Tíminn - 23.12.1988, Side 4

Tíminn - 23.12.1988, Side 4
4 Tíminn Föstudagur 23. desember 1988 Hagdeild ASÍ telur vanda frystingar liggja fyrst og fremst í stórauknum fjármagnskostnaði: Launakostnaður ekki dragbítur frystingar HLUTUR LAUNA OG FJÁRMAGNSKOSTNAÐAR AF TEKJUM í FRYSTINGU 1980-1988 Lnuna- FJámagns- kostnadur kostnsdur i____i osnnninnu PRÓSENT AF TEKJUM UNNID CR GÖGNUM pJÖDHAGSSTOFNUNAR______________________________ Þessa töflu hefur hagdeild ASÍ sent frá sér til að sýna að launakostnaður hefur verið tiltölulega stöðugur miðað við hlutfall af tekjum frystihúsa, en fjármagnskostnaðurinn hefur hækkað gífurlega frá síðasta ári, eða um 150%. Miðað við tölur frá hajg- deild Alþýðusambands Is- lands hækkaði launakostn- aður ekki nema um 4% á milli áranna 1987-88, en á sama ári hækkaði fjár- magnskostnaður um 150% samkvæmt sömu útreikn- ingum. Þessar upplýsingar lagði hagdeildin fyrir mið- stjórnarfund ASÍ í síðustu viku og hefur nú verið ítrek- að af hálfu samtakanna að ekki geti verið ástæða til að lækka laun verkafólks þar sem erfiðleika frystingar og annarrar fiskvinnslu sé frek- ast að rekja til mikillar aukningar fjármagnskostn- aðar. Töflur hagdeildar ASÍ ná yfir árabilið 1980 til 1988. Kemur þar fram að fjármagnskostnaður sjáv- arútvegsfyrirtækja í frystingu hefur aukist um 60% á þessu ári ef það er borið saman við meðaltal áranna 1980 til 1987, eða m.ö.o. næstu sjö ára á undan. Að sögn Ara Skúla- sonar, hagfræðings ASÍ, er hægt að meta þessar tölur þannig að það séu ekki launin sem séu að drepa frystinguna heldur fjármagns- kostnaðurinn. Því geti það alls ekki komið í hlut launafólks að greiða niður vanda þéssara fyrir- tækja með stórfelldri kjaraskerð- ingu. Á töflum, sem hagdeild ASÍ hefur sent frá sér, kemur fram að launakostnaður hefur verið nokk- uð stöðugur sem hlutfall af tekjum frystihúsa, en fjármagnskostnaður- inn hefur á hinn bóginn rokkað upp og niður. Þótt launakostnaður hafi verið á bilinu 23,1% til 26,8% af tekjum fyrirtækja segir það ekk- ert til um hvernig launin hafa skipst á milli launþega eða t.d. hvað launin hafa verið há hverju sinni. f sömu töflu kernur fram að fjármagnskostnaður hefur rokkað á bilinu 8,8% til 22% af tekjum frystihúsa og er hlutfallið hæst fyrir árið í ár en lægst fyrir árið í fyrra. Þegar hæsta hlutfall fjármagns- kostnaðar er borið saman við hlut- fall launakostnaðar, kemur í Ijós að ekki munar nema um einu prósenti milli launakostnaðar árið 1983, þegar launahækkanir voru bannaðar með lögum, og fjár- magnskostnaðar í ár. Bendir hagdeildin á að ástæða mikillar hækkunar á fjármagns- kostnaði stafi af gengisfellingum þessa árs og hafi tekjuauki frysti- liúsa af gengisfellingum varað stutt, en skuldastaða fyrirtækjanna versnað verulega. Bendir deildin því á að lækkun fjármagnskostnað- ar sé rökrétt aðgerð miðað við þær tölur sem lagðar hafa verið fram, en launalækkun sé það ekki. KB íslenskir trúarhættir í nær 1100 ár: Trúarlíf og trúarvenjur íslendinga íslensk þjóðmenning, fimmta bindi er komið út hjá Þjóðsögu. Bókaflokkurinn sem verður í níu bindum, hefur verið í undirbúningi síðustu ár og spannar