Tíminn - 23.12.1988, Qupperneq 15

Tíminn - 23.12.1988, Qupperneq 15
Föstudagur 23. desember 1988 Tíminn 15 llllllllllilllllli MINNING l'" 'ljH' Hjálmur Þorsteinsson frá Skarði í Lundarreykjadal Hjálmur á Skarði, sveitungi minn, frændi og vinur, er látinn. Hann andaðist 8.12. á Borgarspítalanum í Reykjavík eftir mjög erfiða sjúkra- húsvist. Hann var fæddur á Skarði 2. febrúar 1912. Foreldrar hans voru Þorsteinn Tómasson, bóndi og hreppstjóri á Skarði, og Árný Árna- dóttir frá Þingnesi í Bæjarsveit. Þessi hjón voru frábærir gáfumenn. Þau bjuggu á þessari jörð allan sinn búskap við einstaka rausn og prýði. Þau létu félagsmál sveitarinnar mikið til sín taka og félagsmálastarf Þorsteins náði langt út fyrir takmörk sveitarinnar. Þau voru bæði með í að stofna ungmennafélag í sveitinni og unnu því af alhug meðan kraftar þeirra entust. Þegar Þorsteinn andaðist vakti það undrun manna að honum höfðu verið falin næstum öll trúnaðarstörf, sem eitt sveitarfélag þarf að skipa mönnum í og allstaðar hafði hann unnið með hinni mestu reglusemi og alúð. Þorsteinn lést á besta aldri langt um aldur fram. Útför hans fór fram frá sóknarkirkjunni á Lundi og aldrei sá ég sveitunga mína jafn harmi slegna né fjölmenna svo til jarðarfarar, sem í þetta sinn. Þau hjón eignuðust tvo syni: Friðjón, fæddan 21. ágúst 1909, d. 26. maí 1932, og Hjálm, fæddan 2. febrúar 1912, sem ég er nú að kveðja. Þorsteinn á Skarði átti al- systur, Ingibjörgu að nafni. Hún andaðist 29. júní 1918, aðeins 35 ára að aldri. Hún var fögur kona og vel gefin á allan hátt. Þegar Þorsteinn heitinn lést var Friðjón sonur hans 18 ára en Hjálm- ur 15. Þessir ungu bræður hjálpuðu móður sinni við búskapinn en að fimm árum liðnum féll Friðjón fyrir sömu sigðinni. Það var eins og hvíti dauðinn eirði engu á þessum bæ. Þegar þau Árný og Hjálmur voru orðin tvö ein eftir af þessu merka fólki á Skarði bjuggu þau saman á jörðinni en þá kom til þeirra ágætur ungur maður, Pétur Guðmundsson frá Snartastöðum, næsta bæ við Skarð, og vann hann hjá Árnýju af mikilli trúmennsku meðan hún lifði. Hjálmur kvæntist konu sinni, Petru Pétursdóttur, 1953. Hún var dóttir Péturs Georgs Guðmundsson- ar en hann var þekktur maður í Reykjavík. Hann vann þar að fræði- mennsku og verkalýðsmálum. Hjálmur var síðari maður Petru, fyrri maður hennar var Guðni Krist- inn Guðmundsson, málari í Reykja- vík. Þau skildu. Þegar hér var komið sögu var jörðinni skipt í tvær jarðir. Þau Hjálmur ög Petra bjuggu í nýreistu íbúðarhúsi, sem byggt var úti á „Skarðsgrundum“, sem varð nú Skarð I. Árný og Pétur byggðu sér hús á gamla bæjarstæðinú á Skarði og það varð Skarð II. Þau Hjálmur og Petra bjuggu á Skarði I til ársins 1966 en þá fluttu þau í Borgarnes. Hjálmur vann þar ýmsa verkamannavinnu, mest á veg- um KaupfélagsBorgfirðinga, meðan heilsa og kraftar entust. Petra vann þar skrifstofustörf en greip í fræða- grúsk í tómstundum. Meðal annars var hún ein af aðalmönnunum í að skrifa manntal í Borgarfjarðarsýslu, Mýrasýslu og Borgarnesi. Síðar bættist Akranes við. Þessi bók er endurnýjuð á fimm ára fresti vegna búsetubreytinga og svo eru menn alltaf að fæðast og deyja og það þarf sífelldlega leiðrétt- inga við. Þetta manntal greinir frá heimilisfangi manna, fæðingardegi og ári, hjúskaparstétt og