Tíminn - 05.11.1988, Blaðsíða 20

Tíminn - 05.11.1988, Blaðsíða 20
20 Tíminn Laugardagur 5. nóvember 1988 ÚTVARP/SJÓNVARP DAGBÓK Sólrún Bragadóttir sópransóngkona syngur í íslensku óperunni Sólrún Bragadóttir sópransöngkona og Jónas Ingimundarson píanóleikari halda tónleika í íslensku óperunni mánudaginn 7. nóvember kl. 20.30. Þessir tónleikar eru á vegum Styrktarfélags Islensku óper- unnar scm staðiö hefur fyrir röð nokkurra slíkra. Á efnisskránni eru m.a. verk eftir Mozart, Schubert, Bizet, Verdi, A. Lloyd-Webber, G. Gershwin og Þorkel Sigurbjörnsson. Sólrún stundaði söngnám við Tónlistar- skóla Kópavogs og sfðar við Tónlistar- skólann í Reykjavík. Þá hélt hún til Bandaríkjanna til framhaldssöngnáms og brautskráðist með „masters" gráðu frá University of Indiana í Bloomington árið 1987. Sama haust var hún ráðin sem fyrsti sópran við Óperuna í Kaiserslautern í V.-Þýskalandi þar sem hún starfar nú. Þetta eru hennar fyrstu sjálfstæðu ein- söngstónleikar hér á landi. Jónas stundaði tónlistarnám við Tón- listarskólann í Reykjavík og síðar við Tónlistarháskólann í Vínarborg. Frá ár- inu 1970 hefur hann starfað sem píanó- leikari, tónlistarkennari og kórstjóri og haldið fjölda tónleika um land allt svo og á Norðurlöndunum, í Rússlandi, Bret- landi, Bandaríkjunum og víðar. Einnig hefur hann leikið í útvarpi og sjónvarpi og á listahátíðum í Reykjavík og Bergen. Jónas kennir við Tónlistarskólann í Reykjavík ITC-deildin Ýr heldur gestaf und Gestafundur verður haldinn í ITC- dcildinni Ýr (áður málfreyjur) mánudag- inn 7. nóvember kl. 20:30 í Síðumúla 17, Félagsheimili frímcrkjasafnara. Deildarfundir Ýrar eru haldnir fyrsta °g þriðja mánudag hvers mánaðar kl. 20:30 og cr þeim að öllu jöfnu lokið fyrir kl. 23:00. Gestafundurinn er öllum opinn. Stjórn ITC Vrar Sýning frá Kirgizíu í MÍR Á laugardag, 5. nóv. kl. 15:00, verður opnuð sýning í húsakynnum MÍR, Vatnsstíg 10, á grafík og listmunum frá Sovétlýðveldinu Kirgizíu í Mið-Asíu. Á sýningunni eru 39 svartlistarmyndir eftir 17 listamenn og mikill fjöldi listmuna. Einnig eru sýndar bækur útgefnar í Kirg- iztu og teikningar eftir börn þar í landi. Sýningin verður opin fram eftir mánuðin- um kl. 17:00-18:30 á virkum dögunt og kl. 15:00-19:00 um helgar. Opið liús í MÍR á laugardag I tilefni Sovéskra daga MlR og komu listafólks frá Kirgizíu verður opið hús að Vatnsstíg 10 lauagard. 5. nóv. kl. 14:00- 18:00. Þar verður sitthvað til skemmtunar ogfróðleiks, kvikmyndasýningar, kvæða- lestur, tónleikar o.fl. Tónlcikar og danssýning MÍR á sunnudag MÍR, Menningartengsl íslands og Ráðstjórnarríkjanna, efnir til tónleika og danssýningar í Þjóðleikhúsinu sunnu- dagskvöldið 6. nóv. kl. 20:00. Þar kemur fram listafólk frá Sovétlýðveldinu Kirg- izíu í Mið-Asíu, alls um 20 listamenn: hljóðfæraleikarara, dansarar og söngvar- ar. Efnisskrá þeirra er afar fjölbrcytt. Hádegisverðarfundur presta verður mánudaginn 7. nóventbcr í safnaðarheimili Bústaðakirkju. Nýtt skátafélagsheimili 1 dag, laugard. 