Tíminn - 05.11.1988, Blaðsíða 10

Tíminn - 05.11.1988, Blaðsíða 10
10 Tíminn Laugardagur 5. nóvember 1988 20. Flokksþing Framsóknarmanna Hótel Saga 18.-20. nóv. 1988 Dagskrá Föstudagurinn 18. nóv. 1988 Kl. 10:00 Þingsetning Kosning þingforseta Kosning þingritara Kosning kjörþréfanefndar Kosning dagskrárnefndar Kl. 10:15 Yfirlitsræöa formanns Kl. 11:15 Skýrsla ritara Kl. 11:30 Skýrsla gjaldkera Kosning kjörnefndar Kosning kjörstjórnar Kosning málefnanefndar Kl. 12:00 Matarhlé Kl. 13:20 Mál lögð fyrir þingiö Kl. 14:30 Almennar umræður Kl. 16:00 Þinghlé Kl. 16:30 Nefndastörf Laugardagurinn 19. nóv. 1988 Kl. 10:00 Almennar umræöur, framhald Kl. 12:00 Matarhlé Kl. 13:30 Kosning 25 aðalmanna í miðstjórn Kl. 14:00 Afgreiðsla mála - umræður Kl. 16:00 Þinghlé Kl. 16:15 Nefndastörf - starfshóþar - undirnefndir Kvöldið frjátst Sunnudagurinn 20. nóv. 1988 Kl. 10:00 Afgreiðsla mála - umræður Kl. 12:00 Matarhlé Kl. 13:30 Kosning 25 varamanna í miðstjórn Kl. 14:00 Aðrar kosningar skv. lögum Kl. 14:30 Afgreiðsla mála og þingslit að dagskrá tæmdri (um kl. 16:00) Kl. 19:30 Kvöldverðarhóf [ Súlnasal Framsóknarfélag Garðabæjar og Bessastaðahrepps Aðalfundur félagsins verður haldinn að Goðatúni 2 fimmtudaginn 10. nóvember kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. Stjórnin Keflavík Aðalfundur Framsóknarfélags Keflavíkur verður haldinn mánudaginn 7. nóvember í Framsóknarhúsinu Keflavík og hefst kl. 8.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing 13. nóvember. 3. Kosning fulltrúa á flokksþing 18. til 20. nóvember. 4. Önnur mál. Félagar fjölmennið. Stjórnin. Áhugakonur um pólitík Landssamband framsóknarkvenna gengst fyrir léttum matarspjalls- fundi fimmtudagskvöldið 8. nóv. að Veitingahúsinu Lækjarbrekku (uppi) kl. 19.00. Allar áhugakonur um pólitík velkomnar. Framkvæmdastjórn LFK. Atnugasemd f rá Máli og menningu Eins og flesturn er kunnugt af fréttum hefur nefnd dómssmálaráðu- neytisins um nauðgunarmál ný- lega lokið störfum og skilað af sér viðamikilli skýrslu af því tilefni. f tengslum við starf nefndarinnar voru unnar nokkrar rannsóknarrit- gerðir um meðferð nauðgunarmála hérlendis. Það var ljóst frá upphafi að þeir sem þær rannsóknir ynnu gerðu það á eigin ábyrgð. Því væri þeim líka í sjálfsvald sett hvernig þeir kæmu þeim á framfæri að öðru leyti en því sem snýr að skýrslu nefndarinnar: Hvort það yrði með blaðagreinum, erindum eða í bókarformi væri mál höfundanna sjálfra, enda alvanalegt að rann- sóknum sem ríkið hefur styrkt - svo sem rannsóknum háskóla- kennara.sé komið á framfæri í bókarformi, án þess að höfundar þeirra verði að afsala sér ritlaun- um. Ein þeirra rannsókna sem gerðar voru var viðtalskönnun um nauðg- unarmál sem Sigrún Júlíusdóttir vann. Að sjálfsögðu hvíldi alger nafnleynd yfir viðmælendum hennar, og því ógerlegt að þekkja það fólk sem um var að ræða. Fyrir nokkru kom Sigrún að máli við okkur hjá bókaútgáfu Máls og menningar og spurði hvort forlagið vildi stuðla að því að koma þessu efni hennar á framfæri, svo al- menningur mætti kynna sér niður- stöður hennar. Málaleitan hennar var vel tekið, enda umræða um meðferð nauðgunarála mikilsverð fyrir þjóðfélag okkar, og reyndar óhjákvæmileg ef einhver við- horfsbreyting á að verða. Sigrún bjó síðan könnun sína til prentunar, reit inngang, m.a. um aðferð og siðfræði, og listakonan Kristjana Samper var fengin til að gera kápu og myndir. Sigrún vildi að bókin yrði gefin út um svipað leyti og skýrslan yrði kynnt almenn- ingi, og var auðvitað orðið við þeirri ósk. Bók hennar, sem hlaut nafnið Hremmingar, var gefin út sem ódýr kilja, fjölrituð eftir tölvu- prentuðu handriti í 500 eintökum. Ritlaun til hennar við útkomu námu 35.000 krónur og geta, seljist upplagið allt, mest orðið 80.000 krónur. Þessar staðreyndir urðu dag- blaðinu Tímanum tilefni til risa- fréttar á baksíðu þann 1. nóvem- ber. Þar segir í yfirfyrirsögn „Mál og menning hefur fundið „best seller" ársins í ríkisskýrslu" og með stríðsletri í aðalfyrirsögn: „Hluti nauðgunarskýrslu gefinn út í gróðaskyni". Þessi staðhæfing er algerlega út í hött: Menn þurfa ekki annað en að sjá bókina, hvað þá lesa hana, til að fullvissa sig um að útgerð hennar er með þeim hætti, að þessi fjölritaða kilja er fráleit „jólagjafabók" eða „best- seller". Hún er framlag til þjóðfél- agsumræðu, og það er reynar eitt af markmiðum forlagsins að stuðla að henni. 