Tíminn - 05.11.1988, Blaðsíða 19

Tíminn - 05.11.1988, Blaðsíða 19
Tíminn 19 Laugardagur 5. nóvember 1988 Haraldur trúði vinum sínum gjarnan fyrir, að það hefði verið sín mesta gæfa í lífinu þegar hann eignaðist Gróu sína fyrir eiginkonu, enda ekki að undra þar sem Gróa er mikil fyrirmyndar húsmóðir, hlý kona og umburðarlynd. Hún hefur verið góð móðir barnanna þeirra. Alloft glettist Haraldur við vini sína eftir þetta og þóttist þá ekkert skilja hvernig í ósköpunum hefði staðið á því að hún Gróa hefði viljað hann fyrir mann. Slík græskulaus kímni var honum meðfædd. Gróa og Haraldur eignuðust sex börn. Þau eru: Guðmundur Björn sjómaður, sambýliskona hans Krist- ín Helgadóttir; Guðbjörg Kristín, gift Hjálmari Sigurðssyni skipstjóra; Jóna Guðrún, gift Birni Inga Bjarna- syni framkvæmdarstjóra; Gunnhild- ur Halla, gift Guðmundi Thor- oddsen vélstjóra; Gróa Guðmunda, gift Magnúsi Magnússyni tækni- fræðingi; Hinrik Rúnar ógiftur. Öll eru þau uppkomin og myndarfólk. Barnabörnin eru orðin tíu. Lífsvegur Haraldar tók nokkuð aðra stefnu árið 1954 þegar hann eignaðist eigin útgerð, trillubátinn Ólöfu og síðar aðra smábáta. í fyrstu gerði hann út á kola og handfæraveiðar á sumrin og síðar einnig á grásleppu en þess á milli stundaði hann aðra vinnu, bæði í landi og á stærri bátunum. Vetrarvertíðina 1962 var hann skipstjóri á m/b Víkingi, sem þá var leigður til Flateyrar, og næstu vertíð á eftir var hann með m/b Einar Þveræing. Á báðum þessum bátum farnaðist Haraldi vel en hurð skall nærri hælum seinni vertíðina í norð- austan stórviðri á Barðamiðum. Þá glímu sigraði Haraldur. Með öðru hafði hann nokkurt skepnuhald og hafði auðsýnilega heilmikið yndi af að stússa í kringum kindur og snurfusa fjárhúsin til. Það sýnir kannski hvað best hans innri mann hversu innilega vænt honum þótti um málleysingjana og í þeirra húsum er mér nær að halda að hann hafi komist næst guði sínum, þangað tii nú. Það gleymist ekki þeim sem sáu hversu fallegan legstað hann bjó einum sínum tryggasta vini, eftir dauðann, hundinum Kol. Hann var lagður til hvílu ofan við bæjarhúsin á Görðum undir stórum og fallegum blágrýtissteini og vel girt í kring. Um sama leyti dó kisa og hvílir nú við hlið Kols en á steininn er letrað með hvítum stöfum: Kolur og Kisa. Býlið Garða á Hvilftarströnd eign- ast þau hjónin árið 1975 en þegar Haraldur átti kost á jörðinni hugsaði hann sig ekki tvisvar um. Á Görðum byggðu amma og afi okkar beggja árið 1907 reisulegt íbúðarhús, sem stendur enn og sómir sér vel við ströndina. Haraldur tók myndarlega til hend- inni á Görðum, bætti hús og byggði veglegan harðfiskhjall og fljótlega var allt orðið fágað og fínt og allstaðar blasti snyrtimennskan við, jafnt úti sem inni. Verkun sjávarfanga var sérfag Haraldar og hrein unun að fylgjast með og sjá þau handbrögð, sem við voru höfð, og margbreytileg var verkunin en stærst í sniðum var harðfiskverkun. Haraldi var þessi staður mjög kær og varla hefur hann annarsstaðar unað sér betur. Hann var í eðli sínu náttúrubarn og á Görðum naut hann þess í ríkum rnæli. Á Görðum var oft gestkvæmt á sumrin; það vitnar gestabókin um og þegar söfnuðust saman frændur og vinir í stofunni yfir hlöðnu borði af rammíslenskum mat og húmorinn var hlaupinn í húsbóndann þá mynd- aðist mikil