Tíminn - 17.12.1988, Blaðsíða 23

Tíminn - 17.12.1988, Blaðsíða 23
Laugardagur 17. desember 1988 Tíminn 23 MINNING Þorleifur Skagfjörð Jóhannesson Fæddur 23. maí 1913 Dáinn 6. nóvember 1988 Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. tíríem) Með nokkrum fátæklegum orðum vil ég minnast tengdaföður míns, Leifa frá Hvammi í Svartárdal. Hann fór að líta eftir kindunum sínum og lést við það svo snöggt, öllum að óvörum. Hvað getum við sagt? Leifi er farinn til æðri staða, hann sem okkur þótti svo vænt um. Þorleifur fæddist 23. maí árið 1913 og varð því 75 ára síðastliðið vor. Foreldrar hans voru Helga Þor- bergsdóttir og Jóhannes Pálsson frá Garði á Skagaströnd. Þau eignuðust 16 böm, 12 þeirra komust til fullorð- insára og var Leifi 5. í röðinni. Eftirlifandi systkini em Elín, Sigríð- ur, Páll, Hrefna, Guðjón, Guð- mundur, Birna og Guðrún. Átta ára var Leifi sendur í sveit að Barkarstöðum í Svartárdal og dvaldi hann lítið í foreldrahúsum eftir það. Að Barkarstöðum elst hann upp og þar með var hann kominn í dalinn sinn kæra, sem átti eftir að fóstra hann alla tíð. Um tvítugt dvelur Leifi á Kristnesi í Eyjafirði í eitt og hálft ár vegna veikinda og náði hann sér aldrei að fullu eftir það. Upp úr 1940 kaupir Leifi jörðina Hvamm í Svartárdal, þar sem hann bjó alla tíð. Þann 18. ágúst 1951 kvæntist Leifi mikilli mannkostakonu, Þóru Sig- urðardóttur frá Leifsstöðum í Svart- árdal. Þau eignuðust 5 börn, en þau eru: Guðbjörg, býr með Sigurvalda Sigurjónssyni. Sigurður Gísli, kvæntur Ingibjörgu Á. Hjálmars- dóttur. Ingibjörg, býr með Finni Baldurssyni. Helgi Jóhannes, býr með Ölmu R. Guðmundsdóttur. Sigríður Soffía, býr með Sigurði Baldurssyni. Barnabörnin eru orðin 14. Leifa þótti mjög vænt um Þóru og börnin og gerði allt sem hann gat til að þeim liði sem best, og eins fengu tengdabörn og barnabörn að njóta þess. Að Hvammi var sérstakt að koma; á móti manni var tekið með hlýju og gestrisni. Oft dvaldi ég vikum og mánuðum saman þar og þá fann ég hversu góður heimilisfriður þar var. Og eftir að barnabörnin komu, þá var alveg sama þó allt væri undirlagt. Þau hlífðu sér hvorugt og hjálpuðust vel að. Rafmagnið kom ekki þangað fyrr en um jólin 1980, svo þægindin voru ekki alltaf við hendina. En ekkert var gefið eftir þar til yfir lauk. Ég minnist þess ætíð, þegar ég kom í Hvamm haustið 1976, þegar Leifi tók upp vasahnífinn sinn og skóf klakann af buxnaskálmum mínum. Þannig var Leifi tilbúinn að hjálpa ef hann gat. Leifi hafði sérstakt yndi af hestum og fengum við sannarlega að njóta þess. Síðastliðið sumar skrapp hann með mér á hestbak, en ekki óraði mig fyrir því, að þetta væri síðasta skiptið. Margar góðar minningar eiga börnin úr sveitinni; sérstaklega þeg- ar þau voru ein. Gaman fannst þeim er afi lofaði þeim að vera hjá sér, er hann var að girða og þau fengu að sulla í Hvammsá. Sérstaklega var Leifi næmur ef eitthvað mikið var að og á ég honum mikið að þakka í því sambandi. Hærra