Tíminn - 20.10.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 20.10.1988, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 20. október 1988 LEIKLIST illlllllli Af húoflettum smá- borgurum og fleiru Nemendaleikhúsið: SMÁBORG- ARAKVÖLD. Smáborgarabrúð- kaup eftir Bertolt Brecht í þýðingu Þorsteins Þorsteinssonar og Sköll- ótta söngkonan eftir Eugene lonesco í þýðingu Karls Guðmundssonar. Leikstjóri: Bríet Héðinsdóttir. Leik- mynd og búningar: Guðrún Sigríður Haraldsdóttir. Enn býður Leiklistarskólinn til sýningar í Lindarbæ og að þessu sinni eru viðfangsefnin tveir stór- frægir einþáttungar, næsta ólíkir að gerð. Ekki að vita hvernig höfund- arnir hefðu tekið því að vera spyrtir saman með þessum hætti eins og raunar er ýjað að í leikskrá. Þar segir ennfremur: „Þótt báðir séu þættirnir meðal fyrstu verka höfunda sinna, er skissa Brechts skrifuð af stráksskap byrjandans, aðeins mjór vísir hins mikla lífsverks sem enn var óritað; leikþáttur Ionescos lagði grunninn að heimsfrægð hans..., er reyndar það leikrit sem flestum kem- ur fyrst í hug þegar absúrdleikhús er nefnt. Aðstandendur þessarar sýn- ingar hafa þó með nokkrum erfiðis- munum fundið einn samnefnara fyrir hana. Bæði fjalla þau um einkenni sem einlægt eru kenndir smáborgur- um: sjálfbirging, þröngsýni, sýndar- mennsku og hræsni.“ Þetta er nú reyndar heldur dauft samkenni því þessir mannlegu lestir hafa löngum verið viðfangsefni skálda. En þar sem Brecht beitir nístandi háði þegar hann afklæðir sína smáborgara úr hverri spjör svo að lítilmótleikinn einn verður eftir, þá gengur Ionesco feti framar og leysir upp röklega hugsun: ekkert er það sem við höldum að það sé - eina staðreynd lífsins er fjarstæðan, vit- -leysan. Og raunverulega er „boð- skapur“ Ionescos að því skapi rót- tækari sem hann er sneyddur öllum siðferðisdómum. í stráksskap Brechts er aftur á móti fólginn prédikari sem náði sér mun betur á strik í seinni verkum hans eins og kunnugt er. Það er ágætt að láta hina upprenn- andi leikara glíma við örðug við- fangsefni. Og vissulega var gaman í Lindarbæ á sunnudagskvöldið. Leik- hópurinn Iagði sig fram og skilaði sínu verki af þokka undir einbeittri stjórn Bríetar. Hins vegar verður að segjast að verkefni af þessu tagi eru ekki meðfæri lítt reyndra leikara, hvorki ískalt háð Brechts eða há- menntuð fjarstæðulist Ionescos. En sýningin er að sínu leyti til þess fallin að glæða löngun manns til að sjá verk þessara höfuðsnillinga færð upp í atvinnuleikhúsum vorum, af fullu afli þeirra. Smáborgarabrúðkaupið er ákaf- lega nærskorið og nærgöngult leikrit í húðflettingu sinni. Hin smáborg- aralega siðfágun, sem henta þykir að hafa uppi við tækifæri sem þetta, brúðkaup, rýkur fljótlega út í veður og vind: eftir er illgirni, losti, rudda- skapur, kúgun, heimska. Brecht hlutgerir þennan smáborgaraheim í húsgögnunum sem brúðguminn hef- ur smíðað og sett saman með ónýtu lími þannig að þau hrynja öll smátt og smátt, að lokum hrynur rúmið: mannfólkið liggur á góifinu í eigin- legri sem óeiginlegri merkingu. - Á bak við þetta allt eru endalaus leiðindi, eins og faðir brúðarinnar, hinn seinheppni