Tíminn - 05.11.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 05.11.1988, Blaðsíða 15
Laugardagur 5. nóvember 1988 Tíminn 15 iillllllll ÚTLÖND lllllllllllllil Hugmyndir Frelsissam- taka Palestínuaraba: Það gæti farið svo að Frelsissam- tök Palestínuaraba, PLO, muni fara fram á að Evrópuríki taki að sér stjórn hernumdu svæðanna í Gaza og á vesturbakka Jórdan um eitt- hvert skeið áður en Palestínumenn taki við stjórninni sjálfir eftir að Palestínuríki hefur verið stofnað. „PLO samþykkir yfirumsjón Evr- ópuríkja á hernumdu svæðunum í Gaza og á vesturbakkanum í ein- hvern tíma áður en svæðin verða afhent PLO,“ sagði Bassam Abu Sharif náinn ráðgjafi Yasser Arafats leiðtoga PLO í blaðaviðtali í gær. Abu Sharif sagði að alþjóðleg stjórn á hernumdu svæðunum væri meðal hugmynda sem ræddar verða á þingi Þjóðarráðs Palestínu, sem er útlagastjórn Palestínumanna, en Þjóðarráðið mun hefja þingið 12. nóvember í Alsír. Aðrar hugmyndir gera ráð fyrir bráðbirgðastjóm og að lýst verði yfir stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis á vesturbakkanum og í Gaza, en þar hafa rúmlega 300 manns fallið á þeim ellefu mánuðum sem liðnir eru frá því uppeisn Palestínumanna hófst þar. „Evrópuríkin hafa sýnt slíkt for- dæmi með andstöðu sinni gegn her- námi nasista,“ sagði Abu Sharif. Hann sagði að nú væri kominn tími aðgerða Evrópuríkja eftir tíma yfir- lýsinga. UTLO UMSJÓN: I Magnússon BLAÐAMAÐygí Hörð verka- lýðsátök í Mexíkóborg Þó oft hafi verið barist á þingum verkalýðshreyfingarinnar á Islandi, þá er það bamaleikur miðað við átökin sem eru hjá verkalýðsforkólf- um í Mexíkó. f gær létust tveir og fimmtán manns særðust þegar til skotbardaga kom á milli verkalýðs- foringja tveggja verkalýðssamtaka í Mexíkó í marmaraþaktri gestamót- tökunni á hinu fimm stjömu Pres- idente Chapultepec hóteli í Mexíkó- borg. Skotbardaginn braust út í kjölfar harðra, hefðbundinna ráðstefnuá- taka í ráðstefnusal hótelsins þar sem tvöhundruð verkalýðsforingjar úr Mexíkanska Verkalýðssambandinu og Byltingarsambandi smábænda- samtakanna funduðu. Ekki náðist að útkljá málin á hefðbundinn máta svo að gripið var til vopna. Kjördæmisþing Framsóknarfélaganna í Vesturlandskjördæmi 29. þing K.S.F.V. verður haldið að Vesturgötu 48, 3. hœð (Kiwanishús), Akranesi 5. nóvember 1988 Kl. 10.00 Þingsetning: Guðrún Jóhannsdóttir Kjörnir starfsmenn þingsins: a) Þingforsetar b) Ritarar c) Kjörbréfanefnd d) Uppstillinganefnd Skýrsla stjórnar og reikningar: Guðrún Jóhannsdóttir Reikningar Magna: Davíð Aðalsteinsson Umræða og afgreiðsla. Kl. 11.00 Bygg&amál: Guðmundur Malmquist, forstöðumaður Byggðastofnunar Ávörp gesta: SigurðurGeirdal, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins Inga Þyrí Kjartansdóttir fulltrúi L.F.K. Gissur Pétursson formaður SUF Kl. 12.15 Hádegisver&ur Kl. 13.30 Stjórnmálavi&horfi&: Steingrímur Hermannsson Alexander Stefánsson Almennar umræður Kl. 16.00 Kaffihlé Kl. 16.20 Drög að stjórnmálaályktun lögð fram Framhald almennra umræðna Kl. 17.00 Nefndastörf Kl. 17.45 Afgreiðsla mála Kosningar Kl. 19.00 Þingslit Dagskrá 29. ÞINGS KJÖRDÆMISSAMBANDS FRAMSÓKNARFÉLAG- ANNA Á SUÐURLANDI, HALDIÐ í HALLARLUNDI, VEST- MANNAEYJUM, DAGANA 4.