Tíminn - 05.11.1988, Blaðsíða 24

Tíminn - 05.11.1988, Blaðsíða 24
RIKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 Átján mán. binding q10'L AS)-q SAMVINNUBANKiNN ÞRDSTUR 685060 VANIR MENN Tímiiiii Skýrsla félagsmálaráðherra um aðstoð vegna greiðsluerfiðleika íbúðarkaupenda: Um 900 hafa sótt um greiðsluerfiðleikalán Þann 1. nóvember síðastliðinn lagði Jóhanna Sigurðar- dóttir fram skýrslu til ríkistjórnarinnar um aðstoð vegna greiðsluerfiðleika í kjölfar húsnæðiskaupa. í framhaldi af skýrslu þessari samþykkti ríkisstjórnin tillögu félagsmála- ráðherra um skipun starfshóps er leggi fram tillögur til úrbóta hvað þessi mál varðar. í skýrslunni kemur fram að frá því í febrúar 1985 hefur fjórum sinnum verið gripið til þess að aðstoða íbúðareig- endur í greiðsluerfiðleikum með sérstökum Iánum úr Byggingasjóði ríkisins. í heild nema þær fjárhæðir tæpum tveimur milljörðum króna á núgildandi verðlagi. Pað sem af er þessu ári hefur 626 íbúðareigendum í greiðsluerfið- leikum verið veitt lán úr Bygginga- sjóði ríkisins vegna greiðsluerfið- leika, samtals nema þau lán tæpum 302 milljónum króna. Meðallán til hvers umsækjanda er 480 þúsund krónur en 245 umsóknum hefur verið hafnað. Jafnframt þessum lánum úr Byggingasjóði hefur lán- um umsækjenda hjá bönkum og sparisjóðum verið skuldbreytt til allt að átta ára í sérstökum tilvik- um. Frá 15. september s.l. hafa 150 íbúðareigendur sótt um lán til Húsnæðisstofnunar ríkisins vegna greiðsluerfiðleika. Á þeim tíma hafði þegar verið úthlutað þeim 300 milljónum sem ætlaðar voru til þessa lánaflokks yfir allt árið. Ef afgreiða ætti þær 150 umsóknir sem nefndar voru hér að framan er áætlað að til þess þyrfti 120 milljón- ir. Álíka margir íbúðareigendur hafa spurst fyrir um lán vegna greiðsluerfiðleika á sama tíma. Starfsfólk ráðgjafarstöðvar Húsnæðisstofnunarinnar hefur ein- göngu afhent þeim íbúðareigend- um umsóknareyðublöð fyrir lán vegna greiðsluerfiðleika, sem álitn- ir voru í mjög miklum erfiðleikum og áttu á hættu að missa íbúðir sínar á nauðungaruppboði. Öðrum umsækjendum hefur verið sagt að ekki verði unnt að sækja um lán vegna greiðsluerfiðleika fyrr en ákvcðið verður hvort frekara fjár- magni verði veitt til lána vegna greiðsluerfiðleika. í skýrslu félagsmálaráðherra er það ítrekað að ef ekki verði gripið til víðtækra ráðstafana með aðstoð bankakerfisins, sem meðal annars byggi á ráðgjöf og fyrirbyggjandi aðgerðum, þá muni þessa mikla þörf íbúðaeigenda eftir greiðslu- erfiðleikalánum verða viðvarandi og kalla sífellt á aukið fjármagn úr ríkissjóði. Orsakir vandans í greinargerð sem fylgir skýrslu félagsmálaráðherra eru raktar ýmsar upplýsingar varðandi þær lánsumsóknir sem borist hafa vegna greiðsluerfiðleika. Ef litið er á ástæður þess vanda sem íbúðaeigendur lenda í kemur fram að tæpur fjórðungur lendir í kröggum vegna svokallaðra „ytri aðstæðna", sem þýðir það að rekja má vanda þessa fólks til misgengis lánskjara- og kaupgjaldsvísitalna aðallega á árinu 1983, hækkunar vaxta o.fl. Offjárfesting telst vera orsökin í 12,5% tilvika og lág laun í 10% tilvika. Aðrar ástæður eru til staðar í hlutfallslega mun færri tilfellum. f greinargerðinni kemur einnig fram að rúm 41% lánsfjármagnsins á þessu ári hefur farið til Reykja- víkur og tæp 28% til Reykjaness. Aðrir landshlutar fá því samtals 31%. Meðalvanskil eru einnig nokkuð meiri í Reykjavík og Reykjanesi og meðalstærð íbúða er nokkuð minni á þessum tveimur svæðum. Þess má að lokum geta að 170 umsækjendur af þeim 226 sem hlutu lán á þessu ári vegna greiðslu- erfiðleika, höfðu fengið slíkt lán áður. Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráöherra, undirbýr hátekjuskattinn: 5% álagning á tekjur umfram 160 þús. kr.? Þrátt fyrir að ráðamenn hafi verið þeirrar skoðunar að mjög erfitt yrði tæknilcga séð að reikna út tekjuskatt í tveimur þrepum, er Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, búinn að setja starfsmönnum sínum fyrir að finna leið til álagningar hátekju- skatts. „Ég hef verið að láta skoða það mál og meta það að nýju í ljósi reynslunnar af staðgreiðslukerfi skatta. Það er verið að skoða bæði tæknilegar hliðar á álagningu frekari tekjuskatta á háar tekjur og aðrar hliðar. Það hafa komið fram skýrar óskir um að þetta verði gert, frá mörgum út um þjóðfélagið og ekki síst í stuðningsliði ríkisstjórnarinn- ar,“ sagði Ólafur Ragnar, og minnti á nýlega ályktun BSRB. Ekki er athugun Ólafs Ragnars komin það langt að hann geti sagt nákvæmlega hver þessi aukaskatt- lagning verður í hundraðshlutum. Tíminn hefur þó heimildir fyrir því að um sé að ræða 4-5% aukaskatt á tekjur sem hærri verða en 150-170 þúsund krónur á mánuði. Miðað við grófan útreikning má búast við að slíkur 5% hátekjuskattur gæti gefið ríkissjóði um hálfan milljarð króna aukalega á næsta ári. Jlnnflutningur, notkun og förgun PCB efna: | PCB BANNAD 1. DESEMBER Samkvæmt reglugerð sem heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytið hefur gefið út í samráði við félagsmálaráðuneyti verður innflutningur og notkun PCB efna bannaður frá og með 1. desember sé um að ræða fjölklóruð bífenylsambönd (PCB) í efnab- löndun, varningi eða tækjum er innihalda yfir 0,2% styrk slíkra efnasambanda. Undir vissum kringumstæðum er þó heimilt að veita undanþágur frá ofangreindum reglum og skal við slíkar undanþágur tilgreint til hverra nota efnin eru ætluð, varn- ingur eða tæki sem þau hafa að geyma. Slíkar undanþágur er Vinnueftirliti ríkisins heimilt að veita að höfðu samráði við Eitur- efnanefnd séu þær nauðsynlegar þar sem önnur efni geti ekki komið að sömu notum. Að auki hefur ráðuneytið sett fram ákvæði til bráðabirgða um förgun eiturefna og hættulegra efna. Par segir að eingöngu megi farga PCB efnum að fengnu leyfi Holl- ustuverndar ríkisins, sem hefur um förgunina samráð við Vinnueftirlit ríkisins, Eiturefnanefnd og Nátt- úruverndarráð. Þrír slösuðust Ólafur Ragnar Grímsson fjármálar áðherra. En hvenær gæti slíkur skattur skollið yfir? „Ég get ekkert sagt til um það, því fyrst verður að fá úr því skorið hvort þetta sé tæknilega fram- kvæmanlegt og eins verðum við að bíða og sjá hvað kemur út úr þessum athugunum að öðru leyti,“ sagði Ólafur Ragnar. KB Harður árekstur varð milli fólks- bíls af Subaru gerð og dráttarvélar á Suðurlandsvegi, skammt austan við Hvolsvöll um klukkan hálf átta á fimmtudagskvöld. Prennt var í bif- reiðinni og voru öll flutt á slysadeild. talsvert slösuð. Einn farþeginn mun hafa handleggsbrotnað, brotnað á öxl og höfuðkúpubrotnað. Öku- mann dráttarvélarinnar sakaði ekki. Áreksturinn varð með þeim hætti að dráttarvélinni var ekið á öfugum vegarhelmingi, ljóslausri og skall Subaru-bifreiðin dráttarvélina. beint framan á - ABÓ Heildsala slmi 91-39550

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.