Tíminn - 17.12.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.12.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 17. desember 1988 Timlnii MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarf lokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Póstfax: 68-76-91 Snögg veðrabrigði Veðrabrigði stjórnmála geta orðið snögg. Það á við um alþjóðapólitíkina engu síður en innanlandsmálin. Sönnun fyrir skjótum veðraskiptum alþjóðasfjórn- mála eru síðustu atburðir, sem tengjast löndum við Miðjarðarhafsbotna. f»að sem upp úr stendur og mesta athygli vekur allra þessara viðburða, er sú ákvörðun Bandaríkjastjórnar að hefja þegar í stað viðræður við Frelsissamtök Palestínumanna, PLO. Bandaríkjastjórn hefur falið sendiherra sínum í Túnis að eiga fund með fulltrúum Frelsissamtakanna, og er sá fundur í undirbúningi. Ekki eru nema nokkrar vikur síðan Bandaríkja- stjórn vakti á sér heimsathygli með því að neita æðsta forystumanni PLO, Jasser Arafat, um vegabréfsáritun til New York á þeirri forsendu að hann væri verndari, ef ekki forsprakki, hryðjuverkastarfsemi. Áhersla Bandaríkjastjórnar á að draga upp ófagra mynd af Frelsissamtökunum og niðra Arafat sem hryðjuverka- manni, kom skýrt fram í þessari neitun um vegabréfs- áritun. Nú er blaðinu skyndilega snúið við. Banda- ríkjastjórn fer að lesa í mál Jassers Arafats með nýrri túlkunaraðferð og fær ástæðu til að breyta um tón í samskiptum við Palestínuaraba. Ekki þarf að fara í grafgötur um að Bandaríkja- stjórn hefur á síðustu misserum verið að leita leiða til þess að nálgast ný viðhorf gagnvart PLO. Allur heimurinn veit, og enginn betur en George Shultz, sá glöggi maður, að Bandaríkjamenn voru orðnir gjör- samlega einangraðir í þessu ísraels- og Arabamáli. Öll þeirra pólitík var keyrð áfram af stöðnuðum orðalepp- um, sem enginn hefur tekið mark á utan landamæra Bandaríkjanna, nema ef vera skyldu nokkrir forpok- aðir sjálfstæðismenn uppi á íslandi, sem hafa eðlislæga hneigð til að vera kaþólskari en páfinn, þegar um bandarísk stjórnmál er að ræða. Hjá slíkum mönnum er það venja að skipta um skoðun í alþjóðamálum eftir því hvernig takturinn er sleginn í Washington. Misserum saman hefur það blasað við, að málefni Palestínuaraba, sem Ísraelsríki undirokar, verður að leysa fyrir meðalgöngu Sameinuðu þjóðanna, stór- veldanna og allra þjóða, stórra og smárra, sem áhrif geta haft í þessu efni og búa yfir manndómi til að hafa skoðun á málinu. Þess vegna er svo komið að allur heimurinn að kalla, að undanskilinni Bandaríkja- stjórn, hefur fyrir löngu viðurkennt Frelsissamtök Palestínumanna sem réttan málsvara Palestínuaraba. Fyrir forgöngu Steingríms Hermannssonar, meðan hann var utanríkisráðherra, varð gerbreyting á opin- berri afstöðu íslendinga í ísraels- og Arabamálinu. Forganga Steingríms vakti að vísu ekki hrifningu Porsteins Pálssonar frekar en fyrri daginn. Nú viður- kenna allir að stefnubreyting Steingríms var tímabær. Pess eins er nú að vænta að nýorðnir atburðir í samskiptum Bandaríkjastjórnar og PLO verði til þess að friða þau lönd og landssvæði, sem hér eiga hlut að máli. Samningsvilji Jassers Arafats sem forystumanns Frelsissamtakanna hefur komið skýrt í ljós. Áður en annað sannast verður að telja, að hann hafi samtök sín með sér í þessu. Hitt er óljósara hvernig hægt verður að hemja öfgafulla ráðamenn í ísrael. A 1A.