Tíminn - 20.10.1988, Blaðsíða 19

Tíminn - 20.10.1988, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 20. október 1988 Tíminn 19 KVIKMYNDIR Stjörnugjöf ★ ★★ Land og synir fyrirheitanna Promised Land Bandarísk. Handrit og leikstjórn: Michael Hoffman. Aðalhlutverk: Kiefer Sutherland, Meg Ryan, Jason Gedrick og Tracy Pollan. Regnboginn. Meg Ryan kemur mér stöðugt á óvart. Það er eins og hún sé í stöðugum línudansi í leik sínum og þegar maður heldur að hún sé að fara yfir strikið og ofleika, þá kemur þessi indæla túlkun á bilaðri stúlku. Hvemig er hægt að leika með svona mikilli dínamík, en viðhalda samt fágun þegar upp er staðið? Þá er Kiefer Sutherland að verða fullorðinn leikari eins og pabbi sinn og er ég viss um að þessi tvö eigi eftir að verða meðal þekkt- ustu stjarna framtíðarinnar. Þarna uxu þau bæði upp úr skólamynda- klisjunni og tókust á við alvöru leik. Myndin var líka í þessa veru og er munur að fá loksins að sjá mynd sem leikin er af ungu fólki í aðalhlutverkum, án þess að stöð- ugt sé verið að eiga við graftarbólu- vandamál og uppvaxtarkomplexa aðra. Höfundurinn, Michael Hoff- man (einnig leikstjóri), notar hér ungt fólk til að binda í eitt hefti annars vegar bakgrunn þess sem yfirgefur einfaldleikann og tekur framförum, en hins vegar þess sem staðnar í því að vera bara ungur. Þetta er hin klassíska spurning um hvort einstaklingurinn vogar sér að brjóta af sér hlekkina og stíga eitt skref (stórt skref) inn í aukinn þroska. Þetta er einnig spurningin um það hvort og þá með hvaða hætti horfast eigi í augu við raun- veruleikann. Þegar upp er staðið í lokin verður heildamiðurstaðan þó ein- kennileg og vekur upp frekari spurningar sem leitt geta hugsandi mann inn í raunvemlega spurn- ingu. Þess vegna segi ég að myndin hafi tekist eins vel og hugsast gat. Myndatakan verður eins Ijóðræn og hún má á þeim köflum sem hún á við. Hún verður aldrei ljóðræn að ráði nema hjá þeim sem þorðu að vita eitthvað meira en hægt var að fá að vita í meðalstóra smáþæn- úm sem fæddi þau. \KB Stjörnugjöf ★ Brotnuðu þá beinin öll American Ninja 2: The Confrontation. Bandarísk. Leikstjóri: Sam Firstenberg. Aðalhlutverk: Michael Dudikoff, Steve James og Michael Botes. Regnboginn. Þegar skúrkarnir komu í röðum inn á sviðið aftur, nokkrum mínút- um eftir að aðalhetjan var búin að snúa upp á fótleggi þeirra og hálsa þannig að brast í um allt bíó, varð mér ekki um sel. Var þetta mynd um afturgöngur eða átti ég ekki að hafa tekið eftir því hvernig þeir voru klæddir meðan lumbrað var á þeim utandyra, þannig að þeim væri nú óhætt að koma inn í atlögu númer tvö? í stuttu máli sagt voru bardagaatriðin ékki í neinum þeim gæðaflokki sem ég á að venjast í bardagamyndum, enda var hér á ferðinni leikari en ekki sannur bardagamaður. Þá varð annað til að skemma fyrir mér annars góða skemmtun sem ég hef af góðum slagsmála- myndum, en það var sú staðreynd að hér var ekki sönn íþrótt í verki varnarmannsins. Hér var um árás- arglímu að ræða og það er ekki nálægt því eins sympatískt og t.d. „tóm hönd" þar sem barist er til varnar. Kaninn er heldur ekki þannig þjóð að ég geti samþykkt að hann eigi eitthvað að verja á Kyrrahafs- eyjum þar sem hann rak sjóher- stöð. Eitthvað fannst mér bardagar hans gegn heimsógninni vera fölsk eða eigingjörn og það held ég að fleiri geti tekið undir. í alla staði var mikið hlegið að rosalegustu sennunum. Margt var líka þannig úr garði gert að