Tíminn - 01.11.1988, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.11.1988, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 1. nóvember 1988 Tíminn 7 Iðntæknistofnun íslands: Námskeið fyrir kvenfólk úti á landsbyggðinni Iðntæknistofnun íslands, í samvinnu við Iðnaðarráðuneyt- ið, gefur nú konum á landsbyggðinni tækifæri til að sækja námskeið í stofnun og rekstri fyrirtækja. Námskeið af þessu tagi hafa hlotið mjög góðar undirtektir og verið sótt af rúmiega 200 konum. Hingað til hafa námskeiðin eingöngu verið haldin í Reykjavík. Námskeiðin eru ætluð konum sem reka fyrirtæki, hyggjast stofna fyrir- tæki eða hafa áhuga og vilja fræðast um rekstur fyrirtækja. Markmiðið með námskeiðunum er að gera konum kleift að kynnast þeim atriðum sem skipta máli í sambandi við stofnun og rekstur fyrirtækja. Fjallað er um hvað feist í því að stofna fyrirtæki og hvaða kröfur það gerir til einstaklingsins. Námskeiðið á að auðvelda einstakl- ingnum að vega og meta stöðu sína. Auk þess er varpað ljósi á nokkur af þeim vandamálum sem eru samfara því að stofna og reka fyrirtæki og hvernig hægt er að draga úr fjárhags- legri áhættu. Á námskeiðinu er einn- ig fjallað um sérstöðu kvenna sem reka fyrirtæki. Kennarar á námskeiðinu eru starfsmenn Iðntæknistofnunar íslands. Einnig munu iðnráðgjafar aðstoða við kennsluna og í heimsókn koma lögfræðingur, endurskoðandi og atvinnurekandi af viðkomandi svæði. Námskeiðið er 26 tímar og er haldið á föstudegi og laugardegi, fimm tímar fyrri daginn og átta tímar þann seinni, tvær helgar í röð. Námskeiðin verða haldin á fjórtán stöðum víðsvegar um landið og fyrsta námskeiðið hófst á Selfossi um síðustu helgi. ssh Aðalfundur Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna: Afnám söluskatts á bókum tímabær Hagþenkir veitti á síðasta starfsári sínu 800.000.- kr. í starfsstyrki og skaðabætur og um 200.000.- kr. í ferðastyrki til félagsmanna sinna. Alls hlutu 20 félagsmenn styrki og skaðabætur sem eru einkum fyrir þá höfunda sem ljósritun kennslugagna í skólum bitnar mest á. Aðalfundur Hagþenkis sem er eins og áður greinir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna telur brýnt að stjórn- völd sjái að sér varðandi söluskatt á bókum og hætt verði að skattleggja þær umfram aðra fjölmiðla. Einnig að sanngjarnar greiðslur komi fyrir afnot bóka í opinberum bókasöfnum og að Launasjóður rithöfunda verði efldur þannig að sérstök deild fyrir Sóknarfélagar á dagvistarstofnunum: fræðiritahöfunda verði stofnuð og tilnefni Hagþenkir stjórn þeirrar deildar ásamt menntamálaráðherra. Hörður Bergmann var endurkjörinn formaður stjórnar Hagþenkis á fundinum. -áma SÆNSKU AÐVENTULJÓSIN VINSÆLU mismunandi litir og gerðir. Mjög gott verð. LEMKÖ HF. Umboðs- og heildverslun Smiðjuvegi 1 - 200 Kópavogi - Sími 46365 TÖLVUNOTENDUR Við í Prentsmiðjunní Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fyrir tölvuvínnslu. ■ PRENTSMID) AN ■ Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 FYRIR HUSDYRAÁBURÐINN Mótmæla afnámi samningsréttar Þann 20. október s.l. sendi fundur Sóknarstarfsmanna á dagvistarstofn- unum frá sér harðorða ályktun til ríkistjórnarinnar þar sem afnánti samningsréttar er harðlega mótmælt. Jafnframt er bent á að versnandi lífskjör bitni harðast á þeim er síst skyldi. í ályktuninni segir meðal annars: „Með auknu vinnuálagi á foreldra verða börn æ harðar úti, þar sem barnafólk býr ekki við þau kjör að þolanlegt sé að auka vinnuálag heim- ilanna frekar en orðið er. Fundurinn telur að ennþá sé hægt að leita skynsamlegri leiðaá lausn efnahags- vandans en afnám samningsréttar láglaunafólks í þessu ofneysluþjóð- félagi þeirra efnameiri. Fundurinn fordæmir harðlega hverja þá ríkis- stjórn er rífur svo sjálfsögð mann- réttindi af launafólki sem samnings- rétturinn er, réttindi sem alþýða landsins hefur búið við um áratuga- skeið.“ ssh Sveinn Einarsson hefur ekki störf fyrr en 1.2. 89 hjá Sjónvarpinu: Jó-jó á Sjónvarpi skiptast á fríum Hrafn Gunnlaugsson kvikmynda- gerðarmaður og dagskrárstjóri inn- lendrar dagskrárgerðar hjá Sjón- varpinu hefur sem kunnugt er form- lega fengið frí frá 1. janúar. Hins vegar mun hann ekki komast til þeirra starfa sem hann hafði hugsað sér að vinna strax og formlegt frí hans hefst. Ástæðan mun verá sú að Sveinn Einarsson fyrrverandi Þjóð- leikhússtjóri sem ráðinn var í áf- leysingar til fjögurra ára í starf Hrafns, er á kafi í öðrum verkefnum og getur ekki hafið störf hjá Sjón- varpinu fyrr en mánuði síðar en ráð var fyrir gert. Starfsfólk Sjónvarps- ins ræðir nú um að tímasetningin á fríi Hrafns hafi komið sér vel því nú geti hann leyst Svein af. Ekki náðist í Hrafn í gær þar sem hann er erlendis, en Sveinn sagði í samtali við blaðamann Tímans að það hefði strax við ráðningu sína verið búið þannig um hnútana að hann myndi ekki hefja störf fyrr en 1.2.89. eins og áður greindi. Getum boðið til afgreiðslu strax hina þaulreyndu HOWARD keðjudreifara. Tegund 1052 3,4 rúmm. kr. 233.000.— Tegund 1552 4,2 rúmm. kr. 268.500.— Tegund 2052 5,6 rúmm. kr. 326.700.— Og GUFFEN mykjudreifara Tegund G-2,60 kr. 265.000.— Tegund G-4,20 kr. 422.600.- Við erum svöigjanlegir í greiðslukjörum. T.d. 1/3 út og eftirstöðvar á allt að 12 mánuðum. Hafiðsamband viðsölumenn okkareða umboðsmenn. G/obus■/ Lágmúla 5 Reykjavík Sími 681555

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.