Tíminn - 28.09.1988, Side 11
10 Tíminn
Miðvikudagur 28. september 1988
Miðvikudagur 28. september 1988
Tíminn 11
ÍÞRÓTTIR
ÓL - Körfuknattleikur
Hefnd eftir
16árabið
- Bandaríkin mæta Sovétríkjunum
í undanúrslitum í körfuknattleiknum
Það var míkið um að vera í
körfuknattleiknum á Ólympíu-
leikunum í Seoul í fyrradag. Leikið
var um þrjú af fjórum sætum í
undanúrslitum keppninnar og þótti
það helst tíð-indum sæta að Spán-
verjar biðu lægri hlut fyrir Áströlum,
77-74. Hinir leikirnir tveir, á milli
Sóvétmanna og Brasílíumanna ann-
ars vegar og Bandaríkjamanna og
Puerto Ricobúa hins vegar, fóru
Kanar í klandri:Tveirmeðiimir
bandarísku 4x200 m boðsunds-
sveitarinnar í skriðsundi voru
handteknir af lögreglunni í Seoul
vegna þjófnaðar. Var sund-
mönnunum Troy Dalbey og Doug
Gjertsen gefið að sök að hafa
stolið styttu einni úr næturklúbbi í
Ólympíuborginni á laugardags-
kvöldið. Að sögn lögreglunnar var
málið sent til saksóknara sem mun
taka ákvörðun um hvort sundkapp-
arnir verði sóttir til saka. Félagarn-
ir tveir hafa nú verið reknir úr
landsliðinu og um leið og rannsókn
málsins verður lokið verða þeir
sendir heim svo framarlega að
saksóknari ákveði ekki að höfða
refsimál. Talið er að ef sund-
mennirnir verði sóttir til saka og
fundnir sekir gæti það þýtt 2-10 ára
framlengingu á dvölinni í Seoul og
matseðil upp á brauð og vatn.
nokkurn veginn eins og menn bjugg-
ust við.
Bandaríkjamenn héldu sigur-
göngu sinni ótrauðir áfram og varð
landslið Puerto Ríco þeim lítill farar-
tálmi. Staðan var strax orðin 48-28 í
hálfleik og endaði leikurinn með
stórsigri Bandaríkjamanna 94-57.
Með þessum 6. sigri sínum í röð
tryggðu þeir sér sæti í fjögurra liða
úrslitum þar sem þeir munu mæta
Rússum sem sigruðu Brasilíumenn í
hörkuleik 110-105. Oscar Schmidt
var sem fyrr atkvæðamestur Brasi-
líumanna og skilaði 46 stigum en
fékk sína fjórðu villu þegar níu
mínútur voru eftir, þurfti að yfirgefa
völlinn og við það sigu Sóvétmenn
framúr og héldu forskotinu allt til
loka leiksins.
Ástralíubúar munu svo leika við
Júgóslavíu en augu heimsins munu
þó að sjálfsögðu beinast að leik
USA-USSR sem í raun verður úrs-
litaleikur leikanna. - ss
Pjetur Sigurðsson
fréttamaður Tímans
skrifar frá Ólympíu-
leikunum í Seoul
Verðlaunaskiptingin
Land
Sovétríkin
Austur-Þýskaland
Bandaríkin
Vestur-Þýskaland
Ungverjaland
Búlgaría
Rúmenía
Bretland
Frakkland
Ítalía
Kina
Suður-Kórea
Tékkóslóvakía
Holland
Noregur
Nýja-Sjáland
Danmörk
Júgóslavía
Ástralia
PóUand
Japan
Finnland
Spénn
Kenýa
Marokkó
Portúgal
Súrínam
Tyrkland
Svíþjóð
Sviss
Kanada
Brasilía
Costa Rica
Chile
Hollensku Antilles-eyjar
Senegal
Bandarísku Jómfrúr-eyjar
Belgía
GuU SUfur Brons
35 17 28
29 22 20
17 17 17
8 8 6
8 6 3
7 7 6
5 9 7
4 7 6
4 3 3
4 3 3
3 9 9
3 3 5
2 2 0
2 2 0
2 2 0
2 1 7
2 1 1
2 0 2
1 4 3
1 4 3
1 2 4
1 1 2
1 0 2
1 0 1
1 0 1
1 0 0
1 0 0
1 0 0
0 3 3
0 2 2
0 1 3
0 1 2
0 1 0
0 1 0
0 1 0
0 1 0
0 1 0
0 0 1
mm
ÍÞRÓTTIR
Ólympíuleikarnir í Seoul:
Lyfjaneysla íþróttamanna
svartur blettur á leikunum
Kanadamaðurinn Ben Johnson var í
gær endanlega dæmdur úr keppni á
Ólympíuleikunum í Seoul, sviptur gull-
verðlaunum sínum, heimsmet hans
dæmt ógilt og rekinn heim með skömm.