5. nóvember fer fram vígsla á nýju félagsheimili að Tindaseli 3 í Seljahverfi í Reykjavík. Skátafélagið Segull mun þar hafa félagslíf sitt í framtíð- inni. Athöfnin hefst kl. 14:00. Opið hús verður cftir vígsluna. Kvöldvaka verður í Ölduselsskóla og hefst hún kl. 20:00. Allir skátar og velunnarar velkomnir. Basar Kvenfélagsins Hringsins Kvenfélagið Hringurinn heldur sinn árlega handavinnu- og kökubasar sunnu- daginn 6. nóv. kl. 14:00 í Fóstbræðra- heimilinu Langholtsvegi 109-111. Á basarnum verður mikið úrval af fallegum jólagjöfum. Þá verða cinnig til sölu jólakort félagsins. Allur ágóði rennur til Barnaspítala Hringsins og annarra líknarmála. Námskeið hjá Slysavarnaskóla sjómanna Almenn námskeið hjá Slysavarnaskóla sjómanna, sem enn eru laus til umsókna, verða haldin sem hér segir: Nóvember: 1.-4., 15.-18. og 22.-25. Desember: 6.-9. og 13.-16. Námskeiðin verða haldin um borð í skólaskipinu SÆBJÖRGU, sem liggur við Norðurgarð í Reykjavíkurhöfn. Nánari upplýsingar verða veittar á daginn 1 síma 985-20028, en á kvöldin og um helgar í síma 91-19591. Myndverk úr ull sýnd í Listasafni ASI Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá opnar sýningu á verkum sínum í Lista- safni ASÍ, Grensásvegi 16, laugardaginn 5. nóvember kl. 14:00. Á sýningunni eru myndverk úr ull, gerðás.l. tveimur árum. Kristín stundaði nám við Myndlistar- og handíðaskóla íslands 1949-1952 og íramhaldsnám í Kunsthándværkerskolen í Kaupmannahöfn 1954-1957. Hún var einnig um skeið við nám í Frakklandi og á ftalíu. Þetta cr fyrsta einkasýning Kristínar í Reykjavík, en hún hélt sýningu í Rauða húsinu á Akureyri árið 1981. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum á íslandi og erlendis. Verk eftir hana eru í Listasafni íslands, hjá Reykjavíkurborg, Lista- og menningarsjóði Kópavogs, Bergens Kunstforening og Savaria Muze- um, Szombathely í Ungverjalandi. Sýning Kristínar er opin virka daga kl. 16:00-20:00 ogumhelgarkl. 14:00-20:00. Sýningunni lýkur 20. nóvember. Basar Húsmæðra- félags Reykjavíkur Húsmæðrafélag Reykjavíkur heldur sinn árlega basar sunnud. 6. nóv. að Hallveigarstöðum við Túngötu og hefst hann kl. 14:00. Mikið verður til sölu af alls konar handavinnu, s.s. sokkum, vett- lingum, peysum, húfum, jóladúkum, jólasvuntum fyrir börn og fullorðna. Enn- fremur jólapóstpokar. jólatrésdúkar, prjónuð dýr, ísaumaðir og prjónaðir dúkar o.fl. að ógleymdum lukkupokun- um fyrir börnin. Allur ágóði af sölu basarmuna fer til líknarmála. Alþýðuleikhúsið: Koss köngulóarkonunnar Alþýðuleikhúsið sýnir Koss köngulóar- konunnar eftir Manuel Puig. Sýningar verða í kjallara Hlaðvarpans laugardag- inn 5. nóv. kl. 20:30, sunnud. 6. nóv. kl. 16:00, mánud. 7. nóv. kl. 20:30. Leikstjóri er Sigrún Valbergsdóttir. Leikendur: Árni Pétur Guðjónsson og Guðmundur Ólafsson. Sellótónleikar í Norræna húsinu Sellótónleikar verða í Norræna húsinu sunnudaginn 6. nóv. kl. 17:00. Erling Blöndal Ilengtsson leikur einleiksverk á selló eftir Benjamin Britten, J.S. Bach og Zoltan Kodaly. Aðgöngumiðar seldir við innganginn. Sunnudagsferð F.