Tíminn - 20.10.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.10.1988, Blaðsíða 5
.Fimmtudagur20, október_1.988 Tíminn S Stærsti og nánast eini skemmtistaður Vestmannaeyinga, Skansinn, og hótelið Gestgjafinn hafa verið rekin í krafti eiginlegrar greiðslustöðvunar undanfarin tvö ár. Fyrir tíu dögum fékk svo eigandinn, Pálmi Lórens, raunverulega greiðslustöðvun til 90 daga, eða þriggja mánaða, en möguleiki er á tveggja mánaða framlengingu. Það horfir því til tveggja og hálfs árs eiginlegrar og raunverulegrar greiðslustöðvunar, en það er með lengstu greiðslustöðvunum sem Tímanum er kunnugt um, hina síðari tíma. Innanbúðar í Skansinum í Vesímannaeyjum, sem er nánast eini skemmtistað- ur Eyjamanna. Brunabótamat húseigna eigand- ans er talið vera á annað hundrað milljónir króna og eru skuldir hans taldar nema um eitt hundrað millj- ónum króna. Stærsti lánadrottinn er Ferðamálasjóður og næstur er Bún- aðarbanki íslands í Vík í Mýrdal, en þar varð skuldin með tékkayfir- drætti, á þriðja tug milljóna króna í sumar. „Það er orðið ansi stutt á milli þessara erfiðu ára og þannig hefur það verið allt frá því ég byggði hótelið Gestgjafann upp,“ sagði Pálmi. Sagðist hann ekki vonlaus um að ná samningum við lána- drottna sína á því greiðslustöðvunar- tímabili sem framundan er. Ástæða þessarar löngu greiðslu- stöðvunar er sú að fyrir um tveimur árum voru eignir Pálma boðnar upp, en hann taldi rétt að kæra uppboðið. Þegar dómur í héraði gekk ekki honum í hag, áfrýjaði lögmaður hans, Björgvin Þorsteinsson, til hæstaréttar. Þar féll ekki dómur fyrr en í júlí. Varð niðurstaða Hæstarétt- ar sú að fjögur af sex upboðum voru gölluð því ekki hafði verið rétt að þeim staðið. Á meðan málið var fyrir dómi gátu lánadrottnar ekki gengið að skuldara sínum. Því er óhætt að fullyrða að hér hafi átt sér stað eiginleg greiðslustöðvun. Húseignir Pálma eru all nokkrar en sámt er það Þrándur í Götu. Honum hefur ekki verið heimilt að losa pening með því að selja hluta eignanna upp í skuldir, vegna þess að þær hafa allar verið á einu nafni og ekki hefur verið hægt, kröfuhaf- anna vegna, að rýra þá heildareign með því að selja eina og eina íbúð úr safni Pálma. Stærstu einstöku húseignirnar eru vitanlega hótelið Gestgjafinn og skemmtistaðurinn Skansinn. Þessi hús eru meira og minna samtengd og standa þau við Heiðarveg númer eitt og þrjú og einnig við næstu götu norðar, Herjólfsgötu. Þar er húsið númer fjögur. Aðrar stakar húseign- ir eru Herjólfsgata sex, Háteigsveg- ur tuttugu og Áshamar sex. Samtals er brunabótamat eignanna nokkuð á annað hundrað milljónir króna eins og að framan segir. Vegna þess að þær eru allar á sameignlegu nafni er ekki hægt að selja neina eina þeirra upp í skuldir nema með samþykki allra lánadrottna sem veðrétt eiga í þessum eignum. Þannig hefur Pálma ekki tekist að losa sig út úr skuldum sínum en þess í stað safnað yfirdrætti og komist i vanskil við marga þá aðila sem sjá honum fyrir aðdrátt- um. Helstu skuldirnar eru þó síðan hótelið Gestgjafinn var byggt upp á árunum 1982-83. KB Þingmennirnir Páll Pétursson og Guörún Agnarsdóttir fulltrúar íslands í þingmannanefnd um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd, er heimsótti Sovétríkin nýverið: „Kaída stríðið virðist kaldara fyrir vestan" Guðrún Agnarsdóttir og Páll Pétursson voru fulltrúar íslands í þingmannanefnd á vegum Norðurlandaráðs, er heimsóttu Sovétríkin nýverið Tímamynd: Pjelur Árið 1985 var haldinn þingmanna- fundur um hugmyndina kjaranorku- vopnalaust svæði á Norðurlöndum. Hugmyndin var eldri, en í framhaldi af þessari ráðstefnu var stofnuð þingmannanefnd með stjórnmála- mönnum frá löndunum fimm. Nefndin var opin öllum þingflokkum á Norðurlöndum og hefur hún meiri- hluta þjóðþingana á bak við sig. Frá íslandi hafa tekið þátt í störfum nefndarinnar fulltrúar frá Fram- sóknarflokki, Alþýðubandalagi, Al- þýðuflokki og Samtökum um kvennalista. Hægri flokkarnir hafa ekki tekið þátt í starfi nefndarinnar að undanskildum Hægri flokknum í Finnlandi. Anker Jörgensen hefur stýrt nefndinni frá upphafi, en Olaf Palme var eins og kunnugt er