Tíminn - 01.11.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Þriðjudagur 1. nóvember 1988
Tíminn
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar:
Aöstoöarritstjóri:
Fróttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriði G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
OddurÓlafsson
Birgir Guðmundsson
Eggert Skúlason
SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar
686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot:
Tæknideild Tlmans. Prentun: Blaöaprent h.f.
Áróðursstríð
Ekki þarf að leynast nokkrum manni að hvalveiði-
málið er gert að tilfinningamáli og sviðsett eins og hvert
annað melódrama, þar sem raunsæi og rökvíslegu
samhengi viðburða er ætlað að beygja sig fyrir ýkjum
og ofleik.
í sjálfu sér er ekkert við það að athuga að
áhugamenn um gott málefni leggi sig alla fram um að
berjast fyrir málstað sínum.. Hins vegar er það fremur
óskynsamlegt að verða svo haldinn af sannfæringu að
málefnið verði að öfgum í höndum talsmanna sinna.
Hvalafriðun er eðlilegt viðfangsefni á sviði umhverf-
is- og náttúruverndar. Hvalir eru svo stór þáttur í lífríki
hafsins að viðkoma hvalastofna skiptir þar afar miklu
máli. Þess vegna er óhjákvæmilegt að grípa til friðunar
hvalastofna, ef þeir eru ofveiddir, að ekki sé minnst á
ef þeir eru í útrýmingarhættu. Ekki ætti að vera neinn
ágreiningur um þetta viðhorf í hvalveiði- og hvalfriðun-
armálum. Ekki mun heldur auðvelt að benda á þá
ríkisstjórn í nokkru landi heims að hún vilji gefa
hvalveiðar frjálsar á hverju sem gengur. Hið sanna er
að allar ríkisstjórnir heims hafa hvalafriðun og hvala-
vernd á stefnuskrá sinni. í engu landi veraldar eru
hvalveiðar frjálsar, þær eru alls staðar háðar ströngum
reglum, beinum bannreglum og kvótareglum. Svo er
m.a. á íslandi.
Sú ásökun er því röng að til séu einhverjar „hval-
veiðiþjóðir“ sem skeyti engu um hvort hvalir séu
ofveiddir eða ekki. íslendingum er auðvitað skyldast
að átta sig á sinni eigin stöðu í þessu efni. íslendingar
mega ekki fara að trúa því um sjálfa sig, sem öfgahópar
í Bandaríkjunum bera á þá, að íslenska þjóðin stundi
hvaladráp af eins konar morðfýsn og skeytingarleysi
um útrýmingarhættu hvala. Það er lágmarkið að allir
íslendingar, og ekki síst alþingismenn, kunni skil á
hvalveiðistefnu sinnar eigin þjóðar og viti að íslenskar
hvalveiðar, svo litlar sem þær eru, eru háðar ströngum
reglum í rannsóknarskyni og undir vísindalegu eftirliti.
Vandinn í hvaladeilu heimsins er sá, að uppi er
sérstök stefna, sem hefur þann boðskap að flytja, að
hvalveiðar séu siðlausar í sjálfum sér, eitthvað á borð
við það að skjóta gæludýr, ef ekki mennska menn. Það
er vafalaust illmögulegt að rökræða við fólk sem hefur
meðtekið slíkan boðskap. Þess er líka að vænta að þeir
sem haldnir eru öfgakenningum af þessu tagi séu til alls
vísir, ekki aðeins í orði, heldur líka í gerð.
Þessir öfgahópar, sem kalla sig hvalavini, hafa lagt
sig fram um að spilla fyrir viðskiptum íslendinga með
mikilvægustu útflutningsvörur þjóðarinnar. Til eru
þeir sem trúa því að áhrif „hvalavina“ séu svo sterk að
íslendingar eigi að hætta við vísindaveiðar, svo að þeir
missi ekki markaði fyrir vörur sínar. Undanlátssemi af
þessu tagi er í meira lagi vafasöm, eins og reyndar
hefur komið fram. Vænlegra er að einbeita sér að upp-
lýsingaherferð gagnvart kaupendum íslenskra afurða.