Ð UNDANFÖRNU hefur verið hertur róðurinn gegn bændum á þeirri forsendu að þeir ofbeiti land sitt. Byggjast þessi sjónarmið á orðum, sem Jón Sigurðsson, ráðherra, lét falla á Alþingi, þar sem hann vék nokkrum orðum að ofbeit og kindakjötsframleiðslu. Um leið vaktist upp það lið, sem hefur verið alið upp um sinn við stjórnviskuna í forystugreinum Dagblaðsins Vísis, þar sem hvers konar innflutningur á mat- vælum hefur verið talinn heilla- vænlegri en innlend framleiðsla. Nú er það svo, að í landinu á sér stað fjölbreytt matvælafram- leiðsla, og vantar raunar ekkert á annað en við getum ræktað korn í umtalsverðum mæli. Við framleiðum kindakjöt, fugla- kjöt, svínakjöt og nautakjöt, grænmeti margvíslegt og eru kartöflur þar fyrirferðarmestar. í raun hefur áróðurinn gegn einhverri grein þessarar fram- leiðslu verið stöðugur, þannig að varla hefur liðið sú vika á síðustu árum, að ekki hafi kom- ið gusa gegn þessum fram- leiðslugreinum, eins og land- búnaðurinn í heild sé af því vonda. Avokado-grautur Það hlýtur að vera mikilsvert og óumdeilt, að heppilegast er að vera sjálfbjarga með allar helstu neysluvörur. En matar- venjur hafa breyst og ekki er Iengur treyst á þau gömlu ráð að súrsa, reykja og salta mat í þeim mæli sem gert var, en í staðinn eru fluttir inn avokado-grautar, grænmeti til að brúa árstíða- bundinn skort á innlendu græn- meti, og fóður handa kúm, svín- um og kjúklingum. Þessi inn- flutningur leiðir stundum til samanburðar, sem í fæstum til- fellum er sanngjarn, eins og þess, að hér séu kartöflur dýrari en appelsínur. Við þekkjum vel til fiskverðs i samkeppnislönd- um, þar sem fiskur er niður- greiddur til útflutnings. Verðlag á erlendri vöru, sem oft er tekin til samanburðar við verð á sam- bærilegri vöru hér, er oftast búið að fara í gegnum umtalsvert niðurgreiðslukerfi, og þess vegsa er slíkur samanburður* áróðursmeistara gegn landbún- aði næsta lítils virði. En honum er samt haldið áfram, og er stundum að heyra að við íslend- ingar ættum ekki að standa í landbúnaði, vegna þess að fram- leiðslan sé of dýr. Um leið og þessu er haldið fram er vikið að bændum með þeim hætti að með öllu er ósæmilegt, og þeir taldir kosta þjóðina mikla fjármuni. Staðreyndin er hins vegar að bændur eru lífsnauðsynleg stétt eins og sjómenn og iðnaðar- menn, og þeim verður seint skákað út af borðinu af kjaftösk- um, sem leggja sig lítið eftir því að skilja samsetningu þjóðfé- laga. Land á gróðurmörkum Nú um stundir er fénaður á innigjöf, enda kominn miður vetur. Ef við víkjum aðeins að þessari innigjöf, sem stendur yfirleitt fjóra til fimm mánuði á vetri, og lengur hvað kýr snertir, þá skulu menn hafa í huga að mikið fé er bundið í húsum og vélabúnaði. Annars staðar þurfa gripahús ekki að vera eins vand- lega byggð og hér, nema þá á Norðurlöndum. Innan Evrópu- bandalagsins, sem þó stynur undan niðurgreiðslum á land- búnaðarvörum og er öðru hverju að safna „framleiðslu- fjöllum,“ eru búkskaparhættir mikið auðveldari á alla grein. Ekki þarf annað en líta yfir grundir í Luxembourg til að sjá, að þar myndu íslenskir bændur geta slegið túnin fjórum sinnum á sumri með fftllum afrakstri. Þetta eru auðvitað allt önnur landgæði og auðveldari til nytja, en um leið gefur búpeningurinn meiri arð vegna þess að fram- leiðsla búvörunnar er ódýrari. Vegna norðlægrar legu sinnar er ljóst að ísland er með erfiðari landbúnaðarlöndum. Meðalhiti á ári er það lágur, að grasvöxtur verður óhjákvæmilega smár, þótt grös séu kjarngóð og ekki hálmkennd eins og í heitari löndum. Hér hefur ræktun fleygt fram síðustu fjörutíu árin og nú er ekki lengur verið að eltast við mýrarslakka upp um allar fjalla- hlíðar til að ná saman nokkrum böggum af heyi, eins og áður var stundað og kallað engjasláttur. Að þvf leyti hefur orðið gjör- bylting í landbúnaði og raunar á flestum sviðum öðrum. Bændur hafa þannig lyft grettistaki í hefðbundnum landbúnaði og með vélbúnaði og ræktun orðið fámenn stétt sem framleiðir meira en mannfjöldi í þessari atvinnugrein áður. Það er mik- ilsvert á tímum sem trúa á sjálfsagða hagræðingu. Að sínu