Tíminn - 17.12.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.12.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 17. desember 1988 Gunnar Hilmarsson, stjórnarformaöur Atvinnutryggingarsjóðs og sveitarstjóri á Raufarhöfn: HÉR ÞARF ÁKVEÐNA FISKVINNSLUSTEFNU Hvernig gengur afgreiðslan hjá Atvinnutryggingarsjóði og hvenær fá fyrirtækin svör? Stjórnarformaðurinn segir frá því hversu þungur róðurinn hefur verið að koma sjóðnum úr vör og hefja úthlutun, en verst sé að í sumum tilfellum geti hann ekki bjargað fyrirtækjum frá gjaidþroti. En hvað tekur við þegar sjóðurinn hefur gert sitt? Gunnar Hilmarsson telur nauðsynlegt að hér á landi verði mótuð fiskvinnslustefna í framhaldi af þeirri veiðistefnu sem stýrt hefur verið eftir undanfarin ár. Hvert fiskvinnslufyr- irtæki þurfi t.d. að fá vinnsluleyfi líkt og útgerð þarf veiðiheimild. 150-160 umsóknir „Það hafa um 150-160 umsóknir borist til sjóðsins. Þær bárust flestar í nóvember en eru reyndar enn að berast. Það komu t.d. sex eða sjö í dag og gær. Það hefur tekið þetta langan tfma þar sem við höfum beðið umsækjendur um ársreikninga og milliupp- gjör fyrirtækjanna. Þeir hafa þurft að senda þessi gögn og önnur með umsóknunum og þau hafa ekki verið tilbúin í flestum tilfell- um. Það hefur því kostað marga talsverðan undirbúning að sækja um aðstoð úr sjóðnum og því eru þessar umsóknir ekki allar komnar inn. Við vitum líka um dæmi þess að menn ætli ekki að senda inn umsókn fyrr en eftir áramótin. Ástandið hefur versnað gífurlega á þessu ári. Ef menn leggja einungis fram ársreikn- inga fyrir árið 1987 kemur vandinn ekki fram í uppgjörinu. Þessireldri ársreikningar sýna lausafjárstöðuna miklu betri en hún er núna. Það eru fyrstu átta til tíu mánuðir þessa árs sem eru verstir. Ef umsækjendur koma ekki með milliuppgjör frá því í haust, þurfum við að fara að miða við ársreikninga sem ekki gefa rétta mynd af ástandinu, nema í fæstum tilfellum. Helsta orsök þessa vanda er aukinn fjár- magnskostnaður og sá vandi spannar að mestu yfir tímabilið frá ágúst 1987 til október 1988. Þessi vandi kemur að mestu fram í rekstrartölum þessa árs. Við teljum jafnvel betra að bíða með umsókn fram yfir áramót, heldur en að sækja um núna án nokkurs uppgjörs fyrir þetta ár.“ Hvenær verður þá byrjað að úthluta úr sjóðnum? „Það lá vissulega mikið á því að leysa vanda þessara aðila í sjávarútvegi og útflutn- ingsgreinum og því erum við þegar byrjaðir að úthluta. Það hafa því miður ekki nógu margir verið afgreiddir ennþá. Það stafar af því að þegar farið er af stað með svona fyrirtæki eins og þennan sjóð, er margt sem þarf að athuga varðandi vinnubrögð og fleira. Erum að afgreiða yfir þrjátíu Þess ber einnig að geta að þessi sjóður hefur sér til ráðuneytis samstarfsnefnd sem skipuð er fulltrúum lánasjóða, Byggðastofn- unar og viðskiptabanka viðkomandi aðila. Samkvæmt reglugerð fer þessi nefnd fyrst yfir tillögur og gefur umsagnir um fyrirtæki. Frá þessari nefnd hafa umsóknirnar ekki komið hraðar en þetta. Hún þarf að afgreiða málin frá sér áður en hægt verður að afgreiða þau frá sjóðnum. Sjóðurinn hefur farið allt of seint af stað og róðurinn verið þungur, en vonandi fer þetta að ganga hraðar. Þó er það svo að búið er að gefa um 15 fyrirtækjum staðfesta jákvæða afgreiðslu. Eg reikna með að aðrar 15-20 slíkar af- greiðslur séu að fæðast í þessari viku og þeirri næstu. Þegar