í. 6. nóv. Kl. 13:00 - Vífílfell (655 m) Vífilfell er suðaustur af Sandskeiði, á mörkum Árnes- og Gullbringusýslna. Gengið verður á fjallið frá mynni Jóseps- dals. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bíl (500 kr.). Frítt er fyrir börn og unglinga í fylgd fullorðinna. Myndakvöld F.f. Næsta myndakvöld F.í. verður mið- vikudaginn 9. nóvember og hefst kl. 20:30. Gérard R. Delavault sýnir og segir frá litadýrð og jarðfræði þjóðgarðanna í Yellowstone, Bryce Canyon, Zion, Can- yonland, Crater Lake og Steinbogaþjóð- garðsins í Bandaríkjunum. Einnigmyndir frá Indíánalandi í Arizona, Yosemite- dalnum í Kaliforníu og fjallgöngum í Washington- og Oregon-fylkjum. Mynd- irnar tók Gérard á fcrðum sínum um Bandaríkin núna í haust. Myndakvöldið verður í Sóknarsalnum, Skipholti 50A. Aðventufcrð vcrður farin til Þórsmerk- ur helgina 25.-27. nóvember. Ferðafélag íslands Rás I FM 92,4/93,5 , Laugardagur 5. nóvember 6.45 Veöurfregnir. Bæn, séra Magnús Björn Björnsson flytur. 7.00 Fróttir. 7.03„Góðan dag, góðir hlustendur“. Pétur Pétursson sér um þáttinn. Fréttir sagöar kl. 8.00, þá lesin dagskrá og veðurfregnir sagöar kl. 8.15. Aö þeim loknum heldur Pétur Pétursson áfram aö kynna morgunlögin fram að tilkynning- um laust fyrir kl. 9.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn „Fúfú og fjallakríiin“ eftir Iðunni Steinsdóttur. Höfundur les (5). (Einnig útvarpað um kvöldið kl. 20.00). 9.20 Hlustendaþjónustan. Sigrún Bjömsdóttir leitar svara við fyrirspurnum hlustenda um dagskrá Ríkisútvarpsins. 9.30 Fréttir og þingmál. Innlent fréttayfirlit vik- unnar og þingmálaþáttur endurtekinn frá kvöld- inu áður. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir 10.25 Sígildir morguntónar. a. Fjórir þýskirdans- ar eftir Wolfgang Amadeus Mozart. St. Martin- in-the-Fields hljómsveitin leikur; Neville Marrin- er stjórnar. b. Dansar úr ballettinum öskubuska eftir Sergei Prokofiev. Sinfóníuhljómsveit Lund- úna leikur; André Previn stjórnar. 11.00 Tilkynningar. 11.05 I liðinni viku. Atburðir vikunnar á innlendum og erlendum vettvangi vegnir og metnir. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. 12.00 Tilkynningar. Dagskrá. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Hér og nú. Fréttaþáttur í vikulokin. 14.00 Tilkynningar. 14.05 Sinna. Þáttur um listir og menningarmál. Umsjón: Halldóra Friðjónsdóttir og Þorgeir Ólafsson. 15.00 Tónspegill. Þáttur um tónlist og tónmenntir á líðandi stund. Umsjón: Bergþóra Jónsdóttir. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 íslenskt mál. Gunnlaugur Ingólfsson flytur þáttinn. (Einnig útvarpað á mánudag kl. 15.45). 16.30 Leikrit: „Það var hundurinn sem varð undir“ eftir Tom Stoppard. Þýðandi: Steinunn Sigurðardóttir. Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson. Leikendur: Rúrik Haraldsson, Róberl Arnfinns- son, Jóhann Sigurðarson, Karl Guðmundsson, Bryndís Pétursdóttir, Margrét Ákadóttir, Árni Tryggvason, Helga E. Jónsdóttir, Gunnar Eyj- ólfsson, Erlingur Gíslason, Pétur Einarsson og Baldvin Halldórsson. (Einnig útvarpað nk. þriðjudagskvöld kl. 22.30). 18.00 Gagn og gaman. Hildur Hermóðsdóttir fjallar um brautryðjendur í íslenskri barnabókaritun. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Tilkynningar. 19.35 „...Bestu kveðjur". Bréf frávinitil vinareftir Þórunni Magneu Magnúsdóttur sem flytur ásamt Róbert Arnfinnssyni. (Einnig útvarpað á mánudagsmorgun kl. 10.30). 20.00 Litli barnatíminn. (Endurtekinn frámorgni). 20.15 Harmoníkuþáttur. Umsjón: Högni Jónsson. (Einnig útvarpað á miðvikudag kl. 15.03). 20.45 Gestastofan. Stefán Bragason ræðir við tónlistarfólk á Héraði. (Frá Egilsstöðum). (Einnig útvarpað nk. þriðjudag kl. 15.03). 21.30 íslenskir einsöngvarar. Kristinn Sigmunds- son syngur; Jónas Ingimundarson leikur með á píanó. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Danslög 23.00 Nær dregur miðnætti. Kvöldskemmtun Út- varpsins á laugardagskvöldi undir stjórn Hönnu G. Sigurðardóttur. 24.00 Fréttir. 00.10 Svolítið af og um tónlist undir svefninn. Nokkur geðbótaratriði úr „Parísarlífi,‘ eftir Jacq- ues Offenbach. Jón Örn Marinósson kynnir. 01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. FM 91,1 Daði sýnir á Hótel Borg f nóvember mánuði heldur Daði Guð- björnsson myndlistarsýningu á Hótel Borg, Pósthússtræti 11. Daði Guðbjörnsson er fæddur 1954. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðarskólann í Reykjavík og síðan framhaldsnám við Ríkisakademíuna í Amsterdam. Hann er formaður Félags íslenskra myndlistarmanna og hefur átt sæti í safnráði Listasafns fslands. Daði hefur tekið þátt 1 fjölda samsýn- inga bæði hérlendis og erlendis. Á sýning- unni eru aðallcga olíumyndir en einnig nokkuð af vatnslitamyndum. Félag eldri borgara: Leiðrétting Félagar í Félagi eldri borgara athugið! Kökubasarinn, sem auglýsstur var að yrði í Tónabæ á laugardag, verður haldinn í Goðheimum, Sigtúni 3lauagardaginn 5. nóv. kl. 15:00 -en ekki í Tónabæ eins og áður var auglýst. Kaffisala Safnaðar- félags Ásprestakalls Kaffisala Safnaðarfélags Ásprestakalls verður sunnudaginn 6. nóvember eftir messu, sem hefst kl. 14:00. Allir velkomn- ir. Ásgrímssafn Safn Ásgríms Jónssonar, Bergstaða- stræti 74, er opið á sunnudögum, þriðju- dögum, fimmtudögum og laugardögum kl. 13:30- 16:00. Fundur Þjóðfræðafélagsins Þjóðfræðafélagið heldur fund mánu- daginn 7. nóv. kl. 20:00 í stofu 308 í Árnagarði við Suðurgötu. Halla Kjartansdóttir ræðir um drauma í fornum sögum og þjóðsögum. Styrktarfélag vangefínna: Foreldrar/forráðamenn - starfsmenn Stjórn Styrktarfélags vangefinna boðar til sameiginlegs fundar með foreldrum/ forráðamönnum og starfsmönnum félags- ins í Bjarkarási mánudaginn 7. nóv. kl. 20:30. Dagskrá: 1. Magnús Kristinsson, formaður fé- lagsins, greinir frá helstu verkefnum þess. 2. Stefán Hreiðarsson læknir, for- stöðumaður Greiningarstöðvar ríkisins, segir frá starfsemi stofnunarinnar. 