Tíminn - 01.11.1988, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 1. nóvember 1988
Tíminn 9
11111 VETTVANGUR_____________ 1 v :!! .. '' v^ ,
Friöjón Guðmundsson:
Að venda sínu kvæði í kross
Ekki virðist Framleiðnisjóður landbúnaðarins enn af
baki dottinn með áróður sinn fyrir verslun með fuilvirðis-
rétt á búvöruframieiðslu. Eins og kunnugt er sendi hann
nú í haust, í samvinnu við Framkvæmdanefnd búvörusamn-
inga, sauðfjárbændum ódagsett bréf - þar með öllum 67
ára og eldri - með tilboði um kaup og leigu á fullvirðisrétti
ásamt tilheyrandi áróðri og gylliboðum.
Fjarri fer því að undirrituðum
geðjist að þessu braski Framleiðni-
sjóðs. í mínum huga eru aðgerðirn-
ar siðferðislega rangar og vægast
sagt mjög varhugaverðar fyrir
sveitirnar og viðkomandi byggðar-
lög sökum áhrifa á byggðagrisjun.
Auk þess dreg ég stórlega í efa
Iögmæti aðgerðanna.
I fyrsta lagi virðast þessi kaup
Framleiðnisjóðs andstæð lögum
sjóðsins sjálfs, sem var stofnaður
til eflingar byggðar í sveitunum, en
ekki til eyðingar byggðar.
í öðru lagi virðast þau andstæð
ákvæðum jarðalaga um nýtingu
lands utan þéttbýlisstaða sem eiga
að tryggja hagsmuni og rétt þeirra
manna er landbúnað stunda, svo
og hagsmuni viðkomandi sveitar-
félaga, en ekki öfugt.
í þriðja lagi virðast þau andstæð
búvörulögunum, því þar er hvergr
að finna heimild til slíkra aðgerða,
en hinsvegar eru þar skýr ákvæði
um að fjármagni Framleiðnisjóðs
skuli „varið til eflingar nýrra bú-
greina, markaðsöflunar og fjár-
hagslegrar endurskipulagningar
búreksturs á lögbýlum."
í fjórða lagi virðast þau andstæð
ákvæðum stjórnarskrárinnar utn
friðhelgi eignarréttarins.
Nú geri ég ráð fyrir því að stjórn
Framleiðnisjóðs og Framkvæmda-
nefnd búvörusamninga telji sig
hafa umboð til ofangreindrar ráðs-
mennsku með framleiðsluréttinn
samkvæmt reglugerðum landbún-
aðarráðuneytisins og samkvæmt
búvörusamningi Stéttarsambands
bænda við ráðuneytið. Það umboð
gildir þó auðvitað ekki nema innan
þess ramma er landslög setja, og
orkar því mjög tvímælis. Um reglu-
gerðir landbúnaðarráðuneytisins
varðandi stjórnun búvörufram-
leiðslunnar vil ég segja það að ég
hefi ekki talað við neinn mann sem
ekki hefur verið mér sammála um
að þær brjóti að meira eða minna
leyti í bága við landslög.
Búvörusamningurinn fyrir tíma-
bilið 1. sept. 1988 til 31. ágúst 1992
er einnig umdeilanlegur að þessu
leyti, og hann er lfka opinn í báða
enda. Þar er látið heita svo að
samið sé um ákveðið afurðamagn
sem bændum er tryggt fullt verð
fyrir til 31. ágúst 1992. En svo er
laumað inn ákvæði um það að
Framkvæmdanefnd búvörusamn-
inga geti skert þetta „umsamda"
afurðamagn „ef það telst hag-
kvæmt“. Þetta tvennt sýnis nú
æði mótsagnakennt og raunar
ósamrýmanlegt innan eins og sama
samnings. Ekkert er heldur um
það sagt hverjir eigi að meta þessa
„hagkvæmni". Hitt er svo önnur
saga að samningurinn er ekki bor-
inn undir almennan Stéttarsam-
bandsfund, að því er séð verður,
hvað þá framleiðendur búvöru. Og
ætli að svoleiðis verklag þætti nú
ekki helst til mikil miðstýring í
flestum stéttarfélögum öðrum en
Stéttarsambandi bænda?