„Hvalavinir“ hafa gert þetta mál að áróðursstríði.
íslendingar eiga að svara í sömu mynt. Viðræður við
þýska fyrirtækið ALDI í fyrri viku báru athyglisverðan
árangur. Forráðamenn þess vita nú hið sanna um
stefnu íslendinga í hvalveiðimálum. Þessum upplýsing-
um þarf að dreifa sem víðast og beina þeim þangað
sem helst verður eftir þeim tekið sem kynningu á
rökréttum og raunhæfum málstað. Það er rangt að
íslendingar hafi tapað áróðursstríðinu í hvalamálinu.
„Máttur hinna mörgu“
Fyrir sex árum var þess hátíðlega
minnst að hundrað ár voru liðin frá
stofnun elsta kaupfélagsins í land-
inu og þar með upphafi samvinnu-
rekstrar. l*au hátíðahöld fóru fram
undir kjörorðinu „máttur hinna
mörgu". Það átti að undirstrika að
þegar fjöldi fólks leggur saman
krafta sína og tekur upp samstarf
þá er mikill kraftur leystur úr
læðingi.
Þetta vissu menn vel hér á landi
fyrir hundrað árum, og þetta gildir
enn þann dag í dag. Með því að
vinna saman og í samstarfi að
málum ná menn margföldum ár-
angri á við það scm gerist ef hver
pukrast í sínu horni. Þetta er líka
hollt að hafa í huga enn þann dag
í dag þegar samvinnufélögin ciga í
óvanalega miklum erfiðleikum
með rekstur sinn.
Það hefur líka allt frá upphafi
' verið sérkenni samvinnurekstrar á
íslandi að hér hafa verið það sem
kallað er blönduð kaupfélög. Það
hefur innifalið að eitt og sama
félagið hefur verið notað til þess að
vinna að hagsmunamálum jafnt
framleiðenda sem neytenda.
Neðanbeltisáróður
Þetta hefur aftur leitt það af sér
að innan samvinnufélaganna hefur
tekist að ná fram gífurlega miklum
sameiningarkrafti. Þetta hefur líka
hvað eftir annað mátt sjá í orðum
og gerðum cinkaframtaksmanna.
Þeir hafa notað málgögn sín til
þess að reyna leynt og Ijóst að gera
þetta stóra og sterka afl tortryggi-
legt.
Oft og einatt hafa blöð þeirra
reynt með lymskulegum aðferðum
að læða því inn hjá almenningi
þessa lands að heildarsamtök sam-
vinnumanna væru orðin að þjóð-
hættulcgum auðhring vegna stærð-
ar sinnar. Þar hcfur hins vegar
verið sleppt að geta hins að allur
þessi stóri fyrirtækjarekstur bygg-
ist á því einu að þjóna almenningi
og bæta hag hans. Þar hefur vand-
lega verið þagað yfir því megin-
atriði að markmið alls samvinnu-
rekstrar er ekki það að græða sem
mesta peninga líkt og einkafyrir-
tækjanna. Þar er þjónustan á
oddinum en ekki gróðavonin.
Þegar að kreppir í samvinnu-
rekstrinum er sú hætta vitaskuld
alltaf fyrir hendi að menn þar láti
glepjast af þessum áróðri frjáls- ■
hyggjuaflanna. Þá getur sú staða
komið upp að menn fari að hugsa
sem svo hvort ekki sé auðveldara
og áhættuminna að reka þetta allt
saman í litlum og afmörkuðum
einingum.
