Tíminn - 01.11.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.11.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 1. nóvember 1988 Stefán Guðmundsson, alþingismaður: Samkeppnisaðstaða skipaiðnaðar bætt Stefán Guðmundsson (B.Nl.v.) hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um bætta samkeppnisstöðu innlends skipaiðn- aðar. Með henni er því beint til stjórnvalda að þau geri nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að íslenskur skipaiðn- aður geti keppt á jafnréttisgrundvelli við þær þjóðir sem í æ ríkara mæli taka að sér íslensk skipasmíðaverkefni. Þannig væri hægt að skapa fjölda manns atvinnu. Því hefur raunar margoft verið lýst yfir af hálfu stjórn- valda að brýnt væri að grípa til aðgerða og verið vel tekið í tillögur samtaka skipasmíðaiðnaðarins í þessum efnum. Tillögu þessa lagði Stefán fram á síðasta þingi en hún kom ekki til umræðu þá. Hún felur m.a. í sér að ríkisstjórnin tryggi að útyegsmenn og opinberir sjóðir semji ekki um nýsmíði skipa eða viðhaldsverkefni erlendis án undangengins útboðs þar sem innlendir aðilar keppi á jafnréttisgrundvelli við erlendan skipaiðnað, m.a. varðandi með- höndlun tilboða og fjármagnsfyrir- greiðslu. Gerðar verði staðlaðar reglur þar að lútandi og ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að bankarnir veiti sambærilegar ábyrgðir vegna skipa- smíðaverkefna innanlands og veittar eru þegar verkefni eru boðin út erlendis. Hlutur innlendra skipa- smíðastöðva hefur farið versnandi á undanförnum árum og sérstaklega eftir að gefin var heimild til beinnar erlendrar lántöku vegna viðhalds og nýsmíða skipa erlendis. Tillagan er því tímabær og vonandi að tekið verði skjótt á þessum málum. -ág. r Framkvæmdanefnd búvörusamninga: Itrekar ákvæði um sölu á kindakjöti í filefni af fréttum í fjölmiðluni um að bændur selji kindakjöt af heimaslátruðu til neytenda, hefur Framkvæmdanefnd um búvöru- samninga sent frá sér tilkynningu til að vekja athygli á ákvæðum samn- inga er varða sölu á kjöti á innan- landsmarkaði. í tilkynningu þessari kemur fram að í búvörusamningi Stéttarsam- bands bænda og ríkisvaldsins er skýrt tekið fram, að eingöngu kinda- kjöt sem framleitt hefur verið innan búvörusamnings og þá innan full- virðisréttar, skuli sell á innanlands- markaði. Allt kjöt sem framleitt kann að vera umfram fullvirðisrétt skal flutt úr landi og skal fram- leiðendum skilað eingöngu því verði sem fyrir það kann að fást erlcndis, eftir að greiddur hefur verið vinnslu- og sölukostnaður þess. í framhaldi af þessum ákvæðum samningsins bendir framkvæmda- nefndin á að ef einstakir fram- leiðendur verða uppvísir að sölu á kjöti af heimaslátruðu á innanlands- markaði, þá muni það leiða til beinnar skerðingar á fullvirðisrétti viðkomandi framleiðenda við upp- gjör búvörusamninga. Auk þess varðar slík sala meðal annars við lög um álagninu söluskatts og lög um heilbrigðiseftirlit með matvælum. í haust verður greitt fyrir ónýttan fullvirðisrétt. í því sambandi telur framkvæmdanefndin rétt að taka fram að áður en til greiðslu kemur fyrir ónýttan rétt verði samræmi milli ásetningsskýrslna og slátrunar kannað hjá framleiðendum. Ef þeir sem slíka greiðslu þiggja selja jafn- framt heimaslátrað kjöt þá er um fjársvik að ræða og verður farið með þau mál sem slík ef upp kemst. f lok tilkynningarinnar áréttar framkvæmdanefndin að bændur skaði sig mest sjálfa ef til lengri tíma er litið, með því