sögumaður, segir að síðustu: fólki líður svo illa þegar það þarf að hafa ofan af fyrir sér sjálft, - smekklausar sögur hans eru vel meint tilraun til að dreifa hinum drepandi leiða. Álmennt talað réð leikhópurinn betur við Brecht en Ionesco sem eðlilegt er. Gestaleikarar eru tveir, báðir að vísu ungir: Andri Örn Clausen, sem lék föður brúðgumans í Smáborgarabrúðkaupi, og Emil Gunnar Guðmundsson sem lék unga manninn í sama leikriti. Aðrir eru nemar: Helga Braga Jónsdóttir, Sig- urþór A. Heimisson, Elva Ósk Ól- afsdóttir, Christine Carr, Bára Lyngdal Magnúsdóttir, Ólafur Guðmundsson og Steinn Á. Magn- ússon. Mér finnst í rauninni ekki ástæða til að taka einn eða tvo út úr hópnum, frammistaðan er nokkuð jafngóð. Þó þótti mér einna bestur skopleikur í Brúðkaupinu vera hjá Báru Lyngdal í hlutverki konunnar illgjörnu. Einnig gerði Elva Ósk lifandi mynd hinnar ógæfusömu brúðar. Aðrir leikendur komu sem sagt vel og drengilega fyrir í sínum hlutverkum. Ég gæti trúað að ungt fólk hafi yfirleitt gaman af Sköllóttu söngkon- unni. Mér er minnisstætt að í fyrnd- inni á menntaskólaárunum að nem- endur lásu þetta saman við góðar undirtektir; - samlestrarform er reyndar skemmtileg aðferð til að „kynna“ leikrit án stórmikillar fyrir- hafnar eins og við sjáum núna hjá Frú Emilíu sem les öll helstu verk Tsjekhofs, - en það er annað mál. - Sköllótta söngkonan nýtur sín í því formi. Listin er þar svo mikið fólgin í textanum sjálfum, hinu röklausa, tilfyndna orðræðusniði Ionescos. Söngkonan er eins og skóladæmi um nútímafirringu og löngu orðin erki- týpa um slíkt. Samanber samtal herra og frúar Smith sem ekki þekkja hvort annað lengur, -eða þá saga dælustjórans af kvefinu. Þess- um texta komu leikendur vel til skila og sviðsetningin var hreinleg og sniðföst. Enn síður er hér ástæða til að taka leikendur út úr og gefa einkunnir. í hlutverkum voru Ólaf- ur, Helga Braga, Steinn, Steinunn, Christine og Sigurþór. Christine naut sín hér einkar vel í hlutverki Mary og dælustjórinn var einnig skondinn í meðförum Sigurþórs. Hin ensku millistéttarhjón Smith og Martin urðu kanrtski ekki nógu ekta í meðförum hinna, en alveg viðsætt- anleg eins og þau eru. Áhorfendur tóku leikþáttunum virktavel á frumsýningu og skemmtu sér hið besta. Ferski blærinn á sýn- ingum leiklistarskólans er kærkom- inn inn í mislíflegt leikhúslíf borgar- innar og óhætt að mæla með Lindar- bæ til að verða sér úti um góða kvöldskemmtun. Gunnar Stefánsson BÆKUR lllllll Jólabækur Æskunnar: Ævisaga Skúla á Laxalóni væntanleg Æskan gefur út þrjár bækur fyrir þessi jól. Fyrst má nefna „Baráttu- sögu athafnamanns“ en þar rekur Skúli Pálsson á Laxalóni ævi- minningar sínar. Hann varð þjóð- frægur fyrir frumkvæði í fiskeldi hérlendis og áratuga baráttu, sem hann háði við yfirvöld, vegna rækt- unar regnbogasilungs. Auk þess að segja frá stríði sínu við kerfið lýsir hann viðburðaríkri ævi sinni, upp- vaxarárum á Vestfjörðum, minnis- stæðu fólki og margs konar umsvif- um í athafnalífinu. Eðvarð Ingólfs- son skráði bókina. Einnig mun Æskan gefa út tvær nýjar bækur fyrir ungt fólk. Önnur er eftir Ólaf M. Jóhannesson og heitir Óvænt