Tíminn - 05.11.1988, Blaðsíða 18

Tíminn - 05.11.1988, Blaðsíða 18
18 Tíminn Laugardagur 5. nóvember 1988 FRYSTIKISTUR- FRYSTISKAPAR eins og hlutirnir gerast bestir GRAM frystikisturnar hafa hraðfrystihólf, hraðfrystistillingu, körfur sem hægt er að stafla, Ijós í loki, barnaöryggi á hitastilli- hnappi, blikkandi oryggisljos við of hatt hitastig. GRAM frystiskáparnir hafa jafna kulda- dreifipgu í öllum skápnum, hraðfrysti- stillingu, oryggisljós fyrir hitastig, utdraganlegar korfur með vörumerki- miðum, hægri eða vinstri opnun. Og auðvitað fylgir hitamælir og ismola- form ollum GRAM frystitækjunum. Kistur: YTRI MÁLlCM hæð breidd dypf • rymi. litrum orkunotk kWst' solarhr frystiofkost kg/ solarhr VERÐ afborg st.gr HF-234 85,0 x 80,0 x 69,5 234 1.15 17.6 35450 (33.678) HF-348 85,0 x 110,0 x 69,5 348 1,30 24,0 41.460 (39 387) HF-462 85,0 x 130,0 x 69,5 462 1,45 26,8 47.740 (45.353) H-590 90,0 x 160,0 x 67,5 590 2,85 47,8 59.850 (56.858) Skapar. FS-100 71,5 x 55,0 x 60,6 100 1,06 16,3 29.990 (28.491) FS-175 106,5 x 55,0 x 60,6 175 1.23 24.5 38.200 (36.290) FS-146 86,5 x 59,5 x 62,1 146 j.,21 18,4 36.100 (34.295) FS-240 126,5 x 59,5 x 62.1 240 1,40 25,3 47.570 (45.192) FS-330 175,0 x 59,5 x 62,1 330 1,74 32,2 62.980 (59.831) 3ja Góðir skiimálar /?onix . áraápyrsð Traust þjónusta Hatuni 6A Simi (91} 24420 . Félag íslenskra rafvirkja heldur ráðstefnu um stöðu rafvirkjans í dag Fjallað verður um hvort nám rafvirkja falli að þeim störfum sem þeir vinna í dag og hvaða breytingar menn telji að verði á næstu árum. Frummælendur verða frá Félagi íslenskra raf- virkja, Landsambandi íslenskra rafvirkja, Sam- bandi íslenskra rafveitna, Tæknifræðingafélaginu og Rafmagnseftirliti ríkisins. Ráðstefnan verður haldin laugardaginn 12. nóvember kl. 13.30 í Félagsmiðstöð rafiðnaðar- manna að Háaleitisbraut 68 og er öllum opin. Stjórn Félags íslenskra rafvirkja. FJÖLBRAUTASKÓUNN BREIÐHOLTI Frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Fyrirsæta Fyrirsætu vantar að myndlistardeild Fjölbrauta- skólans í Breiðholti. Dag- og kvöldtímar. Upplýsingar á skrifstofu skólans, sími 75600. REYKJAVfKURHÖFH Frá Reykjavíkurhöfn Þeir sem telja sig eiga nætur eða annað í geymslu á lóðinni Hólmaslóð 10 í Örfirisey skulu fjarlægja eigur sínar fyrir 1. desember n.k. Eftir þann tíma verða þær fjarlægðar á kostnað eigenda. Reykjavík, 4. nóvember 1988 Hafnarstjórinn í Reykjavík ______MINNING_________________________:____: ■ '::lllllSilii!;|Hl Haraldur Jónsson frá Görðum í Önundarfirði Fæddur 30. september 1924 Dáinn 20. október 1988 Heyrið morgunsöng á sœnum, Sjáið bruna fley Undan hcegum byrjarblœnum Burt frá strönd og ey. Sólin skreytir skiparaðir, Skin hver þanin voð. Söngljóð kveða sjómenn glaðir Snjallt á hverri gnoð. (Steingr. Thorsteinsson) Kær vinur og frændi er dáinn. Haraldur frændi minn varð bráð- kvaddur á heimili sínu á Flateyri.20. okt. s.l. Hann var nýorðinn sextíu og fjögurra ára, sem nú til dags telst ekki hár aldur og átti ég ekki von á öðru en hann lifði lengi enn. Nú er það svo, að