Tíminn - 05.11.1988, Blaðsíða 14

Tíminn - 05.11.1988, Blaðsíða 14
14 Tíminn Laugardagur 5. nóvember 1988 Pólskur almenningur tók mjög vel á móti Margaret Tatcher forsætisráðherra Bretlands er hún heimsótti Lenínskipasmíðastöðvarar í Gdansk í gær. FRÉTTAYFIRLIT WASHINGTON - Michael Dukakis, sem nú berst harðri baráttu í von um að vinna upp forskot George Bush, einbeitir sér nú að þeim fylkjum sem talin eru lykilfylki i kosingunum í næstu viku. Bush hefur vísað staðhæfingum Dukakis um óhæfni Dan Quayle sem vara- forsetaefni á bug. GENF - Aðalritari Samein- uðu þjóðanna Javier Perez de Cuellar sagði að íranar og írakar hefðu mjakast í átt til samkomulags í friðarvið- ræðunum sem nú fara fram í Genf. Sendinefndir ríkjanna hafa einbeitt sér að fjórum málaflokkum síðustu daga. De Cuellar sagði að hann hafi átt „mjög árangurríka" einkafundi með utanríkisráðherrum hvor- um um sig og sagði að sameig- inlegur fundur yrði haldinn í dag. MOSKVA - Sovétmenn eru nú að endurskoða áætlun sína um brottflutning sovéskra hermana frá Afganistan vegna þess hve vígstaða afganska stjórnarhersins hefur hríð- versnað að undanförnu, en; Sovétmenn segjast samt staðráðnir í því að síðasti i sovéski hermaðurinnn verði ! farinn frá Afganistan fyrir 15. febrúar á næsta ári í samræmi1 við Genfarsamninga þess efnis. Það var háttsettur sovéskur embættismaður sem skýrði frá þessu í gær. JERÚSALEM - Það ríkir hálfgert upplausnarástand í Verkamannaflokknum í Israel; um þessar mundir eftir ósigun flokksins í kosningunum á dögunum. Shimon Peres for-í maður flokksins situr nú undir mikilli gagnrýni flokksmannai sinna sem sumir hafa efað| leiðtogahæfileika hans og vilja; breytingar á forystunni. Verka-' mannaflokkurinn fékk 39 þing- menn i kosningunum en Lik-i udbandalag Shamirs forsætis- ráðherra 40 þingsæti. Minni hægriflokkar og flokkar strang- trúarmanna voru eiginlegir sig- urvegarar kosninganna. „Hér er fjöldi fólks,“ sagði Marg- aret Tatcher forsætisráðherra Bret- lands undrandi röddu þegar hún leit yfir mannfjöldann í Lenínskipa- smíðastöðvunum sem fagnaði henni er hún heimsótti Gdansk til að hitta Lech Walesa leiðtoga hinna útlægu verkalýðssamtaka Samstöðu að rnáli. Tugir þúsunda Pólverja tóku á móti henni og kölluðu slagorð með Samstöðu og gegn pólskum stjórn- völdum milli þess sem ættjarðar- söngvar voru sungnir. Mannfjöldinn fagnaði mjög þegar Tatcher lagði blómsveig úr hvítum og rauðum blómum á minnismerki um hina tuttugu og átta verkamenn sem skotnir voru til bana af pólskum hermönnum í verkföllunum árið 1970 þegar verkamenn mótmæltu matarskorti í landinu. Verkamenn er komið höfðu sér fyrir á húsþökum kringum minnis- merkið kölluðu „bravó“ þegar járn- frúin klifraði upp á bekk til að fleiri gætu séð hana eftir minningarat- höfnina. Öryggisverðir þurftu að brjóta Margréti og Lech leið gegnum ágenga blaðamenn og ljósmyndara svo þau gætu tekið í hendur fagnandi mannfjöldans. „Ekkert frelsi án Samstöðu" kall- aði fólkið. „Burt með Rakowski“, en Rakowski forsætisráðherra er líklega óvinsælasti maðurinn í Gdansk um þessar mundir, en á dögunum tilkynnti hann að Lení- skipasmíðastöðvunum yrði lokað og væri það einn liðurinn í endurreisn pólsks efnahagslífs, en stöðvarnar hafa verið reknar með miklu tapi. Einver óprúttinn náungi gerði sér lítið fyrir og „smitaði" stórt tölvunet í Bandaríkjunum með „tölvuveiru“ með þeim afleiðingum að hluti for- rita í netinu eyðilögðust. Ekki er að fullu ljóst hve tjónið er mikið, en hluti tölvunetsins er notað af banda- rískum heraðaryfirvöldum og tengist vörnum Bandaríkjanna. Einn vísindamaður sem vinnur í tengslum við tölvukerfið sem tengir rannsóknarstofur á vegurn hersins og ýmissa háskóla í Bandaríkjunum Málaliðarnir sem reyndu byltingu á Maldíveyjum í fyrradag tóku skynsamlegasta kostinn í stöðunni þegar sextánhundruð indverskir úr- valshermenn komu til eyjanna til að skakka leikinn og flúðu með skottið á milli fótanna aftur til Sri Lanka þaðan sem þeir komu. Nokkrir málaliðar voru of seinir að koma sér í bátana og voru klófestir af ind- versku hermönnunum. Hins vegar tóku málaliðarnir með sér gísla, þar á meðal menntamálaráðherra eyj- anna og einn þingmann úr Majlis, þjóðþingi eyjanna. En Rakowski deilir þó með mann- fjöldanum í Gdans aðdáun á Marg- aret Tatcher fyrir þá röggsemi sem hún hefur sýnt í breskum stjórnmál- um. Lech Walesa og Margaret Tatcher sýndu mannfjöldum V sigurmerkið er þau óku á brott í eðalvagni. Fyrr um daginn hafði Tatcher haldið með Wojciech Jaruzelski forseta landsins og leiðtoga Komm- únistaflokksins að stríðsminnis- merki við Westerplatte við Gdansk- flóa, eða Danzigflóa eins og flóinn hét hér áður og lagði þar blómsveig, en þar var fyrsta skotinu í síðari segir að líklega sé tölvuforritið sem plantað var t tölvunetið og eyðilegg- ur önnur forrit, alvarlegasta árás á tölvuheim Bandaríkjanna hingað til. Að sögn vísindamanna við Law- rence Livermore vísindastofnunina sem tengist kjarnorkuvopnarann- sóknum Bandaríkjamanna, þá náð- ist að koma í veg fyrir að tölvuveiran eyðilegði mikilvæg forrit í kerfinu, þó einhver forrit hafi gufað upp. Tölvuveiran hefur fundist í þrjátíu og fimm stofnunum sem tengjast Síðustu fréttir hermdu að Indverj- ar hafi umkringt skip málaliðanna og væru að semja um lausn gíslanna. Indverskir hermenn og lögreglan í Male leituðu málaliða á eyjunni og varðist að minnsta kosti einn þeirra handtöku með unga stúlku sem gísl sinn. Að öðru leyti virtist lífið vera að komast í eðlilegt form á Maldív- eyjum. Indverskar hersveitir munu dvelja á eyjunum fyrst um sinn til að styrkja lögreglulið eyjanna og til að hindra að ný árás verði gerð. Stjórn eyjanna er nú algerlega í höndum heimstyrjöldinni hleypt af l.sept- ember 1939. Þá var Gdansk eða Danzig hluti Þýskalands. í ræðu sinni á fimmtudagskvöld þar sem Margaret Tatcher ávarpaði Jaruzelski í ræðu og sagði að eina leiðin til þess að fá almenning til samvinnu um efnahagsumbætur væri að gefa fólki full lýðræðisleg réttindi, þar með talið rétt til þess að stofna eigin verkalýðssamtök. Hún sagði einnig að almenningur yrði að taka ábyrgð í stað frelsis sem það fengi og sagði það mikilvægt fyrir stjómvöld að taka upp alvöru viðræður við Samstöðu og stjórnarandstöðuna. tölvunetinu og er búist við að sá listi lengist. Er meira að segja möguleika á að tölvuveiran hafi borist í tölvunet utan Bandaríkjanna, en háskóla- stofnanir út um heiminn hafa aðgang að þessu tölvuneti. Tölvuveirur hafa misjöfn áhrif á tölvurnar og forrit þeirra. Þær væg- ustu skella skrítnum skilaboðum inn á skermi notenda, en eyðileggja ekki mikið, en þær sterkustu eyði- Ieggja forrit algerlega og eyða upp- lýsingum sem safnað hefur verið. Gayoom forseta og ríkisstjómar