ævintýri. Þar er lesand- inn leiddur inn í heim ævintýranna er koma einlægt á óvart. Bókin verður prýdd fjölda mynda eftir höfund sjálfan. Meiriháttar stefnumót nefnist ný unglingasaga eftir Eðvarð Ingólfs- son. Hún fjallar um 15 ára strák sem verður ástfanginn af tveimur stelp- um og þegar þær sýna honum báðar áhuga lendir hann í miklum vanda því að hann getur ekki gert upp á Skúli Pálsson. milli þeirra. Nokkrar unglingabóka s.s. Fimmtán ára á föstu, Sextán ára Eðvarðs hefa orðið metsölubækur í sambúð og Pottþéttur vinur. Tíminn 15 Fundarboð Aðalfundur Framsóknarfélags Kjósarsýslu verður haldinn að Hlé- garði, Mosfellsbæ, sunnudaginn 23. okt. n.k. kl. 17.00. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf, þar með talið kjör fulltrúa á kjördæmisþing og flokksþing. Kjör heiðursfélaga. Að aðalfundi loknum er gert hlé til skrafs og viðræðna til kl. 19.00, en þá hefst kvöldverður. Gestir fundarins verða: Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra Jóhann Einvarðsson, alþingismaður, og eiginkonur þeirra. Fólki, sem ekki hefur tök á að sitja aðalfundinn, er bent á, að það er velkomið til kvöldverðarins. Vinsamlega hafið samband vegna matarpantana eigi síðar en þremur dögum fyrir aðalfundinn við: Gylfa, vs. 985-20042, hs. 666442. Helga, vs. 82811, 985-21719, hs. 666911. Stjórnin Árnesingar Hin árlega 3ja kvölda framsóknarvist Framsóknarfélags Árnessýslu hefst föstudaginn 21. okt. n.k. kl. 21.00 að Flúðum, föstudaginn 28. okt. í Þjórsárveri og lýkur 11. nóv. í Aratungu. Aðalvinningur er ferð fyrir 2 með Samvinnuferðum/Landsýn. Einnig vegleg kvöldverðarlaun. Stjórnin. Aðalfundur Aðalfundur Framsóknarfélags Árnessýslu verður haldinn að Eyrar- vegi 15, Selfossi þriðjudaginn 25. okt., n.k. kl. 21.00. Venjuleg aðalfundarstörf, lagabreytingar. Önnur mál. Stjórnin. Aðalfundur F.R. Aðalfundur Framsóknarfélags Reykjavíkurverðurhaldinnfimmtudag- inn 27. október að Nóatúni 21 kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin Ath. breyttan fundartíma! Akranes Aðalfundur Framsóknarfélags Akraness verður haldinn að Sunnu- braut 21 fimmtudaginn 27. október kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. Kosning fulltrúa á flokksþing. Önnur mál. Stjórnin. Borgnesingar - Nærsveitir Spilum félagsvist í samkomuhúsinu Borgarnesi föstudaginn 21. október kl. 20.30. Mætum vel og stundvíslega. Framsóknarfélag Borgarness. Aðalfundur fulltrúaráðsins í Reykjavík Aðalfundur fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjavík verður haldinn laugardaginn 5. nóvember n.k. að Hótel Lind og hefst kl. 10.00. Dagskrá fundarins nánar auglýst síðar. Stjórnin Suðurlandskjördæmi Kjördæmisþing verður haldið í Vestmannaeyjum 4. og 5. nóvember n.k. Þingið hefst kl. 19.30 föstudaginn 4. nóv. Athugið breyttan tíma. Nánar auglýst síðar. Stjórnin Norðurlandskjördæmi vestra Kjördæmisþing verður haldið dagana 29. til 30. okt. n.k. í félagsheimil- inu á Blönduósi. Þingið hefst kl. 14. Dagskrá auglýst síðar. KFNV Vesturland Kjördæmisþing framsóknarmanna á Vesturlandi verður haldið á Akranesi 5. nóvember n.k. KSFV

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.