ég er að tala um afgreiðslu, er um það að ræða að þeir hafa fengið staðfest hve mikið lán þeir geta fengið. Eftir það þurfa þeir að senda okkur skuldalista og talsverð pappírsvinna er eftir. Þannig er raunhæft að segja að einungis hluti þessara umsókna verði að fullu af- greiddur fyrir áramót." Það hafa þá verið talsverð vandamál við að glíma fyrir þennan unga sjóð? „Jú, kerfið er þungt í vöfum og okkur er sniðinn nokkuð þröngur stakkur í reglugerð- inni. Við eigum t.d. að vera vissir um að fyrirtækin geti staðið á eigin fótum eftir fyrirgreiðslu okkar. í okkar þjóðfélagi, eins og það er núna, byggir afgreiðsla að verulegu leyti á matsatriðum. Við vitum að afkoma sjávarútvegsins gengur í bylgjum og rekstr- arafkoma byggir ekki bara á mannlegum ákvörðunum. Þar skipta markaðsverð og aflabrögð miklu máli. Það fyrsta sem kom í ljós var, að ef við hefðum átt að miða við daginn sem við hófum starfsemi, hefði nær ekkert rekstrardæmi gengið upp. Ef við hins vegar litum aftur f tímann og fram á veginn, kom í ljós að verulegur hópur útflutningsfyr- irtækja gat talist rekstrarhæfur. Milljarða sparnaður við lækkun vaxta Þetta stafar af því að rekstrarstaðan breytist nærri því vikulega. T.d. hafa millj- arðar króna runnið í fjármagnskostnað hjá þessum fyrirtækjum undanfarna mánuði. Fyrr á þessu ári sáu menn t.d. á eftir hundruðum þúsunda króna í vexti og kostn- að af afurðalánum þegar uppgjör fór fram. Allt í einu er þessi tala orðin miklu minni í heildarkostnaðinum. Vextir hafa lækkað hratt á stuttum tíma og þessar milljarða króna greiðslur eru því verulega minni eins og er. Einnig hefur komið fram lækkun á rafmagni, fyrirtæki í sjávarútvegi fengu greitt úr verðjöfnunarsjóði og hækkun hefur orðið á verði afurða á mörkuðum. í niínum huga dugar þetta samt ekki til. Við þurfum eitthvað meira, en ég tel rétt að beðið verði með að taka ákvörðun um það fram yfir áramót í hve miklum mæli við þurfum t.d. að fella gengið. Fyrr sjáum við ekki hvar við stöndum, en ég er sannfærður urn að við þurfum eitthvað að hreyfa gengisskráning- una. Fyrir utan fjármagnskostnaðinn hefur vitlaust skráð gengi verið annað mesta böl útflutnings- og samkeppnisgreina. Þ.e. hin svokallaða fastgengisstefna sem felst í því að láta bara íslensku krónuna hækka. Ég er ansi hræddur urn að verkalýðshreyfingin hefði illa unað því að framfærslukostnaður- inn hefði hækkað um 25% á ári í 2-3 ár, en launin staðið í stað. Ég var að nefna áðan að stór hluti fyrirtækja nær ekki því lágmarki að kallast rekstrarhæfur. Þau fyrirtæki eru bæði stór og smá. Það eru stóru fyrirtækin sem menn hafa haft mestar áhyggjur af, vegna þess að þarna er um að ræða fyrirtæki sem bera uppi atvinnu á hverjum stað. Stundum eru þau eina fyrirtækið á við- komandi atvinnusvæði í sinni grein. Svo er til í dæminu að fleiri fyrirtæki í sömu grein eru á sama svæði og þar hefur í mörgum tilfellum blundað lengi í mönnum að leita sameiningar. Við getum tekið dæmigert ástand þar sem tvö þrjú fyrirtæki eru á sama svæði. Þau eru kannski bæði í frystingu og saltfisk.verkun. Þau eru oftast öll eða bæði með alla rekstrarliði. Þau eru með netaverk- stæði, viðgerðarstofur, mötuneyti og fleiri þætti þjónustu sem fylgir rekstrinum. Með því að menn slái sér saman er vel hægt að ná vissum sparnaði. Þessir aðilar gætu t.d. komið sér saman um að vinna saltfiskinn í öðru húsinu og haft samstarf