Tíminn - 22.12.1988, Page 9

Tíminn - 22.12.1988, Page 9
Fimmtudagur 22. desember 1988 Tíminn 9 BÓKMENNTIR Oyndisleg aðalpersóna Ólafur Jóhann Ólafsson: Markaðstorg guðanna, Vaka-Helgafell, Rv. 1988. Það er margt gott um þessa nýju skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar að segja, en hún hefur líka galla. Svo að byrjað sé á kostunum þá er ljóst að höfundur hefur gott vald á máli og stíl, svo og á því að draga upp myndir af söguumhverfi sínu. Þarna eru margar allve! gerðar og skýrar myndir úr viðskiptalífinu í Banda- ríkjunum, þar sem sagan gerist, og reyndar frá íslandi líka. Aðalpersónan, Friðrik Jónsson, er guðfræðingur sem heldur vestur um haf til framhaldsnáms í heim- speki. Þar lýkur hann doktorsprófi og kvænist dóttur forríks lögfræð- ings. Tengdafaðirinn útvegar honum vinnu við iðnaðarnjósnir hjá jap- önskum auðhring, sem er athafnas- amur í Bandaríkjunum, og allt geng- ur vel framan af. Þegar fram í sækir fær Friðrik þó hinn mestá leiða á bæði starfi sínu og hjónabandi. f öngum sínum leiðist hann út í að selja keppinautum vinnuveitenda sinna leyniskjöl frá fyrirtækinu. í bókarlok er hann svo kominn í vonda klípu, annað hvort heldur hann áfram að afhenda leyniskjöl eða keppinautarnir fletta ofan af honum og starf hans fer veg allrar veraldar. Það vekur hins vegar athygli að eigi að skilja þetta þannig að Friðrik sé hér að fletta ofan af glæpsamlegu atferli vinnuveitenda sinna þá eru rök sögunnar fyrir því vægast sagt ekki ýkja sannfærandi. Eftir því sem málinu er lýst þarna þá er ekki að sjá að þar sé annað á ferðinni en vinnubrögð sem séu viðtekin í hinu frjálsa markaðskerfi vestra og þeir sem í því vinni verði að lifa við, hvaða skoðun sem menn vilji hafa á því kerfi að öðru leyti. Fyrir vinnu- veitendum Friðriks vakir að kaupa á frjálsum markaði meirihluta hluta- bréfa í fyrirtæki keppinautanna og ná þannig yfirráðum í því. Þegar Friðrik lætur keppinautana fá skjöl sem varða kaupáformin er hann vitaskuld að gera þeim góðan greiða. En að hjá honum ráði ferðinni til dæmis einhver pólitísk hugsjóna- sannfæring, hvað þá að hann sé að vinna að almannaheill með þessum verknaði, er ekki að sjá af bókinni. Þvert á móti er það fyrst og fremst bæld andstyggð hans á starfi sínu og vinnuveitendum sem ræðurgjörðum hans. Nú má svo sem vitaskuld vera að einhverjir vilji segja sem svo að vinnuveitendur Friðriks hafi ekki átt annað en þetta skilið. Og má svo sem vel vera talsvert til í slíku eftir því sem þeim er þarna lýst. En hitt er annað mál að okkur hefur víst flestum verið innrætt það frá barn- æsku að þegar menn ráði sig í starf þá eigi þeir að reyna að skila þeim verkum sem þeir láta borga sér fyrir að vinna. Ef þeim líki ekki starfið þá eigi þeir að leita sér að öðru betra og skipta um vinnu. Út frá þessu sjónar- miði er atferli Friðriks vitaskuld með öllu óréttlætanlegt. Við það bætist svo hitt að Friðrik reynist alls ekki vera maður til að taka afleiðingum gjörða sinna þegar á reynir. Það sést hvað skýrast á því þegar besta vini hans í fyrirtækinu er kennt um lekann, eftir að hann hefur uppgötvast, og honum sparkað umsvifalaust. Þá hreyfir Friðrik ekki litla fingur honum til bjargar þó hann viti upp á sig skömmina. Þegar upp er staðið fer þannig ekki á milli mála að Friðrik er mannleysa og alls ófær um að takast á við erfiðleika daglegs lífs. Þegar hann er í bókar- lok kominn í