Tíminn - 11.10.1988, Blaðsíða 11

Tíminn - 11.10.1988, Blaðsíða 11
10 Tíminn Þriðjudagur 11. október 1988 Þriðjudagur 11. október 1988 Tíminn 11 I ÍÞRÓTTIR Körfukriattleikur Jón Orn fór í gang þegar mest lá á ÍR-ingar unnu nauman sigur á Tindastólsmönnum frá Sauðárkróki í leik liðanna í Flugleiðadeildinni í körfuknattleik í Seljaskóla á sunnu- daginn. Leikurinn var ekki í háum gæða- flokki, en var þó spennandi fyrir áhorfendur. Nokkuð var um mistök hjá báðum liðunum og hittni leik- manna var ekki burðug. Það voru gestirnir sem skoruðu fyrstu körfuna, en liðin skiptust nokkuð á um að hafa forystuna í fyrri hálfleiknum. Það voru þó ÍR- ingar sem höfðu 1 stig forystu í hálfleik, 34-33, eftir að Jóhannes Sveinsson skoraði síðustu körfu hálf- leiksins. Tindastólsmenn leiddu nær allan síðari hálfleikinn, þó var tvívegis jafnt, 50-50 og 58-58. ÍR-ingar kom- ust fyrst yfir í síðari hálfleik, 62-61 þegar tæpar 4 mín. voru til leiksloka. Valur Ingimundarson, þjálfari Tindastóls, sem var potturinn og pannan í sóknarleik sinna manna, brást á lokamínútunum og skot hans voru varin af varnarmanni ÍR, Ragn- ari Torfasyni. Valur gerði þó 4 síðustu stig sinna manna, en á meðan sigu ÍR-ingar framúr, mest fyrir tilstilli Jóns Arnar Guðmundssonar sem fór í gang á lokamínútunum og skoraði 5 síðustu stig liðs síns og tryggði því sigur. Lokatölurnar urðu 69-65 fyrir fR. ÍR-ingar áttu mjög slæman dag á sunnudaginn, en fráköstin héldu og þokkalegur varnarleikur hélt liðinu inní leiknum. Tindastólsmenn tóku 28 fráköst í leiknum, sem er þokka- legt í einum leik, en leikmenn ÍR hirtu nákvæmlega tvöfalt fleiri, eða 56, sem er örugglega nálægt því að vera met hérlendis. í liðinu eru mjög öflugir frákastsmenn, og ekki er fjarri lagi að telja að ÍR-Iiðið sé sterkasta frákastalið deildarinnar. Það dugar hins vegar skammt, ef sóknarleikurinn er lélegur, en ÍR- liðið slapp með skrekkinn í leiknum á sunnudag. Erfitt er að taka ein- staka leikmenn út úr í liðinu, en Jón Örn Guðmundsson tók leikinn hreinlega í sínar hendur undir lokin og var öðrum fremur maðurinn á bak við sigurinn. Karl Guðlaugsson, hinn hluti bakvarðadúettsins geð- þekka, fékk nú tækifæri, var í byrj- unarliðinu í fyrsta sinn í vetur og skilaði sfnu með sóma. Þriggja stiga skotin voru á sfnum stað eins og fyrri daginn, þó í minni skömmtum væri og öruggt má telja að fleiri þriggja stiga körfur eiga eftir að líta dagsins Ijós í vetur frá Karli, en sú eina sem skilaði sér á sunnudaginn. Sturla, Ragnar, Bragi, Jóhannes og Björn Steffensen voru mennirnir á bak við fráköstin, en Björn var mjög daufur í sóknarleiknum. Jóhannes átti góð- an leik í sókninni ásamt þeim Ragn- ari og Braga, en var óheppinn með villurnar og varð að yfirgefa völlinn þegar 6 mín. voru eftir, með 5 villur. Hjá Tindastól var Valur Ingi- mundarson allt í öllu. Þrátt fyrir stigin 37 er varla hægt að segja að hann hafi átt stjörnuleik. Eins og áður segir klikkaði hann á lokamín- útunum