Tíminn - 21.10.1988, Síða 3
Föstudagur 21. október 1988
Tíminn 3
Óánægja með störf HÍK og KÍ:
Á ísafirði stendur til að stofna samtök leiðbeinenda á
Vestfjörðum. Tilgangur samtakanna er að gæta hagsmuna
leiðbeinenda hvort sem það er innan stéttarfélaganna, HÍK
og KÍ, eða utan.
Að sögn Herdísar Hubner, sem er í undirbúningsnefnd,
hefur lengi staðið til að stofna samtök sem þessi. „Við höfum
verið mjög óánægð með hvernig Kennarasambandið hefur
staðið að okkar málum og eins eru þeir sem eru í HÍK
óánægðir með sitt stéttarfélag. Þessi hugmynd kom upp á
kennaraþinginu að Núpi og var mikið rædd þar, en af stofnun
samtakanna varð ekki þá.“
Herdís sagði einnig að hennar mat
væri, að það væru fyrst og fremst
þrfr málaflokkar sem samtökin
myndu vinna að. í fyrsta lagi væri
staða leiðbeinenda innan KÍ fárán-
leg. „Við höfurn hvorki kosningarétt
né kjörgengi fyrr en við erum búin
að starfa í þrjú ár, við borgum
semsagt full félagsgjöld en njótum
engra réttinda innan félagsins. í
öðru lagi er óánægja með ýmis
kjaramál, til dæmis erum við alltaf
ráðin frá ári til árs og megum svo
bíða kannski fram á haust eftir því
að vita hvort við höldum stöðunni
eða ekki. Einnig koma til almenn
launamál. í þriðja lagi eru það ýmis
málefni sem snerta þá sem eru í
réttindanámi í Kennaraháskólanum
og Háskólanum. Meðal annars hafa
leiðbeinendur ekki fengið neina
styrki frá Kennarasambandinu til að
íjækja þetta nám eins og réttinda-
kennarar fá þegar þeir sækja nám-
skeið suður.“
Á Vestfjörðum starfa jafnmargir
leiðbeinendur og kennarar. Ekki er
endanlega búið að ákveða hvenær
stofnfundur samtakanna verður.
Herdís sagði að lokum, að enn
hefðu stéttarfélögin KÍ og HÍK ekki
látið í sér heyra varðandi þessa
ákvörðun leiðbeinendanna.
Lög nr. 48 frá I986
Tíminn setti sig í samband við
Svanhildi Kaaber hjá Kennarasam-
bandi íslands og spurði hana hvernig
brugðist yrði við þessari ákvörðun
leiðbeinendanna. Hjá Svanhildi
kom fram að mál þetta var kynnt á
síðasta stjórnarfundi og ákvörðun
verður tekin næstkomandi föstudag,
hvort eitthvað verður gert í málinu
að hálfu Kennarasambandsins.
Svanhildur var einnig spurð að því
hvort til stæði að auka réttindi
leiðbeinenda innan Kennarasamb-
andsins. „Leiðbeinendur öðlast full
réttindi innan Kennarasambandsins
eftir þriggja ára starf við kennslu,
fyrir þann tíma hafa þeir öll félagsleg
réttindi, önnur heldur en kosninga-
rétt og kjörgengi til trúnaðarstarfa.
Þetta mál hefur margsinnis verið
tekið upp. Það er starfandi nefnd
núna sem er að endurskoða lög
Kennarasambandsins. “
Svanhildur var einnig spurð að því
hvort komið hefði til tals að leiðbein-
endur hlytu sömu réttindi og rétt-
indakennarar eftir að vissri starfs-
reynslu væri náð. „Það getur enginn
fengið slíkt nema að loknu kennara-
námi. Það er í gangi núna við
Kennaraháskólann réttindanám, en
það er samkvæmt bráðabirgðará-
kvæði við lög um lögverndun á
Leiðbeinendur á Vestfjörðum undirbúa nú stofnun stéttarfélags. Leiðbeinendur telja stöðu sína innan KÍ fáranlega.
Á myndinni sést nemandi óska eftir leiðbeiningum.
starfsheiti og starfsréttindum grunn-
skólakennara og framhaldsskóla-
kannara. Öllum sem starfað höfðu
við kennslu í sex ár eða lengur var
boðin þátttaka í þessu námi þegar
það hófst í fyrrahaust og í því eru nú
um 80 manns sem munu fá réttindi
til starfsheitisins að loknu þessu
námi.“
Eins og kom fram hér að ofan þá
hafa leiðbeinendur verið óánægðir
með að fá ekki styrk til að sækja
réttindanám. Varðandi þetta atriði
sagði Svanhildur: „Þannig er mál
með vexti að með kjarasamningi
sem gerður var í apríl 1987, fylgdi
bókun um að fjármálaráðherra og
menntamálaráðherra myndu útvega
fjármagn vegna réttindanámsins fyr-
ir þetta fólk. Þetta hefur ekki verið
gert, þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir
af okkar hálfu.“
Svanhildur var spurð hvort hún
vissi til þess að leiðbeinendur víðar
á landinu hyggðust stofna hags-
munasamtök. „Ég hef ekki heyrt
neitt um það. Eitthvað af þessu tagi
hefur margsinnis komið upp. Ég
bara veit ekki hvort það eru fleiri
sem tengjast þessum hópi.“
Að lokum var Svanhildur innt
eftir því hvort gamla slagorðið
„sömu laun fyrir sömu vinnu" væri
dottið upp fyrir.