það öngstræti að starfið virðist honum með öllu glatað þá er Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfund- ur. erfitt að verjast þeirri tilhugsun að þetta sé nú ekki annað en það sem hann hafi kallað yfir sig sjálfur og eigi skilið. En hitt er svo annað mál að það er vel þekkt viðfangsefni í skáldsög- um að lýsa glæpamönnum, reyna að kryfja eðli þeirra og orsakir afbrot- anna, og máski að réttlæta þá þannig, eða í það minnsta afsaka. En sé leitað að slíkri krufningu í þessari bók þá verður afraksturinn þó óneitanlega heldur rýr. Fjárhags- legar ástæður fyrir gjörðum Friðriks eru hér ekki sjáanlegar, og við réttlætiskennd sína er erfitt að segja að hann styðjist nema þá ákaflega óbeint. Hann er fyrst og fremst ráðleysingi sem grípur til hinna ódrengilegustu örþrifaráða í magn- leysi sínu þegar hann ræður ekki lengur við vandamál síns daglega lífs. Af sjálfu leiðir svo að úr verður ekki saga um spillingu bandarísks viðskiptalífs heldur saga sem öll snýst utan um meinlegan skapgerð- arbrest í aðalpersónunni. Það á við um allar bækur að marktækar ástæður þurfa að vera fyrir því að þær séu skrifaðar. Til dæmis þurfa venjulegar ævisögur að vera um fólk sem hefur upplifað eitthvað það sem geri sögur þess að áhugaverðum bókum. Á sama hátt þurfa aðalpersónur skáldsagna að vera nægilega burðarmiklar til þess að gera verkin að áhugaverðu les- efni. Um Friðrik Jónsson er það hins vegar að segja að hann er ekki maður sem er sérstaklega aðlaðandi til viðkynningar. Hann er rola sem kvænist inn í feitt starf og veldur svo ekki tilgangsleysi þess lífs sem á eftir fylgir. Hann er maður sem ekki er tiltakanlega forvitnilegt að kynnast. Hann hrindir fremur frá en að hann laði að. Ólafur Jóhann Ólafsson vakti tals- verðar vonir þegar hann sendi frá sér smásagnasafn fyrir tveimur árum. Það var vel gerð byrjandabók, og af þeim sökum var þessarar frumraun- ar hans í skáldsagnagerð beðið með nokkurri eftirvæntingu. Og af sömu ástæðum verður ekki annað sagt en að þessi skáldsaga valdi á vissan hátt vonbrigðum. Þó að bókin sé vissu- lega vel skrifuð og jafnvel spennandi þá er aðalpersónan ckki þannig úr garði gerð að hún kveiki nægilegan áhuga til að bera uppi verk af þessari stærð. Vonandi á höfundi eftir að takast betur til með persónugerð sína í þeim sögum sem þessi sýnir þó eigi að síður að hann hefur alla burði til að skrifa í framtíðinni. -esig Nýjar formáherslur Matthías Johannessen: Dagur af degi, Almenna bókafélagiö, 1988. Það er einkum tvennt sem vekur athygli við lestur þessarar nýjustu ljóðabókar Matthíasar Johannes- sen. Annars vegar að ljóst er að hann sýnir hér áberandi tilhneig- ingu til að yrkja innhverf ljóð, þar sem jöfnum höndum eru sótt yrkis- efni inn í manninn og tilfinningalíf hans sem og aftur í aldir í þjóðar- söguna. Hins vegar er greinilegt að hann er hér kerfisbundið að gera tilraunir með ljóðformið, tilraunir þar sem hann sækir fyrirmyndir aftur í gömlu og þjóðlegu Ijóðhefð- ina. Hann er hér með öðrum orðum að beita rími og ljóðstafa- setningu skipulega í formi sínu. Þetta hefur hann vissulega gert áður, en mér sýnist þó að hér sé það talsvert markvissara en fyrr. Bókin skiptist annars í átta hluta, og í tveim þeim fyrstu eru einkum Ijóð sem leita inn á við, í mannshugann, og flytja þá gjarnan minningar og hugleiðingar af ýmsu tagi. í þriðja hluta er hins vegar haldið aftur í gamla