Tíminn - 05.11.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.11.1988, Blaðsíða 5
Laugardagur 5. nóvember 1988 Tíminn 5 Ólafur Ragnar telur aö skoöa þurfi sjálfvirkt peningastreymi úr félagsmálaráðuneytinu vegna reiknisgleði gjaldþrota fyrirtækja: Ótakmarkaðar launakröfur greiddar út í ríkisábyrgð Félagsmálaráðuneytið greiðir út verulegar upphæðir í hverjum mánuði vegna ríkisábyrgðar þeirra launa, sem starfsmenn fá ekki greidd við gjaldþrot fyrirtækja sinna. Engin takmörk eru fyrir því hvað launagreiðslurnar geta verið háar, en einu skilyrðin eru þau að launakröfurnar í þrotabú séu viðurkenndar af viðkomandi skiptaráðanda. Auk þess eru þau takmörk sett að ríkisábyrgð nær ekki nema til sex síðustu mánaða sem fyrirtæki starfaði. Eru til dæmi þess að félagsmálaráðuneytið hafí borgað launakröf- ur er nema hátt á þriðja hundraö þúsund krónur á mánuði. Starfsmenn ráðuneytisins segjast ekki þekkja jafn háar almennar launagreiðslur innan ráðuneytis, enda virðist gjaldþrota fyrirtæki yfirleitt hafa getað reiknað út rífleg laun fram á síðasta dag. Óeðlilega há laun Ólafur Ragnar Grímsson, fjár- málaráðherra, segist hafa fengið upplýsingar um að þarna væru jafnvel á ferðinni óeðiilcga há laun miðað við það sem gerist nteðal almennra launþega. „Hg tel að skoða þurfi hvaða viðmiðanir eigi að nota í þessum efnum. Það er munur á því að ábyrgjast einhver laun sem eru á bilinu 150-250 þúsund á mánuði og greiða þau. eða hvort verið sé að tala um einhverja eðlilega launatryggingu. Þær tölur sem ég hef heyrt, finnst mér ekki vera í samrænti við þá almennu réttlætisvitund scm menn hafa gagnvart því að ríkið ábyrgist laun við gjaidþrot fyrirtækja," sagði Ólafur Ragnar. Segir hann að ákveða þurfi hvort ríkið taki að sér að ábyrgjast hin háu forstjóra- laun, cða hvort miða ætti ábyrgð- ina við eðlileg meðal framfærslu- laun. Skammlíf lítil þjónustufyrirtæki Óskar Hallgrímsson er sá starfs- maður félagsmálaráðuneytisins, sem sér um að grciða út laun samkvæmt ákvæðum um ríkis- ábyrgð. Scgir hann að sér viröist sent flest fyrirtækin sem ekki geta greitt laun starfsmanna sinna síð- ustu mánuði fyrir gjaldþrot hafi verið í þjónustugreinum. Starfs- mannafjöldi þeirra hafi yfirleitt ekki verið yfir fimm manns. „Það er svo merkilegt að gjaldþrota fyrirtæki virðast hafa borgað góð laun. Okkur sýnist á kröfugerðun- um að launin hafi æði oft veriö í efri kantinum í þessum þjónustu- fyrirtækjum sem hafa orðið gjald- þrota að undanförnu," sagði Óskar. Ekki vildi hann nefna neina launatölu vegna stöðu sinnar, en sagði að miðað við það sem sam- starfsfólk sitt þekkti í stjórnarráð- inu þættu þctta frekar ríflegar tölur. Þetta ætti einkum við unt lítil þjónustufyrirtæki sem sprottið hafa upp og lifað skamman tíma. Eigendur líka með launakröfur Tíminn hcfur fyrir því árciðan- legar heimildir að ekki hafi verið skorið við nögl í útreikningi launa í mjög mörgum tilfellum þar sent þó hafi verið yfirvofandi gjaldþrot. Laun í fámennum þjónustufyrir- tækjuni, sem ríkisábyrgð nær nú yfir, hefur sjaldnar verið undir 200 þúsund krónum miðað við mánuð, en yfir þeirri viömiðun. í mörgum tilfellum itefur verið greitt inn á laun viðkomandi starfsmanna frant að gjaldþroti, en ógreidd launin safnast saman. Ekki eróalgengt að nokkur hundruð þúsund krónur renni til fyrrverandi launþega í gegnum ríkisábyrgð og tölur hafa verið nefndar vel á aöra milljón króna. Gildir þar einu hvort um er að ræða hina gjaldþrota eigcndur sjálfa, ef launakröfur þeirra fást á annað borð viðurkenndar af skiptaráöanda. Launagreiðslur eru, sent kunnugt er, undanskildar þeim fjármununt sent lánadrottnar þrotabús geta gert kröfur til af eignum þeirra sent verða fyrir gjaldþroti. f eldri lögum unt ríkirábyrgð var ákveðin viðntiðun unt hámark þessara greiðslna. Var hún þreföld tckjutrygging almannaryggingar- kerfisins. Það mun hafa verið vegna erfiðleika við að reikna út þrefalda tekjutrygginguna, sent hætt var aö styðjast við það þak snemma á þessunt áratug. Grund- völlur tekjutryggarinnar hafði þá breyst verulega frá lagasetningunni sem var um 1972. KB Jón „Úri“ Garðarsson og Gunnar „Stóri“ Brynjólfsson starfsmenn og áhugamenn um Arctic Cat sleða sitja hér á El Toger ExT. Tímamynd Pjetur Ný árgerð af Arctic