Tíminn - 17.12.1988, Blaðsíða 19

Tíminn - 17.12.1988, Blaðsíða 19
Laugardagur 17. desember 1988 Tíminn 19 lllllllllllllllllllllllll! BÆKUR llllllllll THEFISHERMANSBOY ANDTHESEAL J6h8itw!s úr Kftlum Ra8nh<.iður G««tMí6ttir Suðurnesja- saga á ensku Nýlega sendi bókaútgáfa Máls og menningar frá sér enska þýðingu á bókinni Saga af Suðurnesjum, ljóð eftir Jóhannes úr Kötlum sem gefið var út á síðastliðnu ári myndskreytt af Ragnheiði Gestsdóttur. Enska þýðingin ber nafnið The Fisherman’s Boy and the Seal og ritaði Vigdís Finnbogadóttir forseti formála um uppruna ljóðsins og íslenska menningu. Saga af Suðurnesjum er byggð á íslenskri þjóðsögu og segir frá dreng sem rær til fiskjar en steypist útbyrðis. Á hafsbotni hittir hann sehnn Kobba, sem reyndar er sonur Faraós. Hann tekur drenginn með sér í höll sína á hafsbotni þar sem verða óvæntir fagnaðarfundir en sagan endar á því að selurinn skilar honum heim á jólakvöldi. í bókinni eru htmyndir á hverri síðu og er hún unnin og prentuð í Prentsmiðjunni Odda. Hvað á ég að gera? Bókin Mamma! Hvað á ég að gera? er komin út hjá Almenna bókafélaginu. Bók þessi er handbók fyrir ungt fólk sem langar (eða verður) að standa á eigin fótum. í fimm köflum sem nefnast: Landneminn, Völundurinn, Græðarinn, Kokkurinn og Þrifillinn er að finna leiðbeiningar um íbúðarkaup, flutninga, hvernig á að koma sér fyrir í nýrri íbúð, blómarækt, standsetningu á húsnæði, heimihsslys, einfalda matreiðslu, hreingemingu, þvott á taui, frágang á fatnaði og fleira. Hvernig á að stytta buxur? Hvaða múrtappar passa fyrir sex millimetra bor? Hvenær á að senda vín til baka? Bókin Mamma! Hvað á ég að gera? svarar þessum spurningum og ótal mörgum til viðbótar. Höfundur bókarinnar er Jón Karl Helgason. Hefur hann safnað efni í bókina með viðtölum við aðila sem vit hafa á hinum ýmsu vandamálum sem verða á vegi hins unga sjálfstæða einstakhngs. Handritið hefur síðan verið borið undir sérfræðinga á ýmsum vinnslustigum. Bókin er myndskreytt af Guðjóni Inga Haukssyni og Þorra Hringssyni. Úthtshönnun: Guðjón Ingi Hauksson. Kápuhönnun: Tómas Jónsson. Bókin er 130 bls. að stærð. Setningu, filmuvinnu og prentun annaðist Prentstofa G. Benediktssonar. Bókband: Félagsbókbandið-BókfeU. Veiðitíminn Bókaútgáfan Suðri hefur gefið út Veiðitímann eftir J.K. Mayo, sem er fyrsta bók höfundarins og hefur aflað honum mikiUa vinsælda sem spennusagnahöfundur. Veiðitíminn fjaUar um leikritaskáld sem er á leið frá Frakkklandi til Englands með handrit af leikriti sem hann vonar að færi honum frægð og frama. En á leiðinni yfir Ermarsund verður hann vitni að morði og er þar með orðinn fómarlamb óþekktra misyndismanna. Leikritaskáldið hrekst til Kanada til að losna við ofsóknirnar og hinir óþekktu birtast einnig þar og dregst leikritahöfundurinn ásamt vinum sínum inn i heim ofbeldis og klækja. Þýðandi Veiðitíma er Torfi Ólafsson. GLÆSUEG FJÖLSKYLDA Hún er glæsileg Panasonic ryksugufjölskyldan enda af góðum og traustum ættum. PanasonÍC býður ryksugur við allra hæfi, stórar, litlar, kröftugar, traustar, hljóðlátar og meðfærilegar. MC-E61. 850 vött. Lítil og kraftmikil, tilvalin fyrir litlar íbúðir, bilínn og jafnvel sumarbústaðinn. VERÐ AÐEINS KR. 5.690,- MC-E89 1000 vött. Margir telja þetta bestu ryksugukaupin í dag. Hörkukraftur, tvískiptur veltihaus, rykmælir, inndraganleg snúra, stiglaus styrkstillir og innbyggt hólf fyrir fylgihluti. VERÐ AÐEINS KR. 7.980,- MC-E92 1200 vött. Höfuð fjölskyldunnar. Ofurkraftur einkennir þessa fjölhæfu og sterku ryksugu sem gerir þrif á stórum íbúðum að barnaleik. Tvískiptur veltihaus, rykmælir, hljóðmerki sem lætur vita ef poki lekur, stiglaus styrkstillir, inndraganleg snúra og innbyggt hólf fyrir fylgihluti. VERÐ AÐEINS KR. 9.980,- JAPISð • BRAUTARHOLT 2 ■ KRINGLAN ■ ■ SÍMI 27133 ■ ■ AKUREYRI ■ SKIPAGATA 1 ■ ■ SÍMI 96-25611 ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.