„Þetta er ekki það sama. Þegar
starfsheiti hefur verið lögverndað,
þegar það byggist á ákveðnum
grunni, í þessu tilviki þriggja ára
háskólanámi, þá er það ekki það
sama. Þetta er nákvæmlega tíundað
í lögum nr. 48 frá 86.“ ssh
Leiðbeinendur á Vestfjörðum
stofna eigin hagsmunasamtök
Símskeyti um hlað Hótel Arkar í gær á sérleiðinni Reykjavík - Selfoss:
Meðferðin lögleysa
og meiðandi ummæli
Símskeyti hafa nú gengið á milli
aðila í „Arkarmálinu“ eins búist var
við í gær. Það kom á daginn að
skeyti það sem fulltrúi sýslumanns-
ins á Selfossi sendi Pétri Þór Sigurðs-
syni, hæstaréttarlögmanni Hótel
Arkar hf., hafði lokast inni á póst-
húsi í Reykjavík í fyrradag. Það
barst því ekki í hendur réttra aðila
fyrr en í gærmorgun, ef frá er talinn
sá hluti skeytisins sem aðstandendur
heyrðu í fjölmiðlum. Þó var það
hraðskeyti. Nú hefur því verið svar-
að með öðru símskeyti þar sem
höfnun tilboðs Hótel Árkar hf. er
„mótmælt sem lögleysu". Mótmælir
Pétur Þór einnig þeim ummælum
sem höfð eru eftir uppboðshaldaran-
um, Þorgeiri Inga Njálssyni, í fjöl-
miðlum, um möguleika umbjóðand-
ans til að efna tilboð sitt að fjárhæð
230 milljónir króna og segir þau
röng og meiðandi. Ekki náðist í
Þorgeir Inga í gær, en búist er við að
sáttatilraun verði reynd um helgina,
áður en hugsanleg áfrýjun til Hæsta-
réttar verður undirbúin.
Þegar Tíminn ræddi við uppboðs-
haldarann, er hann opinberaði
ákvörðun sína, sagði hann að það
hafi verið borðliggjandi að Hótel
Örk hf. gæti ekki staðið við boð sitt
í húseignina Breiðumörk lc, en það
er hótelbyggingin sjálf. Hann hafi
■ 1 1 ísr.. v < 1 - ' ■ " ] 1 —
: :.’=r-..l" ,:, 1 •*—
É ■ « . -<4
Skeytin sem gengu á milli aðila.
því ekki getað annað en tekið næst
hæsta boði í Breiðumörkina. Það
var frá Framkvæmdasjóði Islands og
hljóðaði upp á 200 milljónir króna.
Framkvæmdasjóður er stærsti ein-
staki aðilinn sem á inni fé hjá
eiganda Breiðumerkur lc, Helga
Þór Jónssyni.
Þegar ákveðið hefur verið að
gengið skuli sé að tilteknu boði í
eignina verður bjóðandinn að leggja
fram einn fjórða boðsins. I tilfelli
Framkvæmdasjóðs eru það 50 millj-
ónir króna, en það er minna en
Helgi Þór skuldar sjóðnum. Þannig
nægir Framkvæmdasjóði að leggja
fram eigin skuldakröfu til að eignast
hótelbygginguna. Þetta stafar af því
að ekki þarf endilega að leggja fram
fé’ til að efna boðið. Samkvæmt
heimildum Tímans mun það hafa
legið alveg ljóst fyrir að Fram-
kvæmdasjóður gat efnt boð sitt.
Hins vegar er því haldið fram af
hluthöfum í Hótel Örk hf. að ekki
hafi verið leitað eftir því hvort og þá
hvernig hlutafélagið hyggðist efna
boð sitt upp á 230 milljónir króna.
Það er því enn óskýrt dæmi og
reyndar orsök þess að lögmaður
félagsins hefur lýst þessa málsmeð-
ferð „lögleysu". KB
Finnsk vika hefst í dag. Hún
hefst á Holiday Inn kl. 4 í dag með
setningu Jóns Sigurðssonar við-
skiptaráðherra.
I tilefni finnsku vikunnar verða
vörusýningar og kynningar víða
um land og verða sýndar bæði
alþekktar vörur og vörumerki sem
fáanleg hafa verið hérlendis um
áratuga skeið, en einnig nýjungar.
I Holiday Inn verður finnsk
vörusýning, finnsk ferðakynning
og finnskur matur verður á boð-
stólum og finnskur vísnasöngvari,
Haakan Streng skemmtir til og
með sunnudagskvöldinu 23. októ-
ber.
Finnsk hönnun og vöruvöndun
er heimskunn og viðskipti Finn-
lands og íslands standa á gömlum
merg og hefur lengst af ríkt jöfnuð-
ur í viðskiptum landanna.
Útflutningsvörur þangað eru
einkum fiskur, skinnavara og lýsi.
Inn frá Finnlandi er einkum fluttur
pappír, timbur, fatnaður og ýmis
iðnvarningur. -sá
Finnsk hönnun og vöruþróun vcrð-
ur kynnt á Holiday Inn.
Finnskvikaá
Holiday Inn