Tíminn - 01.11.1988, Blaðsíða 14
Þriðjudagur 1. nóvember 1988
14 Tíminn
FRETTAYFIRLIT
BEIRUT - Bandaríski gísl-
inn Terry Anderson, sem
lengst hefur veriö í haldi í
Líbanon, baö stjórnvöld í
Bandaríkjunum að hefja samn-
ingaviðræöur viö mannræn-
ingja svo bandarískum gíslum
veröi sleppt. Myndband með
Anderson var komið til alþjóö-
legrar fréttaþjónustu í vestur-
hluta Beirútborgar. Anderson
er í haldi hjá samtökunum
Heilagt stríö og hefur veriö þaö
frá því 1985.
GENF -íranar og Irakar
undirbjuggu sig fyrir nýja um-
ferð í friðarviðræðunum í Genf,
en þær eru aö hefjast aö nýju
eftir nokkurt hlé. Staðan í viö-
ræöunum er sú sama og þegar
friöarviöræöurnar hófust fyrir
tveimur mánuöum. Aöalritari
Sameinuðu þjóðanna Javier
Perez de Cuellar sagði í viötali
viö hið franska dagblað Le
Figaro aö hann heföi áhyggjur
af gangi mála og aö vopnahléið
sem samið var um 20. ágúst
gæti runnið út í sandinn ef ekki
mjakaðist í friðarviðræðunum.,
Utanríkisráöherrar sex Araba-
ríkja úr Samvinnuráði Persa-
flóaríkja ætla aö hittast í dag í
Saudi-Arabíu og ræöa um
hvernig þeir geti hjálpaö viö aö
koma á varanlegum friði á
svæðinu.
NYJA DELHI - Rajiv
Gandhi forsætisráöherra Ind-
lands tók þátt í göngu til
minningar um móður hans
Indiru Gandhi. Um ein milljón
manns tók þátt í göngunni en
í gær voru fjögur ár frá því hún
var myrt. Bændur sem veriö
hafa í mótmælaaðgerðum í
eina viku hættu aðgerðum en
hótuöu aö greiöa ekki skatta,
né fyrir vatn og rafmagn, hvaö
þá afborganir af lánum.
KAÍRÓ - Dómstólar eru nú
aö undirbúa réttarhöld yfir syni
Gamal Abdul Nasser fyrrum
forseta Egyptalands, en hann
er sakaður um að eiga aðild aö
moröi á ísraelskum embættis-
mönnum, að hafa sært banda-
ríska öryggisgæslumenn og
að hafa reynt aö steypa ríkis-
stjórn landsins af stóli. Sonur-
inn, Khaled Abdel Nasser, á
yfir höföi sér dauðadóm finnist
hann sekur.
NEW YORK - Fyrrum for-
setafrú á Filipseyjum Imelda
Marcos hélt til messu í dóm-
kirkju heilags Patreks á sunnu-
daginn áður en hún mætti fyrir
rétti sökuð um að hafa stolið
fjármunum ríkisins á Filipseyj-
um til aö kaupa eignir í Man-
hattan. Imelda vísaöi ásökun-
um á bug er hún mætti fyrir rétti
í gær.
ÚTLÖND
Ung ísraelsk kona og þrjú ung börn láta lífið í grimmilegri árás Palestínumanna:
Morðárásin gæti ráðið
úrslitum í kosningunum
Grimmileg árás Palestínumanna á ísraelskan langferðabíl
þar sem ung ísraelsk kona og þrjú börti hennar létu lífið gæti
haft úrslitaáhrif á þingkosningarnar í ísrael sem fram fara í
landinu í dag. Þúsundir fylgdu konunni og börnum hennar til
grafar í gær og var þungur hefndarhugur í loftinu.
Árásin var gerð á sunnudag, en þá
köstuðu Palestínumenn fimm eld-
sprengjum inn í langferðabíl sem
var á ferð rétt utan við Jerfkó sem er
á hinum hernumda vesturbakka
Jórdan. Hin 26 ára Rachel Weiss og
þrjti börn hennar á aldrinum tíu
mánaða til þriggja og hálfs árs
brunnu til bana er logandi bensínið
helltist yfir þau.
Viðbrögð við árásinni hafa verið
gífurlega hörð, en hún er sú harka-
legasta sem gerð hefur verið á Israela
frá því uppreisn Palestínumanna
hófst á hernumdu svæðunum fyrir
tíu mánuðum. Áður höfðu sex ísra-
elar fallið í uppreisninni, en rúmlega
þrjúhundruð Palestínumenn.
