Tíminn - 12.10.1988, Blaðsíða 16

Tíminn - 12.10.1988, Blaðsíða 16
16 Tíminn Miðvikudagur 12. október 1988 ÚTVARP/SJÓNVARP Ásta Guðrún Eyvindardóttir við eitt verka sinna. Myndlistarsýning Astu Guðrúnar Ásta Guðrún Eyvindardóttir sýnir sjö nýjar olíumyndir „af mat“, eina „ísmynd" og eina „dýramynd", á Mokka-kaffi við Skólavöröustíg. Asta starfar nú sem að- stoðarmaður Sigurjóns Jóhannssonar leikmyndateiknara, að jólaleikriti Þjóð- leikhússins, Fjalla-Eyvindur, eftir Jóhann Sigurjónsson. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Islands og The Central School of Art & Design, í London, auk sjálfsnáms í París. Hún hefur sýnt verk sín á Selfossi, í Hafnar- galleríi og á Hótel Islandi í vor. Ásta er ættuð úr Árnessýslu, nánar tiltekið af Tjarnarkotskyninu. Myndirnar hennar verða til sýnis á Mokka.frá 13. októbertil 13. nóvember. Fyrirlestur í H.í. Jacques le Goff, prófessor í sagnfræði við Ecole Pratique des Hautes Etudes í París, flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla íslands, fimmtudaginn 13. október, ri.k. Fyrirlest- urinn nefnist Peut-on parler d’un homme médiéval? (Getum við talað um miðalda- mann?) og verður fluttur á frönsku. Útdrætti á íslensku verður dreift á fyrir- lestrinum. Jacques le Goff er einn þekktasti og virtasti sagnfræðingur Frakka og er nú helsti forsprakki Annálahreyfingarinnar svonefndu. Akademískur ferill hans er óvenju glææsilegur. Sérsvið hans er mið- aldasaga og hefur hann ritað fjölda bóka og greina um það efni. Má þar nefna ritin „Intellectuels du Moyen Age“ (1957), „Pour un autre Moyen Age“ (1978) og „La naissance du purgatoire" (1981), sem öll hafa verið þýdd á ensku. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Hana nú Frístundahópurinn Hana-nú starfar á vegum Tómstundaráðs Kópavogs. Skráð- ir félagar eru nú liðlega 500 manns og eru inntökuskilyrði þau að hafa náð fimm- tugsaldri og eiga heima í Kópavogi. Pegar haustar að, breytist starfsemin á þann veg að útivera og ferðalög minnka, þ.e.a.s. starfsemi Náttúruskoðunar- klúbbs leggst að mestu niður, en Ætt- fræði-, bókmennta- og tónlistarklúbbur byrja vetrarstarfið af fullum krafti. Gönguklúbbur er virkur allan ársins hring, hvernig sem allir vindar blása. Dagskrá vetrarins hófst á því, að félag- ar fjölmenntu á leiksýningu. Bókmennta- klúbburinn fær rithöfund í heimsókn til sín á fyrsta fundinn og óperusöngkona kemur í heimsókn til Tónlistarklúbbsins. Félagar í Ættfræðiklúbbnum halda áfram að rekja ættir sínar og annarra undir góðri leiðsögn. Stefnt er í að bregða sér á gömlu dansana í Hreyfilshúsinu fyrsta vetrardag, heimsækja Goethestofnunina í Reykjavík, skoða Listasafn Sigurjóns Ólafssonar og fara á námskeið sem ber heitið „Árin okkar“. Síðasta mánudag í hverjum mánuði, munu félagarnir hittast og eiga notalega stund yfir „rjúkandi kaffi og nýsteiktum kleinum og taka nokkur dansspor undir dunandi harmonikkutón- um Halldórs Ásmundssonar". Gallerí Gangskör er opið þriðjudaga til föstudaga frá kl. 12.00-18.00. Um helgar frá kl. 14.00- 18.00. Nú stendur yfir í Galleríinu sýning Önnu Gunnlaugsdóttur á akrýlmálverk- um. Sýningunni lýkur 24. október næst- komandi. Landsfundur Þjóðarflokksins Annar landsfundur Þjóðarflokksins verður haldinn í Ölfusborgum, dagana 15.