tímann, því að þar eru mestpart á ferðinni ljóð um efni úr íslendingasögum og Sturl- ungu. Fjórði hlutinn ereinnaefnis- mestur, og þar fer mest fyrir heldur smágerðum ljóðmyndum, með efni úr ýmsum áttum, en áfram eru þó mest áberandi ljóð með hug- leiðingum og endurminningum margs konar. í fimmta hluta eru Ijóð um efni úr Sturlungu. Loks koma svo þrír ljóðaflokkar, einn um atómsprengjuna, annar um Viðey og sá þriðji sem nefnist Tunglið er spegill tímans. Er þar róið á einna dýpst mið í bókinni, og má mikið vera ef ekki vefst fyrir ýmsum að fylgja skáldinu hér á fluginu, þótt orðgnótt og hrynjandi séu þar vissulega áhugaverðir þættir. Annars voru það ljóðin í fjórða hluta bókarinnar sem undirrituð- um varð einna lengst staldrað við. Þar er meðal annars áhugavert ljóð um Egil í Jórvík (Vor Jórvík), og annað myndrænt um málverk eftir Rembrandt (Næturvörður Rembrandts). Þá er þarna einlæg- lega ort hugleiðing um dauðann (Febrúardagur) og önnur býsna vel hnitmiðuð sem heitir Stef: Trén safna árhríngjum fjörusteinar hrúðurköríum og við þessum gleymdu minningum. Fleira er þarna áhugavert, svo sem ljóðið Á fardögum, sem kom reyndar í Ljóðaárbók AB nú í sumar og er eiginlega eitt af þeim sem vefjast fyrir manni án þess að auðvelt sé að tilgreina ástæðuna; máski er hún hin hnitmiðaða lýsing Ijóðsins á tilfinningum manns sem finnur sig vera að verða miðaldra. En þó má meir en vera að það áhugaverðasta við þessa bók felist hreint ekki í þessu heldur í þeim formtilraunum sem Matthías er hér að gera og sjá má fjölvíða í bókinni. Þeir sem kunnugir eru eldri skáldskap veita því nefnilega fljótt athygli hve víða er hér stuðlað, t.d.: Hægt koma blómin í heimsókn hægt eins og þú komir langa leið eftir hallandi heiði hvarflir auga til sólar haldir svo áfram engi sem anga af vori og grösum... (Fögnuður) En hitt er þó jafnljóst að hér er ekki ort undir neinum þrælaklafa ljóðstafasetningar. Henni er hér beitt skipulega, en hún er þó langtífrá algild. Þannig bregður ljóðstöfum fyrir í mörgum ljóðun- um, ýmist tveimur eða þremur saman eins og hvortveggja tíðkað- ist hér áður, en annars staðar vantar þá með öllu. Með öðrum orðum notar skáldið þá, án þess að beygja sig skilyrðislaust til hlýðni við þá. Og þá eru ýmsar rímtilraunir hér ekki síður áhugaverðar. Um það gildir svipað, rímið er hér notað án þess að það sé gert að kvöð. Meðal annars eru hér dæmi þess að rím sé í sumum línum en ekki öðrum, t.d.: Hvergi grænna, hóllinn hálmstrá tímans Ifkt og kirkjugarðurinn gamli sé gróin sögn og ýkt. (Á Staðarhóli.) En fleiri tilbrigði eru þarna, til dæmis: Tunglið varpar gulum geisla á gráa veggi líkt og fari sól á myrkum svörtum himni silfurstaf um þang og báru. (Daisy Miller.) Hér er rímað með skothendingum, líkt og í gömlu dróttkvæðunum, nema hvað hér eru þær í endarími í annarri og fjórðu línu, og er þessu haldið ljóðið á enda. Og fleiri afbrigði eru þarna, svo sem að rímað sé í endarími með fyrra atkvæði orðs en ekki því seinna, sem er nýjung, þótt þetta þekkist í innrími í rímum: Nýr dagur og flæða Ijósbláir strengir um sumarlegt vatn sem er blárra lengur. (Viðey á Sundum.) Matthías Johannessen skáld. Af dæmum á borð við þessi úir og grúir í bókinni. Þau sýna að hér er á ferðinni í það minnsta mark- viss tilraun til þess að endurnýja Ijóðformið með því að sveigja hrynjandi þess og klið allan aftur í áttina við það sem fyrrum