um eitt neta- verkstæði. Þessir ímynduðu tveir aðilar gætu t.d. staðið frammi fyrir því að hvor um sig missti einn togara úr útgerð sinni, en með sameiningu og endurskipulagningu gætu þeir sloppið við að missa skip og bætt um leið rekstrarstöðu sína sameiginlega." Sameining víða í gangi Nú þykist ég vita að þú viljir ekki ræða einstaka umsækjendur, en samt ætla ég að spyrja þig út í þær sameiningarviðræður sem farið hafa fram á Stöðvarfirði og Breiðdals- vík fyrir milligöngu sjóðsins. Eins má rifja upp úr fréttum Tímans í síðustu viku að svipaðar viðræður hafa farið fram í Þorláks- höfn og á Ólafsfirði. „Það kom fljótlega í Ijós þegar við fengum umsóknir í sjóðinn, að nokkur þessara fyrirtækja gátu ekki uppfyllt þau skilyrði sem Atvinnutryggingarsjóði er gert að fara eftir. Við reyndum að segja þessum mönn- um það eins fljótt og við gátum. Menn vissu þá líka af þeim möguleikum sem felast í sameiningu. Þú nefnir þessa staði, sem allir hafa verið í fréttum að undanförnu. í þeim tilfellum og öðrum liggur ljóst fyrir að heimamenn verða að hafa frumkvæði í slíkum viðræðum. Þessu verður ekki stjórnað héðan. Við reynum þó auðvitað að hvetja menn til að gera þetta. Við segjurn þeim frá þeim möguleika sem við höfum á að koma inn í slík sameiningarmál eftir að þau eru orðin rekstrarhæf. Það er komið inn á það í reglugerð okkar að við getum lánað, með veðum, einstakl- ingum, sveitarfélögum og fyrirtækjum pen- inga til að auka hlutafé. Einnig getum við veitt hrein hagræðingarlán og skuldbreyting- arlán að teknum veðum.“ „Að selja útsæðið“ „Það er held ég alveg ljóst að þetta eitt dugir sjaldnast til. Við höfum dæmi um fyrirtæki þar sem skuldir eru mun meiri en tekj umöguleikar. Það er alveg sama hvernig þau dæmi eru reiknuð. Skuldirnar aukast og á þeim stöðum gengur dæmið bara ekki upp. Við getum tekið einhvern ákveðinn fjörð, sem stendur frammi fyrir því að geta greitt skuldir fiskvinnslu og útgerðar ef togarar staðarins yrðu seldir. En til hvers væri það? Besta leiðin út úr slíkum ógöngum er í mörgum tilfellum sú að auka hlutafé við- komandi fyrirtækja. Inn í slíkar viðræður blandast venjulega þrír aðilar. Þeir eru viðskiptabanki fyrirtækisins, Byggðastofnun og Fiskveiðisjóður, auk hugsanlega beinnar aðildar ríkissjóðs eða sveitarfélags og ann- arra viðskiptamaiina. í mörgum tilfellum hafa þessir þrír helstu aðilar þá völ á að láta viðkomandi fyrirtæki rúlla og verða gjald- þrota, eða leita leiða til að gera þau rekstrarhæf. Við gjaldþrot eru ekki aðrar eigur seldar fyrir sannvirði en skip og veiðikvóti. Það er eins og bóndi væri að selja allt útsæði sitt. Þá komum við að þeirri stóru spurningu hvernig menn ætla að reyna að Iifa á þessum stöðum. Ég tel að þessar stofnanir þurfi að móta einhverja ákveðna stefnu í þessu stóra máli. Hvað ætla þeir að ganga langt og hvað ,ætla þeir að gera? Megrun fyrirtækja Hugsanlega þarf að grenna fyrirtækin að einhverju leyti, en vel getur verið að lausnin felist í svokölluðum víkjandi lánum, en krefjast þess þó að eigendur leggi fram aukið hlutafé í fyrirtækin." Hafa fyrirtæki möguleika á að „grenna sig“ í rekstri og umsvifum? „Það er auðvitað hugsanlegt að einhver þeirra sem eiga tvö skip geti t.d. selt annan togarann og keypt bát í staðinn. Það þarf þó ekki að vera það besta sem menn geta notað í slíkri megrun. Þeir gætu t.d losað sig við einhverjar eignir í landi, þó að slíkt sé auðvitað erfitt í mörgum tilfellum. Skásti kostur þeirra er oftast sá að fá einstaklinga eða félög til að auka hlutafé sitt, en sá kostur er sjaldnar til staðar en ekki. Versti kostur- inn, en því miður stundum sá eini, er gjaldþrot, vegna þess að það eru einstakling- arnir sem verða verst úti og það getur lamað heilu atvinnusvæðin til lengri tíma.