í Bogasal Þjóðminjasafnsins vorið
1966 og síðan hefur hann haldið margar
sýningar, bæði hérlendis og erlendis.
Síðustu sýningar Guðmundar Karls voru
1983 að Kjarvalsstöðum, sýning á 95
málverkum og 1985 einkasýning í Gallerí
Hamraborg í Hafnarfirði.
Ljóðalestur
„Undir pilsfaldinum"
Á morgun, sunnud. 18. sept. kl. 21:00,
munu fimm skáld lesa upp úr verkum
sínum í „Undir pilsfaldinum" í Hlaðvarp-
anum, Vesturgötu 3.
Á undan upplestri skáldanna mun Geir
Viðar Vilhjálmsson sálfræðingur halda
fyrirlestur.
Skáldin sem lesa upp eru: Bjarni Bern-
harður Bjarnason, sem mun lesa upp úr
nýrri bók sinni er nefnist „Brjálaða plán-
etan“. Þorri Jóhannsson kynnir nokkur
ný Ijóð. Sigurberg Bragi les einnig Ijóð
eftir sig og sömuleiðis Sigurður Jóhanns-
son, sem ekki hefur komið fram í mörg
ár. Og að lokum les upp Pálmi Örn
Guðmundsson, sem kunnur er af bókum
sínum. Sum þessara skálda hafa ekki
komið fram opinberlega í fjölda ára.
Aðgangur er 200 krónur og hefst sam-
koman eins og áður er sagt kl. 21:00. Allir
eru velkomnir.
Rás I
FM 92,4/93,5
Laugardagur
17. september
6.45 Veöurfregnir. Bæn, séra Solveig Lára Guð-
mundsdóttir flytur.
7.00 Fréttir.
7.03„Góðan dag, góöir hlustendur“. Pétur
Pétursson sér um þáttinn. Fréttir sagðar kl.
8.00, þá lesin dagskrá og veðurfregnir sagðar
kl. 8.15. Að þeim loknum heldur Pétur Pétursson
áfram að kynna morgunlögin.
9.00 Fréttir. Tilkynningar.
9.05 Litli barnatíminn. „Alís í Undralandi" eftir
Lewis Carroll í þýðingu Ingunnar E. Thoraren-
sen. Þorsteinn Thorarensen les (6). (Einnig
útvarpaö um kvöldið kl. 20.00).
9.20 Sígildir morguntónar. a. Caprísur op. 1 nr.
1, 2 og 3 eftir Nicolo Paganini. Shlomo Mintz
leikur á fiðlu. b. Etýður op. 10 nr. 1-12 eftir
Fréderic Chopin. Vladimir Ashkenazy leikur á
píanó.
10.00 Fréttir. Tilkynningar.
10.10 Veðurfregnir.
10.25 Ég fer í fríið. Umsjón: Pálmi Matthíasson.
(Frá Akureyri)
11.00 Tilkynningar.
11.05 Vlkulok. Fréttayfirtit vikunnar, hlustenda-
þjónusta, viðtal dagsins og kynning á dagskrá
Utvarpsins um helgina. Umsjón: Sigrún Björns-
dóttir.
12.00 Tilkynningar. Dagskrá.
12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurlregnir.
13.10 í sumariandinu með Hafsteini Hafliðasyni.
(Einnig útvarpað nk. miðvikudag kl. 15.03).
14.00 Tilkynningar.
14.05 Sinna. Þáttur um listir og menningarmál.
Umsjón: Bergþóra Jónsdóttir og Þorgeir Ólafs-
son.
16.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Ljugardagsóperan: „Valkyrjan“ eftir Ric-
hard Wagner, fyrsti þáttur. Jóhannes Jónas-
son kynnir.
18.00 Sagan: „Útigangsbörn“ eftir Dagmar
Galin. Salóme Kristnsdóttir þýddi. Sigrún Sig-
urðardóttir les (7).
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Tilkynningar.
19.35 Óskin. Þáttur í umsjá Jónasar Jónassonar.
(Einnig útvarpað á mánudagsmorgun kl. 10.30).
20.00 Barnatíminn. (Endurtekinn þáttur frá
morgni).
20.15 Harmonfkuþáttur. Umsjón: Bjami Marteins-
son. (Einnig útvarpað á miðvikudag kl. 14.05).
20.45 Land og landnytjar. Umsjón: Finnbogi Her-
mannsson. (Frá Isafirði) (Einnig útvarpað á
föstudag kl. 15.03).
21.30 íslenskir einsöngvarar. Inga J. Backman,
Eiður Ágúst Gunnarsson og Ólöf Kolbrún Harð-
ardóttir syngja innlend og erlend lög. Jórunn
Viðar, Ólafur Vignir Albertsson og Sinfóníu-
hljómsveit íslands leika.
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð
kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir.
22.30 Skemmtanalíf - „Góð áhrif á sálartetrið“
Ásta R. Jóhannesdóttir ræðir við Inaibjörgu
Guðmundsdóttur sem söng með BG á Tsafirði.