-5. NÓVEMBER 1988. Laugardagur 5. nóvember: Kl. 09.30 Nefndastörf Kl. 10.30 Fundi framhaldið Kl. 11.30 Ávarp Halldórs Ásgrímssonar, sjávarútvegsráðherra Kl. 12.00 Hádegisverður Kl. 13.00 Afgreiðsla mála Kosningar Önnur mál Þingslit Kl. 16.00 Opinn fundur með sjávarútvegsráðherra Kl. 20.00 Árshátíð Méð fyrirvara um breytingar. Aðalfundur Framsóknarfélags Seltjarnarness Aðalfundur Framsóknarfélags Seltjarnarness verður haldinn þriðju- daginn 8. nóvember í sal félagsins að Eiðistorgi kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Val fulltrúa á Kjördæmisþing. Val fulltrúa á flokksþing. Ávarp: Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra. Kaffiveitingar. Stjómin Kjördæmisþing framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi verður haldið sunnudaginn 13. nóvember n.k. í félagsheimilinu á Seltjarnarnesi. Dagskrá auglýst síðar. Stjórnin. Flokksþing ; 20. flokksþing framsóknarmanna verður haldið dagana 18.-20. nóv. n.k. að Hótel Sögu. Þingið hefst föstudaginn 18. nóv. kl. 10. Dagskrá auglýst síðar. Framsóknarflokkurinn. Vesturland Kjördæmisþing framsóknarmanna á Vesturlandi verður haldið á Akranesi 5. nóvember n.k. KSFV Dagskrá aðalfundar fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjavík 5. nóvember 1988 Setning Formaður fulltrúaráðsins, Finnur Ingólfsson. Kosning fundarstjóra og ritara. Skýrslur a) formanns b) gjaldkera c) húsbyggingasjóðs Ávörp gesta a) fulltrúi S.U.F. b) fulltrúi L.F.K. c) formaður Framsóknarflokksins, Steingrímur Her- mannson, forsætisráðherra. Hádegisverður Kynning á áliti starfsnefnda Húsnæðismál aldraðra a) Ásgeir Jóhannesson b) Alfreð Þorsteinsson Umræður og fyrirspurnir Kaffihlé Setið fyrir svörum a) Guðmundur G. Þórarinsson, alþingismaður b) Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi 12. Kl. 16.45 Kosningar 13. Kl. 17.30 Önnur mál. 1. KI. 10.00 2. KI. 10.05 3. Kl. 10.10 4. Kl. 11.00 6. Kl. 12.30 7. Kl. 13.30 8. Kl. 14.15 9. Kl. 14.45 10. KI. 15.30 11. KI. 16.00 Unnur Áslaug Félag framsóknarkvenna í Reykjavík Fundur mánudaginn 7. nóv. kl. 20.30 að Nóatúni 21. Dagskrá: 1. Barnið, fjölskyldan og skólinn. Áslaug Brynjólfsdóttir fræðslustjóri. 2. Unnur Stefánsdóttir fóstra segir frá verkefnum þeim sem hún vinnur að í Heilbrigðisráðuneytinu. Mætið vel og takið með ykkur gesti. Stjórnín Keflavík - Suðurnes Aðalfundur Bjarkar, félags framsóknarkvenna í Keflavík og nágrenni, verður haldinn þriðjudaginn 8. nóv. kl. 20.30 í Framsóknarhúsinu, Keflavík. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á flokksþing. 3. Ávarp Valgerðar Sverrisdóttur, alþingismanns. 4. Önnur mál. Allir velkomnir. Stjórnin Reykjanes Skrifstofa kjördæmissambandsins að Hamraborg 5 verður opin mánudag til fimmtudaga kl. 16-19. KFR Spilafólk athugið Hin árlegu spilakvöld Framsóknarfélags Rangæinga hefjast sunnu- daginn 6. nóv. n.k. Spilað verður I Hlíðarenda og hefst vistin kl. 9.00. Stjórnandi verður Guðmundur Kr. Jónsson. Stjórnin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.