“ En hvað með framtíðina eftir að Atvinnu- tryggingarsjóður hefur gert sitt og verið lagður af? Ér eitthvað til í því að fækka megi frystihúsum í framtíðinni svo ég taki dæmi af því sem rætt hefur verið? „Auðvitað má fækka frystihúsum. Það má líka fækka bílum og það mætti fækka verslunum í landinu. Á stærri stöðum eru oft fleiri en eitt frystihús. Ég þekki til dæmis að á ísafirði stendur stórt og vel rekið frystihús, sem ekki hefur sótt til okkar. Þar standa menn frammi fyrir því að togari sem það hefur átt hlut í, er að verða frystitogari. Þessum togara hefur þetta frystihús útvegað verulegar fjár- hæðir til fjármögnunar, en nú er verið að breyta honum þannig að frysting í landi minnkar verulega. Vegna þess að þeir eiga ekki meirihluta í togaranum, standa frysti- húsmenn varnarlausir. Á þessu sama svæði standa þrjú frystihús og ég er viss um að þarna mætti t.d. fækka þeim um eitt. Þetta tek ég bara sem dæmi, en auðvitað mætti segja svipaða sögu um aðstæður manna víðar á landinu og efalaust má finna svipuð dæmi úr flestum atvinnugreinum. Hræddari við fjölgun frystihúsa Ég er ekki reiðubúinn til að segja til um það hvar eigi að vera frystihús og hvar ekki. Hins vegar er ég þeirrar skoðunnar að okkur vanti fiskvinnslustefnu, þar sem tekið yrði á vinnslunni t.d. með leyfisveitingum. Þannig yrði komið í veg fyrir að ef einhverjir tveir sameinist til að leita hagræðingar í rekstri, komi ekki þriðji aðilinn til og hefji byggingu á nýju frystihúsi á staðnum, án jjess að aðstæður leyfi. Þótt eflaust sé rétt að segja að það megi fækka frystihúsum, er ég hræddari við að frystihúsum verði fjölgað enn frekar frá því sem nú er. Það á reyndar ekki bara við um frystihús, því ég tel að það eigi við fisk- vinnslu almennt. Ég veit dæmi þess að þegar aðilar fengu ekki fyrirgreiðslu í viðskiptabanka sínum né hjá Byggðastofnun eða Fiskveiðisjóði, hafi þeir fengið framkvæmdalán úr Iðnlánasjóði. Þess vegna rísa oft fleiri vinnsluhús í einu byggðalagi en æskilegt getur talist. Þess vegna er ég þess fullviss að móta verður stefnu sem tekur við þegar þessum aðgerðum lýkur. Þannig er líklegra að hagræðing sem verið er að gera núna og verður gerð, komi að raunverulegu gagni. Með því að móta fiskvinnslustefnu til næstu ára er síður hætta á að atvinnugreinar þessar verði stjórnlausar eftir yfirstandandi aðgerð- ir. í þessu sambandi held ég að rétt sé að gera sér grein fyrir að ástand þessara fyrirtækja er eins og það er vegna stjórnleys- is síðastliðins árs eða lengur. Þetta er ekkert sem gerðist í haust. Þetta á sér lengri aðdraganda og má fyrst og fremst rekja til rangrar fjármálastefnu. Ég tel að nienn eigi að þurfa leyfi til fiskvinnslu rétt eins og menn þurfa leyfi til að veiða fisk. Annars gengur sjávarútvegur- irtn ekki alveg upp að mínu mati. Það yrði ekki markmiðið að skera niður það sem fyrir er í fiskvinnslunni, heldur að stjórna því sem bætist við á sama hátt og gert er við veiðiflotann.“ Kristján Björnsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.