Tíminn - 17.12.1988, Blaðsíða 11

Tíminn - 17.12.1988, Blaðsíða 11
Laugardagur 17. desember 1988 Tíminn 11 !l!llll|||lllllll llll[llllllllll:l BÆKUR Minna „Engin venjuleg mamma" Elsku mamma. Þú ert farin og hér sit ég með minningabrotin sem þú skildir eftir. Þú varst að skrifa ævisögu þína, sögu konu sem komst út í lífið aftur eftir að hafa verið lokuð inni á stofnun í mörg ár. „ Oft velti ég því fyrir mér hvað hefði komið fyrir mig. Hvað gerðist eiginlega sem olli þessari löngu dvöl minni inni á stofnunum? Af hverju gátu engin lyf hjálpað mér? Af hverju reyndi enginn að hjálpa mér út í lífið aftur? Skapaði ég sjálf þessa vanlíðan með hugsunum mínum sem ég réði ekkert við? Allt þetta böl, öll þessi löngu ár. Af hverju skipti enginn sér af mór? Af hverju?“ Þú varst að skrifa um það hvernig var að brjótast til baka, ná tökum á þunglyndinu, sinnuleysinu og uppgjöfinni. Og ná loks hinu langþráða frelsi, að komast út og lifa lifinu aftur á meðal okkar hinna þessara „heilbrigðu “. En nú er komið að mér að fylla í eyðurnar. Ég vel þá leið að tala til þín í gegnum bókina. Kannski þarf ég að spyrja þig einhvers. Þannig hef ég þig líka hjá mér meðan ég skrif a. Það er bæði ljúft og sárt, eins og lífið sjálft. Þannig hljóðar brot úr inngangskafla Helgu Thorberg að lifssögu móður sinnar, Guðfinnu Breiðfjörð eða Minnu eins og hún var ævinlega kölluð. Líf Minnu var ekkert venjulegt, hún var „engin venjuleg mamma". ísafold gefur bókina út. Hörkuspennandi saga flóttamanns á íslandi Úr eldinum til íslands Hjá Almenna bókafélaginu er komin út bókin Úr eldinum til íslands. Eru þetta endurminningar Eðvalds Hinrikssonar skráðar af Einari Sanden. Eðvald Hinriksson, fyrrum knattspyrnuhetja og faðir þeirra Jóhannesar og Atla Eðvaldssona er einn þeirra flóttamanna sem komu hingað tU íslands upp úr síðari heimsstyrjöld. Saga hans er sennUega fjölskrúðugasta og magnaðasta saga flóttamanns á íslandi. Hann var foringi í PolPol, verndarlögreglu lands sins, en varð að flýja er Rússar hernámu landið. Hann tók aftur upp þráðinn hjá PolPol er Þjóðverjar hernámu Eistland. Þjóðverjar ákváðu síðar að skjóta hann en hann slapp við það og sat þess í stað í einangrun í fangelsi á annað ár. Frá Eistlandi flúði hann tU Svíþjóðar í bát ásamt öðrum flóttamönnum. Sænsk yfirvöld framseldu eins og kunnugt er margra eistneska flóttamenn til Sovétríkjanna árið 1945. Eðvald Hinriksson átti að verða einn þeirra, Rússar sóttu svo fast að fá hann. En hann slapp fyrir liðsinni vinsamlegra Svía sem komu honum á skip í siglingum. Þaðan lá leiðin í skjólið á íslandi. Hér gátu Rússar ekkert aðhafst annað en haldið uppi árásum sem engin áhrif höfðu. En hvers vegna sóttu Rússar svo fast að ná Eðvald Hinrikssyni? Það var af því að hann vissi of mikið sem foringi í verndarlögreglu lands síns. Eðvald Hinriksson er löngu orðinn íslendingur og rekur hér nuddstofu. Hér hefur hann lifað rólegu lífi eftir svo storma- og viðburðaríka ævi að slíks munu ekki mörg dæmi. Úr eldinum til Islands er 252 bls. að stærð. Setning, umbrot og filmuvinna: Metri hf. Prentun: Prentstofa G. Benediktssonar. Bókband: Félagsbókbandið- Bókfell. Hönnun kápu: Steingrímur Eyfjörð. PÉTUR ZOPMONÍASSGN VIKINGS LÆKJARÆH FANGINN OG DOMARINN Þáttur af Sigurði skurdi og Skúla sýslumanni Ásgeir Jakobsson Svonefnd Skurðsmál hófust með því, að 22. des. 1891 fannst lík manns á skafli á Klofningsdal í Önundarfirði. Mönnum þótti ekki einleikið um dauða mannsins og féll grunur á Sigurð Jóhannssón, sern kallaður var skurdur, en hann hafði verið á ferð með þeim látna daginn áður á Klofningsheiði. Skúla sýslu- manni fórst rannsókn málsins með þeim hætti, að af hlauzt 5 ára rimma, svo nefnd Skúla- mál, og Sigurður skurður, sak- laus, hefur verið talinn morð- ingi í nær 100 ár. Skurðsmál hafa aldrei verið rannsökuð sérstaklega eftir frumgögnum og aðstæðum á vettvangi fyrr en hér. VÍKINGSLÆKJARÆTTIV Pétur Zophoníasson Þetta er ljórða bindið af niðja- tali Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar hrepp- stjóra á Víkingslæk. Pétur Zophoníasson tók niðjatalið saman, en aðeins hluti þess kom út á sínum tíma. í þessu bindi eru i-, k: og 1-liðir ættar- innar, niðjar Ólafs og Gizurar Bjarnasona og Kristínar Bjarna- dóttur. í þessari nýju útgáfu Víkingslækjarættar hefur tals- verðu verið bætt við þau drög Péturs, sem til voru í vélriti, og auk þess er mikill fengur að hinum mörgu myndum, sem fylgja niðjatalinu. í næsta bindi kemur svo h-liður, niðjar Stefáns Bjarnasonar. SKVGGSJÁ - BÓKABÚÐ OLIVERS STEINS SF ÞÓRÐUR KAKALl Ásgeir Jakobsson Þórður kakali Sighvatsson var stórbrotin persóna, vitur maður, viljafastur og mikill hermaður, en um leið mannlegur og vinsæll. Ásgeir Jakobsson hefur hér ritað sögu Þórðar kakala, eins mesta foringja Sturlunga á Sturlungaöld. Ásgeir rekur söguna eftir þeim sögubrotum, sem til eru bókfest af honum hér og þar í Sturlungusafninu, í Þórðar sögu, í íslendinga sögu, í Arons sögu Hjörleifssonar og Þorgils sögu skarða og einnig í Hákonar sögu. Gísli Sigurðsson myndskreytti bókina. SKUCCSJA ANDSTÆÐUR Sveinn frá Elivogum Andstæður hefur að geyma safn ljóða og vísna Sveins frá Elivogum (1889-1945). Þessi Ijóð og vísur gefa glögga mynd af Sveini og viðhorfum hans til lífs, listar og sam- ferðamanna. Sveinn var bjarg- álna bóndi í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslu á fyrri hluta þessarar aldar. Hann var eitt minnisstæðasta alþýðuskáld þessa lands og þótti mjög minna á Bólu-Hjálmar í kveð- skap sínum. Báðir bjuggu þeir við óblíð ævikjör og fóru síst varhluta af misskilningi sam- tíðarmanna sinna. ii\\ m VeVðt«' I 0|-otio áni m <r .. g íjÉÍlP^* jrögö, ýerkí®r' 22S& Utlegan úátt. ' SAFN TIL IÐNSÖGU ÍSLENDINGA Tvö ný bindi bætast nú við þessa fróðlegu ritröð sem fjallar um atvinnusögu þjóðar- innar. Hverju bindi fylgir fróðlegur og skemmti- legur kafli um orð og orðtök úr viðkomandi atvinnugrein eftir Halldór Halldórsson. Ritstjóri verksins er Jón Böðvarsson fyrr- verandi skólastjóri. sss.Æiigrijssasssí HIÐ ISLENZKA BÓKMENNTAFÉLAG ÞINGHOLTSSTRÆTl 3-121 REYKJAVlK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.