Tíminn - 18.09.1988, Síða 24

Tíminn - 18.09.1988, Síða 24
RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 Canon Ljósritunarvélar FC-3, 43.600 stgr. FC-5, 46.300 stgr. Skrifvélin, simi 685277 STRUMPARNIR HRESSA KÆTA Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, um „sukk fyrirtæki Framsóknar“ á landsbyggðinni: Skætingur hjá borgar- stjóra í blúnduleik „Ef Davíö Oddsson ætlar að haga sér áfram éins og hann hefur alla tíð gert og vera með skæting út í landsbyggöina og tala um sukk og svínarí þar, þá er hann einfaldlega að efna lil átaka í landinu sem ekki veröur séð fyrir endann á,“ sagði Halldór Ásgrímsson. „Að tala sérstaklega um það að verið sé að ráðast á Reykjavík er alrangt og Davíð Oddsson talar um Reykvíkinga eins og þeir séu sama sinnis og hann,“ sagði Hall- dór Ásgrímsson. „Ég er fullviss um það að flestir Reykvíkinga hugsi þannig að það eigi að ríkja bærilegt jafnvægi í landinu og vilji að það sé sanngirni í þessum málum. Ég trúi því ekki að Davíð Oddsson tali fyrir hönd þeirra allra. Það hefur komið fram í skoðana- könnunum og víðar að Reykvík- ingar hafa ekki áhuga á því starfi sem hann er að reka, m.a. á Öskjuhlíö. Þegar einhver gagnrýn- ir það þá flýtir hann sér að festa alla santninga og tekur engum tilmælum um að reyna að draga úr þenslu á þessu svæði,“ sagði Halldór. „Aðstöðugjöld eru lögð á veltu fyrirtækja í landinu og sveitarfélög á hverjum stað fá þessi aðstöðu- gjöld. Það er að mínu mati vond skatthcimta að leggja á veltu fyrir- tækja en það sem hefur verið að gerast í landinu á undanförnum áratugum er að þjónustan er að aukast í landinu og færast meira og meira saman, þannig aö Reykjavík og aðrir þéttbýlisstaðir í landinu verða þjónustumiðstöðvar fyrir landið í heild í meira mæli en áður. Þetta hefur orðið til þcss að að- slöðugjöldin fara vaxandi þar sem þjónustan er mest. Þannig vinna t.d. yfir 60% fólks í mörgum sveitarfélögum við fisk- vinnslu og fiskveiðar en í Reykja- vík um 3%. Þetta hefur valdið miklu misvægi sem verður leiðrétt fyrr eða síðar. Af okkar hálfu teljum við nauð- synlegt að jafna þessa aðstöðu og það er nauðsynlegt að koma frum- framleiöslunni til aðstoðar. Það var citt aðalatriðið í skýrslu bjarg- ráðanefndarinnar og þeir nefndu sérstaklega þetta atriði með að- stöðugjöldin. Ég tel að þessa að- stöðu verði að jafna, það má deila um með hvaða hætti eigi að gera það, en framleiðslufyrirtækin eru að fara á hliðina og það þarf að hjálpa þeim með lánsfé. Við höfunt ekki möguleika á því að taka endalaust erlent fé til að fram- kvænia það sem við þurfum að gera, en það er nauðsynlegt við þessar aðstæður að draga úr fram- kvæmdum hér á Reykjavíkursvæð- inu. Borgarstjóri vill ekki gera það með góðu og ég harma þann tón sem er í honum gagnvart lands- byggðinni og mér finnst hann gleyma því að Reykjavík er höfuð- borg landsins en ekki borg út af fyrir sig sem er án tengsla við annað í landinu. Hann virðist vilja hafa höfuðborgina án eðlilegra tengsla við landsbyggðina og sann- ar það í þeim málflutningi sem kemur nú fram hjá honum,“ sagði