Nokkuð víst er að ódæðið mun
verða vatn á myllu hins hægrisinnaða
Likudbandalags sem undir forystu
Shamirs forsætisráðherra vill ekkert
við Palestínumenn tala heldur berja
uppreisn þeirra á hernumdu svæðun-
um niður með fullri hörku.
Shamir forsætisráðherra sagði
árásina sýna að ekki sé hægt að taka
með silkihönskum á Palestínumönn-
um og að allt friðarsamningatai sé út
í hött. Rabin varnarmálaráðherra
sagði nauðsyn að taka upp dauða-
refsingar til að morðingjar konunnar
og barnanna fái makleg málagjöld
og að með þeim hætti væri hægt að
brjóta uppreisn Palestínumanna
niður. Þeir eru báðir í Likudbanda-
laginu, en aðalandstæðingur þeirra
er Peres utanríkisráðherra og leið-
togi Verkamannaflokksins, en hann
vill koma á fót friðarráðstefnu og
segist tilbúinn til að gefa eftir hluta
hernumdu svæðanna ef að það tryggi
öryggi ísrael og frið í framtíðinni.
Frelsissamtök Palestínu, PLO,
fordæmdu verknaðinn í Jeríkó og
sögðu hann skaða málstað Palestínu-
manna. „Við fordæmum dráp á
óvopnuðum Palestínumönnum og
Llngur verkamaður í Lenín skipasmíðastöðvunum í Gdansk heldur hér á fána hinna útlægu verkalýðssamtaka
Samstöðu á meðan verkföll stóðu í haust. Nú hefur Rakowski forsætisráðherra Póllands ákveðið að loka
Lenínskipasmíðastöðvunum.
Rakowski hinn nýji forsætisráðherra Póllands tekur til hendinni:
Lenín skipasmíða-
stöðvunum lokað
Kommúnistastjórnin í Póllandi
ætlar að loka Lenín skipasmíða-
stöðvunum í Gdansk og segir það
fyrsta liðinn í endurreisn pólsks
efnahagslífs og hagræðingu í iðnaði,
en mikið tap hefur verið á rekstri
skipasmíöastöðvanna. Mieczyslaw
Rakowski forsætisráðherra Póllands
skýrði frá þessu í gær. Lech Walesa
leiðtogi hinna útlægu verkalýössam-
taka Samstöðu sagði að Samstaöa
myndi berjast með kjafti og klóm
gegn því að stöðvunum verði lokað.
Walesa sagði að Lenín skipa-
smíðastöðvarnar væru tákn pólskra
verkamanna og þjóðarinnar og sagði
að lokun stöðvanna væri beint gegn
verkalýðssamtökunum Samstöðu,
en þau voru einmitt stofnuð í skipa-
smíðastöðvunum á meðan allsherj-
arverkfall stóð árið 1980. „Samstaða
mun verja vinnustaðinn sem er fyrir
þau og þjóðina alla tákn baráttunnar
fyrir nýju og betra Póllandi," sagði
Walesa
Walesa sakaði Rakowski um að
hafa tekið ákvörðun sem myndi
skapa „spennu og átök“ í Póllandi.
um fullum hálsi. „Þetta er hrein og
klár efnahagsleg ákvörðun... hún
hefur ekkert að gera með Samstöðu.
Ef við viljum gera efnahagslífið
heilbrigt þá verður að byrja með
sterkum meðulum," sagði Rakowski
í viðtali þar sem hann skýrði frá því
að lokun fleiri fyrirtækja sem rekin
væru með tapi yrði tilkynnt á næst-
unni.
Lech Walesa er einn hinna ellefu-
þúsund verkamanna sem missa
vinnu sína þegar Lenín skipasmíða-
stöðvunum verður lokað. Rakowski
fullyrðir að hann og aðrir verkamenn
muni fá vinnu þar sem gert er ráð
fyrir að þúsund þeirra hæfu vinnu í
öðrum skipasmíðastöðvum í
Gdansk og að á Gdansk svæðinu
væru nú um þrjátíuþúsund laus störf.
Yfirlýsingin um að skipasmíða-
stöðvunum verði lokað kemur að-
eins tveimur dögum áður en Margar-
eth Tatcher forsætisráðherra Bret-
lands kemur í opinbera heimsókn til
Pólands og mun hún ræða við Jaruz-
elski forseta og Rakowski forsætis-
ráðherra. Rakowski hefur einmitt
Tatcher hefur endurreist breskan
iðnað og hve staðföst hún var í
verkfalli námuverkamanna 1984 til
1985.
við fordæmum einnig dráp á ísra-
elskum almenningi," sagði talsmað-
ur samtakanna í gær.