atvinnu allra íbúa þessa svæðis. Eg ætla að þessi bók sé til í nær allri byggðinni á hverjum bæ og það er hyggja mín að henni sé oftar flett en öðrum orðabókum, sem þó kunna að vera til í bókasöfnum heimilanna. Menn fýsir að vita upp á dag hvenær þessi eða hinn vinurinn fyllir fimmta eða sjötta eða jafnvel áttunda eða ní- unda áratuginn en í þessari bók er hægt að sjá það. Petra vann að þessari bók meðan hún enn bjó búi sínu að Skarði; þessvegna er þetta rit oft nefnt „Skarðsbók" á tungu okkar Borgfirðinga og þykir það réttnefni. Hjálmur á Skarði, en svo nefndum við sveitungar hans hann oftast þó hann væri fluttur í Borgarnes og ætti þar heimilisfang til dauðadags, var prýðilega gefinn maður eins og sagt er. Þó hann berðist ekki í kappræð- um fyrir skoðunum sínum, varð honum ekki hnikað frá sannfæringu sinni þegar hann hafði skoðað mál til hlítar. Oft sagði hann skemmtileg- ar setningar sem enn lifa í minnum manna. Hann var sívinnandi hvar sem hann átti heima og hver sem vinnuveitandi hans var. Hjálmur var hlýr og góður í um- gengni við alla sem kynntust honum. Það var sannarlega gott að eiga hann að vini. Ég veit ekki betur en öllum, sem hann vann með eða deildu geði við hann, þætti vænt um hann. Hjálmi þótti vænt um öll dýr, sem hann átti og hirti. Hann vildi sannar- lega láta þeim líða vel. Ég kveð svo þennan frænda minn og vin með hjartans þökk fyrir samfylgdina og það er trú mín að hann verði boðinn velkominn til þeirra heimkynna, sem hann sækir nú heim. Skálpastöðum á jólaföstu 1988 Þorsteinn Guðmundsson Ragnheiður Aðalsteinsdóttir Jólaalmanak SUF 1988 Eftirtalin vinningsnúmer hafa komið upp: 1. des. 1. nr. 1851 2. nr. 4829 9. des. 2. des. 3. nr. 7315 4. nr. 1899 10. des. 3. des. 5. nr. 6122 6. nr. 1500 11. des. 4. des. 7. nr. 2993 8. nr. 8376 12. des. 5. des. 9. nr. 1780 10. nr. 3258 13. des. 6. des. 11. nr. 1984 12. nr. 8352 14. des. 7. des. 13. *ir. 8240 14. nr. 7307 15. des. 8. des. 15. nr. 1340 16. nr. 7485 16. des. 17. nr. 6401 17. des. 33. nr. 784 18. nr. 5984 34. nr. 1932 19. nr. 6305 18.des. 35. nr. 4457 20. nr. 1398 36. nr. 2933 21. nr. 4671 19. des. 37. nr. 7299 22. nr. 5488 38. nr. 5351 23. nr. 714 20. des. 39. nr. 1068 24. nr. 7300 40. nr. 5818 25. nr. 4456 21. des. 41. nr. 1733 26. nr. 1016 42. nr. 174 27. nr. 3260 22. des. 43. nr. 154 28. nr. 6725 44. nr. 6533 29. nr. 808 23. des. 45. nr. 6501 30. nr. 6106 46. nr. 1242 31. nr. 3764 32. nr. 7229 Velunnarar! Látið ekki happ úr hendi sleppa. Gerið skil og leggið baráttunni lið. Allar frekari upplýsingar eru veittar í síma 91-24480 eða 91-21379 og á skrifstofu Framsóknarflokksins, Nóatúni 21, Reykjavík. SUF Sll «■*«* H MF Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík og Hitaveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í gatnagerð, lagningu holraesa og gröft fyrir vatnslögnum ásamt lögn hitaveitu- lagna, í nýju íbúðarhverfi í Grafarvogi norðan núverandi byggðar vestan Gullinbrúar. Heildarlengd gatna er um 1.450 m og samanlögð lengd holræsa um 4.400 m. Verkinu skal að fullu lokið 1. júlí 1989. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 11. janúar 1989, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVlXURBORGAR Fr(kirkjuv«gi 3 — Sími 25800 tff Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík, óskar eftir tilboðum í kaup á umferðarljósum. Um er að ræða alls 5 stk. með möguleika á kaupum á allt að 5 til viðbótar á árinu 1989. Afhending skal hefjast 1. júlí næstkomandi. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 7. febrúar 1989, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKUAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Fædd 19. ágúst 1916 Dáin 12. desember 1988 Mig langar til að minnast Rögnu uppáhalds frænku minnar í nokkrum orðum. Það var í kalsaveðri snemma vors, fyrir rúmum tuttugu og fjórum árum, að lítill drengur, sjö ára gamall, steig út úr flutningabíl við hliðið á Hlíð, eftir langt ferðalag að sunnan. Hér var ég kominn langt í burt frá mömmu og átti að vera allt sumarið. Kannski svolítið smeykur, en það reyndist ástæðulaus ótti, því mér var tekið innilega opnum örm- um þeirra: Rögnu, Helgu, Mundu og Nanna. Og það fór svo að ég var hjá þeim í ein sjö eða átta sumur og hefði helst viljað vera allan ársins hring í „sveitinni hjá Rögnu“, eins og ég sagði alltaf, því að ég tók ástfóstri við allt heimilisfólkið og þó sérstaklega Rögnu mína, hún var mér sem önnur móðir. Hún hafði alveg sérstakt lag á að hæna að sér börn og reyndar allt sem lífsandann dró. Létt í skapi, aldrei umvöndun- arsöm, gaf mér nógan tíma til alls sem ég vildi gera og skildi allt sem ég sagði, sem er ekki svo lítið þegar smáfólk á í hlut og er sá eiginleiki fáum gefinn. Þegar ég svo heimsótti hana á spítalann fyrir stuttu, þá var hún alveg eins, létt í skapi og sátt og ánægð með lífið og allt í kringum sig eins og hún var alla tíð, kannski vitað að hverju dró, þó hún talaði ekki um það. Hún ætlaði sér hinsveg- ar að fara heim fyrir jól og sagðist ætla að taka með sér jólarósina sem henni hafði verið gefin. Af því varð því miður ekki, hún réð ekki sínum hinsta næturstað frekar en við ráðum okkar. Mig langar í lokin að þakka Ragn- ari Ágústssyni í Halakoti á Vatns- leysuströnd og hans fjölskyldu, alveg sérstaklega fyrir alla þá vináttu sem þau sýndu Rögnu þau ár sem hún bjó hjá þeim. Ég held að óhætt sé að segja, að það voru hennar bestu ár. Élsku Ragna, ég veit að þér hefur verið vel tekið hinum megin. Guð blessi þig alla tíð. Þinn frændi, Hörður Magnússon Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og eða minningar- greinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingardag. Þær þurfa að vera vélritaðar. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför sambýl- iskonu, móður, tengdamóður og ömmu Ragnheiðar Aðalsteinsdóttur Halakoti, Vatnsleysuströnd Ragnar Ágústsson Mundhildur B. Guðmundsdóttir Grétar B. Ingvarsson Ingvar K. Grétarsson Ragnheiður H. Grétarsdóttir Guðmundur S. Grétarsson Þuríður K. Grétarsdóttir t Þökkum af alhug öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýju vegna andláts og jarðarfarar Jakobs E. Jakobssonar Sléttahrauni 26, Hafnarfirði Sérstakar þakkir viljum við færa Jóni Níelssyni lækni ásamt starfsfólki Borgarspítalans sem annaðist hann af stakri alúð. Einnig þökkum við starfsfólki Áburðarverksmiðju ríkisins fyrir samfylgdina við hann síðustu starfsár hans. Guð blessi ykkur öll. Kristín Sigurjónsdóttir Elínbet Jónsdóttir börn, stjúpsonur, tengdabörn og barnabörn.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.