Þá getur það líka hent menn að
þeim verði það á að leiða hugann
að því hvort ekki geti verið að það
sé rétt hjá málgögnum frjálshyggj-
unnar að hæpið sé að byggja hér á
landi upp of stór fyrirtæki. Þá
getur komið upp sú staða að menn
farið að hugsa til þess hvort ekki sé
réttara að kljúfa þetta allt í sundur,
brjóta niður stóru einingarnar og
skapa fleiri en smærri. Það er við
slíkar aðstæður sem menn þurfa að
gæta sín sérstaklega að láta ekki
neðanbeltisáróður frjálshyggjum-
anna ná tökum á sér.
Við þurfum stór fyrirtæki
Sannleikurinn er þó auðvitað sá
að hér á landi þurfum við stór
fyrirtæki. Byggðarlögin þurfa á
stórum fyrirtækjum að halda til
þess að halda þar uppi nægri at-
vinnu og öflugri framkvæmdasemi.
Landið þarf líka á stórum fyrir-
tækjum að halda til þess að við
getum haldið uppi markvissri
markaðssókn á erlendum mörkuð-
um fyrir afurðir okkar.
Hvað sem líður öllum áróðri
frjálshyggjumanna þá er það stað-
rcynd að einkaframtakinu hér á
landi hefur mistekist gjörsamlega
að byggja sig upp í umtalsveröa
stærð. Þau íslensk einkafyrirtæki,
sem hægt cr að tala um sem
eitthvað í átt við stórfyrirtæki, eru
teljandi á fingrunum.
Samvinnumönnum hefur aftur á
móti tekist býsna vel til í áranna rás
að samcina krafta sína til þess að
byggja upp stórfyrirtæki. Allir,
sem ferðast hafa um hinar dreifðari
byggðir landsins, vita að þar eru
víða rekin stórmyndarleg kaupfé-
lög sem eru buröarásar og máttar-
stólpar atvinnulífs hvert á sínu
svæði. Allir landsmenn vita líka að
heildarsamtök kaupfélaganna,
Sambandið, eru stórfyrirtæki með
starfsemi á mörgum sviðum.
í þessum fyrirtækjum á að halda
áfram að nýta kosti stærðarinnar.
Stjómvöld eiga að búa svo um
hnútana að hægt sé að reka þau
með eðlilegum hætti. Það á að
nýta kosti blönduðu félaganna
áfram, jafnt í héruðunum sem
landinu öllu. Þegar að kreppir
dugar ekki að sýna undanlátssemi
við lævísum áróðri frjálshyggjuafl-
anna og leigupenna á málgögnum
þeirra. Þjóðin þarf á stómm og
öflugum fyrirtækjum að halda.
Reynslan sýnir að þeirra er ekki að
vænta frá þeim sömu frjálshyggju-
öflum og hvað harðast berjast á
móti samvinnurekstrinum í land-
inu. Garri.
Bruðlað með gagnslausan áróður
Þótt engin herskylda sé á íslandi
er því líkast að hér ríki stöðugt
stríðsástand og er herkostnaðurinn
10 milljarðar kr. á ári og að auki
4.5 milljarðar kr. í tapaðar þjóðar-
tekjur vegna látinna og slasaðra af
völdum slysa.
Þessar upplýsingar komu fram á
fundi fyrir helgina, sem haldinn
var af þeim sem gleggst mega vita,
en það eru heilbrigðisyfirvöld, lög-
reglan, tryggingafélög og Slysa-
varnafélagið.
Fjölmiðlar slógu upp frétt um
herkostnaðinn slepptu að minnast
á hörmungar örkumlamanna og
ættingja látinna, og þar með heldur
stríðið áfram sinn vanagang og
kostar 27 millj. kr á dag í beinum
fjárframlögum.
Sljóir og hugmyndasnauðir for-
svarsmenn tryggingafélaga og op-
inberra stofnana, sem láta slys-
avamir til sín taka, klóra sér í
höfðinu og hringja svo í næstu
auglýsingastofu, sem tekur að sér
að friða samvisku þeirra og dug-
leysi fyrir offjár.
En þau fjárútlát hafa ekki
minnstu áhrif í þá veru að fækka
slysum eða minnka herkostnaðinn.
