Tíminn - 01.11.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.11.1988, Blaðsíða 2
2 Tíminn S.V-' .vOfVíV.'.•,L'^r>;i;óhH Þriðjudagur 1. nóvember 1988 47. Fiskiþing sett í gær: Utflutningsverðmæti minnka um 2% á árinu Gera má ráð fyrir að útflutningsverðmæti sjávarafurða minnki um 2% á föstu verði á árinu 1988 í stað 6% aukningar á árinu 1987. Þetta kom fram í ræðu Halldórs Ásgrímssonar sjávarútvegsráðherra, við setningu 47. Fiski- þings í gær. Halldór sagði í ræðu sinni að þetta kæmi til af því að nauðsynlegt þótti að draga úr afla á þessu ári en einnig hefði verð á helstu sjávarafurðum okkar lækkað. Hann sagði aðsjávar- útvegurinn sæti eftir með kostnaðinn af þeim lífskjarabata, sem allur al- menningur í landinu hefði orðið aðnjótandi á síðustu árum og á sama tíma hafa tekjur sjávarútvegsins lækkað. Nokkrar af þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin hyggist grípa tii, til að tryggja stoðir atvinnulífsins, hafa litið dagsins ljós og sagði sjávarút- vegsráðherra að á næstu vikum og mánuðum kæmu fleiri aðgerðir fram í dagsljósið. Halldór sagði að þó þessar aðgerðir bæti afkomu sjávar- útvegsins tímabundið, mætti búast við að talsverður halli væri enn á rekstri fjölmargra sjávarútvegsfyrir- tækja. „Þetta er vissulega alvarlegt, sérstaklega í ljósi þess, að fyrirsjáan- legt er að draga verður úr afla á næsta ári og hæpið er að búast megi við miklum verðhækkunum á erl- endum mörkuðum. íslendingar standa í fyrsta skipti í langan tíma frammi fyrir þeirri staðreynd, að til verulegs atvinnuleysis geti komið,“ sagði Halldór. Um úrræði sagði Halldór að stjórnvöld og forsvarsmenn fyrir- tækja í sjávarútvegi yrðu að leita allra tiltækra ráða til að lækka til- kostnað. “í raun er það eina hald- reipið sem sjávarútvegurinn hefur í dag,“ sagði ráðherra, „því er mikil- vægt að gerð verði gangskör að því að hvarvetna verði gripið til aðgerða til hagræðingar og lækkunar kostn- aðar. Á þetta jafnt við um ríki og atvinnufyrirtæki." Ráðherra sagði að öllum væri nú ljóst að fiskistofnarnir umhverfis landið væru takmörkuð auðlynd og verðmætaaukningin yrði ekki lengur sótt í aukið aflamagn, heldur yrði að nýta betur þann afla sem dreginn væri að landi og auka gæði aflans, sem skilaði sér í hærra vöruverði, aukinni viðskiptavild, örari sölu og minni birgðum. Hvað afstöðuna til Efnahags- bandalagsins viðkemur, sagði Hall- dór að stefna sú sem þar væri fylgt, að aðgangur að auðlind komi í staðinn fyrir aðgang að markaði, væri með öllu óaðgengileg fyrir ís- lendinga. „Bent hefur verið á að ekki viðgangist að krefjast aðgangs að öðrum auðlindum í viðskiptum ríkja þeirra. Við sjáum ekki hvaða rök eru fyrir því að gera greinarmun á auðlindum hafsins og öðrum auð- lindurn," sagði Halldór. íslensk stjórnvöld hafa óskað eftir viðræð- um við Efnahagsbandalagið um framtíðarsamskipti. Búist er við að þessar viðræður fari fram fljótlega eftir áramót. Vilhjálmur Egilsson hagfræðingur Verslunarráðs Islands sagði í upp- hafi ræðu sinnar á Fiskiþingi, þar sem hann fjallaði um sjávarútveginn og efnahagslífið að helsti veikleiki hagstjórnar á fslandi væri slæleg stjórn peningamála þjóðarinnar, umframframleiðsla og óhóflegar er- lendar lántökur, fyrir forgöngu opin- berra aðila. Hann sagði að þrátt fyrir gífurlega verðmætaaukningu í sjáv- arútvegi á síðustu árum, þá hafi ábyrgðaleysi stjórnvalda í stjórn peningamála og röng gengisskráning leitt það af sér að sjávarútvegurinn hefði setið í taprekstri þrátt fyrir alla verðmætaaukninguna. Hann sagði áð nú væri horft upp á að greitt væri úr tómum Verðjöfnunarsjóði vegna frystingarinnar. „Við horfum líka upp á stofnun atvinnutryggingasjóðs útflutningsgreina, þar sem Stefáns- gulli verður dreift um byggðir landsins,“ sagði Vilhjálmur. Árni Benediktsson framkvæmda- stjóri Félags Sambandsfrystihúsa