Landbúnaðarpólitíkin er komin
út á villigötur. Völdin eru í hönd-
um of fárra manna, sem hafa of
lítið aðhald. Bændurnir eru næst-
um áhrifalausir almennt séð, því
alltof margir taka bara við því sem
að þeim er rétt. Mér finnst það
bæði synd og skömm, siðferðislega
rangt og skaðlegt fyrir sveitirnar og
landið allt að kaupa upp fram-
leiðslurétt á bújörðum í því augna-
miði að leggja þær í eyði. Við
megum ekki lúta svo lágt að láta
skammsýna peningahyggjumenn á
suðvestursvæðinu teyma okkur
lengra en orðið er til slíkra verka
sem hljóta að enda með ósköpum.
ísland hefur algera sérstöðu með
sitt hreina land, sitt hreina loft og
sínar 1100 ára gömlu sveitabyggð-
ir, sem enn halda nokkurri reisn
þrátt fyrir allt sem miður fer. Ef
sveitir eða héruð leggjast í eyði svo
teljandi sé umfram það sem orðið
er, fer ísland að verða lítið og
þjóðin kannski enn minni, í líking-
um talað, hvað svo sem íbúatöl-
unni líður.
Mér finnst þaö bæði
synd og skömm, sið-
ferðislega rangt og
skaðlegt fyrir sveitirnar
og landið allt að kaupa
upp framleiðslurétt á
bújörðum í því augna-
miði að leggja þær í
eyði.
Verkefnin í dreifbýlinu eru
mörg, ef að er gáð, sem geta skilað
árangri ef þeim væri sómi sýndur.
Það er skylda samfélagsins að nota
opinber fjárframlög, þar með talið
fjármagn Framleiðnisjóðs, til upp-
byggingar en ekki niðurrifs. í stað
þess að kaupa upp framleiðslurétt
á bújörðum eins og nú er gert og
grisja með því byggðir landsins
ættu stjórnendur landbúnaðarmála
að sjá sóma sinn í því að venda sínu
kvæði í kross og nota peninga
Framleiðnisjóðs til annara og upp-
byggilegri starfa, m.a. til þess að
græða og rækta landið, verkefna
sem vinna gegn eyðingu byggðar í
dreifbýli. Vil ég alveg sérstaklega
vekja athygli á þeim þætti ræktun-
ar, sem hefur verið vanræktur, en
það er átvinnuskógrækt í sveitum.
Skógrækt á lögbýlum sem ný
búgrein, þar sem skilyrði eru fyrir
hendi, er stórt og aðkallandi verk-
efni, einmitt nú þegar að kreppir
með framleiðslu í hefðbundnum
búgreinum. Verkefni sem myndi
tryggja búsetu á viðkomandi svæð-
um um ókomin ár og skila arði
þegar tími er til þess kominn.
Það ætti að vera eitt meginverk-
efni Framleiðnisjóðs að fjármagna
þessa búgrein, skapa henni hefð-
bundinn og tryggan sess innan
bændastéttarinnar í framtíðinni.
Og tryggja skógræktarbændum
sanngjörn laun fyrir vinnu sína uns
ræktunin fer að skila arði. Að
sjálfsögðu gegn skynsamlegum
samningum um samdrátt í hefð-
bundinni búvöruframleiðslu. Þetta
er langtímaverkefiii, sem kæmi
búvöruframleiðendum til góða og
yrði allra hagur. Málið þolir ekki
bið, þess vegna verður að hefja
undirbúninginn strax.