og hefði að ósekju mátt leika meira uppá samherja sína. Eyjólfur Sverrisson er greinilega ekki kominn í nægjanlega góða æf- ingu, enda nýbyrjaður að æfa. Hann á samt örugglega eftir að vaxa í vetur og verða mörgum skeinuhættur. Gamla kempan Kári Marísson var traustur, en full ákafur í vörninni og fékk 5 villur áður en yfir lauk. Sömu sögu er að segja um Sverri Sverris- son. Haraldur Leifsson er leikmaður í liði Tindastóls, sem vert er að veita athygli. Þegar hann hefur vanist því hvernig er að leika í hörkunni í Flugleiðadeildinni, á hann eftir að verða Sauðkrækingum dýrmætur. Tindastólsmenn voru óheppnir að tapa þessum leik, með meiri leik- reynslu á liðið væntanlega eftir að hirða stig af liðunum í Evrópuriðlin- um og tveir síðustu leikir liðsins benda einmitt til þess. Dómarar í leiknum voru þeir Jón Otti Ólafsson og Leifur Garðarsson og dæmdu þeir leikinn nokkuð vel. BL Leikun R-UMFT Lið: UMFT Nifn Skot 3.SK SFK VFK BT BN ST SUt, Kári 4-2 1-0 2 7 10 7 7 4 Sverrir 5-1 2-1 - - 4 - 3 5 Eyjólfur 9-4 4-0 1 2 4 2 4 13 Pétur 4-0 - 3 2 2 - 1 0 Bjöm 6-1 1-0 - 2 - - 2 2 Haraldur 2-0 - - 1 _ _ 1 0 Guðbrandur 1-1 - - - 2 - 2 2 JL JL JL j JL Leikur: R-UMFT Lið: ÍR Nótn Skot 3.SK SFK VFK BT BN ST Stiq Bjöm St. 5-1 - 3 4 3 1 2 2 Kari 6-4 4-1 - - 1 3 4 12 Sturla 6-4 - 2 10 7 3 4 10 Ragnar 10-6 - 5 8 4 1 2 12 Jóhannes 10-5 - 4 8 5 1 - 10 Bragi 10-4 - 4 4 3 - 3 8 - 2 2 j. JL - 1L Körfuknattleikur: Oruggur sigur UMFN á Grindvíkingum Frá Frimanni Ólafssyni fréttamanni Tfmans: Leikur UMFG og UMFN hófst á skemmtilegri kynningu lcikmanna. Leikmenn UMFG hlupu um göng sem klappstýrur mynduðu, en klapp- stýrurnar settu skemmtilegan svip á leikinn og eru þær skemmtileg nýj- ung í íslenskum körfuknattleik. Teitur Örlygsson skoraði fyrstu stigin fyrir Njarðvík með þriggja stiga körfu. Jafnræði var með liðun- um fyrstu mínúturnar í hröðum og skemmtilegum leik sem lofaði góðu. Eftir 7 mín. var staðan 14-12 fyrir UMFN. Þá var eins og botninn dytti úr liði UMFG sem skoraði ekki körfu í tæpar 5 mín. meðan Njarðvík skoraði grimmt og staðan breyttist í 23-12. Þessi munur hélst á liðunum og í hálfleik varstaðan 44-38 UMFN í vil. Njarðvíkingar byrjuðu seinni hálf- leik með tveimur körfum í röð, á meðan Grindvíkingar misstu bolt- ann án þess að ógna körfu Njarðvík- inga. Njarðvíkingar juku við muninn jafnt og þétt og komust í 72-59 um miðjan seinni hálfleik. Þá tóku Grindvíkingar smá kipp og náðu muninum niður í 7 sig. Njarðvíking- ar bættu síðan við og juku muninn, sem var mestur 19 stig, og unnu öruggan sigur með 95 stigum gegn 83 stiguum Grindvíkinga. Leikurinn olli hinum 476 áhorf- endum vonbrigðum, því hann var aldrei sú skemmtun sem leikir þess- ara liða hafa oft verið. Lið Njarðvík- inga virkaði allan tímann sem hinn öruggi sigurvegari, með heiisteypt- ara lið en Grindavík. Teitur Örlygs- son var bestur Njarðvíkinga, var drífandi allan leikinn og gafst aldrei upp og ísak Tómasson var drjúgur að vanda. Mesta