Tíminn - 12.10.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 12.10.1988, Blaðsíða 12
12 Tíminn Miðvikudagur 12. október 1988 FRÉTTAYFIRLIT LUXEMBORG - Áttatíu og fjórir starfsmenn stórrar bankastofnunar sem hefur aðalstöövarsínar í Luxemborg hafa verið ákærðir fyrir aðild að alþjóðlegum „peninga- þvotti" fyrir eiturlyfjasala. Toll- yfirvöld segja að bankinn hafi „hvítþvegio" ágóða Medellin eiturlyfjahringsins sem talinn er eiga 80% af kókaínmarkaði Bandaríkjanna, þannig að peningarnir virtust koma úr heiðarlegum viðskiptum en ekki glæpastarfsemi eiturlyfja- salanna. PARÍS - Frakkar hafa sam- þykkt að taka boði Sovét- manna um aðild að mannrétt- indaráðstefnu í Moskvu árið 1991. Afstaða Frakka til mann- réttindaráðstefnunnar gengur þvert á afstöðu ýmissa vest- rænna ríkja eins og Bretlands oa Kanada sem telja sig vera að styðja áróðursstríð Sovét- manna með því að taka þátt í slíkri ráðstefnu. Þessi afstaða Frakka var opinberuð á öðrum degi heimsóknar Eduards Shevardnadze í Frakklandi. BANGALORE - Þrjár stærstu stjórnarandstöðufylk- ingarnar í Indlandi hafa tekið sig saman og ætla að mynda öflugan stjórnmálaflokk gegn Rajiv Gandhi og Kongress- flokki hans. Á fund í Bangalore mættu um sexþúsund stjórn- málamenn til að undirbúa stofnun Janata Dal (Flokk i fólksins) úr Janata flokknum, ! Lok Dal og Jan Morcha. TOKYO - Hirohito, hinn fár- sjúki keisari Japans, fékk enn eina blóðgjöfina í gær, en nú eru fjórar vikur síðan hann fékk fyrstu blóðgjöfina eftir að hann fékk innvortis blæðingar. Ástands hins 87 ára keisara er enn alvarlegt og telja hirðlækn- ar að innvortis blæðingar haldi áfram. RANGOON - Herforingja- stjórnin í Burma hefur nú tekið ao ofsækja opinbera starfs-' menn sem lögðu niður vinnu í mótmælum gegn ríkisstjórn sósíalista og herforingjastjórn- inni. Þá hefur stjórnin reynt allt sem í hennar valdi stendur til að brjóta á bak aftur þá stjórn- málaflokka sem stofnaðir voru á dögunum og hyggjast taka þátt í komandi kosningum, ef þær þá verða haldnar. Skæru- hernaður hefur aukist í landinu og er talið að um 3500 stúdent- ar hafi gengið til liðs við skæru- liða og berjist gegn stjórnar- hernum. ÚTLÖND Skæruliöar í Afganistan meö stórsókn í Kunarhéraöi: Asadabad sögð fallin í hendur „Mujahideen" Skæruliðar múslíma í Afganistan segjast hafa náð Asada- bad höfuðborg Kunarhéraðs á vald sitt, en Kunarhérað liggur að landamærum Pakistans. í yfirlýsingun skæruliðanna sögðust þeir hafa tekið um fjögurhundruð og fimmtíu stjórnarhermenn höndum, náð á sitt vald miklum birgðum vopna og sextíu og tveimur brynvörðum bifreiðum í áhlaupi sínu á borgina á mánudaginn. Óháðar heimildir hafa ekki stað- fest þessar fréttir, en vestrænir emb- ættismenn í Islamabad sögust hafa fregnir frá Afganistan um að gífur- lega harðir bardagar hefðu átt sér stað í kring um Asadabad. Þá hafi herdeildir stjórnarhersins orðið að hörfa frá Asadabad til bæjarins Chowky 30 km sunnan við Asadabad, en það væri óljóst hvort skæruliðarnir hefðu borgina alla á valdi sínu eða einungis einhver út- hverfi