-16. október, n.k. Aðalmál fundarins verða efnahagsmál og nýjar leiðir í ís- lenskum stjórnmálum. Allir, sem áhuga hafa á breytingum í íslenskum stjórnmál- um, eru hvattir til að mæta. Árbæjarsafn Árbæjarsafn er aðeins opið um helgar í septembermánuði. Opnunartími er kl. 10:00-18:00. Harpa Harðardóttir, eigandi Sjúkranuddstofu Horpu. Ný sjúkranuddstofa Þriðjudaginn 4. október s.l. var opnuð ný sjúkranuddstofa í Reykjavík, Sjúkra- nuddstofa Hörpu, að Hátúni 6A. Eigandi stofunnar er Harpa Harðardóttir löggiltur sjúkranuddari. Harpa lauk prófi í sjúkranuddi frá Prof. Lampert-Schule í Huxter í Vestur- Þýskalandi árið 1978. Hún vann að námi loknu í nokkur ár á sjúkrahúsum, heilsu- hælum og einkastofnunum í Þýskalandi og Sviss. Hún kom aftur heim til (slands árið 1983 og hefur starfað á Heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði, Sjúkrahúsi Siglu- fjarðar, Endurhæfingastöðinni á Akur- eyri og síðastliðið ár á Sjúkranuddstofu Hilke Hubert í Reykjavík. Harpa er varaformaður Sjúkranuddarafélags Islands, en viðskiptavinir löggiltra sjúkra- nuddara fá undanþágu frá söluskatti, gegn tilvísun frá lækni. Sjúkranudd Hörpu hefur samvinnu við Yogastöðina Heilsubót, þannig að við- skiptavinir sjúkranuddstofunnar fá allan aðgang að sturtum, sauna og búningsað- stöðu Yogastöðvarinnar. Sjúkranudd Hörpu býður upp á partanudd og heil- nudd, með eða án infrarauðs Ijóss. Fyrst um sinn verður stofan opin síðdegis, mánudaga-fimmtudaga kl. 15.00-21.00 og föstudaga frá ki. 14.30-20.00. Þessi tími er einkum ætlaður fyrir fólk sem á hægara með að koma í meðferð eftir vinnutíma. Græna línan Græna línan, heilsu- og gjafavörubúð, hefur opnað í nýju húsnæði að Bergstaða- stræti 1 í Reykjavík. I versluninni er veitt húðráðgjöf með lífrænni húðvöru og fæðubótarefnum. Verslunin var áður að Týsgötu 3. Á myndinni er taliö frá vinstri: Guðný Guðmundsdóttir og Auður Fr. Halldórs- dóttir, eigendur verslunarinnar og Ingi- björg Sveinsdóttir, aðstoðarverslunar- stjóri. t KVENNAATHVARF Húsaskjól er opið allan sólarhringinn og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi í heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun. Síminn er 21205 - opinn allan sólar- hringinn. '' i Rás I FM 92,4/93,5 Miðvikudagur 12. október 6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Ólöf Ólafsdottir flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið með Má Magnússyni. Frétta- yfirlit kl. 7.30 og 8.30, fróttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Lesið úr forustugreinum dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn. „Hinn rótti Elvis“ eftir Maríu Gripe í þýðingu Torfeyjar Steinsdóttur. Sigurlaug M. Jónasdóttir les (7). (Einnig útvarp- að um kvöldið kl. 20.00). 9.20 Morgunleikfimi. Umsjón: Halldóra Björns- dóttir. 9.30 íslenskur matur. Sigrún Björnsdóttir kynnir gamlar íslenskar mataruppskriftir sem safnað er í samvinnu við hlustendur og samstarfsnefnd um þessa söfnun. 9.40 Landpósturinn - Frá Vestfjörðum. Umsjón: Finnbogi Hermannsson. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Óskastundin. Helga Þ. Stephensen kynnir efni sem hlustendur hafa óskað eftir að heyra, bókarkafla, smásögur og Ijóð. Tekið er við óskum hlustenda á miðvikudögum milli kl. 17.00 og 18.00. 11.00 Fróttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. Umsjón: Bergþóra Jónsdóttir. 11.55 Dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. 13.05 í dagsins önn - Börn og foreldrar. Félags- ráðgjafarnir Nanna K. Sigurðardóttir og Sigrún Júlíusdóttir svara spurningum hlustenda ásamt sálfræðingunum Einari Gylfa Jónssyni og Wil- helm Norðfjörð. Síminn opinn að lokinni útsend- ingu, 91-693566, síðan tekur simsvarinn við allan sólarhringinn. Umsjón: Lilja Guðmunds- dóttir. (Einnig útvarpað nk. miðvikudagskvöld kl. 21.30). 13.35 Miðdegissagan: „Hvora höndina viltu“ eftir Vitu Andersen. Inga Birna Jónsdóttir les þýðingu sína (19). 14.00 Fréttir. Tilkynningar. 14.05 Harmoníkuþáttur. Umsjón: Högni Jónsson. (Endurtekinn þáttur frá laugardagskvöldi). 14.35 íslenskir einsöngvarar og kórar. Anna Júlíana Sveinsdóttir, Kór Menntaskólans við Hamrahlíð og Guðmundur Guðjónsson syngja. 15.00 Fréttir. 15.03 Vísindaþátturinn. Umsjón: Ari Trausti Guðmundsson. (Endurtekinn þáttur frá mánu- dagskvöldi). 15.45 Þingfréttir. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið - Hvenær er barn fullorð- ið? Umsjón: Kristín Helgadóttir. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi - Telemann, Bach, Dowland, van Eyck og Villa-Lobos. a. Konsert í D-dúr fyrir trompet, tvö óbó, strengi og fylgirödd eftir Georg Philipp Telemann. Maurice André leikur á trompet, Qelia Nicklin og Tess Miller á óbó, lan Watson á sembal og Denis Vigay á selló ásamt St. Martin-in-the-Fields hljómsveitinni; Neville Marriner stjórnar. b. Sex litla: prelúdíur eftir Johann Sebastian Bach. Kenneth Gilbert leikur á sembal. c. „Galliard Danakonungs“ eftir John Dowland og tilbrigði eftir Johann Jacob van Eyck um lagið „Flow, my Tears“ eftir John Dowland. Hans Martin Linde leikur á blokkflautu og Konrad Ragossnig á lútu. d. Fimm prelúdíur eftir Heitor Villa-Lobos. Eduardo Fernandez leikur á gítar. 18.00 Fréttir. 18.03 Á vettvangi. Umsjón: Bjarni Sigtryggsson, Guðrún Eyjólfsdóttir og Páll Heiðar Jónsson. Tónlist. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 Kvlksjá. Þáttur um menningarmál. Umsjón: Friðrik Rafnsson og Halldóra Friðjónsdóttir. 20.00 Litli barnatíminn. (Endurtekinn frá morgni). 20.15 Nútímatónlist. Þorkell Sigurbjömsson kynn- ir verk samtímatónskálda. 21.00 „Ég er Vestur-íslendingur". Guðrún Guð- steinsdóttir ræðir við Sólberg Sigurðsson stærð- fræðing og vísnasöngvara frá Riverton í Mani- toba. Lesari: Pétur Knútsson. 21.30 Sólarhringsstofnanir fatlaðra. Umsjón: Steinunn Harðardóttir. (Áður útvarpað í þátta- röðinni „í dagsins önn“ 5. þ.m.) 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.30 Samantekt um Kúrda. Umsjón: Dagur Þor- leifsson. (Einnig útvarpað daginn eftir kl. 15.03). 23.10 Djassþáttur. - Jón Múli Árnason. (Einnig útvarpað nk. þriðjudag kl. 14.05). 24.00 Fréttir. Næuirútvarp á samtengdum rásum til morguns. 