Maðurinn sem heiUaði miUjónir manna
fyrir nokkrum dögum er nú af öllum
fyriilitinn og útskúfaður.
Það þótti mikið afrek hjá Johnson að
hlaupa 100 m á 9,79 sek. og setja
heimsmet, þrátt fyrir þá pressu sem á
honum var, en einvígi hans við Banda-
ríkjamanninn Carl Lewis hafði verið
auglýst sem aðalviðburður leikanna. Sú
varð og raunin, hlaupið sjálft var stór-
kostlegt og metin flugu, fyrstu 4 menn
hlupu allir undir 10 sek. Það er hins
vegur eftirleikurinn sem á í framtíðinni
eftir að vera efstur í hugum manna frá
þessu umtalaða hlaupi og hætt er við að
Ólympíuleikanna í Seoul verði minnst
fyrir þau mörgu lyfjamál sem upp hafa
komið á leikunum.
Þriðja gullinu skilað
Ben Johnson er þriðji gullverðlauna-
hafi leikanna sem uppvís verður að því
að hafa neytt ólöglegra lyfja og 7.
íþróttamaðurinn sem vísað er úr keppni
af sömu ástæðu. Formaður lyfjanefndar
alþjóða Ólympíunefndarinnar, Belginn
Alexandre de Moredo Prins, sagði að
mál Johnsons væri sorglegt, en áfram
yrði haldið baráttunni gegn lyfjum í
íþróttum og fall Johnsons ætti að verða
öðrum íþróttamönnum viðvörun.
Ævilangt bann
í lyfjaprófinu kom í ljós að Johnson
hafði notað lyfið „Stanozolol", sem er
„anaboliskur steri“. Sjálfkrafa fer John-
son í ævilagt bann frá allri íþróttakeppni,
en sækja má um náðum eftir 2 ár.- Svo
gæti farið að keppnisferill Ben Johnson
væri á enda, eftir þetta atvik.
Keppir ekki aftur
fyrir Kanada
„Þetta eru mikil vonbrigði fyrir alla
Kanadamenn og sérstaklega fyrir fjöl-
skyldu Ben Johnsons. Það verður að
taka strangt á þessum málum, hver sem
á í hlut, og nauðsynlegt til þess að
einhvem tímann verði hægt að útrýma
lyfjum úr íþróttum," sagði Brian Mul-
roney forsætisráðherra Kanada í gær.
Johnson mun missa alla þá styrki sem
hann hefur notið í Kanada og mun aldrei
aftur fá að keppa fyrir Kanada á alþjóða-
mótum.
