Tíminn - 05.11.1988, Blaðsíða 11

Tíminn - 05.11.1988, Blaðsíða 11
Laugardagur 5. nóvember 1988 Tíminn 11 MINNING Ólafía Eyjólfsdóttir Fædd 1. september 1898 Dáin 27. október 1988 Foreldrar Ólafíu voru Halldóra Guðrún Jónsdóttir og Eyjólfur Er- lendsson. Þau fluttu sunnan úrBorg- arfirði að Hundastapa í Hraun- hreppi árið 1906 og sama ár komu þau að Álftastekk í Álftaárlandi og byggðu sér þar lítinn bæ. sá bær var hlýlegur og vinalegur, þótt ekki væri hann stór og þætti sjálfsagt knappur á nútíma mælikvarða, fyrir barn- marga fjölskyldu. Að auki var svo talsverður gestagangur, því býlið lá - um þjóðbraut þvera - og flestir ferðuðust þá á hestum eða gangandi og þarna var því tilvalinn áningar- staður. Ekki bar á að í baðstofunni væru nein teljandi þrengsli, enda er sagt að þar sem hjartarými er nóg sé alltaf nægilegt húsrúm. Enginn fór heldur úr hlaði án þess að hafa þegið góðgerðir, að íslenskum sveitasið. Þó gæti maður hugsað að ekki hafi alltaf verið til miklar matarbirgðir í bænum. Ekki var búið stórt og segir það sig sjálft að börnin urðu að fara að heiman jafn ótt og þau gátu orðið að einhverju liði. Frá heimili mínu, Álftá, var ör- stutt út í Álftárstekk, eða Stekk, eins og við sögðum venjulega, varla meira en tíu mínútna gangur og BÆKUR 1U menn SIGURÐUR PÁLSSON Ljóð námu menn - Ný Ijóðabók eftir Sigurð Pálsson Bókaútgáfan FORLAGIÐ hefur sent fra sér nýtt ljóðasafn eftir Sigurð Pálsson - Ljóð námu menn. Þetta er annað bindið í Ljóðnámu- safni Sigurðar en fyrir þremur árum gaf FORLAGIÐ út ljóðabók hans Ljóð námu land. AÍls hafa áður komið út fjórar ljóðabækur frá hendi Sigurðar sem eru meðal þess lífvæn- legasta og frumlegasta í íslenskum skáldskap síðustu ára. Eins og í fyrri ljóðabókum sínum velur skáldið sér hversdagsmyndir að yrkisefni og bregður á leik með þær. En það er skapheitur og alvöru- þrunginn leikur. Hér er fjallað um mannlegt hlutskipti og mannleg sam- skipti og höfðað jöfnum höndum til tilfinninga og vitsmuna lesandans. Sem fyrr er það höfuðviðleitni skáldsins að gefa orðunum skarpa merkingu - vinda hvers konar vana- viðjar utan af tungumálinu. Ljóð Sigurðar eru árás á sljóleika hvers- dagsins, áskorun um að vakna til lífsins - vakna til fegurðarinnar, - segir að lokum í frétt frá FORLAG- INU. Ljóð námu menn er 64 bls. Prent- smiðjan Oddi hf. prentaði. Ragn- heiður Kristjánsdóttir hannaði kápu. fengum við systkinin stundum að hlaupa þangað, til leikja við börnin þar. Þótt ég væri ekki nema fimm ára þegar Eyjólfur dó og heimilið leystist upp, man ég vel eftir svona leikferð- um. Þetta var ekki lítil tilbreyting frá því venjulega. Eitt man ég þó öðru fremur, sem mér fannst ævintýri líkast, en það var lítill hellisskúti í annarri klettaborginni, sem afmark- aði túnið. Inn í hann reyndum við að troðast sem flest og þá var þetta okkar litli bær þar sem við vorum allsráðandi. Þessar stundir, við ærsl og leiki, liðu alltof fljótt að okkar mati, en lífið var ekki eintómur leikur, sagði eldri kynslóðin og við gátum ekki verið eins lengi að heiman og okkur þóknaðist hverju sinni. Aldrei leyfði þó Halldóra að við færum til baka fyrr en hún hafði gert okkur eitthvað gott. Ólafía var elst af systkinum sínum og fór innan við fermingu að vinna fyrir sér. Á unglingsárum réðst hún til foreldra minna að Álftá og var þar um árabil. Urðu æ síðan hlý tengsl milli hennar og þeirra, meðan þeim entist aldur. Ég var að vísu ung þegar hún fór, en ég ólst upp með þeirri tilfinningu, að við ættum góðan vin þar sem Olla var, en svo kölluðum við hana. Á því tímabili, sem hún var hjá okkur, kom þangað ungur vinnu- maður, að nafni Pétur og