Sóun
Hinir hugmyndasnauðu koma
oft og mikið fram í fjölmiðlum og
tala um fræðsluna. Að fræða og
hræða eru þeirra slysavarnir og
koma að þeim notum einum að sóa
fé.
Ólafur Ólafsson, landlæknir,
gagnrýndi í setningarræðu slysa-
fundarins mikla, hve lítil áhersla er
lögð á að rannsaka slys og orsakir
þeirra. Hann benti á að með mark-
vissum rannsóknaraðgerðum væri
hægt að finna áhættuhópa og slysa-
valda og ætti það að auðvelda
aðgerðir til að fækka slysum.
Landlæknir vék að þeim frum-
stæða slysavarnaáróðri sem hafður
er uppi hér á landi. Hann benti á
að aðrar þjóðir legðu sífellt meira
upp úr verklegri kennslu, en á
íslandi eru menn enn á fyrirlestra-
og auglýsingastiginu.
Orðrétt upp úr Tímanum s.l.
laugardag: „Við eyðum, sagði
landlæknir, mest öllu tiltæku fé til
að auglýsa okkur frá vandanum.
Hvernig má það vera að alltaf má
fá nægilegt fé til þess að greiða
auglýsingafyrirtækjum hæstu taxta
sem greiddir eru hér á landi?, sagði
Ólafur."
Hæstu taxtar
Árangur þess að „auglýsa sig frá
vandanum" er augljós. Slysum
fjölgar óhugnanlega og verða þjóð-
inni dýrari með hverju árinu og er
nú svo komið að kostnaðurinn
vegna þeirra nemur 15.4% af tekj-
um ríkissjóðs.
Fjárlagahallinn og öll efnahags-
vandræðin nema iægri upphæðum
en stríðskostnaðurinn vegna slys-
anna. Fallnir og særðir eru ekki
metnir inn í þessa upphæð.
Fróðlegt væri að fá svar við
spurningu landlæknis um hvernig
alltaf er hægt að fá nægilegt fé til
þess að greiða auglýsingafyrirtækj-
um hæstu taxta, sem greiddir eru
hér á landi, til að framkvæma
eitthvað sem augljóslega kemur
ekki að neinu gagni.
Það er í rauninni svívirðilegt
hvemig meira og minna opinberir
aðilar ausa út peningum,sem þeir
eiga ekki, í blindni, til að reka
áróður fyrir eða gegn einhverju.
Svo hafa sömu aðilar ekki minnstu
hugmynd um hvort greiðslumar til
þeirra sem taka hæstu taxta fyrir
viðvikin koma yfirleitt að nokkru
gagni.
Að minnsta kosti er augljóst að
allt áróðurs- ,fræðslu- og auglýs-
ingakjaftæðið sem koma á í veg
fyrir slys er gagnslaust og það er
sama hve mikið er búið til af
veggspjöldum og öðru prívat-
glingri auglýsingafyrirtækjanna,
það kemur einkum þeim að notum
sem fá peninga fyrir að búa dótið
til og skrifa svo gjarnan hæstu
reikningana fyrir hugdettur.
Nú er landlæknisembættið
hvergi nærri frítt af að afhenda
sérfræðingum í skrumi vænar fúlg-'
ur til að framkvæma gagnslaus
verkefni. Það er kannski þess
vegna að landlækni rennur blóðið
til skyldunnar að benda á hve lítið
vinnst í forvörnum þegar svo
bjánalega er að þeim staðið sem
raun ber vitni.
Hvergi tekst auglýsingafyrir-
tækjum betur upp en að auglýsa sig
sjálf og eigið ágæti.
Það er tími til kominn að ábyrgir
aðilar fari að skilja þá ábendingu
iandlæknis að fyrirlestra og auglýs-
ingastigið í slysaforvörnum er liðin
tíð en verkleg kennsla er ein væn-
leg til árangurs. OÓ