hann tímabilið frá landnámi og fram á fyrstu áratugi þessarar aldar. Búið er að fá höfunda að öllum köflum bókaflokksins, um 50 fræðimenn. Fimmta bindið fjallar um trúarlíf og trúarvenjur íslendinga frá önd- verðu og fram á fyrstu áratugi þess- arar aldar. í bókinni eru þrjár rit- gerðir sem fjalla um norræna trú, kristna trúarhætti ogþjóðtrú. Drjúg- ur hluti efnisins er byggður á frum- rannsókn.Höfundarnir eru þeir dr. Hjalti Hugason kirkjusagnfræðingur og Jón Hnefill Aðalsteinsson þjóð- fræðingur. í ritgerðinni um norræna trú er reynt að draga upp heillega mynd af þessum trúarbrögðum. Ritgerðin um kristna trúarhætti skiptist £ fjóra aðalkafla og er sá fyrsti einkum um guðshúsin. Annar kafli fjallar um hið opinbera trúarlíf sem tengdist kirkjuhúsinu. Þá er fjallað um ýmiss konar yfirnáttúrlegar verur í ritgerð- inni um íslenska þjóðtrú, fyrirbærin flokkuð nánar, og greint frá eigin- leikum þeirra og þróun í rás tímans. Sú niðurstaða sem vekur e.t.v. hvað mesta athygli er að verurnar í skjald- armerki íslands hafi aldrei talist til landvætta. í bókinni eru 140 myndir, ftarleg atriðis- og nafnaskrá fylgir óg einnig útdráttur á ensku. Hafsteinn Guð- mundsson hannaði útlit og prent- smiðjuvinna fór fram í Odda hf. Frosti F. Jóhannsson ritstýrir bóka- flokknum, og ritnefnd skipa þeir Haraldur Olafsson, Jón Hnefill Aðalsteinsson og Þór Mágnússon. Samtök fiskvinnslustöðva: Dagvinnukaupið hækkað um 22% Samtök fiskvinnslustöðva er ekki sammála útreikningum hagdeildar ASÍ um samanburð á hækkun launa- kostnaðar og hækkun fjármagns- kostnaðar. Benda samtökin á að samkvæmt upplýsingum Kjararann- sóknarnefndar hafi meðaltal dag- vinnukaups fiskvinnslufólks hækkað um 22% á milli áranna 1987 til 1988. Túlka samtökin gögn Þjóðhagsstofn- unar á þann veg að útflutningstekjur og kostnaðarliðir í frystingunni hafi hækkað á eftirfarandi hátt: Útflutn- ingstekjur hafa hækkað um 1,6%, hráefni um 4,1%, launakostnaður við framleiðslu um 16,5% og annar rekstrarkostnaður um 12,4%. Ástæða þess munar sem er á hækkun dagvinnulauna og hækkun launakostnaðar er skýrður á þann veg að minni yfirvinna hefur verið á þessu ári og hagræðing hefur jafn- ! framt átt sér stað í greininni. I Talsmenn Samtaka fiskvinnslu- stöðva segja ennfremur: „Þegar á heildina er litið er launakostnaður frystingarinnar rúm 50% af útflutn- ingstekjum þeirra. Auk launa við framleiðsluna er launakostnaður verulegur þáttur í hráefnisverði og ýmsum öðrum kostnaðarliðum fisk- vinnslufyrirtækj a. “ Auk þess benda talsmenn fisk- vinnslustöðva á að ekki sé annað hægt en véfengja tölur ASÍ um útreiknaðan fjármagnskostnað fyrir- tækjanna. Segja þeir að í gögnum Þjóðhagsstofnunar, sem báðir aðilar vitna til, sé ekki að finna neina greinargerð fyrir raunverulegum fjármagnskostnaði. Reynt sé að nálgast hann með svokallaðri ár- greiðsluaðferð, sem ekki sé hægt að draga neinar fullyrðingar af varðandi hækkun fjármagnskostnaðar milli áranna 1987 til 1988. KB Greiösluþrot Hofsóshrepps: Fjárhaldsstjórnin tekin til starfa Fjárhaldsstjórnin sem félagsmálarádherra ákvað að skipa yfir Hofsóshreppi vegna greiðsluþrots hreppsins tók