Tíminn - 20.10.1988, Blaðsíða 9
Þórarinn Þórarinsson:
Tillaga Gorbatsjovs um
annan Reykjavíkurfund
Þótt Reykjavíkurfundur leiðtoga Bandaríkjanna og Sovétríkj-
anna sé að hverfa í gleymsku hjá Islendingum, er enn mikið rætt
um hann í erlendum blöðum, einkum rússneskum og amerískum
og hann þá oftast talinn hafa valdið tímamótum til hins betra í
samskiptum risaveldanna.
í rússneskum blöðum er senni-
lega enn meira rætt um Reykjavík-
urfundinn en í amerískum blöðum.
Nokkurt sýnishorn um þetta er
grein eftir einn af fréttaskýrendum
APN, sem erskrifuð í tilefni af því,
að tvö ár eru liðin ffá fundinum.
Það er því ekki fjarri lagi að birta
hana í heild, því að hún er stutt, en
það er nýr stíll, sem rússneskir
blaðamenn eru að byrja að temja
sér. Greinin er svohljóðandi:
„Á leiðtogafundinum í Reykja-
vík eygðu menn í fyrsta sinni
möguleikann á árangri í kjarnorku-
afvopnun. Þar kom í fyrsta sinni
fram hið nýja hugarfar í
framkvæmd. Meirihluti stjórn-
málamanna og þjóðarleiðtoga líta
á Reykjavíkurfundinn sem þátta-
skil í afvopnunarmálum. Leiðtogar
hinna tveggja stórvelda hófu upp-
byggilegar viðræður um þessi mál í
höfuðborg íslands. Það var ljóst
fyrir Reykjavíkurfundinn að við-
ræðurnar sem Sovétríkin og
Bandaríkin áttu með sér í Genf
voru að fjara út í kviksyndi and-
spænisins, og að það var verið að
hætta að leita leiða til gagnkvæms
samkomulags. Enda þótt ekkert
áþreifanlegt samkomulag um af-
vopnun væri gert í Reykjavík, var
það þó grundvallarskilningur á
gagnkvæmu öryggi sem þar réði
ríkjum. Þrátt fyrir yfirlýsingar
Bandaríkjaforseta urh að áfram
yrði haldið með stjörnustríðs-
áformin, opnaði þó Reykjavíkur-
fundurinn leiðina til INF samnings-
ins og hóf bæði tvíhliða og fjölhliða
viðræður um afvopnunarmál á
hærri grundvöll.
Það er hægt að segja það með
fullri vissu, að ef fundurinn hefði
ekki verið í Reykjavík, hefði
hvorki verið haldinn leiðtogafund-
ur í Washington né Moskvu. Eða
eins og Eduard Shervardnadse
utanríkisráðherra Sovétríkjanna
sagði nýlega á allsherjarþingi Sam-
einuðu þjóðanna, þau tvö ár sem
liðin eru frá Reykjavíkurfundinum
má greinilega færa teknamegin í
bókhald alþjóðamála.
En þar er einnig margt sem færa
má til skuldar. Jafnvel eftir að
hafist var handa um að uppræta
sovésk og bandarísk kjarnorku-
vopn, hafa viðræður Sovétríkjanna
og Bandaríkjanna um strategísk
vopn hægt á sér. Uppkastið að
samningi um upprætingu efna-
vopna og bann við framleiðslu
slíkra vopna gengur einnig hægt að
fullgera, og samningar um hefð-
bundin vopn dragast á langinn
meira en réttlætanlegt er.
Hið gamla hugarfar og frávikin
frá grundvallaratriðum gagnkvæms
öryggis, sannast einnig á áætlunum
Nató um að „bæta sér upp“ útrým-
ingu bandarísku eldflauganna.
Þessar áætlanir vekja djúpar
áhyggjur í Sovétríkjunum, í öðrum
Varsjárbandalagsríkjum og í Vest-
ur-Evrópu. Yfirmenn Nató tala
um svokallaða „eftir-Pershing"
stefnu. Sovétríkin halda staðfast-
lega áfram að vinna að afvopnun.
