Tíminn - 08.12.1988, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 8. desember 1988
Tíminn 5
°Viöræður hafa átt sér stað milli íslendinga og Indverja:
vtwi9iu noiemnngir
Asíu til í samstarf
Samkvæmt heimildum Tímans hafa viðræður átt sér stað
milli fslendinga og Indverja um hugsanlega samvinnu
þeirra á milli, meðal annars í hótelrekstri. Indversk
stjóravöld munu renna hýru auga til samvinnu við
íslendinga á fleiri sviðum en ekki er, að svo stöddu, hægt
að greina frá í hverju sú samvinna yrði fólgin.
Það er ljóst að.stærstu hótelkeðj-
umar á Indlandi, og þar með Asíu,
hafa áhuga á samvtnnu við vönduð
íslensk hótel, fimm og jafnvel
fjögurra stjömu. Samvinna þessi
gæti til dæmis verið fólgin í upp-
setningu indverskra eldhúsa innan
hótelanna, indverskir kokkar yrðu
„lánaðir“, og það sem meira er, tii
greina kemur einhverskonar fjár-
hags- og markaðsleg samvinna,
sem væri þá fólgin í því að þessir
indversku aðilar myndu taka að sér
markaðssetningu íslensku hótel-
anna erlendis.
Viðræður hafa átt sér stað, jafnt
hér heima sem á Indlandi, og ráð
er fyrir gert að það skýríst fljótlega
um hvaða íslensk hótel er að ræða.
Það er ljóst að um tvo stærstu
hótelhringi Indlands og þar með
Asíu er að ræða, annar er í einka-
eign og hinn ríkisrekinn.
Þetta mál mun tengjast þeirri
útvíkkun sem á sér stað meðal
indverskra fyrirtækja, til dæmis I
Bandaríkjunum, og mun ísland
hafa þótt álitlegur staður, bæði
með tilliti til þeirrar kynningar sem
landið hefur fengið erlendis að
undanfömu auk þess sem aðstæður
hér em, að mati Indverja, ákjósan-
legar.
Sannköllud
himnasending
Kunnugir telja ekki ioku fyrir
það skotið að hér sé um nokkurs
konar himnasendingu að ræða ef af
verður. Eins og kunnugt er hefur
uppbygging hótela á Stór-Reykja-
víkursvæðinu verið með ólíkindum
hröð að undanförnu og virðist sem
í sumum tilfellum hafi verið ráðist
í framkvæmdir af heldur meira
kappi en forsjá. Sum þessara hót-
ela ramba því jaínvel á barmi
gjaldþrots og mörg þeirra eru ein-
mitt í þeim gæðaflokki sem minnst
er á hér að ofan, þ.e. fjögurra til
fimm stjörnu.
Ef vöngum cr velt yfir því hvaða
hótel koma helst til greina, í þessari
fslensk/indversku samsteypu, með
tilliti til þess að fimm stjörnu hótel
er helst til umræðu, kemur í Ijós að
um frekar þröngan hóp er að ræða.
Viðmælandi blaðsins sagði í gær að
hótel væri í rauninni ckki fimm
stjörnu ncma sundlaug væri á
staðnum og þá koma fá t il greina v
Fimm stjörnu hótelin
Þau hótel sem í daglegu tali eru
hinsvegar nefnd fimm stjörnu eru
t.d. Hótel Holt, Hótel Saga, Hótei
Esja, Hótel Loftleiðir, Hótel Örk
og Holiday Inn. Þess má geta að í
þennan hóp bætist Hótel ísland
þegar það vcrður tekið í notkun,
sem jafnvel gæti orðið að hluta til
á næsta ári.
Alit bendir til að eitthvcrt ofan-
greindra hótela sé inni í myndinni
og jafnvel fleira en eitt. Hvert
þeirra hlýtur hnossið er eins og
áður sagði ekki hægt að segja að
svo stöddu en víst má telja að um
hina mestu búbót verði að ræða
fyrir þau „heppnu“.
Ef litið er til Indlands herrna
heimildir Tímans að stærstu hótcl-
hringirnir þar séu Taj og Oberoi,
sem báðir eru í einkacign og Ash-
ok-keðjan sem eru ríkisrekin, eins-
konar Edduhótel. Þessar keðjur
eru sagðar á heimsmælikvarða og
ná til fleiri landa en Indlands
þannig að ekki er ólíklegt að um
einhverja þeirra sé að ræða.
Ema Hauksdóttir, fram-
kvæmdastjóri Sambands veitinga-
og gistihúsa, sagðist í samtali við
Tímann í gær ekkert hafa heyrt um
þessa fyrirhuguðu samvinnu og því
ekki vilja tjá sig um málið.
- En gæti fyrirhuguð markaðs-
öflun og kynning ekki komið ís-
lenskum hóteleigendum til góða?