minn guð til þín, hærra til þín, :,: þessi orð hljóma svo oft í eyrum mér, þau voru sungin svo sterkt við útför þína. Það sýndi að þú áttir marga góða vini. Elsku Þóra og fjölskylda, algóður guð gefi ykkur kraft og styrk á þessum erfiðu tímum. En minningar um góðan mann munu ylja okkur um ókomin ár. Ég kveð tengdaföður minn með söknuði og virðingu og bið góðan guð að varðveita hann og blessa. Þökk fyrir allt og allt, Inga BÆKUR Kennaratal á íslandi Lokabindi Lokabindi Kennaratals er komið út. Alls eru komin út 5 bindi af Kennaratali í tveimur útgáfum, u.þ.b. 2400 bls. Vinnslu 1. og 2. bindis lauk 1964 og hafði vinnsla þess þá staðið yfir í 12 ár. í fyrri útgáfunni eru aeviágrip kennara allt aftur að aldamótum 1800 til 1960. Aftur var svo hafist handa við söfnun efnis í nýtt Kennaratal 1977 og hefur ötullega verið unnið að verkinu síðan. Nýja Kennaratalið spannar allt stafrófið frá A-Ö og eru í þvi asviágrip kennara sem útskrifast hafa eftir útgáfu fyrra talsins svo og viðbót við æviágrip þeirra kennara sem voru á lífi þegar fyrri útgáfu lauk. Alls eru í nýju útgáfunni nöfn 8643 kennara og æviágripin því orðin um 12000 í báðum útgáfunum til samans. Ritstjóri fyrri útgáfunnar var Ólafur Þ. Harðarson en þeirri síðari ritstýrði Sigrún Harðardóttir. Útgefandi og söluaðili er Prentsmiðjan ODDI hf. Skugginn Ný skáldsaga Út er komin skáldsagan Skugginn eftir Þröst J. Karlsson. Þröstur er Reykvíkingur á besta aldri. Þetta er fyrsta skáldsaga hans, en áður hefur hann skrifað 17 barnabækur, samið smásögur og ort ljóð. Þröstur J. Karlsson er því gamalreyndur byrjandi. Bókin Skugginn er fersk og óvænt nýjung, sem boðar nýja tíma og nýjar áherslur. Hún er nýbrot í íslenskri skáldsagnagerð, þar sem takmarkalaust hugmyndaflug, skýr framsetning og magnaður söguþráður halda lesandanum föngnum þar til yfir lýkur. Þessi bók er sérstök, engri annarri lík, íslenskri eða útlendri. Hún kemur okkur öllum við, er full af yfirvegaðri merkingu, táknrænum verum og þrauthugsuðum skilaboðum til allra manna. Aðalsöguhetjan er skuggi, persónugervingur orðinn til í huga vítisengils. Sagan fjallar um ferðir hans milli ólíkra furðuheima og spannar mestan hluta af ævi mannkyns - og gott betur. Reykholt hf. gefur út bókina, sem er tæpar 140 bls. og kostar út úr búð kr. 2.185. Þar af renna í ríkissjóð kr. 437 sem söluskattur. Leiðrétting f afmælisgrein um kaupfélag Vopnfirðinga í blaðinu í gær féll niður hluti greinarinnar. Átti hann að koma á eftir efri greinarskilum í næstaftasta dálki. Er beðist velvirð- ingar á þessu, en sá kafli er svohljóð- andi: „Marteinn Bjarnarson hætti sem kaupfélagsstjóri 1922 en við tók Ólafur Methúsalemsson og gegndi starfinu til 1938. Þá tók við Guð- mundur Kr. Stefánsson og var í tvö ár. Árið 1940 varð Halldór Ásgríms- son alþm. kaupfélagsstjóri, og gegndi hann því starfi til 1959. Afkoma félagsins fór þá batnandi, bæði vegna hagstæðs vöruverðs og öruggrar framkvæmdastjórnar