að virða ekki það samkomulag sem náðst hefur milli Stéttarsambands bænda og ríkisins um framkvæmd búvörusamninga. Ennfremur leggur nefndin áherslu á að hún muni gera það sem í hennar valdi stendur til þess að herða eftirlit með að kjöt af heimaslátruðu verði ekki selt á almennum markaði nú í haust. ssh Slátrun í Skagafirði Þann 13. október síðastliðinn lauk slátrun sauðfjár í sláturhúsi Kaupfé- lags Skagfirðinga. Alls var lógað rúmlega 32 þúsund dilkum og yfir 17 hundruð fullorðnum kindum. Mcð- alþungi dilka reyndist 14,396 kíló sem er 129 grömmum minna en í fyrra. í ár fóru 10% dilkanna í úrvalsflokk. Fyrir utan þessa slátrun var rúm- lega 300 fjár lógað vegna fækkunar- samninga, og um 1600 fjár var lógað vegna riðuniðurskurðar. Liggur því fyrir að fjárstofn Skagfirðinga hcfur dregist saman um meira en helming frá því sem flest var. Nautgripum er slátrað el'tir því hvort sala er fyrir hendi en slíkt kjöt selst næreingöngu ófrosið. Framboð á sláturgripum er nokkuð meira en eftirspurn en þó ekki svo að til vandræða horfi. Ekki er Ijóst hversu mörgum fol- öldum verður slátrað. Ástæða þess er sú að óvissa ríkir um sölu á fol- alda- og hrossakjöti. Staða þessara afurða er lakari en annars kjöts, vegna þess að hækkun sem leiddi af álagningu söluskatts var ekki greidd niður á því. ssh Fjölbreytt bókaframboð í ár: Haust- og jólabækur MM Að vanda koma allmargar bækur út hjá Máli og menningu nú í haust og fram að jólum, og má með sanni segja að þar kenni margra og sundurleitra grasa. Þar á meðal er skáldsagan Mín káta angist eftir Guðmund Andra Thorsson, sem er frumraun höfundar í skáld- sagnagerð. Þá kemur út smásagna- safn eftir Gyrði Elíasson sem nefn- ist Bréfbátarigningin, og einnig stórbók með verkum Þórarins Eldjárns. Fjórar ljóðabækur koma út í ár, þar á meðal Að lokum, bók með eftirlátnum ljóðum Ólafs Jóhanns Sigurðssonar. Eftir Sigurð A. Magnússon kemur bókin Hvarf- baugar sem hefur að geyma úrval Ijóða hans frá árunum 1952-82. Hannes Sigfússon sendir frá sér ljóðabókina Lágt muldur þrum- unnar, og eftir Geir Kristjánsson kemur safn nýrra ljóðaþýðinga úr rússnesku, Undirhælumdansara. Af öðrum vcrkum má nefna bók eftir Björn Th. Björnsson sem heitir Minningarmörk í Hólavalla- garði og fjallar um gamla kirkju- garðinn við Suðurgötu í Reykja- vík. Eftir Tryggva Emilsson kemur bókin Sjómenn og sauðabændur, og Sigrún Júlíusdóttir sendir frá sér bókina Hremmingar, sem flytur viðtöl um nauðgun. Loks kemur bókin Föt á krakka 7-12 ára eftir Sigrúnu Guðmundsdóttur. Auk þess gefur Mál og menning út í ár sex þýddar skáldsögur. Þær eru Húsið með blindu glersvölun- um eftir Herbjörgu Wassmo í þýð- ingu Hannesar Sigfússonar, Á veg- um úti eftir Jack Kerouac sem Ólafur Gunnarsson þýðir, Hroki og hleypidómar eftir Jane Austen í þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur, Ást og skuggar eftir Isabel Allende í þýðingu Berglindar Gunnarsdótt- ur, Heltekinn eftir P.D.James sem Álfheiður Kjartansdóttir hefur þýtt og Veröld ný og góð eftir Aldous Huxley sem Kristján Odds- son þýðir. Allmargar bækur fyrir börn og unglinga koma einnig út hjá Máli og menningu. Þar á meðal er skáldsaga eftir Ólaf Hauk Símon- arson sem nefnist Gauragangur, og tvær skáldsögur eftir Andrés Indriðason, Ég veit hvað ég vil og Alveg milljón. Einnig kemur út skáldsagan Jóra og ég eftir Guð- laugu Riehter og bókin Ég á afmæli í dag eftir Björgu Árnadóttur og Ragnheiði