Halldór. JIH „Davíð talar cins og það sé allt blúndulagt í Reykjavík og að þar sé engin þensla en að miklu meiri framkvæmdir séu úti á landi. Hann virðist engan áhuga hafa á jafnræði í landinu. Sjálfstæðismenn hafa frá upphafi reynt að hafa þarna eitthvað jafnvægi, að minnsta kosti í orði, en nú kemur það skýrt fram að það er engin sanngirni til í huga borgarstjórnaríhaldsins í Reykjavík,“ sagði Halldór Ás- grímsson, sjávarútvegsráðherra, aðspurður um ummæli borgarstjóra um fiskvinnsluna í landinu. Davíö Oddsson ræddi landsmálin í borgarstjórn: Fiskvinnsla er framsóknarsukk Á borgarstjórnarfundi sl. fimmtudag tóku umræðurnar um sölu hlutabréfa Reykjavíkur í Granda hf. óvænta stefnu þegar gremja borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins vegna tillagna Framsóknarflokksins í ríkisstjórn um aðgerðir í efnahagsmálum braust fyrirvaralaust út. Það var Júlíus Hafstein, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem reið á vaðið, eftir að hann hafði lýst yfir ánægju nteð sölu hlutabréfanna. Eftir það urðu víðtækar umræður um landsmálin og málið sem upphaflega var á dagskrá, Grandi, féll í skuggann af árásum sjálfstæðismanna. Davíð Oddsson, borgarstjóri, lét sitt ekki eftir liggja og sagði að formaður Framsóknarflokksins væri nú að gera sérstaka atlögu að Reykjavíkurborg. Sagði hann það merkilega tilviljun að hann ætlaði að seilast í nákvæmlega söniu upphæð og Reykjavíkur- borg fær fyrir hlutabréf sín í Granda, og flytja hana yfir í „sukk fyrirtæki Framsóknar úti á landi“, eins og hann orðaði það. Það eru breytingartillögur Framsóknar við tillögur Þorsteins Pálssonar, forsætisráðherra, sem fara svona fyrir brjóstið á Davíð Oddssyni, borgarstjóra. Það er tillaga framsóknarmanna að stofnuð verði sérstök deild við Framkvæmdasjóð sem fái m.a. tekjur með jöfnun tekna sveitarfélaga af aðstöðugjöldum. Hlutverk sjóðsins er fyrst og fremst að lána til fjárhagslegrar endurskipulagningar í fiskvinnsl- unni. Reykjavík og Njarðvík eru með hlutfallslega langhæstar tekjur af aðstöðúgjöldum og þyrftu þar af leiðandi að leggja mest í sjóðinn, Reykjavík um 476 milljónir króna. Sigrún Magnúsdóttir, borgar- fulltrúi Framsóknarflokksins, brást harkalega við skotum sjálf- stæðismanna á borgarstjórnar- fundinum og beindi því að mönn- um að réttara væri að þingflokkur sjálfstæðismanna fjallaði um til- lögur Framsóknarflokksins. „Hvers vegna ætli að þessi tala 500 milljónir sé nú orðin svona dæmigerð í umræðunni? Út af hverju skyldu tveir formenn stjórnarflokkanna tala svona mikið um 500 milljónir? Jón Baldvin hefur líka talað um 500 milljónir í Reykjavík. Það væri í raun og veru nær að nota þær í einhvern annan vanda heldur en að setja þær í hringleikahúsið eða skopparakringluna uppi á Öskju- hlíð. Ætli þið getið ekki kennt ykkur sjálfum um, meirihlutinn hér, hvernig þið hafið farið með fé almennings. Ef þið hefðuð farið að tillögum okkar minnihlutans hér og lagt það frekar til aldraðra og barna, þá væri kannski ekki verið að tala um að taka þetta. Fólki finnst bara að þið séuð að leika ykkur með