23.10 Danslög.
24.00 Fréttir.
00.10 Um lágnættið. Sigurður Einarsson kynnir
sígilda tónlist.
01.00 Veðurfregnir.
Næturútvarp á samtengdum rásum til
morguns.
02.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút-
varpi. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af
veðri og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00.
Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30.
8.10 Á nýjum degi. með Erlu B. Skúladóttur sem
leikur létt lög fyrir árrisula hlustendur, lítur í
blöðin og fleira.
10.05 Nú er lag. Gunnar Salvarsson tekur á móti
gestum í morgunkaffi, leikur tónlist og kynnir
dagskrá Ríkisútvarpsins.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Á réttri rás með Halldóri Halldórssyni.
15.00 Laugardagspósturinn. Umsjón: PéturGrét-
arsson.
17.00 Lög og létt hjal. - Svavar Gests.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Kvöldtónar. Tónlist af ýmsu tagi.
22.07 Út á lífið. Rósa Guðný Þórsdóttir ber kveðjur
milli hlustenda og leikur óskalög.
02.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút-
varpi til morguns. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og
sagðar fréttir af veðri og flugsamgöngum kl.
5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl.
4.30.
Fréttir kl. 2.00,4.00,7.00,8.00,9.00,10.00,12.20,
16.00,19.00, 22.00 og 24.00.
SJÓNVARPIÐ
Laugardagur
17. september
16.00 Ólympíuleikarnír ’88. Endursýndir kaflar
úr opnunarhátíðinni frá sl. nótt.
17.00 íþróttir. Umsjón Jón Óskar Sólnes.
18.50 Fréttaágrip og táknmálsfréttir.
19.00 Mofli - síðasti pokabjörninn. (Mofli El
Ultimo Koala) Spænskur teiknimyndaflokkur
fyrir börn. Þýðandi Steinar V. Árnason.
19.25 Smellir - Sting. Umsjón Steingrímur ólafs-
son.
19.50 Dagskrárkynning
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Lottó.
20.35 ökuþór. (Home James). Breskur gaman-
myndaflokkur um ungan lágstéttarmann sem
ræður sig sem bílstjóra hjá auðmanni. Þýðandi
Ólöf Pétursdóttir.
21.00 Maður vikunnar.
21.20 í leit að Susan. (Desperately Seeking
Susan) Bandarísk bíómynd frá 1985. Leikstjóri
Susan Seidelman. Aðalhlutverk Rosanna Arqu-
ette, Madonna og Aidan Quinn. Húsmóðir styttir
sér stundir við lestur einkamáladálka í blöðum,
og fyrr en varir er hún flækt í morðmál og
ástamál sem gjörbreyta lífi hennar. Þýðandi
Kristrún Þórðardóttir.
22.55 Vargar í véum. (La Horse) Frönsk bíómynd
frá 1970. Leikstjóri P.G. Defferre. Aðalhlutverk
Jean Gabin og D. Adjoret. Bóndi nokkur kemst
að því að eiturlyfjasmyglarar nota land hans við
iðju sína og segir þeim stríð á hendur. Þýðandi
Pálmi Jóhannesson.
00.15 Útvarpsfréttir.
00.25 ólympíuleikarnir '88 - Bein útsending.
Sund - dýfingar.
03.00 Útvarpsfréttir í dagskrárlok.
08.00 Kum, Kum. Teiknimynd. Þýðandi: Sigrún
Þorvarðardóttir.
08.25 Einherjinn. Einherjinn er grímuklæddur kú-
reki sem lengi hefur notið mikilla vinsælda og
hver veit nema pabbi eigi nokkur gömul blöð
með myndasögum um hann. Byssur eru bann-
orð hjá Einherjanum en ásamt hinum trygglynda
vini sínum, indiánanum Tonto, þeysir hann um
sléttur villta vestursins, eltir uppi bófa og
ræningja og sér til þess að þeir fái réttláta
refsingu. Þýðandi: Hersteinn Pálsson. Filmation.
08.50 Kaspar. Casper the Friendly Ghost. Draug-
urinn vinalegi, Kaspar, hefur áður skemmt
yngstu áhorfendum Stöðvar 2 við hátíðleg
tækifæri svo sem um jól og páska en nú fær
Kaspar loks fastan sess í dagskránni og mun,
ásamt vinum sínum, birtast framvegis á skján-
um snemma á laugardagsmorgnum. Þýðandi:
Guðjón Guðmundsson. Worldvision.
09.00 Með Afa. Afi er kominn aftur eftir langt og
gott sumarfrí og hefur eflaust frá mörgu að
segja. Karta og Tútta taka vel á móti afa og
koma honum skemmtilega á óvart. Myndimar
sem afi sýnir í þessum þætti eru Jakari, Depill,
Emma litla, Skeljavík, Selurinn Snorri,
Óskaskógur og fræðsluþáttaröðin Gagn og
gaman. Allar myndir sem bömin sjá með Afa eru
með íslensku tali. Leikraddir: GuðmundurÓlafs-
son, Guðný Ragnarsdóttir, Guðrún Þórðardóttir,
Júlíus Brjánsson, Kolbrún Sveinsdóttir, Pálmi
Gestsson og Saga Jónsdóttir.