athygli í liði Njarð- víkinga vakti án efa Friðrik Rúnars- son sem kom inná í fyrri hálfleik og skoraði 13 stig á 5 mín. og 24 stig alls, þar af 4 þriggja stiga körfur. Aðrir stóðu fyrir sínu. Guðmundur Bragason var yfir- burðámaður í liði Grindvíkinga skoraði grimmt og hirti fjölda frá- kasta og er erfitt að sjá liðið án hans. Jón Páll Haraldsson og Ástþór Inga- son áttu einnig ágætan leik. Lið Grindvíkinga virkaði þungt í leikn- um og náði sér ekki á strik, það má eflaust rekja til þess að þjálfaramál liðsins leystust seint og menn mættu því ekki nógu vel undirbúnir fyrir mótið. Efniviðurinn er hins vegar nægur og Doug Harvey bíður það verkefni að pússa liðið saman. Dómaramir Gunnar Valgeirsson og Kristinn Albertsson dæmdu ágæt- lega auðdæmdan leik. | Leikun UMFG4JMFN Uð: UMFN I Helgi 6-3 - 4 3 1 2 6 Friðrik Rún 8-6 8-4 - - 7 1 _ 24 Hreiðar 13-7 - 3 6 3 4 T" 15 FriðrikR. 3-2 - - - 3 2 _ 4 Kristinn 8-6 1-1 4 6 4 J 16 Teitur 11-6 3-1 2 6 4 5 _ 18 ísak 10-5 3-0 - 1 1 2 12 Leikur: UMFG-UMFN Lið: UMFG Nófn Skot 3.SK SFK VFK BT BN ST Stiq Sveinbjöm 3-0 - - - - 1 _ 0 Guðmundur 23-10 1-0 5 15 3 1 _ 24 Hjálmar 2-2 - 3 - 3 1 - 5 Rúnar 12-4 1-0 4 1 2 - _ 8 Guðlaugur 6-1 - - 1 - 3 _ 3 JónPáli 9-4 5-2 4 3 4 _ _ 18 Eyjóifur 1-1 1-1 2 1 2 1 _ 5 Ólafur 2-0 - - 1 1 2 _ 2 Ástþór 9-4 8-3 - - 1 2 _ 18 Steinþór 23-0 2-0 2 3 3 - - 0 Teitur Örlygsson Ragnar Torfason ÍR-ingur verður áþreifanlega var við varnarmann Tindas- tóls í leik liðanna í Flugleiðadeildinni á sunnudag. Tímamynd Gunnar. Keppni í 1. deild kvenna i körfu- knattleik er hafin. Á fimnitudag var fyrsti lcikurinn, ÍBK vann Hauka 71-60 og á laugardaginn vann Njarðvík nauman sigur á KR 38-37 i Hagaskóla. Á sunnudaginn léku síðan IR og Grindavík í Selja- skóla. IR stúlkurnar, sem eru ný- komnar til landsins eftir sigur á alþjóðlegu móti í Skotlandi, unnu öruggan sigur 57-53. í 1. deild karla er keppni einnig hafin. ÚÍA sigraði Skallagrím 81- 46 og Reynir vann UMFL 59-42 i Sandgerði. BL IIÉIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIÍIIIIIIIIIIIHIIIIII IÞRÓTTIR Körfuknattleikur: KR-ingar í litlum erfiðleikum með lélegt lið Hauka - Haukar án sigurs í Flugleiðadeildinni KR-ingar voru ekki i miklum vandræð- um mcð að afgreiða lélegt lið íslandsmeist- ara Hauka í leik liðanna í Flugleiðadeild- inni í körfuknattleik á sunnudagskvöldið. Lokatölurnar voru 72-68, eftir að staðan í hálfleik var 46-30 KR-ingum í vil. „Við töpuðum þessum leik strax í fyrri hálfleik, við erum bara ekki komnir í gang ennþá, en fall er fararheill og nú verðum við að byrja að einbeita okkur fyrir leikinn á móti IR á fimmtudaginn," sagði Pálmar Sigurðsson eftir leik Hauka og KR á sunnudagskvöldið. Pálmar hafði lög að mæla, Haukarnir töpuðu leiknum strax í fyrri hálfleik, nánar tiltekið þegar á upphafsmínútunum. Þeir gerðu þó fyrstu körfu leiksins, en KR-ingar svöruðu með næstu 12 stigum. Munurinn jókst og staðan breyttist í 42-24 og 46-30 þegar blásið var til