1 fréttinni sjálfri er reynt að gera verk Sigrúnar tortryggilegt á allan hátt. Fremst er svæsin tilvitnun innan gæsalappa, cn hún er raunar klippt saman úr svörum þriggja mismunandi kvenna, án þess að það sé tekið fram. Nafn Sigrúnar er svert sem kostur er og henni gerðar upp lágkúrulegar hvatir: Hún á að vera að reyna að auðgast á nauðgunarmálum, og gefið er til kynna að hún hafi farið á bak við viðmælendur sína og vinnuveit- anda. Dómsmáiaráðuneytið hefur þeg- ar svarað þessum aðdróttunum fyr- ir sitt leyti og sýnt fram á haldleysi þeirra. Persónuníðið nær hámarki í setningunni: „forvitnilegt væri að fá upplýst hvort þær konur sem rætt var við þegar skýrslan var gerð, hafi þá né síðar vitað að þær yrðu gerðar að féþúfu félagsráð- gjafans á þennan hátt“ (leturbreyt- ing mín). Um blaðamennsku af þessu tagi þarf ekki að fjölyrða. Það er nóg að bera hana saman við staðreyndir málsins hér að ofan, og er athuga- •• semd þessi rituð til að gefa lesend- um kost á því. Því má bæta við að hér á forlaginu þekkjum við Tím- ann af velviljaðri umræðu um bæk- ur og bókaútgáfu, og reyndar af góðu samstarfi við ýmsa bókamenn sem þar vinna. Það er vandséð hvað blaðinu gengur til með um- fjöllun af þessu tagi um vandmeð- farið málefni. Með þökk fyrir birtinguna. Halldór Guðmundsson útgáfustjóri Máls og menningar. 11111111 BÓKMENNTIR 111 Tónlistarsaga æskunnar Bókaútgáfan FORLAGIÐ hefur gefið út fjölfræðibók um tónlist fyrir börn og unglinga sem nefnist Tón- listarsaga æskunnar og er eftir Ken- neth og Valerie McLeish. Hér er um að ræða víðfræga bók sem á frum- málinu nefnist The Oxford First Companion to Music. Tónlistarsaga æskunnar er nýjung á íslandi, því í fyrsta skipti eiga íslensk börn og unglingar kost á að fræðast um tónlist á móðurmáli stnu í vönduðu alfræðiriti. í bókinni er fjallað um margar greinar tónlistar- innar - sígilda tónlist Vesturlanda, popptónlist, djass og tónlist fram- andi þjóða. Bókin skiptist í eftirtalda kafla sem gefa góða hugmynd um fjöl- breytni hennar: - Að hlusta á tónlist - Tónlist um víða veröld - Hljóðfæri og hljómsveitir - Að syngja og dansa - Tónlistarsagan - Tónskáldin og tónlist þeirra - Að skrifa tónlist Tónlistarsaga æskunnar hefur að geyma rúmlega 1000 myndir og myndskreytingar sem hafa ómetan- legt upplýsingargildi. Auk þess eru rúmlega 50 tóndæmi í bókinni sem auðvelt er að leika á blokkflautu eða píanó. Einnig er leiðbeint um tónlist á hljómplötum til að hlusta á. Bókin er einkum ætluð bömum og ungling- um sem eru að hefja tónlistamám eða vilja vita meira um þá tónlist sem þau heyra á hljómplötum, í útvarpi eða sjónvarpi. Tónlistarsaga æskunnar er 192 bls. í stóm broti. Eyjólfur Melsteð þýddi. Bókin er prentuð í Hong Kong. ÖLL VINNSLA PRENTVERKEFNA Við í Prentsmiðjunni Eddu tökum að okkur hönnun og vinnslu á stórum og smáum prentverkefnum. Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000. Kærleikur - læknmgar - kraftaverk Kærleikur, lækningar, kraftaverk er 240 bls. Auk þess eru 8 litmynda- síður í bókinni. Helga Guðmunds- dóttir þýddi. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. AUK hf./Magnús Jónsson hannaði kápu. Bókaútgáfan FORLAGIÐ hefur sent frá sér bókina Kærleikur, lækn- ingar, kraftaverk eftir bandaríska skurðlækninn Bernie S. Siegel og fjallar hún um reynslu hans af ein- stökum hæfileika krabbameinssjúk- linga til að læknast af sjálfsdáðum. Bókin fjallar um það að lækna og lina þjáningar, hún segir frá sjúkling- um sem hafa sterkan vilja til að sigrast á sjúkdómum og lifa af. Hún fjallar um hugrekki til að horfast í augu við sjúkdóma og vinná gegn þeim með hjálp lækna og hjúkrun- arfólks. Bernie S. Siegel er bandarískur læknir sem unnið hefur einstætt brautryðjandastarf til stuðnings fólki með alvarlega sjúkdóma. Hann fjall- ar um vanda sinn í læknisstarfi og hvernig hann leysti hann með því að fara að vinna með sjúklingunum sem manneskjum og taka þátt í baráttu þeirra af kærleik fremur en að fást einvörðungu við þá sem sjúkdómstilfelli. Þótt bókin fjalli einkum um krabbameinssjúklinga skírskotar hún ekki síður til fólks með aðra sjúkdóma. Hún á líka erindi til fullfrískra manna sem láta sér annt um heilsu sína. Boðorð Siegels lækn- is er einfalt: Hægt er að ná undra- verðum árangri með því að beita kærleik, skilningi og innsæi. Ef sálar- lífið er í jafnvægi eykst líkamanum styrkur. 8msið S. Siag»l

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.