var Péturs- son. Þau voru bæði á þeim aldri, þegar tilfinningar og vonir ráða ríkj- um og framtíðin er björt. Og þessi tvö ungmenni felldu hugi saman. En síðla vetrar 1921 veiktist Pétur af taugaveiki og lést eftir skamma legu. Unnusta hans var þá orðin barnshaf- andi og hafði hann gert þær ráðstaf- anir að hún fengi framtíðar samastað hjá þeim hjónum, Ingibjörgu og Þórði Gíslasyni, hreppstjóra í Mýrdal. En um þessar mundir voru mikil veikindi og hcimilisástæður ilíEmar áÁlftá. Ég man óljóst frá þessu tímabili að einhver lá fárveikur í gestaher- berginu og enginn mátti koma þar nálægt nema eldri maður úr sveit- inni, sem hjúkraði hinum sjúka. Sá maður kom oft til hjálpar á bæjunum í sveitinni, þegar erfið veikindi bar að höndum. Eitthvað um svipað leyti minnist ég þess að Ijósmóðirin kom með stóra tösku og sagði að ég mundi ef til vill eignast lítinn bróður, sem reyndist rétt vera. En Olla eignaðist son í Mýrdal síðla sumars þetta sama ár og hlaut hann nafnið Pétur. Eins og ég gat um, man ég ekki margt frá þessu vori, er OUa flutti að Mýrdal. En sambandið hélst á milli hennar og okkar, þótt enginn sfmi væri kominn og vegalengdir miklar. Stöku sinnum kom hún í heim- sókn og einhvern veginn fannst mér þá að ég væri uppáhaldið hennar, en kannske fannst öllum börnum, sem hún umgekkst, það sama og mér. Annan son eignaðist Olla löngu síðar. Hann heitir Magnús og er Þorsteinsson. Ólst hann upp hjá fósturforeldrum. Olla flutti til Reykjavíkur um þær mundir, sem Pétur sonur hennar hleypti heimdraganum og fór til mennta. Hún var hraust, dugmikil og hafði létta lund og komu þessir eiginleikar sér vel í harðri lífsbaráttu og við þrotlausa vinnu. Llm árabil sá hún um kaffi fyrir starfsfólk Landssmiðjunnar. Síðar rak hún matsölu inn á Laugavegi og prjónaði jafnframt fatnað á prjóna- vél eftir pöntunum. Við þetta starf- aði hún allmörg ár í fremur lélegu húsnæði og að mörgu leyti við frunt- stæð skilyrði. En hún var ekkert að kvarta. - Og gott var að konta til hennar og fá heitan kaffisopa, ef ntaður átti leið um og það sama hygg ég að fleirum hafi fundist. Olla var afar trygglynd og vinaföst og engum hefði hún liðið að segja misjafnt orð um þá sem henni voru kærir. Síðustu tíu árin átti hún athvarf á dvalarheimili aldraðra við Löngu- hlíð 3. Þar hélt hún áfram að starfa við vélprjón og margskonar handa- vinnu til síðustu stundar. Hún tók á móti gestum, með góðri aðstoð af- komenda sinna og venslafólks, á níræðisafmælinu 1. september. Þá var hún glöð og hress og naut stijndarinnar vel. Ég á margar góðar minningar um Ollu, ekki síst frá bernskudögum. Nú hefur hún kvatt þennan heim. Ég sendi henni þakkir og veifarnaðar- óskir yfir landamærin. Fjölskyldu hennar flyt ég samúðarkveðjur. Lóa Þorkelsdóttir. LEKUR : ER HEDDIÐ BLOKKIN? : SPRUNCIÐ? Viögeröir á öllum heddum og blokkum. Plönum hedd og blokkir — rennum ventla. Eigum oft skiptihedd í ýmsar geröir bifreiöa. Viöhald og viögerðir á iðnaðarvélum — járnsmíöi. Vélsmiðja Hauks B. Guðjónssonar Súðarvogi 34, Kænuvogsmegin — Sími 84110 TÖLVUNOTENDUR Við í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fyrir tölvuvinnslu. i PRENTSMIÐJAN ■ 1'KtNISMIOJAN \C^ddct\ Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 IMT DRÁTTARVÉLAR Örfáar vélar á einstöku verði. Góðir greiðslu- skilmálar. Væntanlegt verft Tilboðsverð Mismunur IMT549 DL kr. 484.000.- kr. 415.000- kr. 69.000- IMT569DL kr. 577.000.- kr. 499.000.- kr. 78.000.- IMT 569 DL DV 4x4 kr. 654.000- kr. 559.000.- kr. 95.000- VÉLAR & ÞJÓNUSTA HF. - Vélaborg JÁRNHÁLSI 2 - SÍMI 83266 - 686655

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.