til starfa 16. desember s.I. Stjórnin hefur þar með tekið yfir öll fjármálavöld hreppsins. Jafn- framt því að hafa umsjón með fjármálunum mun stjómin leita ráða til að finna bót á fjárhagsstöð- unni. Til að byrja með er stjórnin skipuð til þriggja mánaða og á þeim tíma má kjörin sveitarstjórn ekkert borga úr sveitarsjóði eða samþykkja sem leiðir til útgjalda nema fjárhaldsstjómin leggi bless- un sína yfir það. Fjárhaldsstjórnina skipa þrír menn. Tilnefndir af Félagsmála- ráðuneyti eru þeir Húnbogi Þor- steinsson skrifstofustjóri og Karl Kristjánsson viðskiptafræðingur, af Sambandi íslenskra sveitar- stjórna var Magnús E. Guðmunds- son framkvæmdastjóri sambands- ins skipaður f stjórnina. Tíminn hafði samband við Hún- boga Þorsteinsson og spurði hann um stöðu þessara mála f dag. „Fjárhaldsstjórnin er þessa dagana að fara yfir málið og kynna sér stöðuna, m.a. með því að ræða við heimamenn. Við emm að undirbúa gerð ársuppgjörs og áætlunar fyrir sveitarfélagið til þriggja ára.“ Húnbogi var spurður að því hvort ákvörðun um til hvaða ráð- stafana yrði gripið lægi nú þegar fyrir. „Það sem þarf að gera auðvit- að er að draga úr kostnaði og auka tekjur eftir þvi' sem hægt er. Það þarf einnig að semja um skuldir og skuldbreyta. Það er búið að semja um greiðslustöðvun í þrjá mán- uði.“ Gert er ráð fyrir að ákveðnar áætlanir og ráðstafanir liggi fyrir eftir u.þ.b. mánuð þegar ársupp- gjörið liggur fyrir. í lokin má geta þess að íbúar á Hofsósi eru nú 267 en skuldir hreppsins töldust 45 milljónir í október s.l. og til viðmiðunar má nefna að ráðgert er að tekjur verði tæpar20milljóniránæstaári. SSH Nefnd á vegum menntamálaráöuneytis: Stefnumótun í kvikmvndamálum Menntamálaráðherra hefur ákveðið að skipa nefnd sem á að fjalla um stefnumótun í kvikmynda- málum og undirbúa að komið verði á fót Kvikmyndastofnun íslands. Verkefni nefndarinnar verða eftir- farandi: í fyrsta lagi að kánna lög og reglur sem í gildi eru um kvikmyndamál í nágrannalöndunum. I öðru lagi að gera athugun á rekstrarskipan Kvik- myndasjóðs íslands og Kvikmynda- safns íslands og samstarfi þessara stofnana við þá aðila sem tengjast kvikmyndagerð. í þriðja lagi á nefndin að endurskoða lög um kvik- myndamál frá 30. maí 1984 og leggja fram drög að nýjum lögum um kvikmyndamál, sem lögð yrðu fram á Alþingi hið fyrsta. I nefndinni eiga sæti: Ágúst Guðmundsson, kvikmyndagerðar- maður, Atli Ásmundsson, fulltrúi, Elsa Þorkelsdóttir, framkvæmda- stjóri, og Þráinn Bertelsson, kvik- myndagerðarmaður, sem jafnframt er formaður nefndarinnar. SSH Ríkisstjórnin meö 2ja milljóna fjárframlag: AÐST0Ð VID ARMENA Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita Rauða krossi fslands tveggja milljóna króna framlag til aðstoðar fólki á jarðskjálftasvæðunum í Armeníu. Þá var jafnframt ákveðið að kosta flutning á teppum og fatnaði á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar til Kaupmannahafnar áleiðis tU Armeníu. I framhaldi verði af fslands hálfu tekið upp á norrænum vettvangi hvernig liðsinna megi við uppbyggingarstarf ■' Armeníu eftir jarðskjálftana.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.