Tíminn - 01.11.1988, Blaðsíða 19

Tíminn - 01.11.1988, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 1. nóvember 1988 Tíminn 19 Candice Bergen vUl láta sér liða vel 1 vinnunni og pess vegna veiur nun oft hlutverk sín eftir þeim stað sem myndin er tekin á. Lengibíoasumir Bandaríska hlaupadrottningin Florence Griffith-Joyner verður fratnvegis þekkt sem drottning Ól- ympíuleikanna í Seoul, fyrir per- sónuleika sinn, útlit og ekki síst hæfileikana. Hún hafði þrjú gull og eitt silfur upp úr krafsinu og fagnaði að vonum mjög ásamt eiginmanni sínum, A1 Joyner. f>au hafa verið saman í 15 mánuði, en A1 varð yfir sig ástfanginn af Florence löngu áður. Hann tók það ráð að bíða bara þolinmóður eftir að hún tæki ákvörðun. Heil sjö ár liðu og á þeim tíma var Florence á föstu með þremur öðrum, seinast 110 metra grind- ahlauparanum Greg Foster. Loks kom að því að hún sýndi A1 áhuga og hann ákvað að gleyma fyrri ævintýrum hennar og flýtti sér að segja já. Með þolinmæðinni hafði A1 Jo- yner það sem sagt að nú er hann bæði þjálfari fótfráustu konu í heimi og kvæntur henni. Bergen á fimmtíu myndir að baki Leikkonan sænskættaða, Cand- ice Bergen sem nú er 42 ára, hélt upp á það nýlega að hafa leikið í 50 kvikmyndum. Hún er gift franska leikstjóranum Louis Malle, 56 ára. Þau eiga saman dótturina Chloe, sem er rétt orðin 3ja ára, en Malle á tvö börn frá fyrra hjónabandi. Candice er skilgetið Hollywood- barn. Faðir hennar Edgar var út- varpsstjarna þar og búktalari, en Candice sagði alltaf að hún ætlaði ekki að verða leikkona. Hún menntaði sig sem blaðamaður og ljósmyndari en alltaf var verið að bjóða henni hlutverk, svo hún lét undan að lokum. Ef trúa má gagn- rýnendum um árabil, var það rétt ákvörðun hjá henni. Candice er mjög félagslega með- vituð og lætur til sín taka í baráttu indíána fyrir mannréttindum, svo eitthvað sé nefnt. Hún á að baki skammvinnt og barnlaust hjóna- band með kvikmyndaframleiðand- anum Imbrahim Moussa, sem nú er kvæntur Nastössju Kinski og eiga þau tvö börn. Eftir 50 mynda áfangann til- kynnti Candice að hún ætlaði að slaka dálítið á, einkum til að hafa meiri tíma handa litlu dótturinni. Lífshættuleg græðgi - Nú verð ég að grennast, annars dey ég, segir hinn mjög svo þrekni Breti Norman Smith, sem er 31 árs og vegur 350 kíló. Eitt sinn var hann svo svangur að hann gerðist innbrotsþjófur. - Ég framdi innbrotið af þeirri einföldu ástæðu að mig vantaði aura fyrir mat. Ég missti vinnuna og hér fær maður ekki bætur fyrr en eftir 5 vikur. Svo lengi gat ég ekki beðið, ég var svo svangur. Allir peningar sem ég eignast fara í mat og föt. Norman var staðinn að verki og heilan skara lögreglumanna þurfti til að handtaka hann og annar vandi kom upp þegar flytja átti hann á stöðina, því lögreglubílarn- ir voru of litlir. Loks var sóttur vörubíll. Raunar er Norman orðinn fangi í risavöxnum líkama sínum. Eins og áður segir er hann 350 kíló og nærri tveir metrar í mittið. Hann er feitasti og þyngsti maður á Bretlandseyjum og eflaust þó víðar væri leitað - og er á góðri leið með að borða sig í hel. Hjartað þolir ekki öllu meira af svo góðu. - Ég á fjóra bræður, sem allir eru yfir 150 kíló, segir Norman. - Ég er svo gráðugur að það er nánast sjúklegt. Allur þessi matur er dýr og ekki bara í peningum. Ég fæ ekki tilbúna nokkra tusku á mig nema vasaklúta og inniskó, allt annað þarf að sérsauma. Vinnuna missti Norman af þvt' hann var orðinn of sver til að komast milli vélanna sem hann stjórnaði í verksmiðjunni og hreyfigeta hans fór stöðugt minnk- andi. Nú situr hann að mestu heima við sjónvarpið og hámar í sig um leið. Á venjulegum degi borðar Norman þrjú heil brauð með ýmsu áleggi, þrefaldan skammt af fiski og frönskum, kíló af kjöti með tilheyrandi af kartöflum og græn- meti, kíló af sælgæti, nokkra kex- pakka og tvær til þrjár tertur. Auk þess dettur ofan í hann heilmikið af osti og ávöxtum og öllu þessu skolar hann niður með tei, bjór og vatni í lítratali. Nýlega tók Norman þá ákvörðun að léttast. - Ég má bara til, segir hann. - Læknar segja að ég nái ekki 35 ára aldri annars. Oft hef ég reynt, en nú skal það takast. Ég berst ekki bara við græðgina, held- ur einnig fyrir góðum málstað í þetta sinn, því töluvert er búið að veðja á mig og bjóða mér vænar fúlgur ef ég kemst niður í 150 kíló. Þeir peningar eiga að renna til barnasjúkrahúss í hverfinu mínu í London. Þar er skortur á tækjum og búnaði. Mér verður að takast þetta, barnanna vegna, segir Norman Smith. Það vonum við sannarlega.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.