hennar. Ríkisfjölmiðlarnir í Afganistan hafa sagt að pakistanskir hermenn hafi verið í hópi „mujahideen“ skæruliðarhreyfingarinnar í bar- dögunum um Asadabad. Pakistanar hafa vísað á bug ásök- unum Afgana og Sovétmanna um að pakistanskir hermenn hafi tekið beinan þátt í stríðinu í Afganistan og þannig brotið í bága við Genfar- samkomulagið um brottflutning sovéskra hersveita frá landinu. Að minnsta kosti fjörutíu her- menn og ellefu skæruliðar féllu í átökunum um Asadabad ef marka má fréttir skæruliðanna. Skæruliðar „Mujahideen“ segjast hafa náð höfuðborg Kunarhéraðs á sitt vald. Ljóst er að harðir bardagar hafa verið um borgina. Óvænt uppákoma á Evrópuþinginu: Ekkert nýtt „vor í Prag“ framundan: PAISLEY TRUFLADI ÁVARP JÓHANNES- AR PÁLS PÁFAII Það er ekki á hverjum degi sem þingmönnum á Evrópu- þinginu er hent út úr fundarsal þingsins í Strasbourg, en Ian Paisley hinn kjaftfori leiðtogi mótmælenda á Norður-írlandi varð fyrir þeirri lífsreynslu í gær eftir að hafa ráðist á ekki ómerkari mann en Jóhannes Pál páfa II sem ávarpaði þingið. Tékkneska stjórnin segir óvænt af sér Tékkneska ríkisstjórnin sagði af sér í gær eftir að leiðtogar kommúnistaflokksins höfðu rætt um manna- breytingar í stjórn landsins til að undirstrika þá staðfestu að fylgja ekki umbótastefnu þeirri sem nú gengur yfir Sovétríkin og fleiri lönd Austur-Evrópu. Paisley stóð upp í þann mund sem páfinn hóf ávarp sitt til þingsins og tók að hrópa að Jóhannesi Páli. Paisley var í tvígang aðvaraður af Henry Plumb lávarði, forseta þingsins, áður en Plum skipaði Pais- ley að yfirgefa þingsalinn. Paisley var þá fylgt út úr þingsalnum af þingvörðum. Paisley hélt uppi spjaldi sem á stóð „Jóhannes Páll II antikristur". Hann kallaði nokkrum sinnum fram í ræðu páfa en hátalarakerfi þingsins náði ekki að nema orð harðlínu- prestsins. Paisley sagði hins vegar við fréttamenn að hann hefði verið að vitna í enskan erkibiskup sem brenndur var yfir endurreisnina og lagði áherslu á að páfinn væri óvinur Krists og væri antikristur sjálfur. Paisley hafði gefið í skyn að hann myndi grípa fram í fyrir páfanum sem ávarpaði Evrópuþingið á síðasta degi heimsóknar sinnar til austur- hluta Frakklands. Hafði Henry Plumb varað Paisley við truflunum og hótað honum brottrekstri ef hann hagaði sér ekki eins og fullorðinn maður. Jóhannes Páll stóð hálf ringlaður í ræðupúlti og brosti dauflega á meðan Paisley lét móðan mása. Þingmenn er næst sátu Paisley hentu í hann pappírum, en hann lét það lítið á sig fá. „Herra Paisley, herra Paisley, stillið yður, ég bið yður að hætta truflunum ... í annað sinn herra Paisley, ég bið yður að stilla yður og ég bið yður að sýna þessu húsi virðingu," sagði Plumb lávarður er Paisley lét sem verst. „Herra Paisley ég vísa yður hér með úr þessu húsi,“ bætti hann við þegar klerkurinn lét sér ekki segjast. Eftir að Paisley var á brott hélt páfinn áfram með ræðu sína, en þema hennar var sameinuð kristin Evrópa. sameiginlega í samræmi við samning landanna frá 1975, en írakar sögðu samningnum upp rétt áður en Persa- flóastríðið