01.10 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. 7.03 Morgunútvarpið. Dægurmálaútvarp með fréttayfirliti kl. 7.30 og 8.30 og fréttum kl. 8.00. Leifur Hauksson og Ólöf Rún Skúladóttir hefja daginn með hlustendum, spyrja tíðinda víða um land, tala við fólk í fréttum og fjalla um málefni líðandi stundar. Veðurfregnir kl. 8.15. Leiðarar dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. 9.03 Viðbit. - Þröstur Emilsson. (Frá Akureyri) 10.05 Morgunsyrpa. Evu Ásrúnar Albertsdóttur og Óskars Páls Sveinssonar. 12.00 Hádegisútvarpið með fréttayfirliti, auglýs- ingum, dægurmálum og hádegisfréttum kl. 12.20. 12.45 í und.*^landi með Lísu Páls. 14.00 Á milli mála. - Eva Ásrún Albertsdóttir og Óskar Páll Sveinsson. 16.03 Dagskrá. Stefán Jón Hafstein, Guðrún Gunnarsdóttir og Ævar Kjartansson bregða upp mynd af mannlífi til sjávar og sveita og því sem hæst ber heima og erlendis. Kaffispjall upp úr kl. 16.00, „orð í eyra“ kl. 16.45 og dagsyfirlit kl. 18.30. Bréf frá landsbyggðinni berst hlustendum á sjötta tímanum. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 íþróttarásin. Umsjón: íþróttafréttamenn og Georg Magnússon. 22.07 Á rólinu. með önnu Björk Birgisdóttur. 01.10 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi til morguns. Að loknum fréttum kl. 2.00 verður endurtekinn frá sunnudegi þátturinn „Á fimmta tímanum" í umsjá Halldórs Halldórsson- ar sem fjallar um danska blús og vísnasöngvar- ann Povl Dissing í tali og tónum. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 1.00 og 4.30. Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00,18.00,19.00, 22.00 og 24.00. SJÓNVARPIÐ Miðvikudagur 12. október 12.10 Undankeppni HM í knattspyrnu. Tyrkland - ísland. Bein útsending frá Isíanbul. 13.50 Hlé. 17.30 Fræðsluvarp. 1. Bókband. Danskur þáttur um gamlar aðferðir við bókband. 2. Brasilía - Borg innflytjenda. Fyrsti þáttur. Myndaflokkur í fimm þáttum um líf og störf íbúa Brasilíu. 3. Umferðarfræðsla. Þáttur á vegum Fararheillar '87. 4. Skordýr. Mynd um skordýr og hina furðulegu myndbreytingu á lífsferli þeirra. Kynn- ir Fræðsluvarps er Elísabet Siemsen. 18.50 Fréttaágrip og táknmálsfréttir. 19.00 Töfraglugginn - Endursýning. Umsjón Árný Jóhannsdóttir. 19.50 Dagskrárkynning. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Ævi og ástir kvendjöfuls. (Life and Loves of a She-Devil). Annar þáttur. Nýr, breskur myndaflokkur í fjórum þáttum, gerður eftir skáldsögu Fay Weldon. Aðalhlutverk Julie T. Wallace, Dennis Waterman og Patricia Hodge. Þýðandi Ólöf Pétursdóttir. 21.30 Ferill og verk rithöfundar. (Bookmark: The Dilemma of a She-Novelist). Þáttur um Fay Weldon og feril hennar. Rætt er við höfundinn, móður hennar og ýmsa þá sem skoðun hafa á verkum hennar. Einnig er fjallað um gerð sjónvarpsþáttanna um Ævi og ástir kvendjöf- uls sem Sjónvarpið hefur nýlega tekið til sýninga. Þýðandi Ólöf Pétursdóttir. 22.00 Tyrkland - ísland. Endursýndur hluti lands- leiks Tyrklands og íslands í undankeppni heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu, sem fram fór fyrr um daginn. 22.50 Útvarpsfréttír í dagskrárlok. 