Gestsdóttur. Auk þess gefur Mál og menning út einar tíu þýddar bækur handa börnum og unglingum. -esig Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæmis: Vilja hlýlegri Fossvogskirkju Stjórn Kirkjugarða Reykjavíkur- prófastsdæmis efnir á næstunni til hugmyndasamkeppni um endurbæt- ur á Éossvogskirkju. Tilefnið er að leita eftir hugmyndum um, hvernig gera megi kirkjuna hlýlegri og vina- legri á hagkvæman hátt, en kirkjan er stílhrein og einföld í formi en þykir kuldaleg. Fossvogskirkja er í eigu Reykja- víkurprófastsdæmis og er útfarar- kirkja. Langur aðdragandi var að byggingu kirkjunnar. Ýmsir merkir læknar sinnar samtíðar skrifuðu greinar í blöð og tímarit, um útfarir og nauðsyn breytinga á þeim. Þeir ræddu einkum um þær út frá heil- brigðissjónarmiði, en einnig kostn- aðarhliðina sem þá þótti oft óbæri- lega mikil. Þá var rætt um aðstoð sem opinberir eða hálfopinberir aðil- ar myndu veita, til að auðvelda aðstandendum undirbúning útfara. Einnig var þungt á metunum hjá þeim, að fjarlægja ætti líkfylgdir af götum bæjarins, en þær voru þá þegar farnar að verða til trafala fyrir almenna umferð. Sameiginlegur fundur var haldinn með biskupi og öllum prestum próf- astsdæmisins, ásamt safnaðarstjórn- um. Þar voru samþykktar aðgerðir og undirbúningur kirkjugarðsstjórn- ar að byggingu útfararkirkiu fyrir Reykjavíkurprófastsdæmi. Ákveðið var að kirkjan tæki 250-300 manns í sæti og sambyggð henni skyldi vera fullkomin líkgeymsla með kælibún- aði. Samvinna var höfð við Bálfarar- félag íslands um byggingu bálstofu í tengslum við kirkjubygginguna. Bálfararfélagið hafði lagt fram fé til kaupa á tveimur líkbrennsluofnum, sem komið var fyrir í Fossvogs- kirkju. Þeir eru enn í notkun og þjóna öllu landinu. í ársbyrjun 1944 var skipuð bygg- ingarnefnd og hinn 16. mars 1945, var fengið byggingarleyfi fyrir kirkj- unni, ásamt tilheyrandi byggingum. Framkvæmdir við kirkjuna gengu mjög vel og þann 25. apríl 1946, lagði forseti íslands, Hr. Sveinn Björnsson, hornstein kirkjunnar. 31. júlí 1948varFossvogskirkja vígð af dr. theol. sr. Bjarna Jónssyni, vígslubiskupi, og þó kirkjan væri ekki að fullu tilbúin, fór fyrsta bálförin fram þennan sama dag. Nú standa fyrir dyrum endurbætur á kirkjunni innanhúss, og er til- gangurinn með keppninni að fá fram hugmyndir um, hvernig best sé að þeim staðið. Ekki stendur til að breyta ytra formi kirkjunnar eða umhverfi hennar utanhúss á nokk- urn hátt. Mikilsvert er að breyting- arnar falli vel að kirkjunni í núver- andi mynd og að tillit sé tekið til verka þeirra arkitekta sem hönnuðu hana. Hugmyndasamkeppnin er öllum opin, fagfólki í hönnun, sem og áhugafólki um verndun og lagfær- ingu Fossvogskirkju. Verðlaunafé er samtals kr. 500.000.00. Þrenn verðlaun verða veitt, þar af eru fyrstu verðlaun ekki lægri en kr. 250.000.00. Auk þess er dómnefnd heimilt að kaupa tillögur fyrir allt að kr. 200.000.00. Tillögum skal skila til trúnaðar- manns dómnefndar í Byggingaþjón- ustunni, Hallveigarstíg 1, í síðasta lagi 1. febrúar 1989, kl. 18.00 að íslenskum tíma. elk. Leiðrétting Sú misritun varð nýlega í dropaþætti hér í blaðinu, þegar rætt var um sérkennilega kynn- ingu í þætti á Stöð 2, að sagt var að Jón Óttar hefði kynnt einn viðmælanda sinn með mörgum orðum og kallað hann gljápíu. í stað þessa heitis var rangt orð haft eftir Jóni. Um var að ræða helsta kvenritstjóra landsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.