Tíminn - 17.12.1988, Blaðsíða 13

Tíminn - 17.12.1988, Blaðsíða 13
Tíminn 13 Laugardagur 17. desember 1988 lilllllllllllllllllllllll ÍÞRÓTTIR V Geir Sveinsson verður í eldlínunni með félögum sínum í Val á sunnu- dagskvöldið gegn svissnesku meisturunum Amicitia. Tímamynd Pjeiur Handknattleikur: Valsmenn mæta Amicitia á sunnudagskvöld Síðari leikur Íslandsmeistara Vals og svissnesku meistaranna Amicitia í Evrópukeppni meistaraliða, verður í LaugardalshöIIinni á sunnudags- kvöldið kl. 20.30. Valsmenn töpuðu fyrri leiknum ytra um síðustu helgi með einu marki 15-16 og eiga því harma að hefna í leiknum á sunnu- daginn. „Það eru margir sem haida að við séum komnir áfram í keppninni vegna þess að við töpuðum aðeins með einu marki úti. Én því fer víðs fjarri, svissneska liðið er mjög sterkt og við verðum að ná toppleik og fá stuðning áhorfenda til þess að kom- ast áfram,“ sagði Þórður Sigurðsson formaður handknattleiksdeildar Vals um leikinn á sunnudag. „Við lékum illa í sókninni úti, þeir léku vörnina mjög framarlega gegn okkur, eiginlega 3-3 vörn. f sókninni nota þeir 4-5 mín. til þess að skora, líkt og svissneska landsliðið sem vann okkur í sumar. Ef við náum 70-80 % leik eins og gegn KR á miðvikudag þá eigum við mögu- leika. Það er mjög gaman að spila fyrir fullri höll og áhorfendur geta hjálpað okkur mikið með því að mæta í Höllina og láta vel í sér heyra,“ sagði Geir Sveinsson fyrir- liði Valsmanna. „Þetta svissneska lið er mjög sterkt á heimavelli og hefur lagt þar mjög sterk lið að velli, á útivellinum eru þeir ekki eins sterkir. Þeir byggja upp á því að skora 1 og 1 mark á 10 mín. fresti og við verðum síðan að skora á móti. Þetta lið er nokkuð sérstakt, þeir byggja til dæmis ein- göngu upp á eigin mannskap og mennta sína þjálfara sjálfir," sagði Þorbjörn Jensson varnarmaðurinn sterki í Valsliðinu um mótherjana á sunnudagskvöld. Valsmenn verða að vinna leikinn með 2 mörkum, nema markatalan verði lægri en í leiknum úti, 15-16, en mjög ólíklegt er að lægra skor verði í leiknum hér. Leikurinn hefst eins og áður segir kl. 20.30 á sunnu- dagskvöld. BL Körfuknattleikur: íslenskur sigur íslenska Iandsliðið í körfuknatt- leik sigraði Gíbraltarbúa í landsleik í körfuknattleik á smáþjóðamótinu sem fram fer á Möltu þessa dagana. Lokatölur leiksins voru 85-53. Fyrri hálfleikur var mjög góður hjá íslenska liðinu og hittnin var góð. Yfirburðir íslands voru miklir og í síðari hálfleiknum dofnaði nokkuð yfir leik liðsins, sem var þá þegar komið með yfirburðastöðu. Gíbraltarbúar náðu að minnka mun- inn í lokin, en ísland vann'. leikinn samt með 32 stiga mun. Guðmundur Bragason átti mjög góðan leik í gær og skoraði 22 stig, Jón Kr. Gíslason, fyrirliði liðsins, átti einnig góðan leik, skoraði 4 stig en lék vel(í vörninni og átti og góðar sendingar. Birgir Mikaelsson náði sér vel á strik og virðist vera búinn að ná sér af meiðslunum sem hafa hrjáð hann, Birgir skoraði 16 stig. Guðjón Skúlason hefur leikið vel í ferðinni, þótt nýliði sé, en hann skoraði 14 stig í gær. Mattías Matt- íasson skoraði 10, Henning Henn- ingsson 7, Tómas Holton 6, Valur Ingimundarson 4 og Magnús Guð- finnsson 2. í dag leikur liðið við Kýpur í undanúrslitum mótsins, en Kýpur sigraði í hinum riðli mótsins. ísland varð í 2. sæti í sínum riðlj, en sigri liðið í dag kemst liðið í xúrslit, þá væntanlejga gegn frum, sem sigruðu íokkarriðli. BL V avjbei 90** ■ ***£**** &&*&&*** I, i'V'V''Clc,fA- YJ’j, ................... "^S'vtWS> S\<jvni>ss° \s\aí\<\s' Bókaúfgáft Góð bók er gersemi áSÍHfHÉáj

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.