Tíminn - 01.11.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 01.11.1988, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 1. nóvember 1988 Þetta er sú sýn sem umhverfismálaráðherra Breta vill sjá sem víðast um heiminn, því hann telur kjarorkuver einu leiðina til að draga úr mengun sem veldur gróðurhúsaáhrifum á jörðinni. Þessi mynd er frá Sellafield kjarnorkuverinu í Skotlandi, en það hefur séð til þess að Irlandshaf er geislavirkasta haf heimsins. Umhverfismálaráöherra Bretlands: Telur að kjarnorkuver leysi umhverfisvanda Bygging miklu fleiri kjarnorkuvera er iausnin á mengunar- málum heimsins, ef marka má orð umhverfísmálaráðherra Bretlands Nicholas Ridley á sunnudag. „Ef við viljum ná tökum á gróðurhúsaáhrifunum, þá ættum við að einbeita okkur, eins og Frakkar gera, að auknum byggingum kjarn- orkuvera,“ sagði Ridley í sjónvarpsviðtali í BBC. Vísindamenn hafa talið, að vegna mengunar muni á næstu árum fara að gæta gróðurhúsaáhrifa á jörðinni svo hitastig hækki, sem aftur á móti leiðir til hækkandi sjávarborðs og breytts loftslags, sem mun hafa í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir lífríki heimsins. „Kjarnorkuver gefa ekki frá sér brennistein né koltvísýrling, svo þau eru ... hreinasta form orkufram- leiðslu," sagði Ridley. Það eru ein- mitt þessi efni sem valda gróður- húsaáhrifunum þegar þau komast í efstu lög lofthjúpsins og hindra að geislar sólu nái jörðu. Sagði Ridley að hundruð kjarnorkuvera þyrfti að reisa um víða veröld. Vinir Jarðarinnar, sem eru bresk umhverfissamtök voru ekki lengi að bregðast við þessum viðhorfum um- hverfismálaráðherrans, en umhverf- issamtök hafa barist mjög gegn notk- un kjarnorku. Vinir Jarðarinnar bentu á að Ridley hefði ekki getað bent á hvað ætti að gera við geisla- virkan úrgang frá kjarnorkuverum, en að það sé að verða eitt mesta umhverfisvandamál heimsins, að annarri mengun ólastaðri. Töldu samtökin vandann ekki leystan með kjarnorku heldur yrði að finna aðrar leiðir til að draga úr mengun og gróðurhúsáhrifum. Sovétríkin: Sakharov fram- bjóðandi í þingkosningum Geimskot Evrópu frá N- Noregi? Fiskiþorpið Normela á eyjunni Andöya í Norður-Noregi gæti fengið háfleygt hlutverk í evr- ópsku samstarfi í framtíðinni, því til greina kemur að þar verði byggður geimflaugaskotpallur sem nýttur yrði til að skjóta gervitunglum Evrópuríkja á braut um jörðu. Þá yrði þessi litli bær miðstöð evrópskra geim- rannsókna sem segja má að sé kröftug nýsköpun. Þetta er nú mögulegt þar sem Noregur hefur gerst aðili að Geimrannsóknarsamtökum Evr- ópu, ESA, en aðstæður á Andöya eru tilvaldar fyrir starfsemi sem þessa. Ef af verður mun Noregur því skipa veglegan sess í geim- áætlun Evrópuríkja. Nýlega hefur alþjóðleg nefnd sem rannsakað hefur allar að- stæður á Andöya skorið úr um að Normela væri hentugasti staður- inn fyrir þessa starfsemi og mun tillaga um endanlega staðsetn- ingu skotpalls á eyjunni verða tilbúin upp úr áramótum. Þá mun ESA endanlega ákveða hvort Andöya verði valin fyrir geim- flaugaskotpallinn. norinform Andrei Sakharov, hinn kunni sov- éski andófsmaður, hefur verið út- nefndur sem frambjóðandi til sov- ésku þingkosninganna sem fram fara í Sovétríkjunum í aprílmánuði á næsta ári. Þá mun verða grundvall- arbreyting á valdssviði og starfsemi Æðsta ráðsins sem hingað til hefur aðeins starfað nokkrar vikur á ári og í raun aðeins haft það hlutverk að staðfesta ákvarðanir stjórnarnefnd- ar sovéska kommúnistaflokksins. Hið nýja Æðsta ráð mun hafa víð- tækt vald til lagasetningar og mun starfa allan ársins hring, líkt og þjóðþing á vesturlöndum. Sakharov var útnefndur til fram- boðs af sovéskum mannréttinda- samtökum sem héldu sexhundruð manna ráðstefnu um helgina, en mannréttindasamtök þessi munu gegna töluverðu hlutverki í komandi kosningum, sem eru að mörgu leyti prófsteinn á