„Jú, ugglaust, en ég gct bara
ekki tjáð mig um málið án þess að
vita nokkuð um það. Mér finnst
þetta hinsvegar bæði furðulegt og
fróðlegt.“ -áma
Gráfíkjur frá „Vijgen Klijnoot"
reyndust innihalda eiturefni:
Sölubanni íétt
af gráfíkjum
Hollustuvemd ríkisins hafa boríst niðurstöður rannsokna a
gráfíkjum, hvort í þeim fyndist eiturefnið aflatoxin. Niður-
staðan varð sú að tvær þeirra vörusendinga, sem nú eru
fuUrannsakaðar, reyndust innihalda aflatoxin yfir viðmiðun-
armörkum og hefur sala þeirra verið bönnuð.
Hér er um að ræða vörusendingu
sem ekki hafði verið dreift í verslan-
ir, þ.e. ekki tollafgreidd og aðra
vörusendingu, sem hafði verið til
sölu í verslunum, þar til sala á
gráfíkjum var stöðvuð þann 24,
nóvember sl. Sala þeirra verður ekki
leyfð.
Með hliðsjón af þessu hefur sölu-
banni á gráfíkjum verið aflétt, öðr-
um en framangreindum tveim vöru-
sendingum og þeim sem nú eru
innsiglaðar vegna frekari rannsókna.
Jafnframt mun stofnunin leggja til
við heilbrigðis- og tryggingaráðu-
neytið að settar verði reglur um
innflutning og sölu á gráfíkjum.
Verður þar m.a. lagt til að sala á
gráfíkjum verði ekki leyfð nema að
undangenginni rannsókn fyrir afla-
toxíni.
Sú vörusending sem var hér á
markaði og sem mældist yfir viðmið-
unarmörkum, var seld í miklu magni
áður en sala var stöðvuð. Er hér um
að ræða vörumerkið „Vijgen Klij-
noot“ og er geymsluþolsmerking
vörunnar 1. apríl 1989. Nettóþyngd
umbúða er 300 gr. og eru gráfíkjurn-
ar í plastbakka sem vafinn er þunnu
plasti.
Hollustuvernd sendi sýni til grein-
ingar í Svíþjóð, að lokinni forrann-
sókn hér. Allar gráfíkjur sem dreift
hafði verið til sölu í verslanir voru
athugaðar, en ekki er lokið athugun
á vörusendingum sem ekki hafði
verið dreift til sölu. Vörur sem eru
til frekari rannsóknar hafa verið
innsiglaðar þar til niðurstöður liggja
fyrir. -ABÓ
Næturvaktin á brunaæfingu
Undraland í Laugardal var
brennt til kaldra kola í fyrrinótt og
var það slökkviliðið í Reykjavík
sem brenndi húsið. Undraland var
eitt af síðustu húsum borgarinnar
sem stóð á bújörð.
Vegna þess hversu stuttan tíma
slökkviliðið hafði húsið til æfinga
áður en það þurfti að hverfa af
sjónarsviðinu, var ákveðið að nýta
tímann sem best og því ekki gerður
greinarmunur á hvort var nótt eða
dagur þegar æfingarnar fóru fram.
Slökkviliðinu áskotnaðist húsið í
byrjun vikunnar og var þegar hafist
handa við að æfa reykköfun. { gær
var síðan tekið til við að æfa
brunaverðina í að slökkva elda og
var því kveikt og slökkt í húsinu á
víxl, þar til það var brunnið til
kaldra kola um sexleytið í gær-
morgun. f gærdag var Undraland
síðan jafnað við jörðu.
-ABÓ
Alþjóðleg samkeppni Rauða krossins í Búlgaríu um myndverk:
9 ára Akumesingur sigrar
Nýlega bárust verðlaun og viður-
kenningar fyrir þátttöku í 7. alþjóð-
legu samkeppninni „Hvernig líst þér
Verðlaunahafl íslands, Anna Björk
Þorvarðardóttir, er lengst tii hægri á
myndinni, í stólnum situr Guðrún
Ósk Ragnarsdóttir, sem fékk viður-
kenningu, þá Guðmundur Örn
Björnsson,sem líka fékk viðurkenn-
ingu. Fyrir aftan þau er Helga Garð-
arsdóttir, en hún hafði veg og vanda
af keppninni á Akranesi.
á myndverkið mitt?“, sem Rauði
kross Búlgaríu efnir til annað hvert
ár, og hlaut Anna Björk Þorvarðar-
dóttir, 9 ára fötluð stúlka á Akra-
nesi, verðlaun. Myndin hennar prýð-
ir nú barnadeild á sjúkrahúsi í Búlg-
aríu.
Viðurkenningar fengu þau Guð-
mundur Örn Björnsson og Guðrún
Ósk Ragnarsdóttir, en þau eru ásamt
Önnu Björk í Brekkubæjarskóla á
Akranesi, og Díana Mjöll Stefáns-
dóttir frá Akureyri, en hún lést áður
en viðurkenningarnar bárust. Þá
fengu börnin einnig viðurkenningar
frá Rauða krossi íslands.
AIls tóku börn frá 28 þjóðum þátt
í keppninni og var ísland eina landið
á Norðurlöndunum sem tók þátt
núna.
Rauði kross íslands vill vekja
athygli á þessari samkeppni sent
getur verið hvatning til sköpunar
listaverka og gott tækifæri fyrir
kennara fatlaðra og sjúkra barna að
koma þeim á framfæri.