Tíminn - 11.10.1988, Blaðsíða 14

Tíminn - 11.10.1988, Blaðsíða 14
14 Tíminn Þriðjudagur 11. október 1988 AÐ UTAN ll!l!!ll!!!!!!llllllll!!lllli!!ll!llllllll!!l!!!lll!lllllll!ll!!!ll! illllllllllllll!!ll!l!l!lllllllllllllll!lll!!!l!lllllllllll!lll!l!!l!!ll Á lögreglustöð í Munchen er þegar sanian komið mikið magt af ólög legum disklingum sem gerðir hafa verið upptækir. Glæpurinn er framinn í barnaherberginu! Stolin afrit yfirgnæfandi á tölvuleikjamarkaðnum í Þýskalandi Tölvuleikir eru ákaflega vinsælir meðal barna og ung- linga. Forritin í upprunalegu útgáfunni eru þó oftast nær of dýr fyrir rýra pyngju þessa aldurshóps og þess vegna þrífst blómlegur skiptimarkaður, þar sem krakkarnir taka upp forritin og skipta svo á aukaeintökunum sínum við aðra, sem aðra leiki hafa upp á að bjóða. Yfirleitt er litið á þetta sem saklausa sjálfsbjargarviðleitni barnanna, sem ekki geti skipt miklu máli í fjármálaheiminum, og alls ekki litið á þetta sem saknæmt atferli. í Þýskalandi kveður hins vegar svo rammt að þessum svarta markaði, að opinberir aðilar hafa látið til sín taka og nú fer fram húsleit í barnaherbergjum víða um landið til að kanna þær birgðii ólöglegra forrita sem þar kunna að finnast. Lögmætir framleiðendur og seljendur halda því nefnilega fram að þeir verði fyrir stórkostlegu fjárhagslegu tjóni vegna þessara viðskipta. Frá þessu segir í „Der Spiegel“ nýlega. Sökudólgar undir lögaldri Klukkan var um níu-leytið að morgni. Þegar dyrabjallan hringdi fór húsmóðirin í smábæ í grennd við Frankfurt til dyra. Tveir herra- menn stóðu á tröppunum og beidd- ust inngöngu en vildu þó ekki ryðjast inn án leyfis hennar. Þeir sögðust vera frá lögreglunni og Hans Schaack lögreglustjóri sagði að erindi þeirra væri „óþægilegt". Hann sýndi konunni dómsúrskurð um rétt til húsleitar hjá syni hennar, vegna „gruns um rán á hugbúnaði“. Skelfingu lostin móð- irin fékk að heyra að sonur hennar hefði verið staðinn að verki við viðskipti á ólöglega eftirrituðum tölvuleikjum. Við fyrstu sýn var eftirtekjan af húsleitinni í barnaherbergi tölvu- áhugamannsins árangursrík. Á lista lögreglunnar yfir hluti sem gerðir voru upptækir þar má m.a. sjá 71 diskling „með stolnum upp- tökurn" og „ýmsa miða“ með síma- númerum og heimilisföngum „skiptifélaga". En opinberar aðgerðir og rann- sókn á lögbrotum gegn unga tölvu- leikjaaðdáandanum „vegna brota á útgáfuréttarlögum" leiða í ljós ýmsa ágalla. Sá stærsti er að hinn ákærði er ekki nema 13 ára gamall og þar með undanþeginn lögsókn þar sem hann hefur ekki náð refsingaraldri, aldursmörkin liggja við 14 ára aldur í Þýskalandi. Örvæntingaraðgerð Schaack lögreglustjóri, sem framkvæmdi húsrannsóknina skv. úrskurði héraðsréttar, hafði þegar gert athugasemd við að dómari hefði undirritað húsleitarheimild- ina þrátt fyrir að fæðingardagur og -ár meints lögbrjóts hefði verið skráð þar skýrum stöfum. En lög- reglustjórinn dró þá ályktun að hér væri um að ræða „örvæntingarað- gerð“ í tilraun til að takmarka hinn geysilega þjófnað á tölvuleikjum. Það er ekki bara í Þýskalandi sem útgáfuréttur er sífellt og stór- lega brotinn í barnaherbergjum. í Þýskalandi liggur við fjársekt og jafnvel fangelsi í allt að eitt ár ef á sannast að tölvuleikir hafa verið fjölfaldaðir. Árangurslaust hafa seljendur, allt frá stórfyrirtækjum til smásala, reynt árum saman að temja svarta markaðinn á þessum varningi. Engu að síður hefur magn ólöglegra upptaka farið sí- vaxandi. Mikil freisting Freistingin er mikil. Uppruna- legu upptökurnar á spennandi leikjum sem krakkar dunda sér stundum saman við, eru rándýrar og kosta meira en vasapeningar krakka á þessum aldri duga til. Upptökurnar kosta hins vegar ekki nema sem svarar verði disklingsins. í Þýskalandi er reiknað með að upprunalegi leikurinn geti kostað sem svarar 100 þýskum mörkum en disklingurinn kostar ekki nema eitt mark. Lögfræðingur í Mún- chen, sem