15.55 Leikfanglð The Toy. Auðjöfur fer með son sinn í leikfangabúð og býður honum að velja sér leikfang. Stráksi kemur auga á hreingerninga- mann búðarinnar og finnst hann aldrei hafa séð skemmtilegra leikfang á ævinni. Aðalhlutverk: Richard Pryor og Jackie Gleason. Leikstjóri: Richard Donner. Framleiðandi: Phil Feldman. Þýðandi: Ingunn Ingólfsdóttir. Columbia 1983. Sýningartími 100 mín. 17.35 Litli folinn og félagar. My Little Pony and Friends. Teiknimynd með íslensku tali. Leik- raddir: Guðrún Þóröardóttir, Júlíus Brjánsson og Saga Jónsdóttir. Þýðandi: Magnea Matthías- dóttir. Sunbow Productions. 18.00 Heimsbikarmótlð í skák. Fylgst með stöð- unni í Borgarleikhúsinu. Stöð 2. 18.10 Dægradvöl. ABC’s World Sportsman. Þáttaröð um frægt fólk með spennandi áhuga- mál. Þýðandi: Sævar Hilbertsson. ABC. 18.40 Spænski fótboltinn. Sýnt frá leikjum spænsku 1. deildarinnar. Edit Media 1988. 19.1919:19. Fréttir og fréttaumfjöllun, íþróttir og veður ásamt fréttatengdum innslögum._____________ 20.30 Konungur Ólympíuleikanna King of the Olympics. Fyrri hluti ævisögu íþróttamannsins Avery Brundage. Myndin lýsir lífi hans frá barnæsku til dauðadags. Avery átti stóran þátt í að endurvekja Ólympíuleikana á nýjan leik eftir Fyrri heimsstyrjöldina og gerðist síðar formaður Alþjóða ólympíunefndarinnar. Avery var ekki við eina fjölina felldur, en tókst að leyna eiginkonu sína þeim ástarsamböndum sem hann flæktist í á lífsleiðinni. Avery barðist gegn pólitískri íhlutun og öllu auglýsingaskrumi sem einkenna leikana í dag. Hann sætti mikilli gagnrýni vegna ofstækis síns gegn þessum öflum og var af sumum álitinn nasisti og kynþáttahatari. Aðalhlutverk: David Selby, Re- nee Soutendijk, Sybil Maas, Shelagh McLeod og Pat Starr. Leikstjóri: Lee Philips. Fram- leiðendur: Frank Agrama, Henri Spade og Riccardo Tozzi. Þýðandi: Björn Baldursson. Harmony Gold 1988. Sýningartími 90 mín. Síðari hluti verður sýndur sunnudaginn 16. okt. 22.05 Heimsbikarmótið í sk.ák. Fylgst með stöð- unni í Borgarleikhúsinu. Stöð 2. 22.15 Veröld - Sagan í sjónvarpi The World - A Television History. Stórbrotin þáttaröð sem byggir á Times Atlas mannkynssögunni. I þessum þætti verður fylgst með uppgangi Grikkja og Rómverja, styrjöldum og sigrum mikilmenna eins og Alexanders mikla og loks borgarastyrjöldum þeim sem leiddu til hnignun- ar Rómarveldis. Þulur: Júlíus Brjánsson. Þýð- andi: Guðmundur A. Þorsteinsson. Framleið- andi: Taylor Downing. Goldcrest. 22.45 Heimsbikarmótið í skák. Fylgst með stöð- unni í Borgarleikhúsinu. Stöð 2. 22.55 Herskyldan Nam, Tour of Duty. Spennu- þáttaröð sem segir frá nokkrum ungum piltum í herþjónustu í Víetnam. Aðalhlutverk: Terence Knox, Stephen Caffrey, Joshua Maurer og Ramon Franco. Leikstjóri: Bill L. Norton. Fram- leiðandi: Ronald L. Schwary. Þýðandi: Snjólaug Bragadóttir. Zev Braun 1987. Ekki við hæfi barna. 23.45 Uppgangur Staircase. Gamansöm mynd um tvo homma og sambýlismenn sem komnir eru nokkuð til ára sinna. Aðalhlutverk: Richard Burton og Rex Harrison. Leikstjóri og framleið- andi: Stanley Donen. Þýðandi: PéturS. Hilmars- son. 20th Century Fox 1969. Sýningartími 90 mín. 01.25 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.