leikhlés. í síðari hálfleik tókst Haukum að minnka muninn nokkuð, en villuvandræði komu í veg fyrir að þeim tækist að jafna. fvar Ásgrímsson og Ingimar Jónsson fóru báðir út af með 5 villur um miðjan síðari hálfleikinn og Reynir Kristjánsson fór út af af sömu ástæðu þegar um 5 mín. voru eftir. í síðari hálfleiknum sáust tölur eins og 53-42, 57-50, 64-59, 67-61, 69-66. Það var fyrst og fremst ívar Webster sem hélt KR-ingum á floti í leiknum og illa hefði farið ef fvar hefði ekki hitt eins vel úr bónusvítaskotunum og raun var. ívar var maðurinn á bak við sigur KR-inga af þessu sinni og lokatölurnar urðu 72-68. Jóhannes Kristbjörnsson lék vel í fyrri hálfleik og gerði þá 15 stig, en hann var slakur í síðari hálfleiknum. Auk ívars voru þeir Matthías Einarsson og Ólafur Guð- mundsson góðir í liði KR. KR-liðið hafði Körfuknattleikur Stúdentar féllu í framlengingu Frá Jóhanncsi Bjarnasyni fréttamanni Tímans: Það var harður slagur milli þeirra tveggja liða sem spáð hefur verið botnbar- áttu Flugleiðadeildar íslandsmótsins í körfuknattleik í vetur. Þórsararnir kreistu fram sigur í framlen- gingunni eftir að hafa glutrað leiknum í jafntefli í venjulegum leiktíma. Ekki fá leikmenn háa einkunn frá fagurfræðilegu sjónarmiði, en þess í stað var barátta og leikgleði í góðu lagi. Þórsarar byrjuðu af krafti og komust í 11-2, en þá vöknuðu Stúdentar og leikurinn var í járnum allan tímann. Þórsarar leiddu lengst af, nema um miðbik síðari hálfleiks og þeir leiddu með þriggja stiga mun þegar 5 sekúndur voru eftir. Jóhann Sigurðsson tók frákast og í stað þess sýna yfirvegun og rólegheit grýtti hann knettinum í hendur Stúdenta og Páll Arnar skoraði glæsilega þriggja stiga körfu um leið og leiktíminn rann út. í framlengingunni voru Stúdentar lengst af yfir. Þegar 55 sekúndur voru til leiksloka var staðan 98-95 þeim í vil. Þegar 8 sek. voru eftir og eftirlifandi og staðan var 98-97 fyrir Stúdenta, reyndu Þórsarar skot sem ekki rataði rétta boðleið, en Guð- mundur Björnsson náði frákastinu og skor- aði úrslitakörfuna. Páll Arnar reyndi skot á síðustu sekúndu af löngu færi sem var ótrúlega nálægt því að fara niður, en Stúdentar báru harm sinn með hljóðum. Konráð Óskarsson bar af sem gull af eiri í herbúðum Þórara, en aðrir leikmenn voru mistækir. Jóhann Sigurðsson var sterkur undir körfunum, en hann ætti að verða sér úti um aukaæfingu þar sem lítið annað en vítaskot verða tekin fyrir. Guð- mundur Björnsson var sprækur í fyrri hálfleik, en afleitur í þeim seinni. Hjá ÍS voru Valdimar Guðlaugsson og Páll Arnar yfirburðamenn, en aðrir leikmenn eru ekki til afreka líklegir. Páll Arnar átti sórgóðan leik og skoraði meðal annars 7 þriggja stiga körfur. Valdimar átti og snjallan leik. Dómarar voru þeir Bergur Steingríms- son og Sigurður Valur. Dómgæsla þeirra var í samræmi við gæði leiksins. JB/BL Pá I Amar Leikun ÞÓR-ÍS Uð: ÍS Nófn Skof 3.SK SFK VFK BT BN ST Stij) Sólmundur _ - - 3 3 - - 0 Páll 17-4 10-7 - 1 2 - - 