Tíminn - 17.12.1988, Blaðsíða 18

Tíminn - 17.12.1988, Blaðsíða 18
18 Tíminn, Laugardagur 17. desember 1988 BÓKMENNTIR Við allsnægtaborð al- þjóðlegrar diplómatíu Steinunn Sigurðardóttir; Ein á forsetavakt. Dagar í lífi Vigdísar Finnbogadóttur. Iðunn, 1988. Einhvern veginn hefði manni fundist útgáfa þessarar bókar vera vel viðeigandi sæti Vigdís Finnboga- dóttir ekki lengur í embætti sem forseti, án þess þó að maður sé í neitt vondu skapi yfir bókinni sem er ágæta vel skrifuð. Vigdís Finnbogadóttir er hin mæt- asta manneskja og drengur góður og því er komið til skila, án þess þó að lofið keyri svo úr hófi að tvírætt verði. Búast má við að velflestir foreldrar geti tekið undir með forset- anum þar sem hún segir á bls. 14: „Til dæmis er ég alveg á móti því að þau (unglingarnir) hangi niðri í bæ fram eftir öllum nóttum, eins og þau gera stundum þegar ellefubíó er búið. Mér finnst að þau ættu að fara heim í stað þess að ráfa um miðbæ- inn. Þau sem ég þekki eru ekki í brennivíni eða eiturlyfjum eða neinu slíku. En þau eru að góna á ein- hverja aðra sem eru undir áhrifum og haga sér illa á ýmsan hátt, jafnvel með því að stunda þessi annáluðu skemmdarverk eins og að brjóta glugga, skemma símaklefa, traðka niður blóm og tré. Á sunnudagsmorgnum er mið- borgin orðin að svínastíu. Þetta er nokkuð sem þekkist hvergi í hinum siðmenntaða heimi.“ Bókin skiptist í sjö kafla sem bera nöfn vikudaganna og fjalla aðallega um þau skyldustörf forseta sem tengjast ferðalögum og veisluhöld- um og -setum og mikið gert úr dugnaði, útsjónarsemi og útgeislun forseta og góð áhrif hans á fólk af öilum stigum. Inn í textann er laumað ýmsum fróðleik um borðsiði, fornleifagröft, sögu og fleira og fleira. Á bókina má líta" sem eins konar menningarlegt familísjúrnal eða bill- eðblað og sem slík er hún ágæt. Maður fær svona rétt að kíkja inn í gættina hjá alþjóðlega þjóðhöfð- ingjajettsettinu og svolítið dreymt sjálfan sig í þeirra spor. Svo virðist sem margir séu þess sinnis því þegar þetta er ritað sr nokkuð Ijóst að þetta verði sölu- hæstabókinájólamarkaðnum. -sá Umdeildir athafna- menn saman á bók íslenskir athafnamenn, annað bindi, er augljóst framhald í þessum ágæta bókaflokki sem komið hefur út hjá bókaforlaginu Iðunni í Reykjavík. Það er Gils Guðmunds- son sem ritstýrir sem fyrr og virðist ekki vera um nokkur takmörk að ræða fyrir því sem sá ágæti öldungur þarf að hneigja sig undir. Heildar- heiti þessa verks er „Þeir settu svip á öldina“, og mætti vel heimfæra þetta flokkaheiti yfir á sjálfan rit- stjórann. Hafa fáir lagt eins mikið fram til matreiðslu fyrir komandi kynslóðir og Gils og er það vonandi að hann fái áfram starfað að söfnun skylds fróðleiks. í bók þessari, sem er þriðja bindi verksins „Þeir settu svip á öldina“, er að finna umfjöllun um tuttugu kunna íslendinga. Þeir eru allir flokkaðir undir íslenska athafna- menn. í fyrstu bókinni í bókaflokkn- um var fjallað um íslenska stjórn- málamenn á þessari öld, en einnig er komið út eitt bindi áður um íslenska athafnamenn. Það er ekki víst að allir kannist við alla þá sem fjallað er um í bók þessari en víst er um það að flestir þeirra geta með sanni kallast þjóð- kunnir menn sem settu mikinn svip á öldina. Þeir eru Alfreð Elíasson, Bjarni Jónsson, Bjarni Runólfsson, Eggert Jónsson, Egill Thorarensen, Einar Gunnarsson, Einar Þorgils- son, Eiríkur Hjartarson, Frímann B. Arngrímsson, Garðar Gíslason, Ingvar Guðjónsson, ísak Jónsson, Jóhannes J. Reykdal, Jón Ólafsson, Magnús J. Kristjánsson, Ólafur Jó- hannesson, Pétur J. Thorsteinsson og Thor Jensen. Á kápu er mikil teikning af átján þessara manna og er það miður að ekki skuli öllum vera gert jafnt undir höfði að því leyti að gera þeim skil á forsíðu. Þó getur verið að fjölgað hafi athafnamönnum í bókinni um tvo eftir að forsíðuteikningin lá fyrir í endanlegri gerð. Með bókargerð sem þessari er ætlunin að varðveita vitneskju um framtak einstaklinga sem vert er að hafa í minnum. Við vandasamt val á þekktum nöfnum er stuðst við þá sameiginlegu einkunn að þeir eru valdir sem létu verk sín tala og skildu á þann hátt eftir sig spor í atvinnusögu þessarar aldar. Þetta eru allt umsvifamiklir athafnamenn sem kallaðir eru í bókinni framverðir nýrra tíma til sjávar og sveita. Þetta voru auðvitað umdeildir menn á sinni tíð, en safn sagna þeirra hér miðast við að þeir hafi haft ómetan- leg áhrif á samtíð sína og sögu lands og þjóðar. KB Þrautgóðir á raunastund Steinar J. Lúðviksson Björgunar- og sjóslysasaga íslands, 19. bindi Bókin fjallar um órin 1972—1974. Þó gerðust margir stórviðburðir. Togarinn Hamranes sökk út af Jökli 1972. Hörmuleg sjóslys urðu í skaðaveðrum 1973 þcgar vélbótarnir María og Sjöstjarnan fórust. Einn- ig segir fró strandi Port Vale við ósa Lagarfljóts. CULLVÆCAR BÆKUR í SAFINIÐ Minningar Huldu Á Stefánsdóttur Skólastarf og effri ár Hulda segir frá Kvennaskólanum á Blönduósi þar sem hún var skólastjóri og Húsmæðraskóla Reykjavíkur sem hún veitti forstöðu. „MAr finnst bókin með hinutti beztu, sem ég hef lesið þessarar tegundar" Þór Magnússon, þjóðminja- vörður um fyrstu minningobók Huldu í bréfi til hunnor 10. jan. 1986. Þjóðhættir og þjóðtrú Skráð af Þórði safnstjóra i Skógum Þessi bók er árangur af samstarfi Þórðar Tómassonar safn- stjóra i Skógum og Sigurðar Þórðarsonar hins fróða af Mýrum í Hornafirði. Hér greinir frá lífi og starfi, þjóð - siðum og þjóðtrú. ÖRN OG ÖRLYGUR SÍÐUMÚLA 11, SÍMI 8 48 66

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.