3. Kaffiveitingar. Stjórnin hvetur foreldra/forráðamenn og starfsmenn til að fjölmenna á fundinn. Basar Kvenfélags Háteigssóknar Kvenfélag Háteigssóknar heldur’ basar í Tónabæ sunnudaginn 6. nóv. kl. 14:(X). Á boðstólum verða kökur, handavinna, ullarvörur o.fl. Heitt kaffi og rjómavöffl- ur. Tekið verður á móti gjöfum á basarinn í kirkjunni á föstudag kl. 17:00-19:00 og í Tónabæ kl. 10:00 á sunnudagsmorgun. Kókubasar Kvenfélags Óháða safnaðarins Kvenfélag Óháða safnaðarins verður tneö kökubasar laugardaginn 5. nóvem- ber kl. 14:00 í safnaðarheimilinu Kirkju- bæ. Þá verður einnig flóamarkaður og skyndihappdrætti. Þær sem vilja gefa kökur og basarmuni komi þeim í Kirkjubæ á föstudag kl. 17:00-19:00 og laugardagsmorgun kl. 10:00-12:00. Sunnudagsferð Útivistar 6. nóv. Ný ferð: Seljadalur - Krókatjörn - Álfaborg. Skoðað verður stuðlaberg sem nýlega er komið í Ijós í grjótnámu við Seljadal. Gönguferðvið allrahæfi. Brott- för frá BSÍ, bensínsölu. Farmiðar við bíl (600 kr.). Frítt er fyrir börn með fullorðn- um. Háskólafyrirlestur: Orkumál og umhverf i Mánudaginn 7. nóv. kl. 17:15 flytur Jakob Björnsson, verkfræðingur og orku- málastjóri, erindi í stofu 158 í húsi verkfræðideildar, Hjarðarhaga 6, um „Orkumál og umhverfi". Verkfræðideild Háskóla íslands gengst fyrir þessum mánudagserindum um um- hverfismál. Til þeirra er stofnað fyrir nemendur í deildinni, en aðgangur er öllum frjáls, - eins þeim sem ekki eru nemendur í háskólanum. Umsjón hefur Einar B. Pálsson prófessor og veitir hann upplýsingar. Félag eldri borgara Kökubasar í Goðheimum Opið hús verður í dag, laugardag, í Goðheimum, Sigtúni 3. Kl. 15 verður kökubasar. Óskað er eftir kökum. Opið hús í Tónabæ - Danskennsla í dag, laugardag, frá kl. 13:30. Kl. 14:00 - frjálst spii og tafl. Kl. 17:30-20:30 er danskennsla og síðan dansleikur til kl. 24:00. Goðheimar, Sigt. 3 á sunnudag: Opið hús verður á morgun, sunnudag, í Goðheimum, Sigtúni 3, frá kl. 14:00. Frjálst spil og tafl Kl. 20:00 verður dansað til kl. 23:30. Tónabær á mánudag Opið hús verður í Tónabæ mánudaginn 7. nóv. frá kl. 13:30. Kl. 14:00 verður spiluð félagsvist. 03.00 Vökulógin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi. Fréttir kl. 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. 8.10 Á nýjum degi. Þorbjörg Þórisdóttir gluggar í helgarblöðin og leikur bandaríska sveitatónlist. 10.05 Nú er lag. Gunnar Salvarsson leikur tónlist og kynnirdagskrá Útvarpsins og Sjónvarpsins. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Dagbók Þorsteins Joð - Þorsteinn J. Vil- hjálmsson. 15.00 Laugardagspósturinn. Skúli Helgason sér um þáttinn. 17.00 Fyrirmyndarfólkþ Lísa Pálsdóttir tekur á móti gestum og bregður léttum lögum á fóninn. Gestur hennar að þessu sinni er örn Karlsson. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Kvöldtónar. Tónlist af ýmsu tagi. 22.07 Út á lífið. Anna Björk Birgisdóttir ber kveðjur milli hlustenda og leikur óskalög. . 