við vitum ekki alltaf, Itvers biðja ber, og margan góðan mann leikur hár aldur illa, og þeim sem staðið hefur keikur af sér alla storma lífsins, er það máski gott hlutskipti að falla áður en hann bognar. Haraldur heitinn fæddist á ísafirði 30. sept. 1924 og foreldrar hans voru hjónin Jóna Guðrún Jónsdóttir, ljós- móðir frá Ytri-Veðrará, og Jón Guð- mundur Guðmundsson frá Görðum, bóndi Ytri-Veðrará, síðar bóka- vörður og oddviti á Flateyri. Viku gömlum var Haraldi komið í fóstur hjá föðurbróður sínum Hinrik og konu hans, Guðrúnu Eiríksdóttur, miklum sæmdarhjónum á Flateyri, en móðir hans var þá orðin veik af þeim sjúkdómi sem leiddi til dauða hennar sex árum síðar, frá stórum barnahóp. Haraldur var fjórða barn foreldra sinna en systkinin urðu sjö og einn hálfbróðir sem Jóna átti með fyrri manni sínum, Guðmundi Franklín. Á heimili þeirra Guðrúnar og Hinriks ólst hann upp við mikla ástúð og umhyggju ásamt fóstur- systkinum sínum, Guðfinnu Hin- riksdóttur og Benjamín Oddssyni. Hann saknaði fósturforeldra sinna mjög og taldi sig vart hafa getað eignast betri móður og föður. Eflaust hefur Haraldur hneigst að sjónum strax á barnsaldri og trúlega róið fram á fjörðinn til fiskjar um leið og hann hefur valdið árinni. Hjá Jóni Franklín bróður hans hefst raunveruleg sjómennska Haraldar sumarið 1939 á m/b ívari, 15 tonna bát. Var hann þá 14 ára að aldri, en Jón gerði þá út á dragnót í Húnaflóa. Veturinn eftir í janúarbyrjun ræðst hann aftur til Jóns og þá á m/b Vestra, til línuveiða og útilegu frá Reykjavík. I marsmánuði skall á ofsaveður sem laskaði Vestra það mikið, hér í höfninni, að skipið var frá veiðum það sem eftir var vertíðar. Réðst þá Haraldur, ásamt þremur öðrum skipsfélögum sínum, þar á meðal frænda hans Garðari Finnssyni, til Einars í Garðhúsum, útvegsbónda í Grindavík, og var þar til vors. Síðan liggur leiðin aftur heim til Flateyrar og þar stundaði hann sjó- inn á ýmsum bátum, þar á meðal á m/b Gnoð, með Magnúsi Jónssyni skipstjóra. Haraldur var stórhuga ungur maður, frískur vel með mikla lík- amsburði. Fljótlega vildi hann víkka sinn sjóndeildarhring, eins og ung- um sjómannsefnum er tamt. Síðari heimsstyrjöldin hafði ekki varað lengi þegar Haraldur ræður sig á b/v Helgafell hjá Þórði Hjör- leifssyni, kunnum aflamanni, og þar er hann til stríðsloka. Fyrsti stýrimaður á Helgafellinu var þá og lengst af hinn vel þekkti togarasjómaður Georg Guðmunds- son frá Görðum, föðurbróðir Har- aldar. Þessi hættusömu ár sigldi hann oftsinnis með frænda sínum, með fisk til Englands, en fullvíst er talið að Georg hafi nær alltaf siglt Helgafellinu sem skipstjóri öll stríðs- árin. Næsta víst er, að af Georg hafi Haraldur numið vel togarasjó- mennskuna. Þegar þessum kafla á hans lífsvegi lauk var hann orðinn afburða slyngur togarasjómaður, vel þekktur og eftirsóttur af þeim sökum. í nokkra mánuði var Haraldur með þeim landskunna aflamanni Bjarna Ingimarssyni frá Hnífsdal, á b/v Júpíter. Eignaðist hann þar um borð góðan vin og félaga, Leif Pálsson frá Hnífsdal, og varaði sú