Tíminn - 05.01.1989, Side 3

Tíminn - 05.01.1989, Side 3
Fimmtudagur 5. janúar 1989 Tíminn 3 ðsmenn ekkert við ráðið. Fyrir ofan bílinn til hægri á myndinni má sjá hvar eldurinn er að læsa sig í þakskeggið á lagerhúsnæðinu. Tímamynd Pjetur Vatnsveitan stóö í ströngu í tengslum við brunann í gær: Skrúfað fyrir vatn í Grafarvogi og Árbæ Mikið vatn þurfti eðlilega við slökkvistarfið við Réttarháls í Reykjavík í gær og m.a. vöknuðu spurningar um það á meðal áhorf- enda hvort vatnsskortur hefði haml- að slökkviliðsmönnum í starfi sínu. Tíminn ræddi við starfsmann Vatnsveitu Reykjavíkur í gær og sagði hann það ekki vera. Lokað hefði verið fyrir vatn í Grafarvogi sem og í neðri hluta Árbæjarhverfis í nokkum tfma til að aukinn þrýst- ingur kæmist á vatnið við slökkvi- starfið. Þaö væri reginfirra að ekki hefði verið nægt vatn til staðar þegar til átti að taká. Þrátt fyrir fjölda vatnshana í ná- grenni brunastaðarins voru tankbíl- ar fengnir á staðinn en að sögn áður nefnds starfsmanns var það ekki vegna óeðlilega Ittils vatns í hverfinu heldur einfaldlega vegna umfangs eldsins. -áma. Fjölmenni fylgdist með eldsvoðanum Fjölda fólks dreif að, strax og kviknaði í húsi Gúmmívinnustof- unnar og vildu margir komast nær en lögregla taldi ráðlegt þar sem mikil sprengihætta var talin stafa frá brunanum. Strengd voru bönd umhverfis húsið til að halda for- vitnum vegfarendum frá. Á Vesturlandsvegi var á tímabili bíll við bíl frá gatnamótunum á Höfðabakka og upp að Bygginga- vöruverslun Sambandsins og hægðu að auki margir á sér til að geta virt eldhafið fyrir sér. Nær- liggjandi götur og bílastæði í ná- grenni Réttarhálsins voru þéttskip- uð bílum og þurfti lögregla eitt- hvað að hafa afskipti af áhugasöm- um áhorfendum sem vildu komast sem næst brunastað án þess að stíga út úr bílunum. Þá varð að loka mörgum götum í nágrenninu þar sem allir tiltækir brunahanar voru nýttir og lágu því slöngur á víð og dreif. -ABÓ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.