Fall Johnsons er mikið áfall fyrir
Kanada sem hefur staðið í fylkingar-
brjósti þeirra ríkja sem hafa hvað harð-
ast beitt sér gegn notkun á lyfjum í
íþróttum og þar var fyrsta alþjóðaráð-
stefnan gegn lyfjum í íþróttum haldin í
júní í sumar.“
„Staðfestir grun minn“
„Þetta staðfestir það sem ég hef alltaf
haldið," sagði Carl Lewis, eftir að til-
kynnt var að Ben Johnson hafði fallið á
lyfjaprófi. Eftir heimsmeistarakeppnina
í fyrra sagði Lewis að lyfjanotkun væri
algeng meðal íþróttamanna, án þess þá
að nefna Ben Johnson á nafn.
„Stemningin er alveg dottin niður
héma,“ sagði kanadíski grindahlaupar-
inn Stephen Kerho í gær. Allir í liðinu
litu upp til hans, ég er sár og mjög
vonsvikinn. Ég stoltur af því að vera
Kanadamaður og þetta breytir engu um
ímynd Kanada.“
„Þegar miklir peningar em komnir í
spilið þá verður þetta freistingu,“ sagði
svissneski frjálsíþróttamaðurinn Chris-
tian Gugler, en þeir Johnson og Lewis
skiptu með sér hálfri milljón dala í
sumar þegar þeir reyndu með sér í
Zurich í Sviss. „Fyrir hálfa milljón dali
mundi ég hugsanlega taka lyf,“ sagði
Gugler.
Johnson segist
vera saklaus
Aðalfararstjóri kanadfska Ólympíu-
liðsins Carol Ann Letheren tilkynnti
Johnson um niðurstöður lyfjaprófsins.
„Hann varð fyrir miklu áfalli þegar ég
tilkynnti honum að hann hefði fallið á
prófinu. Hann gat ekkert sagt fyrir
geðshræringu. Móðir hans og systir vom
þá hjá honum".
Bæði Johnson og þjálfari hans neita
að hann hafi notað ólögleg lyf og segja
að hugsanlega hafi lyfinu verið komið
fyrir í svaladrykk hlauparans fyrir hlaup-
ið. Læknar kanadíska liðsins hafa tekið
sýni úr drykknum og komið því tili:
lyfjanefndarinnar, en formaður hennar ;
sagðist ekki vera spenntur fyrir því að’
kanna innihaldið. Hann sagði að ef lyfiðf
hefði komist í Ifkama Johnsons eftir
hlaupið og fyrir lyfjaprófið þá hefðu
niðurstöðumar úr prófinu orðið aðrar.
Búið að dæma Johnson
Óvíst er hvort nokkum tfmann tekst
að sanna hvort Johnson var byrlað lyfið,
enda er það mjög ótrúleg skýring. Eitt
er þó skrýtið, íþróttamaður sem veit
nokkum veginn fyrir víst að hann verður
í verðlaunasæti á Ólympíuieikunum og
verður þar af leiðandi lyfjaprófaður,
neytir ekki vísvitandi lyfja stuttu fyrir
keppni. Þó mun það vera staðreynd að
lyfin finnast mislengi í mönnum og
algjörlega getur verið tilviljanakennt
hvenær fram kemur jákvætt próf og
hvenær neikvætt, hafi lyfja á annað borð
verið neytt, lyfjaprófin em ekki 100%
ömgg. Johnson átti við meiðsl að strfða
og var frá keppni í 5 mánuði af þeim
sökum. Lyfið sem fannst í prófinu í
Seoul flýtir fyrir að menn nái sér af
slíkum meiðslum. Dómur hefur hins
vegar verið kveðinn upp yfir Ben John-
son og erfitt verður fyrir hann að hreinsa
nafn sitt héðan af.
íþróttamálaráðherra Kanada sagði í
gær að Ben Johnson hefði ekki verið
lyfjaprófaður eftir kanadfska meistara-
mótið í júlí, en talsmenn kanadíska
Ólympíuliðsins í Seoul sögðu í gær að
Johnson hefði gengist undir 8 lyfjapróf
sfðan í febrúar 1987 og aldrei áður fallið.