stemmning og kátína sem seint gleymist. Haraldur var góður drengur og hjartað hlýtt sem undir sló, trygg- lyndur vinur vina sinna og cinstak- lega frændrækinn. En tilveran var ekki bara dans á rósum hjá frænda mínum; hann átti við ntargan erfiðleikann að etja, en síðari árin var orðið bjartara fram- undan og hann var sáttur og naut þess. Lífsferill og ævistarf Haraldar bera honum haldbetra vitni en þótt ég hafi fleiri orð um ágæti hans. Nú er hann horfinn á vit þess guðs, sem hann trúði á, og efa ég ekki að honum hafi verið vel fagnað. Gróu og ástvinum hans bið ég guðs bless- unar. Við þökkum þér, Haraldur, og kveðjum: Við hjarta þér, móðir, hvilir sá, sem hér fcer að enda skeiðið, þó þúfurnar yrðu alda blá, er yfir þeim sama heiðið; og hvað, sem er undir höfði þá, við helgum þér allir leiðið. (Þorst. Erlingss.) Hringur Hjörleifsson Sigríður Þórðardóttir Fædd 14. nóvember 1899 Dáin 29. október 1988 Nú er komið að því að k’veðja elskulegu ömmu mína sem hefur hlotið langþráða hvíldina. Amma var búin að tala um það í mörg ár að hún væri tilbúin að „fara yfir“ eins og hún orðaði það. Hún var trúuð kona og var viss um að þar biði hennar sá sem var henni kærastur, Sveinn heitinn afi minn. Hann dó árið 1947. Amma mín sagði mér oft frá afa og lífinu á Barðsnesi þar sem hún átti heima öll sín búskaparár og eignaðist sín níu börn. Hún sagði mér líka frá lífi sínu á Kálfafelli í Suðursveit þar sem hún fæddist og ólst upp. Auðheyrt var á því sem hún sagði að hún hafði átt góð uppvaxtarár og átti góðar minningar þaðan. Afa hitti hún í Vestmannaeyjum þar sem hann var á vertíð. En hún var ekki tilbúin að gifta sig þá strax, fór í kvennaskóla í Reykjavík. En síðan trúlofuðust afi og amma og fóru í hringferð með Esjunni kring- um landið og athugðu hvar þau vildu búa. Þau keyptu jörðina Barðsnes í Norðfirði, þar sem þau ólu upp barnahópinn sinn. Á Barðsnesi var margt um manninn t.d. tóku þau að sér tvö börn til viðbótar við sín eigin, auk þess sem ýmsir komu til lengri eða skemmri dvalar á heimilinu. „Afi var alltaf að hugsa um þá sem hvergi áttu heima,“ sagði amma. Þetta var svo barnelskur maður og gaf sér tíma fyrir börnin við lestur sagna, spuna og söng. Bæði afi og amma sungu mikið og afi spilaði undir á orgelið. Þetta allt kemur upp í huga minn þegar ég hugsa um ömmu mína sem var mér svo mikils virði. Mér þótti svo gaman að frásögnum hennar og svo gott að koma til hennar. Ég man eftir því að friðurinn og róin í kringum hana höfðu svo mikil áhrif á mig. Eftir að amma flutti frá Barðsnesi og bjó á Hlíðargötunni kom ég oft við hjá henni á leiðinni heim úr skólanum. Þá þaut ég inn í garð. upp tröppurnar en byrjaði þá að hugsa um að nú þyrfti ég að vera stillt, því að allt var svo kyrrt hjá ömmu. Amma opnaði fyrir mér og bauð mig velkomna; gaf mér mjólk og kleinu eða jólbrauð. Það var allt svo hlýlegt hjá henni. Rólegheitin höfðu góð áhrif á mig. Ekkert trufl- aði. Amma kenndi mér að lesa eins og hinum barnabörnunum sem bjuggu á Neskaupstað. Hún var ekki með neitt kjass eða kjams heldur fundum við fyrir elsku hennar í öllu viðmóti. Umhyggjunni fyrir því hvort við ættum hlýja sokka, vettl- inga, húfur eða bara hvernig okkur liði. Mér fannst amma svo vel gefin, skynsöm og virðuleiki yfir henni. Einfaldleiki