Tíminn - 01.11.1988, Blaðsíða 20

Tíminn - 01.11.1988, Blaðsíða 20
RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagöíu, ® 28822 ÞROSTUR 685060 VANIRMENN 9 Tíniinii Mál og menhing hefur fundið „best seller" ársins í ríkisskýrslu: Hluti nauðgunarskýrslu gefinn út í gróðaskyni „Hann hótaði að skera mig á háls ef ég léti ekki að vilja hans. Hann gaf mér höfuðhögg, sló mig og henti mér í gólfið. Hann var ruglaður af drykkju. Hann skipaði mér að sjúga. Ég hugsaði bara um að bjarga lífi mínu og gerði eins og hann sagði.“ Þessar hrottafengnu lýsingar eru teknar úr hluta skýrslu nauðgunar- málanefndar þar sem konur sem orðið hafa fórnarlömb nauðgara segja frá atvikum. Nauðgunarmálanefnd var sett á laggirnar í kjölfar ályktunar Al- þingis vorið 1984 og hefur starfað sleitulaust síðan, rannsakað flest sem þessunt hlutum tengjast. Nefndin skilaði af sér nýlega skýrslu til dómsmálaráðherra, miklu verki sem fyrirhugað er að komi út í bókarformi síðar. Nauðgunarmálanefnd kynnti skýrsluna fréttamönnum í gær og einstaka þætti hennar. Það vakti athygli að á frétta- mannafundinum var dreift í bókar- formi einum hluta hennar, „Við- talskönnun uni nauðgunarmál", sem Sigrún Júlíusdóttir yfirfélags- ráðgjafi á Landsspítalanum annað- ist. •. Þennan hluta skýrslunnar hefur Sigrún tekið út og gefið út í 120 síðna bók sem ber nú nafnið „Hremmingar, viðtöl um nauðg- un“ og er bókin gefin út af Máli og mcnningu. Útgáfustarfsemi af þessu tagi er sjaldgæf, ef ekki einsdæmi og for- vitnilegt væri að fá upplýst hvort þær konur sem rætt var við þegar skýrslan var gerð, hafi þá né síðar vitað að þær yrðu gerðar að féþúfu félagsráðgjafans á þennan hátt. „Það er sjaldgæft að skýrslur sem unnar eru fyrir þetta ráðuneyti eða þá einstakir hlutar þeirra séu líklegar til að verða góð söluvara," sagði Jón Thors lögfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu. „Spurningin er sú hvort Sigrún Júlíusdóttir á sjálf þetta verk sem hún vinnur fyrir þessa nefnd, eða á ríkið verkið sem kaupandi hennar vinnu í nefndinni. Því er ég ekki reiðubúinn til að svara, en þetta er hlutur sem þarf að skoða,“ sagði Jón Thors ennfremur. Tíminn spurði útgáfustjóra Máls og menningar hverju þessi útgáfa sætti þar sem skýrslan og einstakir þættir hennar hefðu verið unnir á kostnað ríkisins sem væntanlega réði nokkru um hvernig með væri farið. „Það var Sigrúnu í sjálfsvald sett hvort hún vildi gefa þetta út eða hvað hún vildi gera við þennan part sinn. Hún bar þetta undir sína samnefndarmenn eftir því sem ég best veit, en það er í sjálfu sér ekki okkúr hjá Máli og menningu við- komandi," sagði Halldór Guð- mundsson útgáfustjóri. Halldór sagði að Sigrún hefði boðið Máli og menningu útgáfu á efninu og hann ekki séð ástæðu til að hafna því enda væri hér um að ræða verk sem þarft væri að kæmist í þjóðfélagsumræðuna. Sjá umfjöllun um skýrsluna á bls. 3. Jóla- sveinar komnir 150.000 tunnur af saltsíld til Sovétríkja: Síldarsamningar við Rússa í höfn tunnur af saltaðri síld. Hér er um að ræða 150þúsund tunnurafhausskor- inni