Friðjón Guðmundsson
TÓNLIST
Síðastliðna viku var í Reykjavík
Tónlistarhátíð ungra norrænna ein-
leikara. Hátíð þessi er haldin annað
hvert ár í hinum ýmsu höfuðborgum
Norðurlanda. Núna var hún haldin í
fyrsta sinn í Reykjavík og með
þessari fimmtu hátíð lokaðist hring-
urinn, sem hófst í Kaupmannahöfn
1980. Þátttakendur eru valdir af
mikilli kostgæfni, segir í veglegri
tónleikaskrá, úr hópi frá öllum
Norðurlöndunum að undangengn-
um keppnum í hverju landi fyrir sig.
Að þessu sinni voru einleikararnir
átta, að meðtöldum einum söngvara,
þar af þrír frá Svíþjóð, tveir frá
Noregi og einn frá Danmörku,
Finnlandi og íslandi. Að auki tóku
þátt í hátíðinni Sinfóníuhljómveit
fslands og nokkrir undirleikarar.
Fulltrúi fslands á hátíð þessari var
Áshildur Haraldsdóttir flautuleik-
ari, 23ja ára og lærð á hljóðfæri sitt
frá nfu ára aldri, fyrst hér heima og
síðan í Bandaríkjunum. Hún kom
fram tvisvar sinnum, fyrst með Sin-
fóníuhljómsveitinni þar sem hún
flutti flautukonsert Carls Nielsen
(sem getið verður í annarri grein), og
síðan á einleikstónleikum 28. októ-
ber í Listasafni íslands við Fríkirkju-
veg þar sem hún flutti ýmis verk
ásamt Önnu M. Magnúsdóttur
semballeikara. Anna, sem ég hafði
heldur ekki heyrt fyrr spila opinber-
lega, er með doktorspróf frá Banda-
ríkjunum í tónmenntakennslu og
ætlar að ljúka einleikaraprófi í semb-
alleik frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík á næsta ári. Án þess ég
vilji hafa áhrif á prófdómara hennar
þegar þar að kemur, sýnast mér
þessir tónleikar benda til þess að
hún muni fara létt með það.
Á tónleikunum frumfluttu þær
Áshildur og Anna verk eftir Hauk
Tómasson (f. 1960) sem hann samdi
sérstaklega fyrir þessa tónleika og
heitir „Endurómur fortíðar"; að
öðru leyti voru á efnisskrá sónata
fyrir flautu og grunnbassa í C-dúr
op. 1 eftir Handel og í e-moll BWV
1034 eftir Bach, svo og Sequenza
fyrir einleiksflautu eftir Lusiano
Berio (samið 1958). Um nútíma-
verkin tvö er það gleðiefni að geta
skýrt frá því, að Endurómurfortíðar
Hauks Tómassonar ber af Sequenza
Berios eins og gull af eir: fyrrnefnda
verkið er alvöru tónlist - sem þær
stöllur fluttu af miklum þrótti og
innlifun - en Berio meira í ætt við
sýnikennslu í nútímaflaututækni.
Annars vöktu tónleikarnir ljúfar
endurminningar frá þeim tíma er
Manúela Wiesler var að stíga sín
fyrstu skref hér sem flautuleikari,
ung að árum en þá þegar mjög
efnileg. Eins og hún, hefur Áshildur
prýðilega tækni og mjög lifandi
framkomu sem á köflum jaðrar við
mímuleik. Að auki hefurhúnsérlega
mikinn tón og, eins og Manúela,
einhverja kunnáttu sem gerir henni
kleift að spila grfðarlangar hending-
ar að því er virðist án þess að anda.
Hvort sem heiminum er alltaf að
fara fram eða ekki - hann er óneitan-
Iega orðinn æði gamall og á ýmsu
hefur gengið - þá var gaman að sjá
og heyra fulltrúa nýrrar kynslóðar
tónlistarmanna koma þarna fram af
myndarskap, kunnáttu og atvinnu-
mannlegu öryggi, rétt eins og þeir
hefðu aldrei gert annað. Sig.St.
Anna M. Magnúsdóttir.