Tíminn - 17.12.1988, Blaðsíða 28

Tíminn - 17.12.1988, Blaðsíða 28
Ajólunum veljum við gjaman það sem okkur þykir best á jólaborðið og auðvitað helst sem þjóðlegast. íslenska lambakjötið er hráefai sem á fáa sína líka, svo meyrt og safaríkt ef það er meðhöndlað rétt. Spennandi lambastórsteik er tromp á jólaborðið. Hér er uppskrift af einni ómótstæðilegri. Hilmar B. Jónsson valdi þessa gimilegu jólasteik handa okkur með óskum um gleðilega hátíð. Látið lambalærið þiðna í kæliskáp í 3-5 daga, helst í loftþéttum umbúðum. Skerið mjaðmabeinið frá og hreinsið leggbeinið. Skerið einnig mest af fitunni frá ef lærið erof feitt. Stingið um 2 sm djúp göt í lærið með 3-4 sm millibili. Geymið beinin og kjötið utan af leggbeininu. Skerið sellerístilkana og blaðlaukinn í bita. Hitið olíuna á pönnu, setjið grænmetið á pönnuna og kraumið þar til það fer aðeins að taka lit. Bætið þá pipamum, rósmarínkryddinu, sojasósunni, sítrónusafanum og líkjömum útí og látið -.þegarþu úvilt ^tídarm^* Lambalærí með Kahlua-sósu Ftyrir6-7. 1 meðalstórt lambalærí 2 msk matarolía 3sellerístilkar Vi blaðlaukur (púrrulaukur) 1 tsk græn eða hrít piparkom 1 tskrósmarín (sléttfull) 2 dl Kahlua-kaffílíkjör 2 msk Kikkoman sojasósa safí úr 1 sítrónu salt 2 dl Ijóst kjötsoð dökkursósujafnarí sjóða í 3-5 mín. Kælið blönduna og hellið henni síðan í sterkan plastpoka. Setjið lambalærið í pokann og bindið vandlega fyrir. Látið sem minnst loft vera í pokanum. Takið utan um legginn á lærinu og sláið pokanum með lærinu í nokkmm sinnum þétt niður á borð. Snúið lærinu í hvert sinn. Þetta er gert til þess að fá safann í pokanum vel inn í holumar á kjötinu. Geymið pokann með lærinu á köldum stað í um einn sólarhring og snúið honum öðm hvom og nuddið safanum vel inn í lærið um leið. Hitiðofainní220°C. Takið lærið úr pokanum og skafið kryddblönduna utan af með bakkanum á borðhníf. Geymið blönduna. Kryddið lærið með salti (og meiri pipar ef þurfa þykir). Höggvið mjaðmabeinið í 4 eða 5 bita og skerið hækilkjötið í bita. Leggið þetta í hæfílega stóra steikarskál eða skúffu og leggið lambalærið ofan á. Steikið kjötið í ofninum þar til það er búið að fá á sig fallegan lit. Minnkið þá hitann á ofainum niður í 180°C. Eftir um einnar klst. steikingu er kryddleginum sem eftir var ásamt kjötsoðinu hellt yfir kjötið og það síðan steikt í um 15-30 mín. í viðbót. Færið lærið yfir á fatið sem þið ætlið að bera það fram á og geymið í heitum og hálfopnum ofninum á meðan sósan er löguð. Sigtið soðið úr steikarskálinni yfir í pott og bragðbætið með salti og pipar eftir smekk. Látið suðuna koma upp á soðinu og þykkið það hæfilega með sósujafaara. Berið kjötið fram með nýju, soðnu grænmeti og einhverju ljúffengu til þess að skola því niður. MARKAÐSNEFND SPENNANDI 17. desember 1988 Evrópukeppni félagsliða: FH-ingar burstuðu máttlaust lið Rúmena FH-ingar komust áfram í Evrópu- keppni félagsliða, þegar þeir rúlluðu yfir hið máttlausa rúmenska lið, Baia Mara með32mörkumgegn 19. FH-ingar voru ekki álitnir eiga mikla möguleika í þessum leik fyrir- fram. í fyrri leik liðanna, í Rúmeníu sigraði Baia Mara með átta mörkum 39-31. Um rúmenska liðið er ekkert að segja. Þeir voru lélegir. FH-ingar voru aftur á móti í essinu sínu og sundurspiluðu FH- ingar Rúmenana. Engu líkara var en annarrar deildar lið væri á ferðinni og Viggó Sigurðsson þjálfari FH komst vel að orði þegar hann sagði eftir leikinn: „Þetta er stærsti sigur FH í Evrópukeppninni. Evrópu- meistarar félagsliða frá í fyrra voru eins og börn í höndunum á okkur.“ Sérstaklega er ástæða til að minn- ast á markvörð FH-liðsins, Berg- svein Bergsveinsson, sem minnti einna helst á millivegg, svo gersam- lega lokaði hann markinu. Leikur FH var eins og hann gerist bestur og var ekki að finna veikan hlekk í liðinu. Allir áttu góðan dag. -ES Eimskip meðtvö risaskip Eimskip hefur fest kaup á tveimur systurskipum, sem eru s.k. ekjuskip og eru hin stærstu í siglingasögu þjóðarinnar. Annað skipið, Laxfoss, er komið til landsins og fer í sína fyrstu ferð frá íslandi í dag. Brúarfoss kemur til landsins á næsta ári. Orðið ekjuskip er notað yfir skip sem eru þannig gerð, að aka má með vöruna um borð og frá borði. Þetta flýtir lestun og losun og leiðir til aukinnar hagræðingar. / /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.