Tíminn - 17.12.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.12.1988, Blaðsíða 4
4 Tíminn . Laugardagur 17. desember 1988 Einn af fylgifiskum jólaverslunarinnar er aukið búðarhnupl: Sveitir öryggisvarða fylgjast með í búðum Búðarhnupl hefur færst mjög í vöxt undanfarna daga og vikur. í Kringlunni einni má ætla að allt að 20 til 25 manns séu staðnir að hnupli á degi hverjum núna fyrir jólin og er það aðeins toppurinn af ísjakanum, að sögn innanbúðar- manna. í verslunum Hagkaups hafa 15 manns að meðaltali verið staðnir að verki á degi hverjum, frá því „jólavertíðin“ hófst. Svo virðist að því sé hnuplað sem hendi er næst og sjaldan er um nauðsynjavöru að ræða. Geisladisk- ar, snældur og bækur eru einkar vinsæl „hnuplvara", en annars er reynt að stela nær öllu stcini léttara og því sem auðveldlega má fela. Ágústa Pálsdóttir vaktstjóri hjá Securitas í Kringlunni sagði í samtali við Tímann að allt of mikið væri um að fólk væri að hnupla vörum úr búðum. „Þetta eru cinkum ungling- ar, einna mest undir lögaldri þetta 12 upp í 15 ára, þó svo að finna megi fólk á.öllum aldri. Þessir yngstu eru kannski einna harðastir, l'ara verslun úr verslun og hafa oft sankað að sér úr tveim til þrcm verslunum, áður en þeir eru gripnir," sagði Ágústa. „Yfirleitt eru þetta einhverjir smá- hlutir, s.s. leikföng, lyklakippur og oft á tíðum hlutir sem þeir hafa engin not af.“ Hún sagði að nær undantekningarlaust væri lögregla kölluð til, nema um afar lítið brot væri að ræða og jafnvel fyrsta brot hjá viðkomandi. Hins vegar væri alltaf nafn og símanúmcr tekið niður og haft samband við foreldra. Ástæðan fyrir þjófnaðinum virðist 2 fangar struku af Hrauninu Tveir ungir menn sem afplána dóma á Litla-Hrauni struku það- an um níuleytið í gærmorgun. Strax var hafin leit að félögunum og sá vegalögreglan til þeirra, þar sem þeir voru á vappi á Eyrar- bakka skömmu eftir hádegi. Þeir voru handteknir og færðir til síns „heima“. -ABÓ oft ekki vera nein önnur en spennan í kring um athöfnina. Ragnar Haraldsson verslunar- stjóri á efri hæð Hagkaups í Kringl- unni sagði að allt of mikið væri um búðarhnupl og unglingarnir væru mikið fyrir snældur og geisladiska. „Svo eru það oft alveg fáránlegir hlutir sem fólk er að leggja sig niður við að stela. Dæmi um það má nefna t.d. skó. Það fcr jafnvel íþáogskilur gömlu skóna eftir. Við höfum gert ýmsar ráðstafanir, fjölgað örygg- isvörðum og einnig óeinkennis- klæddu fólki sem fylgist með. Við höfum verið að taka allt aö 15 manns á dag, síðasta hálfa mánuðinn," sagði Ragnar. Karl West verslunarstjóri mat- vörudeildarinnar hjá Hagkaup sagði að mest væri Imuplað af sælgæti, minni konfektkössum og snyrtivör- um. Hvað hnupl á matvöru varðaði, sagði Karl að það væri viðvarandi allt árið. Fyrir skömmu var kona staðin að hnupli. Hún var á förum til útlanda og hafði hugsað sér að gefa vinum sínum reyktan lax og fleira íslenskt góðgæti. Þegar hún var stoppuð hafði hún sett inn á sig og í tösku, mat fyrir um 8000 krónur. „Við erum með mjög róttækar aðgerðir þessa dagana og fjöldi manns er hér daglega við gæslustörf, sagði Karl. „En við náum samt ekki nema toppnum af ísjakanum.