það átti að hlæja. KB Stjörnugjöf: ★★V!z Það verjum vér og dáum Sweet Country. Framleiðandi: Michael Cacoyannis. Aðalleikarar: Jane Alexander, John Cullum, Carole Laure, Franco Nero. Leikstjóri: Michael Cacoyannis (Grikkinn Zorba). Kvikmyndahandrit: Michael Cacoyannis, éftir sögu Caroline Richards. Stjörnubíó. Vort föðurland er land sem við verjum og dáum á hverju sem gengur. Herforingjastjórn er því ekki það sem við viljum fá að lokinni valdatöku í skjóli banda- rískrar verndar og ráðgjafar. Þetta vildi ég ekki sjá hér á voru föður- landi, fslandi, og því ætti þessi mynd að vera hverjum hollum þegni þessa lands til viðvörunar varðandi erlend tengsl og áhrif. Þetta er spennumynd og ef ein- hver er ekki búinn að sjá hana ennþá, en ætlar sér að sjá góða mynd er tekur á þessum þáttum alþjóðastjórnmála og baráttu ein- staklinga fyrir „sjálfsögðum" lífs- skilyrðum, þá er ekki annað eftir en að láta til skarar skríða. Ekki þykir mér rétt að fólk bíði með það þangað til hætt verður sýningum. Jane Alexander er góð í stykki sínu en það sama verður því miður ekki sagt um alla aðra leikara myndarinnar. Þá var ég alls ekki ánægður með fyrstu atriði myndar- innar þar sem mér þótti sem full mikill keimur væri af grískum rifr- ildum og hávaða. Upphafsatriðið við matarborðið vakti upp leiðinleg kynni mín af þrúguðum Aþenubú- um og fannst mér það varla eiga við á heimili forseta S-Ameríkurík- is. Samleikurinn batnaði mjögþeg- ar á leið og var ég bara orðinn hrifinn undir lokin. Svo kom síð- asta atriðið og ætla ég ekki að lýsa efni þess vegna þess að það var síðasta atriðið. Hins vegar varð ég afar reiður vegna hrárrar úrvinnslu þess og leikstjórnar, því miður. Margt var í þessari mynd sem gerir það þó að verkum að ég leyfi mér að mæla með henni og þá einkum þar sem tekið er á atriðum mannlegra samskipta í ógnarstjórn og kúgunarsamfélagi. KB SPEGILL. Hryðjuverka- menn hóta Dalton-Bond Timothy Dalton sem leikur Jam- es Bond er ekkert farið að lítast á blikuna. Nú er hann að leika í annarri Bond-mynd sinni í Mexíkó og fengið yfir sig fjölda hótana um líflát frá hryðuverkamönnum. Vopnaðir verðir gæta hans allan sólarhringinn, því enginn áhætta er takin í svona málum. Talsmaður hryðjuverkamanna segir Dalton á dauðalista samtaka þeirra vegna þess að hann sé orðinn ímynd James Bond sem svífist einskis til að verja frelsi og mann- réttindi hvar sem verkast vill. Lögreglustjórinn í Mexíkóborg segir að þarna sé við að eiga stórhættulega menn og vissara sé að taka hótanir þeirra dauðans alvarlega. Dalton tekur þessu öllu rólega Lífshætta Bonds er orðin alvara fyrír Dalton. og heldur áfram eftir sem áður að leika sjálfur sum áhættuatriði myndarinnar sem venjulega eru notaðir þrautþjálfaðir aðstoðar- menn í. Hann ætlar ekki að hlaupast á brott, heldur ljúka við myndina. Lögreglustjórinn hefur sent mik- ið lið til að gæta kvikmyndafólksins og þá sérstaklega Daltons. Hann telur að hryðjuverkamennirnir hafi kosið Dalton af því hann sé fræg- asta stjama í Mexíkó um þessar mundir. Dalton er kominn á skot- heldan bíl og skiptir reglulega um dvalarstað. - Hann gætir sín og fer ekkert nema með lífvörð, segir lögreglustjórinn. - Hann er óhræddur og kærir sig ekkert um að verða píslarvottur vegna mis- skilnings. Hann segist meira að segja vilja ræða við talsmann sam- takanna, ef tryggt verði að honum verði ekki gert neitt mein.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.