vinátta æ síðan. Fljótlega eftir stríðsárin hóf Har- aldur nám við Stýrimannaskólann í Reykjavík og sat þann skóla í tvo vetur, útskrifaðist síðan með hið meira fiskimannapróf árið 1947. Á milli skólaáranna var hann á b/v Hafsteini sem þá var í eigu Jóns Franklíns og Jóns Kjartanssonar. Þá var hann einnig með Marteini Jón- assyni á b/v Þór, sem gerður var út um tíma frá Flateyri af Ásgeiri Guðnasyni, kaupmanni þar. Strax að loknu námi réðst Harald- ur á b/v íslending sem stýrimaður hjá aflamanninum Guðmundi Guð- jónssyni. íslendingur var þá einnig gerður út af Jóni Franklín. B/v íslendingur mun hafa verið annar togarinn sem Islendingar eign- uðust, næst á eftir b/v Jóni forseta. Þetta var lítill togari, en þar um borð hófu margir sína togarasjómennsku sem síðar urðu kunnir skipstjórar og stýrimenn. Árið 1948 réðst Haraldur til Vatn- evrarbræðra, Friðþjófs og Garðars Olafssona, athafnamanna mikilla á Patreksfirði, og þá á b/v Vörð með Gísla Bjarnasyni, ágætum afla- manni. Á Verði var þá 1. stýrimaður Ingvar Guðmundsson, sem síðar varð skipstjóri á b/v Gylfa og fleiri togurum. Þeir Haraldur urðu góðir vinir og mátar eftir það. Haraldur var háseti og 2. stýrimaður þar um borð. Þeir samtíðarmenn hans frá þess- um árum muna hann sem einn mesta togarajötun fyrr og síðar og sem aíburða hraustan, velvirkan og feikna duglegan sjómann. Friðþjófur heitinn kvað eitt sinn hafa fullyrt að Haraldur hefði verið á þessum árum þriggja manna maki og víst er að fullan hug og löngun hafði Friðþjófur til að gera hann að skipstjóra hjá sér, þó af því hafi ekki orðið. Haraldur frændi hafði gaman að skemmta sér og þó aðallega öðrum í frítímum sínum og lyfti þá gjarnan glasi á góðravinastundum og var þá hrókur alls fagnaðar svo um munaði með sinni fádæma fyndni og leik og fékk viðstadda auðveldlega til að veltast um af hlátri. Hann réð í raun yfir þeirri glettni sem kom innst innan frá og meiddi engan. Haraldur var sterkur sundmaður og lét oftsinnis eftir þeirri löngun sinni að dýfa sér í kaldan sjóinn og skifti þá ekki máli hvort heldur í höfn væri eða í djúpa Atlantsála á Halamiðum og alltaf kom piltur hlæjandi úr kafinu. Sumum fannst þá að hann hefði gert þeim slæman grikk en fyrirgáfu það fljótt. Hann var um árabil talinn ómiss- andi í stakkasundskeppni sjómanna- dagsins og vann þá oft til verðlauna. I febr. 1949 fórst Vörður í hafinu á milli íslands og Englands en Har- aldur var ekki með í þeirri ferð, vegna fingurmeins. Fimm menn fórust af Verði þarna en öðrurn af áhöfninni var bjargað um borð í b/v Bjarna Ólafsson frá Akranesi við slæmar aðstæður og mun Bjarni Guðmundsson heitinn, föðurbróðir okkar, sem um árabil var 1. stýrimaður og skipstjóri á Bjarna Ólafssyni, hafa gengið vask- lega fram með harðfylgi sínu við björgunina. Eftir þetta fer Haraldur með Ingv- ari vini sínum á b/v Kaldbak frá Akureyri og er meó honum fram yfir mitt ár 1951 að þeir hætta báðir. Þá um svipað leyti kom nýr togari til ísafjarðar, b/v Sólborg. Páll Pálsson yngri frá Hnífsdal var skipstjóri á Sólborg, þekktur