umbótastefnu Mikhails Gorbatsjovs. Samtök sem þessi til- nefna fulltrúa á hið nýja Þjóðarþing, en á því munu sitja 2250 fulltrúar, en úr þeim hópi verður Æðsta ráðið valið. Ekki eru liðnir nema tíu dagar frá því að Sakharov var kjörinn í stjórn sovésku vísindaakademíunnar, tveimur árum eftir að Gorbatsjof leysti hann persónulega úr útlegð, en þá hafði Sakharov nauðugur eytt sex árum í Síberíu vegna mannrétt- indabaráttu sinnar. Sakharov hefur síður en svo lagt mannréttindabaráttuna á hilluna og hvatti hann samstarfsfólk sitt í mannréttindasamtökunum að beina ekki aðeins sjónum sínum að mann- réttindaglæpum sem drýgðir voru undir stjórn Stalíns, en grimmdar- verk hans hafa að undnförnu verið dregin fram í dagsljósið í Sovétríkj- unum, heldur að draga einnig fram mannréttindabrot þeirra leiðtoga sem hafa komið á eftir Stalín. En ráðstefna mannréttindasam- takanna ályktaði einnig um annan andófsmanna og baráttumann fyrir mannréttindum í Sovétríkjunum, 'nóbelskáldið Solzhenitsyn, en hann býr nú í Bandaríkjunum. Hvöttu mannréttindasamtökin til þess að Solzhenetsín fengi að nýju sovéskan ríkisborgaararétt og leyfi til að snúa heim að nýju, sýnist honum svo. Tíminn 15 Kjördæmisþing Framsóknarfélaganna í Vesturlandskjördæmi 29. þing K.S.F.V. verður að Vesturgötu 38, 3. hæð (Kiwanishús), Akranesi 5. nóvember 1988 Kl. 10.00 Þingsetning: Guðrún Jóhannsdóttir Kjörnir starfsmenn þingsins: a) Þingforsetar b) Ritarar c) Kjörbréfanefnd d) Uppstillinganefnd Skýrsla stjórnar og reikningar: Guðrún Jóhannsdóttir Reikningar Magna: Davíð Aðalsteinsson Umræða og afgreiðsla. 11.00 Bvöóðamál: Guðmundur Malmquist, forstöðumaður Byggðastofnunar Ávörp gesta: SigurðurGeirdal, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins Fulltrúi L.F.K. Gissur Pétursson formaður SUF Hádegisverður Stjórnmálaviðhorfið: Steingrímur Hermannsson Alexander Stefánsson Almennar umræður Kaffihlé 16.20 Drög að stjórnmálaályktun lögð fram Framhald almennra umræðna 17.00 Nefndastörf 17.45 Afgreiðsla mála Kosningar 19.00 Þingslit Kl. Kl. Kl. Kl. Kl. Kl. Kl. Kl. 12.15 13.30 16.00 Kjördæmisþing framsóknarmanna á Norðurlandi eystra verður haldið að Hótel Reynihlíð, Mývatnssveit, dagana 4.-5. nóv. Þingið hefst föstudaginn 4. nóv. kl. 20. Sérmál þingsins: Áhrif efnahagsstjórnunar á þróun byggðar. Erindi flytja: Ásgeir Daníelsson hagfr. Þjóðhagsstofnunar Erna Indriðadóttir deildarstj. RÚVAK Valur Arnþórsson kaupfélagsstjóri Vilhjálmur Egilsson framkv. stj. Verslunarráðs islands. Gestir þingsins: Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra Þórdís Bergsdóttir L.F.K. Kristinn Halldórsson S.U.F. Þinginu lýkur með samkvæmi á vegum Framsóknarfélags Mývatns- sveitar. Skrifstofan að Hafnarstræti 90 Akureyri er opin frá kl. 15-18 virka daga, sími 21180. Stjórn KFNE. Dagskrá 29. ÞINGS KJÖRDÆMISSAMBANDS FRAMSÓKNARFÉLAG- ANNA Á SUÐURLANDI, HALDIÐ í HALLARLUNDI, VEST- MANNAEYJUM, DAGANA 4.-5. NOVEMBER 1988. Föstudagur 4. nóvember: Kl. 19.30 Þingsetning Kjörnir starfsmenn þingsins Skýrsla formanns K.S.F.S. Skýrsla gjaldkera K.S.F.S. Skýrsla Þjóðólfs Umræður um skýrslur og reikninga Álit kjörbréfanefndar Ávörp gesta: Inga Þyri Kjartansdóttir frá L.F.K. Gissur Pétursson frá S.U.F. Mál lögð fyrir þingið: Jón Helgason Lísa Thomsen Tillögur o.fl. Umræður Kl. 22.30 Nefndarstörf Fundi frestaö Laugardagur 5. nóvember: Kl. 09.30 Nefndastörf Kl. 10.30 Fundi framhaldið Kl. 11.30 Ávarp Halldórs Ásgrímssonar, sjávarútvegsráðherra Kl. 12.00 Hádegisverður Kl. 13.00 Afgreiðsla mála Kosningar önnur mál Þingslit Kl. 16.00 Opinn fundur með sjávarútvegsráðherra Kl. 20.00 Árshátíð Með fyrirvara um breytingar. Borgnesingar - nærsveitir Spilum félagsvist í samkomuhúsinu Borgarnesi föstudaginn 4. nóv. kl. 20.30. Góð verðlaun. Mætum vel. Framsóknarfélag Borgarness

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.