er sérfræðingur í málum sem snerta hugbúnaðarvarning, telur að seljendur tapi á hverri ólöglegri afritun á leik a.m.k. 75 mörkum. Lögfræðingurinn álítur að hver og einn þeirrar einnar og hálfrar milljónar ungra tölvuaðdá- enda sem markaðurinn reiknar með í Þýskalandi, hafi í fórum sínum a.m.k. 100 ólöglegar upp- tökur. Hann heldur áfram að reikna og útkoma hans er sú að aðeins á tölvuleikjasviðinu missi lögmætir seljendur í Þýskalandi rúmlega eins milljarðs marka spón úr aski. Blekkjandi útreikningur Þessi útreikningur blekkir á tvennan hátt. Að öðru leytinu er gengið út frá þeirri einföldu kenn- ingu að unglingar og skólanemend- ur gætu leyft sér að kaupa tölvu- leiki í slíku magni á opinbera markaðnum. Að hinu leytinu stenst reikningurinn ekki heldur hvað varðar fjölda þeirra leikja sem krakkar komast yfir. í leit lögreglunnar að „crackers", þeim sem rjúfa upptökuinnsiglin á disk- lingunum til að fjölfalda þá, verður hún vör við æ meiri tölvuleikja- birgðir í herbergjum skólakrakk- anna. Metið á ungur maður í Suður-Þýskalandi en í fórum hans fundust 8500 stolin afrit af tölvu- leikjum. Duglegir lögbrjótar Þessi leynimarkaður þrifist ekki í svo stórum stíl sem raun ber vitni ef „crackers" væru ekki iðnir við kolann. Þeir vinna eins og sam- særismenn og hraðar en löglegu aðilarnir. Ungir tölvuaðdáendur hafa með sér samtök um heim allan þar sem þeir skiptast á nýj- ustu leikjum og forritum. Stolnar upptökur af nýjungum frá Eng- landi og Bandaríkjunum eru komnar til Vestur-Þýskalands til þúsundfaldrar dreifingar innan ör- fárra daga. Fyrrnefndur lögfræð- ingur segir þessa dreifingu falsar- anna ganga hraðar fyrir sig en þýðingin á meðfylgjandi bæklingi, sem fylgir löglegu útgáfunni. Yfirleitt eru þeir unglingar sem gerast sekir um að taka þátt í skiptimarkaði á stolnum afritum ekki látnir sæta refsingu. Áhugi yfirvalda beinist að því að hafa hendur í hári þeirra sem gera sér að atvinnu að dreifa þessum varn- ingi meðal unglinganna, þó að peningaútlát krakkanna séu ekki miklum mun meiri en sem nemur vasapeningunum þeirra. En ef hægt væri að halda þessari „at- vinnugrein“ í skefjum yrði tap lögmætra hugbúnaðarfyrirtækja ekki eins gífurlegt. Og leiðin að „crackers" liggur því miður gegn- um barnaherbergin! Hættan á því að þar með lendi heil kynslóð Þjóðverja á sakaskrá er ekki álitin mikil. í fyrsta lagi segir margnefndur lögfræðingur að „atvinnugreinin eigi óhægt um vik að beita sér gegn börnum“ þar sem markaðurinn vill halda í unga fólk- ið sem lögmæta viðskiptavini. í öðru lagi ganga sérfræðingar lög- reglunnar oftast nær ekki af fullri hörku gegn unglingunum. Þar við bætist, að áliti margra sem um málið fjalla, að atvinnugreinin sjálf geri tölvuaðdáendunum of auðvelt að fjölfalda efnið. Staðreyndin er sú að sjálfir hug- búnaðarframleiðendurnir stunda slíkar eftirtökur í stórum stíl. Upp- haflega voru þær hugsaðar til að gera „öryggiseftirrit" af dýrum hugbúnaði, en eru þar af leiðandi - auðvitað - vel til þess fallnar að rjúfa innsiglið og taka upp tölvu- leiki. En jafnvel þau forrit sem ætluð eru fyrir eftirtökur hljóta aðra meðferð hjá tölvuæskunni en ætlað var. Það sýnir saga afritunarforrits- ins „Fast Copy“. Forritari í Mún- chen hafði þróað það eingöngu fyrir Commodore C 64, en um eina og hálfa milljón eintaka þeirrar tölvu og annarra samsvarandi má finna í hinum ýmsu barnaherbergj- um í Þýskalandi. Síðan hefur því sem næst hver einasti eigandi C 64 gerðarinnar komið höndum yfir „Fast Copy“. Og í Bandaríkjunum, þar sem forritið hefur aldrei verið til sölu, hefur það engu að síður verið í efsta sæti á vinsældalista Commo- dore-neytendaklúbba. Fjárhagslega var „Fast Copy“ stórskellur fyrir framleiðandann. Nákvæmlega 70 stykki af forritinu seldust um heim allan. Öll hin eintökin, margar milljónir, eru stolin afrit!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.