34 Bjami 2-1 - - 1 3 - 1 2 Héðinn 2-1 - 1 - - 1 - 2 Þorsteinn 5-2 - - - - - 4 Valdimar 17-11 3-0 2 1 5 4 - 30 Ámi 2-1 - - 2 - - - 6 Hafþór 2-2 - 2 - 2 - - 7 Jón 7-5 - - 3 4 - - 13 Heimir 1-0 - - - - - - 0 ótrúlega lítið fyrir þessum sigri, en hvar væri liðið statt án ívars Websters? íslandsmeistarar Hauka börðust hetju- legri baráttu í síðari hálfleiknum, en mótspyrnan fór í skapið á þeim og þeir brutu oft klaufalega af sér. Villuvandræðin voru þeim dýrkeypt í síðari hálfleiknum eins og áður segir. ívar Ásgrímsson stóð uppúr í Hauka-liðinu að þessu sinni, en aðrir leikmenn liðsins náðu sér ekki á strik. Jón Arnar Ingvarsson var stigahæstur með 13 stig, en hann er aðeins 16 ára gamall. Hann átti þó alls ekki góðan leik. Pálmar Sigurðsson var algjörlega heillum horfinn og mörg skot hans voru ekki nálægt því að fara ofaní körfuna. Það blæs ekki byrlega fyrir íslandsmeist- urunum þessa stundina, tveir leikir og tvö töp, en liðið á væntanlega eftir að komast betur á skrið og hala inn stig í deildinni. Leikur Hauka gegn ÍR á fimmtudaginn verður þeim mjög mikilvægur, þeir bók- staflega verða að vinna til þess að komast af botni Evrópuriðils Flugleiðadeildarinn- ar. Dómarar voru þeir Sigurður Valgeirsson og Kristján Möller og vöktu margir dómar þeirra furðu, svo og það sem þeir slepptu. BL Leikun KR-Haukar Lic t: Hau car Nófn Skot 3.SK SFK VFK BT BN ST Stig Henning 94 1-1 - - 1 2 1 12 Ólafur 4-3 - - 1 - 1 - 6 Skarphéðinn - - - 1 1 1 - 0 JónAraar 7-5 - 1 - 3 - - 13 Ingimar 2-1 - 2 6 2 - - 2 Tryggvi 3-2 - 2 2 - - _ 9 ívar 7-5 - 3 1 - 1 _ 11 Pálmar 8-6 7-1 - 2 1 1 - 9 Reynir 5-3 - - 3 3 - - 6 Leikun KR-Haukar Lið: KR Nðfn Skot 3.SK SFK VFK BT BN ST Stig Gauti - 1-1 _ _ 1 _ _ 0 Jóhannes 10-8 4-2 - - 5 0 1 17 LámsV. 3-1 - 1 4 2 - - 2 Ólafur 6-3 - - _ 2 - 1 9 LárusÁ. 2-1 2-1 1 - 1 - - 6 Matthias 8-5 - - - 2 - 1 10 Birgir 3-1 - _ 3 3 2 1 3 Ivar 11-7 - 1 14 - 1 2 25 Arai 1-0 - 1 - 1 - 1 0 Árni Guðmundsson KR-ingur ■ baráttu við ívar Ásgrímsson og Reyni Kristjánsson. Staðan í Flugleiða- deildinni Evrópuriðill KR ...... 3 3 0 217-205 6 ÍBK...... 2 2 0 179-145 4 ÍR....... 2 1 1 129-130 2 Haukar.... 2 0 2 146-154 0 Tindastóll .3 0 3 209-246 0 Ameríkuriðill UMFN .... 2 2 0 176-160 4 UMFG .... 3 2 1 287-215 4 Valur..... 2 1 1 192-128 2 Þór....... 2 1 1 166-195 2 fS........ 3 0 3 193-306 0 Gæðamerki sem veiði- menn eru öruggir með. Fyrirliggjandi í ýmsum stærðum. Kaupfélögin um land allt og sportvöruverslanir í Reykjavík Vinningstölurnar 8. október 1988 Heildarvinningsupphæð: Kr. 4.225.496,- Fimm tölur réttar kr. 1.946.217,- skiptast á 7 vinningshafa, kr. 48.282,- á mann. BÓNUSTALA + fjórar tölur réttar kr. 337.974,- skiptast á 7 vinningshafa, kr. 48.282,- á mann. Fjórar tölur réttar kr. 583.010,- skiptast á 173 vinningshafa, kr 3.370,- á mann. Þrjár tölur réttar kr. 1.358.295,- skiptast á 5455 vinningshafa, kr. 249,- á mann. VINNUR ÞÚ Á LAUGARDÖGUM? Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.