tíðkað- ist. Þetta er áhugavert vegna þess að á síðustu árum hefur það naumast dulist nokkrum, sem eftir hefur gáð, að íslensk ljóðagerð hefur verið í talsverðri lægð. Þetta hefur ekki hvað síst verið ljóst ef borið hefur verið saman við skáldsagna- gerðina, þar sem gróskan hefur verið margfalt meiri. Meðal annars af þeim ástæðum hlýtur þessi bók að vekja upp þá spurningu hvort verið geti að það sé frjálsa formið í Ijóðagerðinni sem sé farið að ganga sér til húðar. Er hugsanlegt að það sé nú fra- mundan að skáldin fari aftur að leita til fortíðarinnar eftir fyrir- myndum um form og Ijóðaklið? Þessari spurningu verður ekki svar- að hér, en hitt dylst þó ekki að hér eru athyglisverðar tilraunir á ferð- inni og forvitnilegt verður að sjá hvort fleiri ljóðskáld eiga eftir að halda út á svipaðar brautir. -esig Gert upp við kerfið Baráttusaga athafnamanns Endurminningar Skúla Pálssonar á Laxalóni. Eðvarö Ingólfsson ritaöi Bókaútgáfa Æskunnar Eðvarð Ingólfsson ritar sögu at- hafnamannsins Skúla Pálssonar. Sannanlega stendur bókin undir titli sínum. Þetta er baráttusaga manns við kerfið, þar sem orrustur bæði vinnast og tapast. Það er töggur í Skúla, eins og hann sjálfur ítrekar í bókinni - hann gefst ekki upp. Barátta sú er Skúli hefur háð við kerfið allt frá fyrstu tíð, hlýtur að vekja menn til umhugsunar um það embættismannakerfi sem þjóðfélag okkar grundvallast á. Skúli hlífir engum, enda hefur honum ekki verið hlíft. Hér er á ferðinni uppgjör manns við kerfið sem sífellt hefur verið honum þrándur í götu. Ég hef þó eitt og annað við bókina að athuga. Flestir sem lesa Baráttu- sögu athafnamanns munu sakna ævi- sögu Skúla. Eðvarð Ingólfsson tekur fyrsta kafla bókarinnar nýstárlegum tökum. Hann allt að því biðst af- sökunar á að viðmælandi hans skyldi ekki vilja ræða nokkuð annað en Skúli Pálsson, Laxalóni. fiskeldi og þá baráttu sem hann háði við kerfið. Slík afsökunarbeiðni er að mínu viti óþörf. Bókin er vel skrifuð og eftir stendur heilsteypt frásögn af Laxalónsdeilunni. Lýsingar Skúla á mótbyr þeim er hann mætti, sem ungur athafnamað- ur í leit að nýjum tækifærum fyrir íslenskt atvinnulíf, eru átakanlegar. Lesandanum svíður með Skúla óréttlæti það og valdníðsla sem hann mætir á leið sinni um völundarhús kerfisins, þar sem þröngsýni og geð- þóttaákvarðanir virðast hafa ráðið framgangi mála. Það er erfitt að sjá fyrir sér að ungir athafnamenn í dag gætu lent í aðstöðu þeirri er Skúli var í, er sífelld boð og bönn dundu á við- kvæmu fyrirtæki hans þar sem hann stundaði tilraunaeldi á regnbogasil- ungi, með háleit markmið í huga. Skúli er mjög trúaður maður og segist ekki bera haturshug í brjósti vegna þeirra atburða er hann rekur í bókinni. Skúli er meiri maður eftir. Heimildasöfnun í baráttusögu Skúla var auðveld. Eðvarð segir sjálfur frá því í bókinni að öll bréf og blaðaúrklippur hafi verið til stað- ar þegar vinnan hófst. Skúli hélt vel utan um allt sem ritað var í tengslum við Laxalónsdeiluna. Skúli segist sjálfur hafa haldið skjölum þessum til haga, því hann hafi vitað frá fyrstu tíð að uppgjörið færi fram og nú er Baráttusaga athafnamanns komin út. Bókaútgáfan Æskan á þakkir skildar fyrir útgáfu þessarar bókar, sem vissulega er til þess fallin að læra af. Saga Skúla á að vera embættis- mönnum, stjórnmálamönnum og lesendum lærdómsrík lexía. - ES

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.