“ Ragnar og Karl voru sammála um að eftir að jólafrí hófst í skólunum hafi hnuplið aukist til mikilla ntuna, enda hefðu þau lítið fyrir stafni og þægilegt að vera inni í göngugötun- um. Hins vegar væru þetta ekki eingöngu unglingar heldur einnig fullorðið fólk sem staðið væri að verki. Þeir sögðust hringja til for- eldra krakkanna ef þeir væru staðnir a'ð vcrki og undantekningarlaust á lögregluna og færu málin, eftir því hvernig þeim væri háttað, í fram- haldi af því til rannsóknarlögreglu. Jón Lárusson hjá Vörumarkaði KEA á Akureyri sagði að þeir heföu orðið lítið varir við búðarhnupl, en þeir vissu til þess að alltaf væri eitthvað um það. „Það er ekki svo mikið sem við verðum vör við, nema Hefð fyrir 0,5- 1%heildarhækkun Öryggisvörður fylgist með grunsamlegum náunga. Öryggisverðir mega ekki hafa afskipti af hnuplurum fyrr en þeir yfirgefa verslunina. Timamynd Gunnar einstaka sinnum. Þetta hefur verið svolítið vandamál frá því í haust,“ sagði Jón. „Við vitum.að alltaf er hnuplað meir fyrir jólin, en búðirnar eru svo fullar af fólki að erfitt er að fylgjast með þessu,“ sagði Jón. Hann sagðist telja að um væri að ræða fólk á öllum aldri sem stundaði þetta, fengi t.d. að máta fatnað, sem það síðan gengi kannski út í, án þess að nokkur tæki eftir. Jón sagði að mikið hefði verið rætt um að fá þjófavarn- arkerfi, en enn sem komið er væri það ekki til staðar. Hjá lögreglunni í Reykjavík feng- ust þær upplýsingar að töluvert hefði borið á auknu hnupli í verslunum og voru sex kærur vegna búðarhnupls sendar frá lögreglunni til rannsókn- arlögreglu í gær. Allir hnuplararnir voru staðnir að verki í Kringlunni. Mikið er um að unglingar standi í þessu og hafa börn allt niður í 12 ára aldur verið staðin að búðarhnupli. Vinsælustu vörurnar sem stolið er, eru geisladiskar og kasettur, að sögn lögreglu. Margar verslanir kalla til lögreglu og er þá tekin lögreglu- skýrsla af viðkomandi og foreldrar eða barnaverndarnefnd kölluð til. Þá eru sum málin einnig send rann- sóknarlögreglu til frekari rannsókn- ar. Lögreglumaðurinn sem Tíminn ræddi við sagði að um væri að gera að afgreiða þessi mál með festu, svo fólk hætti þessu. -ABÓ Tíminn greindi frá því í frétt í gær að breytingartillögur fjárveit- inganefndar við fjárlagafrumvarp- ið yllu, ef samþykktar yrðu, út- gjaldaaukningu svo hundruðum milljóna skipti. „Það virðist vera eðli fjárveit- inganefndar Alþingis að fjalla um fjárveitingar til hækkunar. Hækk- anirnar sem verða í meðförum hennar hafa oftast verið milli 0,5- 1%,“ sagði Jón Steingrímsson hjá Fjárlaga-og hagsýslustofnun við blaðið af þessu tilefni. Jón sagði Fjárlaga- og hagsýslu- stofnun aðstoða við samningu fjár- laga og hún reiknaði út einstaka liði þeirra. Sama gerir stofnunin fyrir fjárveitinganefnd Alþingis þegar stofnanir hafa farið fram á hærri fj árveitingar en fj árlagafrum- varp gerir ráð fyrir. Jón sagði að fyrir hverri hækkun- artillögu væri þannig beiðni frá viðkomandi stofnun. 1 fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir verulegum niðurskurði ríkisútgjalda en fjárveitinganefnd leggur til í 235 breytingatillögum sínum að hann verði ekki eins mikill og þar er gert ráð fyrir þótt hann sé engu að síður verulegur frá síðustu fjárlögum. Jón sagði að fyrir stofnunina kæmi fjöldi erinda frá ríkisstofnun- um og ýmsum öðrum um hærri framlög en gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi. Stofnunin reiknaði þá út áhrif hækkananna og greindi fjárveitinganefndinni frá röksemdum fyrir beiðnunum. Hann sagði að eðli Fjárlaga- og hagsýslustofnunar væri ekki að mæla með hækkunarbeiðnum í fjárlagagerðinni enda væri það ekki gert. Fjárveitinganefndin tek- ur sjálf afstöðu til mála, m.a. á grundvelli upplýsinga frá stofnun- inni,“ sagði Jón