02.05 Góðvinafundur. Jónas Jónasson tefur á móti gestum í Duus-húsi. Meðal gesta eru hjónin Ólöf Kolbrún Harðardóttirog Jón Stefáns- son ásamt Kór Langholtskirkju.Tríó Guðmundar Ingólfssönar leikur. (Endurtekinn frá sunnu- degi). 03.05 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi til morguns. Að loknum fréttum kl. 4.00 flutt brot úr þjóðmálaþáttunum „Á vettvangi". Fréttir kl. 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 8.00, 9.00, 10.00, 12.20,16.00,19.00, 22.00 og 24.00. SJÓNVARPIÐ Laugaraagur 5. nóvember 12.30 Fræðsluvarp. Endursýnt Fræðsluvarp frá 30. okt. og 2. nóv. sl. 14.30 Hlé. 15.00 íþróttaþátturinn. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.00 Mofli - síðasti pokabjörninn. (10).(Mofli - El Ultimo Koala) Spænskur teiknimyndaflokkur fyrir börn. Leikraddir Arnar Jónsson og Anna Kristín Arngrímsdóttir. Þýðandi Steinar V. Árna- son. 18.25 Barnabrek. Umsjón Ásdís Eva Hannesdótt- ir. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Á framabraut. (Fame). Ný syrpa bandariska myndaflokksins um nemendur og kennara við listaskóla í New York. Þýðandi Gauti Krist- mannsson. 19.50 Dagskrárkynning 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Lottó. 20.40 Já, forsætisráðherra. (Yes, Prime Minister). Sjöundi þáttur. Breskur gamanmyndaflokkur í átta þáttum. Aðalhlutverk Paul Eddington, Nigel Hawthorne og Derek Fowlds. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 21.10 Maður vikunnar. Vigdís Rafnsdóttir. 21.25 Bestu tónlistarmyndböndin. (MTV Music Awards 1988). Bandarískur þáttur um veitingu verðlauna fyrir bestu tónlistarmyndböndin 1988. Meðal þeirra sem koma fram em Cher, INXS, Rod Stewart, Amy Taylor o.fl. Þýðandi Ýrr Bertelsdóttir. 23.00 Gleðileg jól, Lawrence. (Merry Christmas Mr. Lawrence) Bresk/japönsk kvikmynd frá 1983. Leikstjóri Nagisa Oshima. Aðalhlutverk David Bowie, Tom Conti og Ryuchi Sakamoto. Myndin fjallar um veru breskra stríðsfanga í japönskum fangabúðum árið 1942. Þýðandi Jón O. Edwald. 01.00 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Laugardagur 5. nóvember 08.00 Kum, Kum. Teiknimynd. Þýðandi: Sigrún Þorvarðardóttir. 08.20 Hetjur himingeimsins.He-man. Teikni- mynd. Þýðandi: Sigrún Þorvarðardóttir. Filma- tion. 08.45 Kaspar. Casper the Friendly Ghost. Teikni- mynd. Þýðandi: Guðjón Guðmundsson. World- vision. 09.00 Með afa. Afi skemmtir og sýnir stuttar myndir með íslensku tali. Meðal myndanna sem afi sýnir í dag er mynd um skófólkið, lítið og skrýtið fólk sem býr í fallegu skóþorpi. Fólkið í skóþorp- inu er eins margvíslegt og skórnir sem það líkist, sumir eru dánsskór, aðrir íþróttaskór, trúðaskór eða lögreglustígvél. Hvert um sig hefur sinn sérstaka persónuleika sem við fáum fljótt að kynnast. Aðrar myndir sem afi sýnir í þessum þætti eru Emma litla, Skeljavík, Selur- inn Snorri, Óskaskógur, Toni og Tella, Feldur o.fl. Leikraddir: Arnar Jónsson, Guðmundur Ólafsson, Guðný Ragnarsdóttir, Guðrún Þórð- ardóttir, Júlíus Brjánsson, Saga Jónsdóttir og Sólveig Jónsdóttir. 