hans að nýju, en Gayoom hringdi í Rajiv Gandhi og þakkaði honum kærlega fyrir hjálpina. Fimmtán manns féllu í byltingar- tilrauninni, ekki tvöhundruð eins og í fyrstu var talið. Enginn útlendur ferðamaður var meðal hinna föllnu, en um 130 þúsund ferðamenn hafa lagt leið sína til eyjanna á ári hverju enda byggja eyjaskeggjar sífellt meira á ferðamannaiðnaði, þó fisk- veiðar séu aðalatvinnuvegurinn. Kaupmannahöfn: Ræningjar myrða lög- reglumann Lögreglumaður var skotinn til bana í Kaupmannahöfn á fimmtu- daginn þegar þar var framið mesta peningarán sem um getur í danskri sögu. Lögreglan leitar nú um alla Danmörku af fjórum byssumönnum sem rændu póstbíl utan við pósthús rétt utan við borgina og komust undan með þrjátíu póstpoka sem innihéldu 1.3 milljónir danskra króna í peningum og skuldabréfum. Talsmaður lögreglunnar sagði að hinn tuttugu og tveggja ára lögreglu- maður, Jesper Egtved Hansen, hafi verið skotinn þegar hann gekk út úr lögreglubíl og dró upp skammbyssu sína til að stöðva sendiferðabíl ræn- ingjanna. Jesper lést af völdum skotsáranna seint á fimmtudags- kvöld. Verkalýður ræðst gegn yfirmönnum Kínverskir verksmiðjustjórar þurfa nú margir hverjir stranga ör- yggisgæslu lögreglu svo þeirra eigin verkamenn slasi þá ekki eða drepi í reiði sinni. Fjöldi verksmiðjustjóra hafa nú lögreglumenn í fylgd sinni hvert sem þeir fara eftir að nokkrir kollegar þeirra hafa verið illa slasað- ir og jafnvel drepnir af verkamönn- um. Þá hefur lögreglan gert lista yfir þá verksmiðjustjóra sem þurfa að líkindum vernd. Þessi skrýtna staða er afleiðing umbótastefnu kínverskra stjórn- valda í efnahagsmálum, en nú hafa þau lagt til hliðar „járnhrísgrjóna- skálastefnuna" en hún hefur undan- farin 39 ár tryggt verkamönnum atvinnu í verksmiðjum hvað sem á hefur dunið. En nú er öldin önnur í þessu fyrirmyndar verkalýðsríki, verksmiðjur eiga að skila gróða, annars verður þeim lokað. Því hafa verksmiðjustjórar neyðst til þess að segja upp verkamönnum auk þess sem verksmiðjur hafa farið á hausinn og verkamenn misst vinnuna þess vegna. Þá brýst reiðin út gegn verk- smiðjustjórunum. í kínverskum dagblöðum mátti í síðustu viku lesa að Zhang Zhifa sem var verkamaður í verksmiðju í Wuan hafi verið dæmdur til dauða fyrir að hafa stungið til bana Pan Maohua verksmiðjustjóra eftir að verkamenn höfðu verið reknir vegna leti og slagsmála. Fleiri atburðir þessa eðlis hafa komið upp á í Kínaveldi undanfarna mánuði. Venezúela: Ólga vegna morðárásar Mótmælaaðgerðir vegna skotárás- ar hermanna sem kostaði fjórtán saklausa fiskimenn lífið um síðustu helgi hafa breiðst út um Venezúela. Harðar mótmælaaðgerðir urðu í fimm stærstu borgum landsins og varð lögregla að beita táragasi til að dreifa mannfjöldanum sem réðst að verslunum og brenndi bíla. Að minnsta kosti nítján lögreglu- menn og fimmtíu unglingar hafa særst í átökum er brotist hafa út í kjölfar mótmælaaðgerðanna í vik- unni. Herinn tilkynnti fyrst að herdeild hafi lent í skotbardaga við skæruliða og að fjórtán þeirra hefðu verið drepnir, en tveir menn er komust lífs af segja, að hermenn hafi fyrirvara- laust hafið skothríð á hóp félaga sem voru á leið í skógarferð sér til skemmtunar. TÖLVUVEIRA GRASSER- AR í BANDARÍKJUNUM Byltingartilraunin á Maldíveyjunum: MALALIDARNIR FLUDU HERSVEITIRINDVERJA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.