Steingrímsson. -sá | RITSTJÓRAPISTILL Ryk í augum sjónvarpsmanns Fjölmiðlar láta sig mikið varða fréttir af athöfnum ríkisstjórna og einstakra ráðherra, og má stundum greina afstöðu fréttamanns í tiltekn- um málum á því hvernig fréttir eru sagðar, eða hvaða tón hann beitir í spurningum sínum. Má jafnvcl greina að fréttamenn geti orðið held- ur þóttafullir á stundum, þegar þeiin er aðeins gert að grcina satt og rétt frá atvikum og orðum. Nýlegt dæmi um fréttarugling, þar s:m óskhyggja hinna „stéttvísu" fréttamanna virðist hafa ráðið ferð- inni, varð í fréttatíma útvarps kl. 19 s.l. miðvikudagskvöld. Þá skýrði fréttamaður frá því að fyrri hluta málsgreinar í bráðabirgðalögum ríkisstjórnárinnar um launafrystingu og bann við verkföllum ætti að fella úr gildi. Staðreyndin var að Stein- grímur Hermannsson hafði lýst því yfir að seinni hluta málsgreinarinn- ar, sent fjallaði um bann við verkföll- um ætti að fella niður. í framhaldi af þessari röngu frétt ríkisútvarpsins átti Ólafur Jóhannsson, fréttamaður á sjónvarpinu viðtal við Ásmund Stefánsson, forseta ASÍ, sem taldi vafasamt að fyrri hluti málsgreinar- innar um launafrystinguna hefði ver- ið felldur niður. Þá æstist fréttamaðurinn upp, og varð allt í einu að einskonar Heim- dellingi á rifrildisfundi, og réðst að Steingrími Hermannssyni, forsætis- ráðherra, með furðulegu orðbragði spurði hvort ráðherrann væri að strá ryki í augu fólks og hvort hann, þ.e. ráðherrann, vissi ekki um hvað hann væri að tala. Til skýringar birtist hér útskrift af samtali Ölafs við Ásmund Stefánsson: Ásmundur: „í sjálfu sér er þarna ekki um efnisbreytingu að ræða. Það þarf að gera aðrar og meiri breyting- ar á lögunum... “ Ólafur: „Hver er tilgangurinn með því að fella þetta brott, þegar það hefur eins og þú segir sjálfur engin áhrif. Er verið að kasta ryki þarna í augu á fólki með öðrum orðum að láta það halda eitthvað annað en það raunverulega þýðir?" Ásmundur: „Ég held satt aðsegja, án þess að ég geti auðvitað fyllyrt um það hvað gerist hjá ráðherrum þegar þeir hugsa og hegða sér, þá held ég að þarna sé ósköp einfaldlega um það ræða að þeir hafi ekki áttað sig á því að það þurfti að gera meira en þetta.“ 1 Þessi útskrift hér að framan sýnir í hvaða ógöngur fréttamenn leyfa sér að komast alveg óátalið, þegar sá gállinn er á þeim að láta persónuleg pólitísk sjónarmið bera sig ofurliði. Þeirra pólitíski vettvangur er ekki á fjölmiðlum. Eins og nafnið bendir til eiga þeir eingöngu að miðla fréttum Og upplýsingunt til almennings, en þeir fá ekki laun sín á fjölmiðlum til að hafa pólitískar skoðanir á mönn- um og málefnum, eins og fyrrgreind orðræða ber ótvírætt vitni um. Það er þýðingarmikið að ríkisstofnun. sem flytur fréttir, sé treyst til að skýra hlutlaust frá málum. í þessu tilfelli byrjaði fréttastofa útvarps að fara rangt með staðreyndir, en fréttastofa sjónvarps kom síðan í kjölfarið, og þegar fréttamaður fékk ekki þau svör við rangfærslunni, sem hann vildi, beindi hann pólitískri heift sinni að forsætisráðherra með þeim afleiðingum. að stofnun hans beið tjón af. Því miður er þetta ekki í fyrsta sinn né það síðasta, sem fréttamenn Ijósvakafjölmiðla gæta ekki þess trúnaðar sem þeim er sýndur með ráðningu í störf frétta- manna. Þeir eru að vísu mikil glans- númer, en sannleikurinn í hverju máli á að standa ofar tilfinningalífinu á vinnustað eins og fréttastofu. Indriði G. Þorsteinsson t

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.