10.30 Penelópa puntudrós. The Perils of Penelope Pitstop. Teiknimynd. Þýðandi: Alfreð S. Böðv- arsson. Worldvision. 10.50 Einfarinn. Lone Ranger. Teiknimynd. Þýð- andi: Hersteinn Pálsson. Filmation. 11.20 Ég get, ég get I Can Jump Puddles. Framhaldsmynd byggð á sjálfsævisögu rithöfu- ndarins Allans Marshall sem veiktist af lömunar- veiki í æsku. 4. hluti. Aðalhlutverk: Adam Garnett og Lewis Fitz-Gerald. Þýðandi: Birna Berndsen. ABC Australia. 12.05 Laugardagsfár. Tónlistarþáttur. Vinsælustu dansstaðir Bretlands heimsóttir og nýjustu popplögin kynnt. Musicbox 1988. 12.30 Viðskiptaheimurinn. Wall Street Journal Þættirnir um viðskiptaheiminn verða framvegis frumsýndir á laugardagseftirmiðdögum. 12.55 Heiður að veði. Gentleman’s Agreement. Gregory Peck fer með hlutverk blaðamanns sem tálið er að skrifa grein um gyöingahatur. Til þess að afla sér þekkingar á viðfangsefninu, læst hann vera gyðingur og kemst þá að raun um að kynþáttahatur er útbreiddara og rótgrón- ara en hann hafði órað fyrir. Aðalhlutverk: Gregory Peck, Dorothy McGuire, John Garfield, Celeste Holm og Anne Revere. Leikstjóri: Elia Kazan. Framleiðandi: Darryl F. Zanuck. Þýð- andi: Bjöm Baldursson. 20th Century Fox 1947. Sýningartími 115 mín. s/h. 14.50 Ættarveldið. Dynasty. Þegar við skildum , síðast við söguhetjumar í Ættarveldinu hafði Dax leitað huggunar í örmum Tracy eftir að hann kom að Alexis með Rashid og Krystle komst að raun um að hinar dularfullu símhrin- gingar voru einungis upptaka af rödd Matthews. Þýðandi: Guðni Kolbeinsson. 20th Century Fox. 15.40 Ruby Wax. Gestir Ruby Wax í þessum þætti ' eru Bob Payton bandarískur viðskiptamaður, Wendy Wasserstein og Christopher Durang sem bæði eru handritshöfundar, bandaríski gamanleikarinn Pee Wee Herman og Meatloaf. Channel 4/NBD. 16.20 Nærmyndir. Einkar vel þótti takast til við gerð þessarar Nærmyndar af Hrafni Gunnlaugs- syni og áhorfandinn kynnist nýrri hlið á kvik- myndaleikstjóranum þegar hann segir frá bern- skuminningum sinum og draumum. Það er vel við hæfi að sýna þessa nærmynd af Hrafni meðan sýningar á stórverki hans „í skugga hrafnsins" standa yfir. Hrafn lætur nú af störfum sem dagskrárstjóri Ríkissjónvarpsins um sinn til þess að snúa sér að hugðarefni sínu, kvik- myndagerðinni. Stöð 2 óskar honum góðs gengis í von um enn frekari stórvirki á sviði íslenskrar kvikmyndagerðar. Umsjónarmaður er Jón Óttar Ragnarsson. Stöð 2. 17.15 ítalski fótboltinn. 17.50 íþróttir á laugardegi. Meðal annars verður litið yfir íþróttir helgarinnar og úrslit dagsins kynnt. Gillette-pakkinn, keila o.fl. skemmtilegt. Umsjón: Heimir Karlsson._____________________ 19.19 19.19 Lifandi fréttaflutningurásamtumfjöllun um málefni líðandi stundar. 20.30 Laugardagur til lukku. Nýr getraunaleikur sem unninn er í samvinnu við björgunarsveitimar. I þættinum verður dregið í lukkutríói björgunar- sveitanna en miðar, sérstaklega merktir Stöð 2, eru gjaldgengir í þessum leik og mega þeir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.