Á keppnisdag hafði hann með sér vatns-
flösku með karabískum jurtadrykk í,
sem hann fékk hjá aðstoðarmanni
sínum. Hann setti fiöskuna í æfinga-
tösku sína fyrir hlaupið. Eftir hlaupið
var farið með töskuna til búningsher-
bergja, en hún hafi verið skilin eftir á
stað þar sem var margt fólk og hver sem
er gat nálgast hana. Við höfum framburð
manna sem þar voru, um að þar hafi
verið fólk sem ekkert erindi átti þar og
það án tilskilinna leyfa.
Lyfin eru staðreynd
Hvort sem Kanadamönnum tekst að
verja sinn mann eða ekki er víst að lyf
leika æ stærra hlutverk hjá íþróttamönn-
um og eru þar fáir undanskildir. Það eru
hins vegar þeir óheppnu sem súpa seyð-
ið. Það er opinber sannleikur að íþrótta-
menn, sérstaklega í greinum þar sem
kraftur er í öndvegi, taka lyf til þess að
flýta fyrir vöðvavexti og flýta fyrir bætt-
um árangri. Sumir taka enga áhættu og
hætta að taka lyfin löngu fyrir stórmót,
vegna hræðslu við lyfjapróf og ná
kannski ekki eins góðum árangri fyrir
vikið. Þessir sömu menn bæta síðan
árangur sinn á innanfélagsmótum, þegar
þvagsýnisflöskumar eru víðs fjærri.
BL
, Lyfjadagbók
Ólympíuleikanna
Kalman Osengeri frá Ungverja-
landi rekinn úr keppni í lyftingum.
Notaði Pemoline sem er örvandi
lyf.
27. september: Ben Johnson
frá Kanada sviptur gullinu í 100 m
hlaupi. Heimsmet hans 9,79 sek.
dæmt ógilt. Johnson yfirgefur Se-
oul.
Notaði Stanozolol, anaboliskan
stera,
Mesta lyfjahneyksii Ólympíuleik-
anna frá upphafi.
BL
22. september: Búigarski
lyftingamaðurinn Mitko Grablev
skilar gullverðlaunum sínum í lyft-
ingum og er rekinn heim.
Notaði Furosemide, sem er megr-
unariyf, sem einnig gctur falið
notkun annarra lyfja.
Ástralinn Alex Watson rekinn úr
keppni í nútíma fimmtarþraut.
Notaði Caffeine, sem er örvandi
iyf.
24. september: Búigarski
lyftingamaðurinn Angel Guenchev
missir guUverðlaun sín og 4 heims-
met.
Notaði Furosemide.
Spán vcrjinn Jorge Queseda rekinn
úr kcppni í nútíma fimmtarþraut.
Notaði Beta blokkera, scm hægja
á hjartslætti og minnka spennu.
25. september: Fernando
Mariaca frá Spáni rekinn úr lyft-
ingakeppninni.
Notaði Stanozolol, anaboliska
stera.
Gunnlaugur og
Isleifur í 22.
sæti siglinganna
Frá Pjetrí Sigurðssyni fréttamanni Tímans í
Seonl:
„í gær varsíðasti keppnisdagurinn
hjá okkur, við urðum líklega í 16.
sæti í keppninni í dag. Þetta var nú
eiginlega ekki sigling, það var brjál-
að veður, 8-9 vindstig. Það voru
margir sem veltu bátum sínum og
við vorum í þeim hóp veltum bátnum
einu sinni,“ sagði ísleifur Friðriks-
son siglingamaður í samtali við
fréttamann Tímans.