einnig mikili baráttumaður fyrir þessari hugmynd í sinni tíð. Síðastliðið sumar barst nefndinni boð frá Æðstaráði Sovétríkjanna og stjórnvöldum í Washington til að ræða hugmyndina um kjarnorku- vopnalaus Norðurlönd. Þessi boð voru þegin og fulltrúar nefndarinnar fóru bæði til Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. Vegna stjómar- myndunarviðræðna í síðasta mánuði gátu fulltrúar fslands í Bandaríkja- förinni ekki mætt, en okkar fólk í Moskvutúrnum voru þau Páll Pét- ursson formaður þingflokks fram- sóknarmanna og Guðrún Agnars- dóttir. Til að gera grein fyrir hvað á daga þeirra dreif þar eystra snéri Tíminn sér til Páls og fékk hann í stutt spjall. - Hver er árangurinn af starfi nefndarinnar ? „ Þessi nefnd er ekki samninga- nefnd, hún beitir sér einungis fyrir könnunnarviðræðum, samningar eru aftur í höndum ríkisstjórna. Okkur var vel tekið í Sovétríkjun- um. Þeir vom viðræðugóðir og virt- ust til í viðræður um mjög víðtæka afvopnun. Það má geta þess að við hittum þann sem er næstur Gorbat- sjov að tign, formann utanríkis- nefndar, deildarforseta í Æðstaráð- inu, nóbelsverðlaunahafa, fram- kvæmdastjóra sovésku geimrann- sóknarstöðvarinnar, ásamt hers- höfðingjum og fleirum. Það kom okkur á óvart hvað undirtektir Sov- étmanna vom jákvæðar. Þeir virðast reiðubúnir að láta nokkuð mikið í staðinn fái þeir tryggingu fyrir því að Norðurlöndin verði kjarnorku- vopnalaus til frambúðar. Það em ekki kjarnorkuvopn á Norðurlönd- um sem stendur, en þeir líta á það sem ákveðna ógn að geta átt von á því. Þeir em til viðræðu um að minnka vígbúnað sinn á Kholaskaga vemlega, á Leningradsvæðinu, í Eystrasaltslöndunum og Eystrasalti. Sovétmenn eru til með að heimila eftirlit með afvopnun sinni og einnig að taka ábyrgð á kjarnorkuvopna- lausu svæði, enda geri Bandaríkja- menn það líka.“ - Hvernig stendur á því að Sovét- menn eru svo jákvæðir nú ? „Ég held að þeim sé mikil efna- hagsleg nauðsyn að minnka útgjöld til hermála. Gorbatsjov hefur lofað efnahagslegum úrbótum og honum er það mikil efnahagsleg nauðsyn að draga úr vígbúnaði og nota það sem sparast til að bæta lífskjör. Að sjálfsögðu yrðu þá Bandaríkjamenn að sýna einhvern lit á móti.“ - Telur þú að störf þessarar nefndar geti greitt fyrir samningum milli risaveldanna um afvopnun ? „Þetta var upphaflega hugsað sem fyrsta skref í víðtækari afvopnun, fyrst Norðurlönd, síðan yrði þetta svæði stækkað bæði austan járntjalds og vestan. Nú er reyndar búið að taka veigamikil skref í samningum stórveldanna, en kjarnorkuvopna- laus Norðurlönd eru tímælalaust stór liður í afvopnun í heiminum." Radíóbúðin h.f. færir Há- skólanum rausnarlega gjöf: Fékkfimm öflugar Apple II Radíóbúðin h.f. umboðsaðili fyrir Apple tölvur afhenti Há- skólanum rausnarlega tölvugjöf í gær. Er hér um að ræða fimm Mac- hintosh II tölvur sem hver um sig hefur fimm megabæta vinnslu- minni og 80 megabæta harðan disk og er söluverðmæti þeirra talsvert á fjórðu milljón króna. Jóhann Malmquist prófessor í tölvunarfræðum við Háskólann veitti gjöfinni viðtöku fyrir hönd Háskólans. Jóhann sagði í samtali við Tím- ann að þessi góða gjöf væri enn einn vitnisburðurinn um ánægju- legt samstarf Háskólans við Rad- íóbúðina og Applefyrirtækið og velvilja þessara aðila í garð Há- skólans. Tölvunum yrði komið fyrir í hinum ýmsu deildum Há- skólans og yrðu sumar þeirra teknar í notkun strax í dag. -sá - Er þessi afavopnunarvilji gagn- kvæmur ? „Við höfum ekki fundargerðir frá Washingtonfundinum en af þeim nefndarmönnum sem við höfum heyrt í virðist þessi hugmynd fjarlæg- ari Bandaríkjamönnum en Rússum. En að sjálfsögðu verður viljinn að vera gagnkvæmur. Ég tel mjög mikilvægt að við fylgjumst með þessum umræðum og og tökum þátt í þeim. Ef af þessari hugmynd verður er gífurlega mikið spursmál fyrir íslendinga að standa að henni líka, annars er sú hætta fyrir hendi að þrýstingur ykist á okkur að koma hér fyrir kjarnorku- vopnum. Ég hef það á tilfinningunni eftir þessa för að ef til vill sé kalda stríðið kaldara vestan járntjalds en austan. “ -ág

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.