Cat snjósleðum kynntir áhugamönnum: Skaffi guð snjóinn sköff um við sleðana Bifreiðar og landbúnaðarvélar bauð í gær fjölda áhugafólks um vélsleða og fjallaferðir til kynningar á nýrri árgerð á Arctic Cat snjósleð- um. Gísli Guðmundsson forstjóri B & L sagði að gaman væri að sjá samankomin svo fríðan flokk manna og kvenna, sem hefðu það eitt sameiginlegt að verða að hafa nægan snjó og almennilega sleða til að aka á. „Því get ég lofað ykkur, ef guð skapar snjóinn, þá getum við skaffað sleðana,“ sagði Gísli í ávarpi til gesta á kynningunni. Gísli sagði að sleðarnir hefðu aldrei verið betri og glæsilegri en einmitt núna, enda hefði framleiðsl- an og eftirspurnin aukist jafnt og þétt frá því að verksmiðjan var endurreist 1984. Allt frá því að B & L tók við umboðinu haustið 1985 hefur verið lögð áhersla á að hafa góða varahluta og viðgerða- þjónustu. Boðið er upp á sex gerðir af Arctic Cat snjósleðum. Fyrst skal nefndur Á.C. Jag A.F.S.. Jag-inn er nú kominn með hina frægu Arctic Cat armafjöðrun, búinn 440 cc. Suzuki vél sem skilar um 45 hestöflum. í>á er A.C. Cougar sem búinn er 56 hestafla loftkældri Suzukí vél. Þriðja skal nefna A.C. Cheetah Touring, hann er búinn sömu vél og Cougar. Innifalið er bakkgír og rafstart. Fjórði snjósleðinn sem kynntur var er A.C. Pantera sem búinn er 72 hestafla vél, bakkgír og rafstarti. A.C. E1 Tiger ExT er helsta nýjung- in í ár. Hann er útbúinn 530 cc vél en úr henni eru aðeins tekin 74 hestöfl í stað 93 áður. Hér er því um að ræða mjög hagkvæman sleða við ýmsar aðstæður. Að lokum er það A.C. Wildcat, flaggskip Arctic Cat sleðanna. Hann er útbúinn um 110 hestafla vél. -ABÓ Fangi sem fluttur var á slysadeild réöist á lögregluþjóna er gættu hans: Sló lögreglu- mann í góK ið Fangi, sem í fylgd tveggja rann- sóknarlögreglumanna, fór á slysa- deild Borgarspítalans í gærmorgun réðist skyndilega á annan lögrcglu- manninn og sló hann heiftarlega í magann. Lögreglumaðurinn hné niður og uppi voru grunsemdir um innvortis blæðingar af völdum hnefa- höggsins. Eftir töluverðar ryskingar tókst að yfirbuga fangann. Rannsóknarlögreglumennirnir tveir sóttu fangann í Síðumúlafang- elsið, þar sem hann afplánar dóm fyrir tékkafals og stuld á greiðslu- kortum. Ætlunin var að skipta um umbúðir á hendi fangans, en hann er með sár á handlegg, er hann sjálfur veitti sér með því að naga sig í handlegginn. Fanginn var hinn rólegasti á leið upp á slysadeild Borgarspítalans. Þar stigu fánginn og lögreglu- mennirnir út og varð eigi vart við að fanginn skipti skapi fyrr en komið var inn í biðsalinn. Par var sem fanginn trylltist. Sneri hann sér leift- ursnöggt og sló annan lögreglu- manninn þungu hnefahöggi undir bringspalirnar. Lögreglumaðurinn var lítt viðbúinn og hné í gólfið. Félagi hans réðist þegar til atlögu við fangann og eftir talsverðar ryskingar hafði hann að hemja fangann. Rannsóknarlögreglumaðurinn er sleginn var, kenndi sér meins inn- vortis og var á tíma álitið að hann hefði hlotið inovortisblæðingar. Rannsókn á Borgarspítalanum leiddi í ljós að svo var ekki. Þegar Tíminn hafði síðast fregnir af líðan lögreglumannsins var góð, en ekki var ákveðið hvort hann gisti nóttina á spítalanum eða færi heim í gær- kvöldi. Lögreglumaðurinn sem réðist á fangann, slapp ekki fullkomlega heill. Kom í ljós að hann hafði tognað á vöðva og reyndist marinn og blár víða á skrokkinn. Ekki fer sögum af líðan fangans eftir þessi viðskipti, en líklegt er að hann eigi eftir að naga sig í handa- bökin vegna stundarreiði. Líkast til munu viðkomandi lögreglumenn, eða Rannsóknarlögreglustjóri höfða mál á hendur fanganum vegna lík- amsárásar. -ES Haröur árekstur í Melasveit: Tveir á sjúkrahús Harður árekstur varð þegar jeppi og fólksbíll, báðir af Dodge gerð lentu framan á hvor öðrum skammt frá bænum Skipanesi í Melasveit um klukkan fjögur í gær. Ökumennirnir sem voru einir í bílunum voru báðir fluttir á sjúkrahúsið á Akranesi tölu- vert slasaðir og var ákveðið að flytja ökumann jeppans á sjúkrahús í Reykjavík. Þyrla Landhelgisgæsl- unnar var fengin til að flytja hann og var hún lent við Borgarspítalann klukkan 6.20. Talið er að rekja megi áreksturinn tjl hálku. Báðir bílarnir eru taldir ónýtir. -ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.