leyti og miðað við aðstæður eru afköst bænda í líkingu við afköst sjómanna, sem eru taldir þeir hæfustu í heimi. Það er því undarleg árátta að leggjast á bændastéttina af fullu offorsi og skamma hana árum saman í rauninni fyrir lítið annað en - dugnað. Beit hefur minnkað Miðað við hnattstöðu íslands er þess að vænta að hér verði nokkur uppblástur. Eyjar og lönd á líkum breiddargráðum, þar sem golfstraumsins gætir ekki, eiga við gróðurvandamál að stríða, sé gengið út frá því sem vísu að allt land skuli þakið gróðri. Kuldaskeið á síðmiðöld- um á íslandi og eyðing skóga vegna kolagerðar hafa veitt landinu þungar búsifjar. Þá er veðrátta hér heldur óhagstæð gróðri vegna storma og kulda stóran hluta úr ári hverju. Nú er fé aðeins beitt á besta tíma ársins, þegar úthagi er fullgró- inn, en annars er það haft á ræktuðu landi fyrst á vorin á sauðburðartíma, eða því er gef- ið inni. Þessu var allt öðruvísi farið á nítjándu öldinni og þar á undan. Þábyggðist sauðfjárrækt að miklu leyti á vetrarbeit, en dygði hvorki vetrarbeit eða hey- forði sem alltaf var Iítill, komu hrikaleg fellisvor, þegar fé fækk- aði mikið. Vetrarbeit var sótt af slíkri hörku, að menn mokuðu snjó ofan af, sem kallað var, til að kindur næðu til jarðar, og geta menn þá nærri hvað hvert svæði var nagað í rót. Þrátt fyrir að slík meðferð lands þekkist ekki lengur eru menn að færa sönnur á að land sé að eyðast af gróðri í dag, þegar beit er í rauninni mikið léttari og á heppilegri tíma. Þá má einnig hafa til hliðsjónar að fjallahlíðar yfir þéttbýlisstöðum, þar sem lítið eða ekkert er um kindur, eru berar og blásnar, svo beit sauðfjár virðist ekki alls staðar þurfa til við að halda gróðri í lágmarki. Rofabörðin þykku Það er alveg augljóst mál, að þeir sem hleypt hafa rofabarða- pólitíkinni í gang gæta ekki þeirrar sanngirni sem skyldi. Mjög hefur tíðkast að halda á Mývatnsöræfi til að sanna þátt sauðkindarinnar í uppblæstri á landi. Þar fyrirfinnast rofabörð, sem gefa til kynna þykkan jarð- veg ef mið er tekið af hæð þeirra. Slík rofabörð sjást víða um land, bæði á hálendi og í byggð. Þarf ekki annað en fara um Bláfellsháls og um sunnan- verðan Kjalveg til að sjá skörp skil eyðimerkur og gróðurs. Raunar bera melar á Kjalvegi merki þess að þar hafi gróður blásið burtu af stórum svæðum löngu fyrir okkar tíma. Engin skýring hefur verið gefin á því hvers vegna það land fauk í burtu. Það má þó ætla að þar hafi veður og vatn og eldgos haft mest að segja. En land er bitið og það hjálpar auðvitað ekki gróðrinum. Geta má þess að fjáreign í Reykjavík og nágrannabæjum er sáralítil. Féð nægir rétt aðeins í litla rétt uppi hjá gamla Lögbergsbæjar- stæðinu á haustin. Hið sama er að segja um réttina við Hafra- vatn. Þar er smalað saman fé sem duga myndi fyrir eitt býli. Hverjir naga þá nágrenni Reykjavíkur, þar sem uppblást- urinn blasir við hvert sem litið er? Hvarvetna standa blásnir melar upp úr slitróttum gróður- lendum og fýkur úr þeim grjót í verstu stormahrinum vetrarins. Augljóst er að eftir því sem hærra dregur á Hellisheiði verð- ur hún gróðurminni. Hún er samt ekki hár fjallvegur. Ætli hæðin yfir sjávarmál hafi ekki sitt að segja um ástand gróðurs- ins og hnattstaða landsins, þar sem kafgresis er ekki að vænta nema löng og góð hlýindaskeið séu í vændum. Ekki þarf fólk, sem hefur verið heilaþvegið af þeim sem ásaka sauðkindina, annað en aka um nágrenni Reykjavíkur til að sjá, að fleira en fé hlýtur að vera þess vald- andi að land blæs upp. Sauðkindin bítur gras Þótt kindur séu grasbítar og séu því einar færar, fyrir utan kýr og hross, að umbreyta þeirn lága gróðri sem hér vex í kjöt, mjólk og fótafimi, þarf að gæta

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.