braust út. Segja íranar að hreinsun flóans sé minniháttar mál í friðarsamningunum framundan. „... Shatt al-Arab er írakskt vatnasvæði... íranar hafa engan rétt á að fyrirskipa hreinsun þar,“ sagði í dagblaðinu al-Jumhuriya. írakar hafa krafist þess að hreins- un Shatt al-Arab af tundurduflum og skipsflökum verði forgangsverk- Tónninn var gefmn þegar leið- togi kommúnistaflokksins Milos Jakcs tilkynnti afsögn Lubomir Strougal forsætisráðherra landsins á mánudag, en hann er talinn frjálslyndari en félagar hans í ríkis- stjóminni. Ekki vargert ráð fyrirað stjórnin segði af sér þó Strougal hafi látið í minni pokann fyrir harðlínugeng- inu sem hugsar með hryllingi til nýs „vors í Prag“. Því kom það á óvart er Ceteka, opinber fréttstofa iandsins, tilkynnti að ríkisstjórnin efni í friðarviðræðunum svo hægt.sé að halda uppi eðlilegm siglingum til og frá hafnarborginni Basra sem er mikilvægasta hafnarborg íraka. íranar segja hins vegar að málefni Shatt al-Arab eigi að bíða þar til samkomlagi um brottflutninga hermanna og fangaskipti hafi verið náð. Einnig hafa þeir sagt að Alsír- samkomulagið um flóann haldi. Ali Akbar Velayati utanríkisráð- herra Irans sagði um helgina að hvorir tveggja aðilar hefðu sam- þykkt grundvallaratriðin í tilboði Sameinuðu þjóðanna sem ætlað er hefði öll sagt af sér og að afsögn hennar hefði verið samþykkt. Eng- ar fregnir hafa borist af myndun nýrrar ríkisstjómar. Afsögn Strougals kom vestræn- um embættismönnum ekki mjög á óvart því vitað var að tilraunir hans í þá átt að koma úrbótum í anda Gorbatsjovs á framfæri væru eitur í beinum harðlínuíhaldsmanna sem stjórnað hafa Tékkóslóvakíu með harðri hendi frá því „vorið í Prag“ var brotið niður með hjálp sovéskra skriðdreka. að brjóta ísinn í friðarviðræðunum. Hins vegar sagði ráðuneytisstjói ír- akska utanríkisráðuneytisins að áætlun Sameinuðu þjóðanna hafi ekki verið samþykkt og sagði að áætlunin yrði rædd þegar friðarvið- ræður halda áfram. „írakar munu ekki semja um rétt sinn til frjálsra siglinga um Persafló- ann og Hormuzsund og hreinsun Shatt al-Arabflóans. Teheran mun mistakast að fá það í gegnum samn- inga sem þeim mistókst að ná fram í átta ára stríði, því Irakar munu ekki eftirláta lögmæt réttindi sín,“ sagði í blaðinu. Saddam Hussein forseti íraks sem rifti Alsírsamkomulaginu á sínum tíma krefst þess nú í friðarsamkomu- laginu að fá yfirráðarétt yfir öllum Shatt al-Arab flóanum, en á það vilja íranar ekki fallast. Friðarviðræður írana og íraka erfiðar: SHATT AL-ARAB VANDRÆDA- BARN FRIDARSAMNINGA Dagblað á vegum stjórnarinnar í írak fullyrðir að Shatt al-Arab flóinn sem skilur að írak og íran tilheyri írökum og að íranska stjórnin í Teheran hafi engan rétt til að krefjast þess af stjórninni í Bagdad að hún hreinsi flóann af skipsflökum og stríðsúrgangi. Þannig virðist flóinn, sem var kveikjan að Persaflóastríðinu, ætla að verða stærsti þrösk- uldurinn í friðarsamningum ríkjanna. íranar segja að stjórn Shatt al- Arab sé á höndum íraka og írana

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.