peninga almenn- ings,“ sagði Sigrún. JIH Hrút lógao á Þingeyri, en hvao svo? Eins og komið hefur fram í Tíman- um hafa Kaupfélag Dýrfirðinga á Þingeyri og Kaupfélag Onfírðinga á Flateyri stofnað Sláturfélagið Barða hf. sem ætlað er að annast slátrun fjár úr Vestur-ísafjarðarsýslu og hluta af Norður-ísafjarðarsýslu. Sláturfélagið Barði hf. hefur nú tekið á leigu sláturhús Kaupfélagsins á Þingeyri og jafnframt var aflögð fjárslátrun í sláturhúsi Kaupfélags- ins á Flateyri. Slátrun hófst hjá Barða hf. sl. fimmtudag þrátt fyrir að félaginu hafi enn ekki tekist að afla sér nægilegs fjármagns til að standa undir rekstrinum. Áætlað er að slátra um 15 þúsund fjár. Hallgrímur Sveinsson, á Hrafnseyri í Auðkúlu- hreppi, formaður Barða hf., segir að menn séu enn að leita fyrir sér með lánafyrirgreiðslu. „Við erum búnir að fá vilyrði um einhverja fyrirgreið- slu. En það er að okkar dómi ekki nægilegt. Svo kann því að fara að við verðum að hætta slátrun í miðjum klíðum," segir Hallgrímur. Eigið fé Sláturfélagsins Barða hf., sem í raun er hugsað sem biöleikur í rekstri sláturhúsa á norðanverðum Vestfjörðum, er mjög af skornum skammti og því hafa forsvarsmenn þess reynt að afla allt að 10 milljón- um króna, sem þeir telja nauðsyn- legar til að geta staðið við fjárhags- skuldbindingar í sláturtíðinni í haust. Hjá Byggðastofnun liggur fyrir erindi frá Barða hf. um 8 milljóna króna fyrirgreiðslu gegn ábyrgð sveitarfélaga í V-ísafjarðarsýslu og Fratnleiðnisjóðs landbúnaðarins. Að sögn Guömundar Malmquist, forstjóra Byggðastofnunar, verður erindi Barða hf. væntanlega tekið fyrir á stjórnarfundi undir næstu mánaðamót. Hallgrímur Sveinsson orðar það þannig að hann vonist til að tneð góðu samspili ráðamanna takist að tryggja rekstur Sláturfélagsins Barða hf. og í ljósi þess hafi slátrun verið hafin sl. fimmtudag. „Það eru kannski ekki allir sem skilja það að slátrun verður ekki frestað í vissum landshlutum, þar á meðal hér, vegna aðstæðna og tíðarfars þegar kominn er þessi tími. Það er auðvelt að fresta slátrun á fiskinum í sjónum en það er öllu erfiðara með lörnbin." Að sögn Hallgríms ætlar Sláturfé- lagið Barði hf. að nýta sér undan- þáguákvæði í búvörulögum um heimild til að semja við hvern af- urðainnleggjenda um öðruvísi grciðslur en 75% 15. október og 100% 15. desember. „í þeim greiðslusamningi sem við gerum við hvern einstakan bónda, samkvæmt undanþáguákvæði í búvörulögum, ergert ráð fyrir75% greiðslum þann 15. desember ef Guð lofar,“ segir Hallgrt'mur. Hann segir að þessir samningar hafi ekki verið undirritað- ir enda sé það í raun ekki hægt fyrr en tryggt sé að afurðalán frá Lands- banka berist á réttum tíma. „Allir skynsamir bændur sjá að þetta fyrir- komulag á afurðagreiðslum er eina raunhæfa leiðin í þessari stöðu. Bændur segjast vilja samþykkja þetta einfaldlega vegna þess að á liðnutn árum hafi ekkert staðist með greiðslur fyrir afurðir. í sumum tilfellum hafa bændur ekkert fengið fyrir áramót nema úttekt," bætti Hallgrímur Sveinsson við. óþh

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.