hjá félaginu. Þó voru framkvæmdir á vegum þess litlar fyrst í stað, utan hvað verulegar endurbætur voru gerðar á frystihúsi félagsins og fleiri byggingum þess árið 1942. I fram- haldi af því var svo tekin ákvörðun um byggingu nýs frysti- og sláturhúss sem tók til starfa um 1950. Áratug- inn þar á eftir var svo stöðug sókn í framkvæmdum, og bar þar hæst að verslunarhús félagsins var byggt og tekið í notkun árið 1958. Þegar Halldór Ásgrímsson hætti sem kaupfélagsstjóri tók við af hon- um Guðjón Ólafsson sem lengi hafði verið kaupfélagsstjóri í Búðardal. í tíð hans tók til starfa Mjólkursamlag KVV og varð að því mikið hagræði, jafnt fyrir bændur sem neytendur. Árið 1964 lét Guðjón svo af starfi á Vopnafirði en við tók Halldór Hall- dórsson. Á næstu árum þar á eftir var tekin upp deildaskipting í versl- un félagsins og opnuð byggingavöru- verslun. Árið 1972 keypti félagið húseign að Hafnarbyggð 7 og flutti þangað rekstur söluskála.“ FLUGLEIDIR Þjónustuútboð Fyrir hönd Flugleiöa h.f. er hér meö óskað eftir tilboöum í þjónustu fyrir félagið vegna starf- semi þess á Keflavíkurflugvelli. Þjónustuútboðið nær til eftirfarandi verkþátta: 1. Hlaðvinna fyrir flugvélar. (U.þ.b. 5.000 flugvélar á ári.) 2. Ræsting flugvéla. (U.þ.b. 4.000 afgreiðslur á ári.) 3. Ræsting þeirra svæða sem Flugleiðir h.f. hafa á leigu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. (U.þ.b. 1.600 fermetrar.) 4. Ræsting þjónustubyggingar Flugleiða h.f. á Keflavíkurflugvelli. (U.þ.b. 2.150 fermetrar.) 5. Ýmis tímavinna samkvæmt beiðni Flug- leiða h.f. Óskað er eftir heildartilboðum frá bjóðendum í framkvæmd allra framangreindra verkþátta og eru tilboð þá og því aðeins gild ef boðið er í allt verkið. Verksamningur Gerður verður skriflegur verksamningur við einn verktaka um framkvæmd allra verkþátta, ef hagstætt tilboð býðst. Verksamningurinn mun gilda til ársins 1992, ásamt mögulegri framlengingu hans til ársins 1997. Sala útboðsgagna Sala útboðsgagna hefst mánudaginn 19. des- ember 1988 og lýkur sölunni miðvikudaginn 28. desember 1988, kl. 17:00. Útboðsgögn verða ekki seld eftir þann tíma. Söluverð útboðsgagna er krónur 5.000. Útboðsgögn eru til sölu á Verkfræðistofu Stanleys Pálssonar h.f., Skipholti 50B, 105 Reykjavík. Kynningarfundur Kynningarfundur vegna útboðsins verður haldinn fyrir bjóðendur á Keflavíkurflugvelli, fimmtudaginn 29. desember 1988, kl. 10:00. Skilafrestur Opnun tilboða Tilboðum skal skilað til Verkfræðistofu Stan- leys Pálssonar h.f., Skipholti 50B, 105 Reykja- vík, fyrir kl. 12:00, föstudaginn 20. janúar 1989. Tilboð verða opnuð í Leifsbúð á Hótel Loftleið- um sama dag kl. 14:00, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess kunna að óska. Útboðið er opið öllum. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. VERKFRÆÐI/TOFA ____/TANLEY/ PÁ L S í O N A_RJH_F__ SKIPHOLT 50b, 105 REVKJAVU, SlMI 9 1 -6 8 6 5 2 0

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.