„Þetta var allt í lagi í startinu, en
þrátt fyrir góða veðurspá þá rauk
hann upp með látum. Það bjargaði
okkur að við erum orðir mjög snjallir
í að rétta bátinn við. Ég gæti giskað
á að við séum í 19.-20. sæti í
heildina. Ég er alls ekki sáttur við
þann ángur, við hefðum átt að geta
siglt betur. Ég hef grun um að eitt
seglið sé ekki alveg í lagi.“
„Ég er alveg gjörsamlega búinn
eftir 7 keppnir á 8 dögum og gæti
verla siglt 1 dag enn. Það er lokahá-
tíð í Pasam í dag og við förum til
Seoul á morgun, þar sem við ætium
að skoða okkur um og slappa af. Svo
fer maður heim að vinna fyrir
skuldunum. Við Gunnlaugur höld-
um eitthvað áfram að sigla saman,
ætli við förum ekki út í eitthvað
ævintýri næsta sumar. Annars á ég
son sem er íslandsmeistari í ung-
lingaflokki og vildi gjarnan aðstoða
hann,“ sagði ísleifur að lokum og
það gætti þreytu í röddinni.
Samkvæmt nýjustu fréttum frá
Seoul höfnuðu þeir Gunnlaugur og
ísleifur í 22. sæti siglingakeppninn-
ar. PS/BL
Knattspyrna:
Leikið í Danmörku
og Finnlandi í kvöld
Landslið íslands skipað leikmönn-
um 21 árs og yngri leikur í kvöld
gegn Finnum í undankeppni Evr-
ópukeppni landsliða og íslenska A-
landsliðið leikur gegn Dönum á
Idretsparken í Kaupmannahöfn vin-
áttulandsleik.
Eftirtaldir leikmenn skipa 21 árs
liðið:
Markverðir:
Ólafúr Gottskálksson í A
Adolf Óskarsson ÍBV
Aðrir leilunenn:
Alexander Högnason ÍA
Haraldur Ingólfsson f A
Rúnar Kristinsson KR
Þorsteinn Halldórsson KR
Einar P. Tómasson Val
Steinar Adolfsson Val
Arnljótur Davíðsson Fram
Hallsteinn Amarson Víkingi
Pétur Óskarsson Fylki
Baldur Bjamason Fylki
Ólafur Kristjánsson FH
Gestur Gylfason ÍBK
Eyjólfur Sverrisson Tindastól
Ágúst Már Jónsson KR
Leikurinn verður leikinn í borg-
inni Oulu, um 700 km norður af
Helsinki.
A-landsliðið sem mætir Dönum á
Idretsparken í Kaupmannahöfn er
skipað eftirtöldum leikmönnum:
Markverðir:
Bjami Sigurðsson
Friðrik Friðriksson
Aðrir leikmenn:
Araór Guðjohnsen
Ásgeir Sigurvinsson
Atli Eðvaldsson
Guðmundur Torfason
Guðni Bergsson
Gunnar Gíslason
Ólafúr Þórðarson
Ómar Torfason
Pétur Amþórsson
Ragnar Margeirsson
Sævar Jónsson
Viðar Þorkelsson
Þorvaldur örlygsson
Kristinn R. Jónsson
Ingvar Guðmundsson
Brann
B 1909
Anderlecht
Stuttgart
Val
Genk
Val
Moss
ÍA
Fram
Frarn
ÍBK
Val
Fram
KA
Fram
Val
Pétur Ormslev og Halldór Áskels-
son gáfu ekki kost á sér í leikinn og
voru þeir Kristinn og Ingvar valdir í
þeirra stað. Ekki var í gær öruggt
hvort Arnór fengi leyfi frá Ander-
lecht til að mæta í leikinn, en þjálfari
liðsins vildi ekki sleppa af honum
hendinni. BL
ÓL— Hjátrú:
Fjórða
hæðin er
ekki með
Frá Pietrl Sigurftssyni fréttamanni Tfmans i
Seoul:
Það er með eindæmum hvað
Kóreubúar eru hjátrúarfullir. Hér er
talan 4 talin óhappatala, eins og
talan 13 á íslandi. Þetta gengur svo
langt að á hótelum og öðrum bygg-
ingum sleppa þeir einfaldlega 4.
hæðinni. Reyndar er ekki gat á
húsunum, heldurer4. hæðin einfald-
lega sú 5. PS/BL