Enn er von til þess að „uppbótar-
áætlanir" Nató verði aðeins papp-
írsplögg. Afstaða sumra leiðtoga í
ríkjum Vestur-Evrópu gefa vonir
um það. Nægir þar að vitna til
ummæla Mitterrands forseta
Frakklands, sem sagði að hægt
væri að færa nær hvor annarri
afstöðu Nató og Varsjárbandalags-
ins til afvopnunarmála og eftirlits
með þeirri línu í Evrópu þar sem
herir beggja bandalaganna mætast,
og einnig má vitna til ummæla hans
um hugmyndina um að halda ráð-
stefnu ríkja sem hafa undirritað
Genfarsáttmálann um að ekki skuli
beitt efnavopnum. Tillögum Mitt-
errands hefur verið tekið á jákvæð-
an hátt, bæði í Sovétríkjunum og
ríkjum Evrópu.
Þær vonir glæðast, að með fyrir-
huguðum heimsóknum De Mita
forsætisráðherra Ítalíu og Helmuts
Kohl kanslara Vestur-Þýskalands
til Moskvu, muni verða hægt að
hefja viðræður um þetta milli utan-
Gorbatsjov og Reagan
ríkisráðhetTa Sovétríkianna og
leiðtoga Frakklands og Italíu.
Við bindum miklar vonir við
árangur í afvopnunarmálum, og
einnig við að árangur náist í að
skapa samskipti á sviði efnahags-
mála, vísinda, menningarmála og
umhverfismála.
Viðræður leiðtoga Sovétríkj-
anna og Bandaríkjanna í Reykja-
vík fylltu okkur bjartsýni. Þróun
undanfarinna tveggja ára sem liðin
eru frá Reykjavíkurfundinum,
hafa aukið þá bjartsýni, og þakkað
veri Reykjavíkurfundinum hefur
hættan af kjarnorkuvánni smám
saman minnkað.“
í annarri grein frá APN, sem er
eftir starfsmann sovésku friðar-
nefndarinnar, er vikið að hugmynd
Gorbatsjovs um nýjan Reykjavík-
urfund. Þar segir svo:
„Þegar Míkhaíl Gorbatsjov
flutti erindi í pólska þinginu lagði
hann til að haldinn yrði annar
Reykjavíkurfundur, í þetta skipti
fundur Evrópulandanna, þar sem
rætt yrði eitt einasta mál: Hvernig
á að rjúfa vítahringinn, tryggja að
horfið verði frá orðum til athafna
á sviði minnkandi vígbúnaðar?
Reykjavíkurreglurnar endurspegla
þessa tillögu mjög skýrt: Beina
athyglinni að aðalatriðinu, skoða
kjarna málsins, leita lausnar, sem
allir geta fallist á. Þátttakendum í
umræðunum fjölgar. Umræðuefn-
ið breytist - samhliða umræðum
um kjarnorkuvopn er rætt um
hefðbundinn vígbúnað, eða réttara
sagt samdrátt hans og upprætingu.
En aðalatriðið er að ekki á að
drekkja málinu í hafi smáatrið-
anna.“
Því má svo bæta við, að sú
skoðun hefur skotið upp kollinum,
að Reagan hafi á Reykjavíkur-
fundinum haft mikil áhrif á al-
menningsálitið í Bandaríkjunum
og ef til vill tryggt Bush þar sigur í
forsetakosningunum 8. nóvember
nk. Bæði forsetaefnin keppast nú
við að lýsa því yfir, að þeir vilji
halda áfram viðræðum við Sovét-
ríkin um afvopnunarmálin og Ijúka
lofsorði á umbótastefnu Gorbat-
sjovs í innanlandsmálum.
Fimmtudagur 20. október 1988
Tíminn 9
VETTVANGUR
lllllllllllllllllllllllllll TÓNLIST llllllllllllillllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllliilllllllllllllilllllllllllllllllllllllliillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllíllllllllllllllilll
íslenska hljómsveitin
Þegar síðast fréttist var íslenska
hljómsveitin „önnur sinfóníuhljóm-
sveit borgarinnar", skipuð að mestu
ungum hljóðfæraleikurum sem ekki
fengu sæti í Sinfóníuhljómsveit
íslands. Hún hóf því áttunda starfsár
sitt með fremur óvæntum hætti
sunnudaginn 16. október: kammer-
tónleikum í Gerðubergi. Þar spiluðu
frábærir bandarískir listamenn,
Brenda Moore Miller og Andrew
Mark, verk fyrir píanó og knéfiðlu
eftir Debussy, Schumann, Samuel
Barber, Beethoven og Sjostakovitsj
(og aukalag eftir Gershwin). Áheyr-
endur voru fremur fáir, og flestir
boðsgestir að auki, enda sitthvað
öndvert aðsókn: fjarlægð Gerðu-
bergs frá Reykjavík og allválynt
veður, sem á endanum hafði það af
að ljósta raflínur til Reykjavíkur
eldingu og „slá kerfið út“. Ég er nú
ekki mikill fjármálamaður - né virð-
ast mér þeir vera miklu betri sem
mest guma af snilli sinni - en fæ þó
ekki séð að hagnaður hafi orðið af
sölu aðgöngumiða í þetta sinn. Sem
betur fer stóðu fleiri aðilar að tón-
leikunum, nefnilega Tónlistarskól-
inn í Reykjavík, Menningarmið-
stöðin Gerðubergi og Menningar-
stofnun Bandaríkjanna, en vonandi
standa reykvískir tónlistar-fagurker-
ar sig betur næst, þótt fjarlægðin sé
óneitanlega ærin. Borgarstjóri hefur
nefnilega gengist fyrir því að tónleik-
ar íslensku hljómsveitarinnar verða
framvegis þarna uppfrá.