og slógdreginni síld, en að jafnaði hefur verið rætt um sölu á um 200 til 250 þúsund tunnum af heilsaltaðri síld til Sovétríkjanna. En á þann hátt var síldin verkuð í fyrra, þ.e. með haus og innyflum. Þessar 150 þúsund tunnur sem samið hefur verið um nú. jafngilda um 165.000 tunnum ef um væri að ræða heilsaltaða síld. í samningnum er einnig ákvæði um að Sovétmenn athugi fyrir 15. nóvember með kaup á 50 þúsund tunnum til viðbótar af hausskorinni og slógdreginni saltsíld. Ef svo fer að Sovétmenn kaupi þessar 50 þúsund tunnur til viðbótar, þá er Ijóst að samningarnir eru jafnvel betri en búast mátti við í upphafi, og innan eða við þau mörk sem kveðið er á um í viðskiptasam- komulagi þjóðanna tveggja. Þar er gert ráð fyrir að Sovétmenn kaupi árlega 200 til 250 þúsund tunnur af heilsaltaðri síld. -ABÓ Fyrir mörgum er jólasveinninn í glugga Rammagerðarinnar fyrsta merki þess að jólin eru í nánd. Sumurn finnst það heldur snemmt að sveinki mæti tveimur mánuðum fyrir jól, en yngsta kynslóðin gleðst og getur varla slitið sig frá gluggan- um með allri dýrðinni. Tímamynd: Gunnar Samningar tókust um sölu á salt- aðri síld til Rússlands í gærkvöldi eftir vikulanga samningalotu, en sovéska sendinefndin kom hingað til lands fyrir rúmri viku síðan og hófust formlegar samningaviðræður mánudaginn 24. október. Með samningunum skuldbinda Sovétmenn sig til að kaupa 150.000 Eldvík og Hvalvík boönar upp á föstudag: Verða skipin seld Landsbanka íslands? Vegna skuldar skipaútgerðarinnar Víkurskip við áhöfn Hvalvíkur ligg- ur skipið nú við bryggju og verður ekki hreyft fyrr en gengið hefur verið frá greiðslu á launum áhafnar- innar. Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannafélags Reykja- víkur sagði í samtali við Tímann í gær að upphaflega hefði verið samið við útgerðina um að hún greiddi þriðjung þeirra launa sem um ræðir áður en skipið héldi til Bolungarvík- ur en þangað var ferð skipsins heitið á þeim tíma, einnig hefði verið samið við útgerðina um að hún greiddi afgang skuldarinnar áður en lestun hæfist að nýju í Reykjavík að öðrum kosti yrði skipið kyrrsett og við það stæðj þar til gengið yrði frá skuldinni. Útgerðin hafi staðið við að greiða fyrrgreindan þriðjung en hinsvegar hafi ekkert heyrst varð- andi þá tvo þriðju hluta skuldarinnar sem eftir eru og þess vegna fari skipið ekki frá bryggju. Að sögn Guðmundar er það ekki einvörðungu Sjómannafélag Reykjavíkur sem að baki þessum samningum stendur heldur öll stétt- arfélög farmanna. Samkvæmt heim- ildum Tímans munu stærstu upp- boðsbeiðendur vera Lífeyrissjóður sjómanna og Landsbankinn. Að sögn Brynjólfs Helgasonar aðstoðar- bankastjóra Landsbankans er sá möguleiki vissulega fyrir hendi að Landsbankinn kaupi skip Víkur- skipa, Eldvík og Hvalvík. Hann vildi þó ekki staðfesta að ákvörðun um slíkt hefði verið tekin og það myndi koma í ljós á uppboðinu hvert framhald útgerðarinnar yrði. Ekki tókst að ná tali af Finnboga Kjeld forstjóra Víkurskipa varðandi þetta mál. -áma

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.