fjallaði í sinni ræðu um afkomu sjávarútvegsins. Hann sagði að Ijóst væri að staða fiskvinnslunnar væri slæm. „Fjárhagur frystingar og rækjuvinnslu er sokkinn í eitt alls- herjar kviksyndi, sem erfitt verður að komast uppúr," sagði Árni, en sagði að stofnun skuldbreytinga- sjóðs hefði gefið vonir um að í mörgum fyrirtækjum væri hægt að byrja á nýjan leik með tiltölulega hreint borð. Hann sagði að stjórn- völd og sjávarútvegurinn ættu bæði sök á því hvernig komið væri fyrir sjávarútveginum í landinu. Menn Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra ■ ræðustól, við setningu 47. Fiskiþings í gær. Tímamynd: Gunnar. væru sífellt að troða skóinn hver niður af öðrum. „En einmitt það hefur verið eitt stærsta vandamálið í sjávarútveginum og allir hafa viljað auka hlut sinn, en það hefur ekki verið hægt nema að gera það á kostnað annarra,“ sagði Ámi. -ABÓ Þingfulltrúar á 47. Fiskiþingi sem haldið er í húsakynnum Fiskifélags Islands. „Afengisvandamálið“ í Húnavatnssýslu „Landssamband lögreglumanna lítur málið mjög alvarlegum augum og lét það strax í hendur lögmönnum sínum, þeim Svölu og Gylfa Thorlac- ius. Lögmennirnir reyndu að fá ákúrur þær sem lögreglumaðurinn á Blönduósi fékk skriflega frá yfirboð- urum sínum dregnar til baka,“ sagði Þorgrímur Guðmundsson formaður Landssambands lögreglumanna í gær. „Það tókst ekki og því var gripið til þess að óska rannsóknar saksókn- ara ríkisins á embættisfærslu sýslu- mannsins í þessu tiltekna máli,“ sagði Þorgrímur ennfremur. Frá málinu sem hér um ræðir er sagt á baksíðu Tímans sl. fimmtu- dag, en sýslumaðurinn hafði tekið undan innsigli áfengi sem gert hafði verið upptækt á Skagaströnd úr bátnum Þóri Jóhannssyni GK. Sýslumaðurinn hafði tekið áfengið og afhent það aftur eigendum bátsins og fékk fyrir það alvarlega áminn- ingu frá yfirmönnum sínum. Almannavarnanefndarmenn frá nokkrum stöðum á landinu þinguðu um snjóflóða og skriðuhættu dagana 19.-21. október. Námsstefna þessi fór fram í Mývatnssveit og á henni fluttu 12 sérfræðingar erindi um eðli og áhrif snjóflóða, aurskriða og berghruns. Auk þess var rækilega fjallað um hugsanlegar vamir, björg- Sagði Þorgrímur að full langt væri gengið að ávíta mann fyrir aðeins að staðfesta aðspurður lögbrot sem allir vissu að hefði átt sér stað. Ttminn reyndi án árangurs að ná sambandi við sýslumanninn í Húna- vatnssýslu í gær. -sá unar- og leitartækni og heildarsam- ræmingu og stjórn neyðaraðgerða vegna snjóflóða og skriðufalla. Það voru fuiltrúar nefnda frá Bolungar- vík, Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík, Akureyri, Seyðisfirði, Egilsstöðum, Neskaupsstað og Eskifirði sem sóttu' þessa námsstefnu. -ám FLÓD OG SKRIÐUR Fjárlögin koma í dag: Annað skatt- þrep er enn til umræðu Fjárlög verða lögð fram í dag, en ekki tókst að ljúka prentun þeirra fyrir gærdaginn eins og áður hafði verið stefnt að. Ljóst er að í þeim felast tillögur um hækkun skatta þar á meðal tekjuskatts einstakl- inga. Eftir því sem Tíminn kemst næst eru þær fréttir ekki réttar að búið sé að ákveða með hvaða hætti þessi skattur verður aukinn. Enn hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun um það hvemig þessum viðbótarskatti verður náð af ein- stalclingum þó þegar hafi menn komið sér saman um heildarupp- hæðina sem hann á að nema. Tvær leiðir eru einkum ræddar. Annars vegar kæmi til 2% hækkun á tekju- skattsprósentunni hjá öllum en síð- an kæmi á móti einhver hækkun á skattleysismörkum. Hin leiðin fel- ur í sér að koma á öðru skattþrepi þar sem hærri tekjuskattsprósenta yrði reiknuð af tekjum sem væru umfram 160 eða 170þúsundkrónur á mánuði. Er talið að þrátt fyrir að siíkur skattur myndi færa ríkissjóði verulegar tekjur myndi engu að síður þurfa að hækka almenna tekjuskattsprósentu eitthvað. -BG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.