„Brenda Moore Miller og Andrew
Mark eru ung að árum og geta helst
flaggað þeim heiðurslaunum er falist
hafa í hástemmdum skrifum virtustu
tónlistargagnrýnenda stórborganna
New York og Boston", segir í frétt
frá íslensku hljómsveitinni, og ekki
ætla ég að deila við það að gagnrýn-
endur viti best. Hingað koma þau á
heimleið úr tónleikaför um Vestur-
Þýskaland, Rúmeníu, Finnland og
Svíþjóð, e.k. sendinefnd Menning-
arstofnunar Bandaríkjanna, og
höfðu verið valin úr hópi 76 tónlist-
armanna sem tilnefndir voru til far-
arinnar. Sem ekki kemur á óvart,
því bæði spiluðu frábærlega vel: Þótt
tónleikarnir væru í rauninni a.m.k.
einu verki of langir miðað við það
sem venja er, nefnilega tæpur hálfur
þriðji tími, var aldrei dautt augna-
blik: svo snilldarlega vöktu þau verk
tónskáldanna til lífsins.
Ýmsar stefnur munu vera á lofti
um það hvernig einleikarar eigi að
„hegða sér“ á tónleikum, hvort þeir
eigi að (eða jafnvel megi) loka
augunum, stara fjarrænt út í loftið í
hægum eða rómantískum köflum,
gnísta tönnum og froðufella í ólmun-
arköflum, stappa í gólfið eða vefja
leggjunum utan um stólfótinn - eða
vera bara á svipinn eins og þeir séu
að pikka á tölvu. Framkoma, skv.
einhverjum viðteknum hugmynd-
um, er víða kennd í tónlistarskólum,
og skiptir vafalaust miklu máli - ef
ekki fyrir flutninginn sjálfan, þá
fyrir áhrif hans á áheyrendur. Mark
og Miller létu óvenjulega illa í sínum
flutningi: Þegar Mark, knéfiðlarinn,
hafði stillt hljóðfærið með stórt bros
á vör (hann er af kínverskum ættum)
og byrjaði að spila inngang Sónötu
Debussys virtist hann ætla að fara að
hágráta, og harmaði ég það mest að
hafa ekki frambærilegan silkiklút til
að bjóða honum - tóbaksklút getur
rnaðtir ekki boðið undir þessum
kringumstæðum. Sem betur fór
blindaðist hann ekki af tárum, held-
ur spilaði af miklum þrótti og digrum
tóni og fölskvalausri tækni. Á meðan
sveigði Miller (píanóleikarinn) sig
og reigði, hneigði og beygði, og
spilaði sömuleiðis dæmalaust vel.
Bandaríkjamenn eru auðvitað mikið
fyrir „sjóið“, en raunar virtist þetta
allt vera beint frá hjartanu, og
kannski þau hafi tamið sér, líkt og
góðir leikarar, að setja sig í viðeig-
andi hugarástand eftir því hvers
tónlistin krefst hverju sinni. Samt
hefði ég viljað sjá stærra bros á Mark
þegar hann spilaði fyrsta þáttinn af
Fimm þáttum í alþýðustíl eftir
Schumann, sem ber yfirskriftina
„Mit Humor“.
Stundum er sagt að nútímatónlist
standi og falli með flutningnum, en
þessir tónleikar sýndu að þetta á
ekki síður við um klassíska tónlist: í
höndum þessara frábæru listamanna
voru þessir löngu tónleikar afar
ánægjulegir og verkin hvert öðru
betra - þótt lokakaflinn í d-moll
sónötu Sjostakovitsj væri kannski
skemmtilegastur, að öðrum ólöstuð-
um. Sig. St.