togarasjómaður og mikill aflamaður öll árin sem hann stýrði því skipi. Á þessum tíma var nær öll bátaútgerð í molum á ísafirði og réðust því margir bátasjómenn á Sólborg, harðduglegir en lítt kunn- ugir togarasjómennsku. Því þótti það fengur góður, daginn sem siglt var, þegar Haraldur kom um borð og bættist við þá fáu sem fyrir voru og þekkingu höfðu. Þarna um borð var ég undirritaður að hefja mína fyrstu togarasjómennsku, kornung- ur og alls óvanur þeirri vinnu. FuIIvíst má telja að margir þeir sem þá byrjuðu óvanir og enn lifa minnist einurðar Haraldar og þolin- mæði, þessa fyrstu mánuði, við að kenna og leiðbeina okkur, en það lét Haraldi einkar vel að kenna mönn- um réttu handtökin og þá var ekki farið að manni með illu. Annars krafðist hann mikils af sjálfum sér og öðrum en fyrst og fremst af sjálfum sér. Ég á margs að minnast og þakka honum frá þeim árum og fannst mikið koma til frænda míns. Athygli vakti hversu djarfur hann var og fljótur, því þegar allt var undir brot og slit, bæði trollin rifin og þá oft í vitlausu veðri, virtist hann tvíeflast; var fljótur að hífa trollið klárt og raða mönnum í viðgerðina og sópaði þá aldeilis að karli, fimi hans með netanálina var einstæð og ekki mátti á milli sjá hvort léki betur í hendi hans, netanálin eða saumnálin henn- ar Gunnu Eiríks, þegar hann saum- aði sér öskupoka fyrir öskudaginn. En hvað um það, í þá daga eins og nú gilti að veiðarfærið væri í sjónum. Þetta kunnu togaraskipstjórarnir að meta og því ekki að undra að slíkir menn væru eftirsóttir. Þeir sem hafa verið með Haraldi gleyma seint hans st'erku rödd og hver man ekki eftir þegar hann úr hólnum hrópaði: Hífopp og laggó! Vorið 1952 fá Vatneyrarbræður nýtt skip, b/v Gylfa, og með hann var Ingvar Guðmundsson. Til Ingv- ars fer Haraldur sem 2. stýrimaður en það hafði verið löngu ákveðið. Svo óheppiiega vildi til í öðrum túr skipsins að það kviknar í skipinu og brennur mikið. Af þeim sökum var Gylfi frá veiðum í marga mánuði og kom þá Haraldur aftur yfir á Sólborg og þar er hann til miðs vetrar 1953 er hann hættir og hverfur þá heim til Flateyrar og sest þar alfarið að. Um nokkurn tíma á því ári var hann með Jóhanni Péturssyni á b/v Gylli. Á Flateyri voru þá gerðir út af Einari Sigurðssyni, útgerðarmanni í Reykjavík, tveir af gömlu síðutogur- unum, þeir Gyllir og Guðmundur Júní, sem áður var Júpíter. Á þessu ári má segja að togara- sjómennsku Haraldar ljúki en nokkrum sinnum skrapp hann einn og einn túr þegar kunningja hans vantaði mann. Haraldur gifti sig þetta sama ár. Hann þurfti ekki langt að fara eftir konuefninu, svona rétt sæmilega bæjarleið. Heimasætan á Mosvöllum í Ön- undarfirði og Haraldur felldu hugi saman og giftu sig 17. júní 1953. Gróa er dóttir Guðmundínu Jóns- dóttur og Björns Hjálmarssonar, bónda á Mosvöllum, en báðir for- eldrar hennar eru látnir. Hún ólst upp hjá ömmu sinni á Mosvöllum, Guðbjörgu móður Björns. Gróa nam húsmæðrafræði við Húsmæðra- skólann að Laugalandi í Eyjafirði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.