Frelsissamtök Palestínu og reynd-
ar stærsti hluti Arabaheimsins vilja
að Verkamannaflokkur Peresar sigri
í kosningunum og nái meirihluta,
enda hefur flokkurinn sagst tilbúinn
til friðarviðræðna. Hins vegar eru
ekki allir sem vilja frið heldur að sjá
fsraelsríki sem Gyðingaríki út af
kortinu. Er jafnvel talið að einhverj-
ir úr þeim hópi hafi staðið að baki
árásinni.
ísraelskir hermenn hafa leitað
með logandi Ijósi að tilræðis-
mönnunum og segjast hafa náð
tveimur þeirra á sitt vald.
Blíðari af-
staða Banda-
ríkjamanna
Bandaríkjamenn ætla að taka upp
blíðari stefnu gegn Norður-Kóreu á
næstunni til að styrkja bandamenn
sína í Suður-Kóreu í viðleitninni um
bætt samskipti ríkjanna tveggja á
Kóreuskaganum, en í raun ríkir enn
stíðsástand á milli þeirra þó ekki
hafi verið barist um áratugaskeið.
Það var talsmaður stjórnarráðs
Bandaríkjanna Charles Redman
sem skýrði frá þessari stefnubreyt-
ingu Bandaíkjamanna í gær. Hann
sagði að sendifulltrúar Bandaríkj-
anna fengju nú heimild til að koma
á fót tengslum við Norður-Kóreu og
að linað verði á hömlum á ferðuhi
milli Norður- Kóreu og Bandaríkj-
anna.
Þá munu Bandaríkjamenn leyfa
sölu á bandarískum vörum sem nýt-
ast til mannúðarmála, til Norður-
Kóreu. Bandaríkjamenn munu þó
ekki taka Norður-Kóreu út af listan-
um yfir „hryðjuverkaríki", né aflétta
ártauga gamlar efnahagshindranir
sem komið hafa í veg fyrir viðskipti
landanna.
Redmann sagði að þessi stefnu-
breyting væri bein afleiðing viðleitni
Roh Tae-woo forseta Suður-Kóreu
um að bæta samkiptin við kommún-
istastjórnina í norðri.
Roh var í heimsókn í Bandaríkj-
unum fyrir tveimur vikum til þess að
fá Bandaríkjamenn til að styðja við
viðleitni sína. Þá notaði hann tæki-
færið til að bjóða Norður-Kóreu-
mönnum til viðræðna um afvopnun
og önnur hermálefni.
Bandaríkjamenn hafa beðið Sov-
étmenn og Kínverja um að koma
skilaboðum um breytta afstöðu sína
til stjórnvalda í Pjongjang höfuð-
borgar Norður-Kóreu.
Bandarískir dát-
ar við Níkaragva
Rakowski svaraði þessum ásökun- lýst aðdáun sinni á því hvernig
Sandínistastjórnin í Níkaragva
staðhæfir að umsvif bandarískra her-
menna í Hondúras nærri landamær-
um Níkaragva hafi aukist til mikilla
muna að undanförnu og að þeir hafi
ekki verið svo nærri landamærunum
frá því árið 1982 þegar allt var þar
morandi af Bandaríkjamönnum. Þá
segja þeir að njósnaflug Bandaríkja-
manna yfir Níkaragva hafi aukist.
Þá segja þeir að Kontraliðar sem
njóta stuðnings Bandaríkjamanna
hafi drepið einn hermann og tvo
óbreytta borgara úr fyrirsát við La
' Esperanza, en það þorp fór mjög illa
út úr fellibylnum Joan, sem reið yfir
landið á dögunum.
Daniel Ortega forseti Níkaragva
staðhæfir að Bandaríkjastjórn hafi
fyrirskipað hinu þrjúþúsundmanna
liði Kontra að reyna að gera Sandín-
istastjórninni allt til miska í kjölfar
neyðarástandsins sem Joan skyldi
eftir sig, en talið er að um þrjúhundr-
uð þúsund Níkaragvabúar hafi misst
heimili sín þegar fellibylurinn gekk
yfir. Konraliðar vísuðu- þessum
ásökunum á bug í gær.