10.30 Penelópa punturós. The Perils of Penelope
Pitstop. Teiknimynd. Þýðandi: Alfreð S. Böðv-
arsson. Woridvision.
10.55 Þrumukettir. Thundercats' Teiknimynd.
Þýðandi: Ágústa Axelsdóttir. Lorimar.
11.20 Ferdinand fljúgandi. Leikin bamamynd um
tíu ára gamlan dreng sem getur flogið. Þýðandi:
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir. WDR.
12.05 Laugardagsfár. Tónlistarþáttur. Vinsælustu
dansstaðir Bretlands heimsóttir og nýjustu
popplögin kynnt. Musicbox 1988.
12.50 Viðskiptaheimurinn. Wall Street Joumal
Endursýndur þáttur frá síðastliðnum fimmtu-
degi.
13.15 Nílargimsteinninn. Jewel of the Nile. Afar
vinsæl spennu- og ævintýramynd sem fjallar
um háskaför ungra elskenda í leit að dýrmætum
gimsteini. Aðalhlutverk: Kathleen Turner og
Michael Douglas. Leikstjóri: Michael Douglas.
Framleiðandi: Lewis Teague. Þýðandi: Davíð
Þór Jónsson. 20th Century Fox 1984. Sýningar-
tími 105 mín.
15.00 Ættarveldið. Dynasty. Þráðurinn tekinn upp
að nýju. Þýðandi: Guðni Kolbeinsson. 20th
Century Fox.
15.50 Ruby Wax. Breskur spjallþáttur þar sem
bandaríska gamanleikkonan og rithöfundirnn
Ruby Wax tekur á móti gestum. Channel 4/NBD.
16.20 Listamannaskálinn. The South Bank Show.
Hún er sögð vera einn fullkomnasti dansari og
danshöfundur vorra tíma og var meðal annnars
fremsta stjarna Merce Cunninghams flokksins í
New York. Karole er sjálf kynnir þessa þáttar og
fjallar hún um fortíð sína í Kansas, megin
áhrifavalda í dansi hennar og danssmíðum o.fl.
Umsjónarmaöur er Melvyn Bragg. Þýðandi:
Örnólfur Árnason. LWT.
17.15 íþróttir á laugardegi. Bein útsending. Meðal
efnis í þættinum eru fréttir af SL-deildinni,
Gillette pakkinn og snókersnillingurinn Stephen
Hendry. Umsjón: Heimir Karlsson.
19.19 19.19 Fréttir og fréttatengt efni ásamt veður-
og íþróttafréttum.
20.30 Verðir laganna. Hill Street Blues. Spennu-
þættir um líf og störf á lögreglustöð í Bandaríkj-
unum. Aðalhlutverk: Michael Conrad, Daniel
Travanti og Veronica Hamel. NBC.
21.25 Séstvallagata 20. All at No 20. Breski
gamanmyndaflokkurinn um mæðgumar sem
leigja út herbergi og samskipti þeirra við leigj-
enduma er kominn aftur á dagskrá. Haldið er
áfram þar sem frá var horfið. Aðalhlutverk:
Maureen Lipman. Þýðandi: Guðmundur Þor-
steinsson. Thames Television 1987.
21.50 Án ásetnings. Absence of Malice. Banda-
rísk bíómynd frá 1981. Paul Newman fer hér
með hlutverk heiðarlegs kaupsýslumanns sem
les í blöðunum að hann só stórglæpamaður.
Aðalhlutverk: Paul Newman og Sally Reld.
Leikstjóri og framleiðandi: Sydney Pollack.
Þýðandi: Ingunn Ingólfsdóttir. Columbia 1981.
Sýningartími 115 mín.
23.45 Saga rokksins. The Story of Rock and Roll.
Lagasmiðimir og söngvaramir Bob Dylan, Car-
ole King, Paul Simon, Randy Newman, Neil
Diamond, James Taylor o.fl. Þýðandi: Björqvin
Þórisson. LBS.
00.10 í skugga nætur. Nightside. Bandarísk bíó-
mynd frá 1980. Myndin fjallar um tvo lögreglu-
þjóna sem fást við óvanaleg mál sem rekur á
fjörur þeirra frá myrkvun til morgunsárs. Aðal-
hlutverk: Doug McClure og Michael Come-
lieson. Leikstjóri: Bemard Kovalski. Universal
1980. Sýningartími 80 mín. Ekki við hæfi vnari
barna.
01.30 Birdy. Hrifandi mynd um um samskipti
tveggja vina eftir leikstjórann Alan Parker sem
m.a. hefur leikstýrt myndunum „Midnight
Express“ og „Angel Heart". Aðalhlutverk: Matt-
hew Modine og Nicolas Cage. Leikstjóri: Alan
Parker. Framleiðandi: Alan Marshall. Þýðandi:
Ingunn Ingólfsdóttir. Tri-Star 1984. Sýningartími
115mín.
03.25 Dagskrárlok.