og nægjusemi ein- kenndu þessa konu. Aldrei sá maður bruðlað með nokkurn hlut, hvort sem um var að ræða mat, föt, efni, garn, eða bara plastpoka. Hveiti- serkirnir urðu að lökum og garn- afgangar urðu fallegar rendur í sokka eða vettlinga á litla fætur eða hendur. Það var sannarlega margt hægt að læra af ömmu. Það sé ég nú þegar að ég á sjálf þrjú börn. Ég var svo oft hjá henni á sumrin eftir að við fluttum suður, þá bað hún mig gjarnan í góðu veðri að labba upp á fjall, tína í te, eða þá að fara í berjamó og tína ber ofan á skyrið. Þarna lærði ég góða siði í mat og drykk sem ég hef nýtt mér síðar og rifjað upp, þegar ég labba með litlu strákana mína í kringum bú- staðinn okkar og segi þeim hvaða jurtirég vilji hafa í grasateinu mínu. Eitt er víst að amma skilaði sínu ríkulega til okkar sem erum í blóma lífsins. Við getum vonandi notað þessa arfleifð í viðureign okkar við lífsgæðakapphlaupið sem hún tók svo sannarlega ekki þátt í. Nú er hún dáin og ég er að kveðja en eins og sjá má af því sem ég hejf skrifað þá lifir minning hennar og'menning vel með okkur sem fengum að kynnast henni. Margrét Elíasdóttir. o FJÖLBRAUTASKÓLINN VIÐ ARMÚLA ARMULA 10 — 12, 105 R. SIMI 84022 Umsóknarfresti fyrir vorönn 1989 lýkur mánudag- inn 21. nóvember. Hafiö í huga, aö afrit prófskírteina þurfa aö fylgja umsóknum. Skrifstofa skólans er opin kl. 8-16.00 og þar eru veittar allar nánari upplýsingar. Skólameistari. K H T Frá Borgarskipulagi Reykjavíkur Kirkjusandur - Laugarnes - Klettur Tillaga aö deiliskipulagi svæöis, sem afmarkast aö sunnan af lóðarmörkum SÍS og SVR á Kirkjusandi, að austan við austanverðan Laugarnesveg, af Kleppsvegi sunnanveröum og norðaustast austan viö lóö Stálumbúða við Sundagarða, auglýsist hér með samkvæmt gr. 4.4 í skipulagsreglugerð nr. 318/1985. Tillagan er samstarfsverkefni Borgarskipulags, borgarverkfræðings og Reykjavíkurhafnar. Skipulagstillagan verður til sýnis hjá Borgarskipu- lagi Reykjavíkur, Borgartúni 3, 4. hæð frá kl. 8.30 til 16.00 alla virka daga frá 7. nóvember til 7. desember. Athugasemdum eða ábendingum, ef einhverjar eru, skal skila skriflega til Borgarskipulags innan auglýsts kynningartíma. BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR Borgartúni 3 105 Reykjavík. Dráttarbeisli - Kerrur Kerruhásingar fyrir tjaldvagna, hestakerrur o.fl. Burðarþol 500 kg - 6 tonn. ÓDÝRAR HESTAKERRUR Á LAGER. Smíðum allar gerðir af beislum og kerrum. Seljum alla hluti í kerrur og vagna. „Original" beisli á flesta bíla. Vélsmiðja Þórarins Laufbrekku 24 - Dalbrekkumegin Símar 45270-72087 Lausar stöður við Fangelsismálastofnun ríkisins Eftirfarandi stöður eru lausar til umsóknar við Fangelsismálastofnun ríkisins frá og með 1. janúar n.k.: Staða lögfræðings, félagsráðgjafa og skrifstofumanns. Umsóknir sendist dóms- og kirkjumálaráðuneytinu fyrir 18. nóvember n.k. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 3. nóvember 1988. Wm* REYKJMJÍKURBORG ff| »«*. ■*»<» ^ «*■« y ^ Aeiuárvi Stödun, Seljahlíð Hjallaseli 55 Sjúkraþjálfari óskast í hlutastarf frá 1. janúar 1989. Einnig gefst kostur á að vinna sjálfstætt hluta úr degi. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 73633 milli kl. 10.00-12.00 alla virka daga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.